Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967 27 Kýpur: Allt með kyrrum kjörum Makarios krefst yfirstjórnar Kýpurhers Nikósíu, Aþenu og Istanbul, 17. nóvember — AP-NTB HAFT er fyrir satt, að harð- ar deilur hafi orðið með Makariosi, forseta Kýpur, og grísku stjórninni vegna átak- anna sem urðu á eyjunni sl. miðvikudagskvöld. Skýrir málgagn grískættaðra manna á Kýpur, „Argon“ frá þessu í dag og segir Makarios hafa farið fram á það, einu sinni enn, að Kýpurstjórn fái í sín- ar hendur yfirstjórn alls her- liðs á eyjunni og hafi hann bent á það kröfu sinni til stuðnings, að mannfall það sem varð í átökunum hafi orðið vegna þess, að fyrir- mæli þau er yfirstjórn her- liðsins í Aþenu sendi til eyj- arinnar hafi brotið í bága við það sem áður hafði verið ákveðið í samráði við Kýpur- stjórn. Segir Makarios það fráleitt að hershöfðingjar í Aþenuborg ráði lögum og lof um um allar aðgerðir Kýpur- hers, en ekki réttmæt yfir- völd eyjarinnar. Kyrrt er nú á Kýpur og eru gæzlusveitir S.Þ. á verSi í þorp- unum tveimur, sem barizt var í og verða þar áfram fýrst um sinn. Bæði griska stjórnin og tú tyrkneska höfðu mikinn viðbún- að á miðvikudagskvöld er frétt- ist af átökunum og sendu her- lið til landamæranna að vera við öllu búfð, en það lið hefur nú aftur verið kallað heim í búðir — Áherzlá Framihald af bls. 28 til við borgarráð, að byggður verði gæzluvöillur, sparkvöllur og opið leiksvæði í Breið- holti á nsesta ári. f Foss- vogshverfi leggur nefndin til að byggður verði gæzluvöllur á næsta ári en ekki hefur enn ver ið ákveðið með hverjum hætti skólaþörf hverfisins verður leyst. Það verður þó gert inn an tiðar. Síðan vék ræðumaður að strætisvagnaferðum og upp- lýsti, að auk þeirra ferða, sem fyrir hefðu verið í Árbæjar- hvérfi, hefði í þessum mánuði verið bætt við séTstökum auka- vagni frá kl. 7—9 á morgnana og hefðu á því tímabili verið fastar hálftímaferðir, auk næt- urvagns. Þá er ráðgert að hefja beinar ferðir í miðborgina, á hádftíma fresti, og verður fyrsti H-vagninn notaður til þess, en af þeim sökum verða viðkomu- staðir fáir á leiðinni. Má búast við að þetta verði um áramótin. Um væntanlegar strætisvagna- ferðir í Breiðholt og Fossvogi er það að segja, að endurskipulagn xng á leiðakerfi Strætisvagnanna stendur yfir og samgöngumál þessara tveggja hverfa íalla inn í þá endurskoðun, sem væntan- lega verður lokið fyrir H-dag- inn og stefnt að því að nýtt leiðakerfi taki gildi þann dag. Borgarfulltrúi sagði, að búið væri að tengja garðhúsin í Ár- bæjarhiverfi við hitaveituna, og unnið að nýrri lögn í blokkir framkvæmdanefndar í Breið- hiolti og 8 aðrar, og er þetta kerfi þegar tekið í notkun að Muta. Unnið er að lagningu hitaveitu í þann hluta Fossvogs- hverfis, sem er í byggingu, og á því verki að ljúka fyrir áramót samkv. samningum. Að lokum lagði borgarfulltrúi til að tillögu Alþýðuband alags- manna yrði vísað til borgarráðs til meðferðar við gerð fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun- ar og var sú tillaga samþykkt með 10 atkvæðum gegn fjórum. sínar. Stjórnir beggja landanna og ýmsir fulltrúar þeirra erlend- is leggja nú allt kapp á, að sætta deiluaðila áður en verra hljót- ist af og í aðalstöðvum S.Þ. sagði talsmaður samtakanna, að U Thant myndi gefa Öryggisráðinu skýrslu um átökin á Kýpur ein- hvern næstu daga. Stjómir Bretlands og Bandaríkjanna hafa harmað átókin og lýst áhyggjum sínum vegna þeirra og fulltrú- ar Breta hjá S.Þ. eru sagðir munu hafa samráð við U Thant um aðgei'ðir til þess að tryggja vopnahlé á eyjunni. Átök þessi, sem frá hefur ver- ið sagt, hófust á miðvikudags- kvöldið sl. í tveimur þorpum á Kýpur og stóðu í átta stundir áður en friði yrði komið á. Voru átökin hörð og var beitt fallbyss- um, sprengjuvörpum og vélbyss- um auk léttari vopna. Ekki ber saman sögum af mannfalli í bar- dögunum og segir norska frétta- stofan NTB engan mann hafa fallið, en sjö Kýpur-Tyrki særst, en AP-fréttastofan segir aftur á móti að a.m.k. 23 Kýpur-Tyrkir hafi fallið í átökunum og ber fyr ir því lækna gæzluliðs S.Þ. Kýpurstjórn telur Kýpur- Tyrki hafa átt upptökin að bar- dögunum er þeir hafi hafið skot- hrfð á eftirlitssveitir lögfeglu- manna, sem fara áttu í eftirlits- ