Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 20
20
MORGUNÐLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967
Sjötugur í dag:
Lýður Guðmundsson
bóndi, Sundvík
LÝÐUR bóndi Guðmundsson í
Sandvík er sjötugur í dag. Guð-
mundur faðir hans var Þorvarð-
arson Guðmundssonar Brynjólfs
sonar vefara í Litlu-Sandvík
Björnssonar og var hann kominn
út af Sæmundi Gizurarsyni ann-
álaritara á Ölfusvatni. Kona
Þorvarðar var Svanhildur Þórð-
ardóttir Guðimundssonar í Sviðu-
görðum og voru þau hjónin því
systkinabörn. Þau komu upp
tólf börnum og er mikill ætt-
bálkur af þeim hjónum.
Þorvarður var mikill búhöld-
ur og umbótamaður og gegndi
margvíslegum trúnaðarstörfum.
Hann varð sýslunefndarmaður
1875 og þá eða litlu síðar hrepp-
stjóri og oddviti til dauðadags
1899. Þá varð Guðmundur son-
ur hans sýslunefndarmaður og
lengi síðan jafnframt oddviti og
hreppstjóri, sem og Lýður eftir
föður sinn. Þeir feðgar eiga því
allir þá nafngift, er Magnús heit
inn Torfason sagði einu sinni um
Guðmund, er hann kallaði hann
þrístjóra.
Kona Guðmundar og móðir
Lýðs var Sigríður dóttir hjón-
anna Lýðs hreppstjóra í Hlíð í
Gnúpverjahreppi Guðmundsson-
ar og Aldísar Páisdóttur frá
Brúnastöðum í Flóa. Lýður í
Hlíð var ættaður úr Landssveit,
góður smiður og jarðræktarmað
ur og hneigður til reiknings og
stjarnfræði. Um hann er sagt,
að er honum var komið ungum
í læri til prestsins í Hruna, hafi
prestur komizt svo að orði, eftir
að hafa prófað hann: „Þessum
pilti get ég ekkert kennt“.
Lýður í Sandvík kvæntist 1933
AJdísi Pálsdóttur, sonardó'ttur
Lýðs og Aldísar í Hlíð, og koma
því sömu nöfnin aftur strax í
öðrum legg. Móðir Aldísar var
Ragnheiður Einarsdóttir á Hæli,
systir hinna þjóðkunnu gáfu-
manna Gests og Eiríks.
Þau Sandvíkurhjón eiga fjög-
ur börn, Sigríði, gift Snorra
Welding, starfsmanni hj,á Reykja
víkurborg, Pál, kvæntan Elín-
borgu Guðmundsdóttur frá
Laugabrekku í Húnavatnssýslu,
er býr sambýli við föður sinn,
Ragn'hildi, er vinnur hjá Lands-
símanum í Reykjavík og Guð-
mund, rafvirkja.
Lýður í Sandvík er eftirminni-
legur gáfumaður, mætti e.t.v.
segja sérkennilegur eins og
hann á kyn til og varð ekki
hvað sízt vart hjá afa hans og
Nauðungariipplioð
Eftir kröfu Hafþóns Guðmundssonar dr. jur., fer fram
nauðungaruppboð á verkstæði Þungavinnuvéla h.f.
við Vesturlandsveg, hér í borg, fimmtudaginn 23.
nóveanber 1967, kl. 13.30 og verður þar seld Koehring
vélskófla, talin eign Sandnáims Suðurnesja h.f.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Gæðavara
Max harði/last
Glæsilegir litir. Verð mjög hagstætt.
LITAVER, Grensásvegi 22—24.
Sími 30280, 32262.
Ensk gólfteppi
Verð kr. 350.— pr. ferm. og kr. 608.— pr. ferm.
Fljót og góð afgreiðsla.
LITAVER S.F.
Grensásvegi 22—24, sími 30280, 32262.
Bömur
Nú er rétti tíminn að fá sér permanent fyrir jólin.
Höfum úrvals permanentolíur.
Hárgreiðslustofan SÓLEY,
Reynimel 86 (Kaplaskjólsmegin) — Sími 18615.
nafna. Auk þess sem hann hefur
ávallt verið búhöldur góður í
þess orðs fyl'lstu merkingu, hef-
ur hann gegnt margvíslegum
trúnaðarstörfum og verið einn
aðaldrifkrafturinn í sýslunefnd
Árnessýslu mörg undanfarin ár.
Þar hefur hann beitt sér fyrir
mörgum velferðarmálum, á sæti
í elliheimiilsnefnd Árnessýslu og
vann að Byggðasafninu á Sel-
fossi. Hann hefur verið formað-
ur Flóaáveitufélagsins frá 1960
og formaður í stjórn Nautpripa-
ræktunarsambands Árnessýslu
frá stofnun þess 1943.
Ég var svo lánsamur í æsku,
að þau hjón, Lýður og Aldís,
tóku við mér á sumrum svo ár-
um skipti. Þótt ég stæði varla
fram úr hnefa, þegar ég kom
þangað fyrst, taldi ég sjálfan
mig vel baggafæran áður en ég
hætti þar kaupamennsku, svo að
víst má segja, að Lýður hafi
komið mér til manns. Ég hef
lí'ka ávallt litið á Sandvík eins
og mitt gamla heima. Þaðan á
ég margar mlnningar og gott
veganesti.
Þegar ég nú skrifa þessar lín-
ur, riifjast margt upp. Ég man
eftir því, hve Ragga gamla var
natin við kýrnar. Ég fékk þá
virðingarstöðu að hjálpa henni
að gera við básana. Umhyggja
hennar fyrir kúnum var slík, að
mér hefði aldrei dottið í hug að
svíkjast um í þessu sérstaka
verki, þótt ekki væri dæmalaust,
að Lýður kæmi í flekkinn til
mín, þegar ég var að raka dreif
á Mýrinni, til þess að eitthvað
gengi. Alltaf var hún í sama
góða skapinu og alltaf streymdi
frá henni ilurinn til manna og
málleysingja, svo að ég finn hann
enn þann dag í dag, ef mér kem-
ur hún í hug.
Villi gamli átti í Sandvík
skjól í ellinni og vísaði mönn-
um til vegar, ef svo bar undir.
Einnig hann hafði sínum sér-
stöku verkum að sinna. Og mér
er sagt, að hann hafi ekki snú-
izt reiðari en þegar Lýður lét
af hendi hey. Hann vissi eflaust,
hvað það þýddi að verða hey-
laus.
Ekki má heldur gleyma Varða,
sem þar var um mörg ár og hef-
ur svo sagt mér, að sér hafi
hvergi liðið betur.
JÖK - MMILIE
glerullareinangrunin
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manville glerullareinangrun-
ina með álpappírnum
Enda eitt bezta einangrunar-
efnið og jafnframt það
langódýrasta.
Þér greiðið álíka fyrir 4”
J-M glerull og 2í4” frauð-
plasteinangrun og fáið auk
þess álpappír með!
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Sendum um land allt —
Jafnvel flugfragt borgar sig.
Jón Loitsson hi.
Hringbraut 121. - Sími 10600.
Akureyri: Glerárgötu 26.
Sími 21344.
Og þannig rekúr hver minn-
ingin aðra. Sigríður, móðir
Lýðs, er mér einnig i barns-
minni, og hjá henni lærði ég
myllu. Þótt ég bæri meiri virð-
ingu fyrir henni en öðru heim-
ilisfólki, var mér ekki síður
hlýtt til hennar og aldrei man
ég til þess, að hún frekar en
aðrir tæki ekki okkur börnun-
um vel. Hún gaf siér tkna til að
rabba við okkur og fræða okkur,
ég held, hvenær sem okkur
þóknaðist..
Siðast kom ég í Sandvík núna
í s'umar. Að vísu er margt
breytt, og ég er sjálfur breyttur.
En Lýður óg Aldís voru eins.
Það var líká skemmtilegt að
gánga aftur um húsin og reka
sig á eitt og annað; upp rifjað-
ist atvik hér og atvik þar, —
smávægileg atvik kannski, en
þau minntu á góða daga.
Þau hjón verða að heiman í
dag.
Halldór Blönðal.
SVO SEM getið var í Mbl. í
gær henti það óhapp tvo bif-
reiðastjóra að þeir misstu
vald yfir bílum sínum á hálku
ví fyrrakvöld á mótum Múla-
ýegar og Engjavegar. Fyrst
rann Volvobifreið til og hent-
ist út í skurð, en aðeins 20
mínútum síðar kom Volkswa-
gen-bifreið og fór hina sömu
leið. Lágu bifreiðarnar sam-
an í skurðinum og sneru báð-
ar stefni niður. (Ljósmynd:
Sv. Þorm.)
Samkomulag Bret-
lands og Belgíu
— um náið tœknisamstarf — Á að
auðvelda aðgang Breta að EBE
London, 15. nóvember NTB.
BRETLAND og Bðlgía komust að
samkomulagi í gær um að kattirta
möguleikana á tæknilegu uam-
starfi og á þetfca samstarf að
vera þáttur í þeiirri viðlaitnl,
að Bnetar fái tækifæri til þess
að gnnga í Efniahagsbandalag
Evrópu.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í London, að forsæt-
isráðherra Belgíu, Paul van den
Boeynants, hafi rætt mögu-leik-
ana á þessu samstarfi nákvæm-
lega við hinn brezka starfsbróð-
ur sinn, Harold Wilson í loka-
viðræðum þeirra á miðvikudag,
en viðræður þeirra hófust á
þriðjudag.
Með þessu hafa þessi tvö
lönd ekki skuldbundið sig til
náins tæknilegs sams'tarfs, en
árangurinn af viðræðum for-
ætisráðherranna tveggja er'
samt sem áður fyrsti raunveru-
legi árangurinn af áætlun Wil-
sons, sem er í sjö liðum, um
vesturevrópskt tæknisamstarf í
framtíðinni.
Harold Wilson sagði, er hann
bar tillögu sína fram á mánu-
dag, að tilgangurinn með áætl-
uninni væri að skapa mögu-
leika, sem á sínum tíma myndi
auðvelda viðleitni Breta til þess
að gerast aðilar að Efnahags-
bndalaginu. Wilson lgði áherzlu
á, að hér væri á engan hátt um
máil að ræða, sem komið gæfi í
staðinn fyrir aðild Breta að
bandalaginu.
Van den Boeynants sagði á
fundi með fréttamönnum í Lond
on í dag, að stjórn Belgíu væri
reiðuibúin til þess að hefja við-
ræður við brezk stjórnarvöld
um einstök verkefni, ef það
kaemi skýrt í ljós, að tilganig-
urinn með þessum viðræðum
væri að hefja samstarf einnig
við aðra aðila.
í lokaviðræðum sínum, sem
stóð á' annan klukkutíma,
ræddu forsætisráðherrarnir tveir
nánar um þetta atriði, en gert
hafði verið ráð fyrir fram. Eink
um ræddu þeir um áætiun um
saimstarf varðandi kjarnorku til
friðsamlegrar notkunar.
Belgíski forsætisráðherrann
lagði áherzlu á það á fundinum
með fréttamönnum, að belgísk
stjónavöld litu hina sjö liða á-
ætlun Wilsons, sem sönnun þess,
að mjög rík alvara væri að
baki viðleitni Bretlands gagn-
vart Efnahagsbandalaginu.
Sagði hann, að Wilson hefði gert
mjög góða grein fyrir sjónar-
miðum sínum og væru Beligíu-
menn þeirrar skoðuar, að þar
ksemi fram enn ein sönnunin
fyrir markmiðum brezku stjórn
arinnar, sem Belgíumenn voru
mjög ánægðir með.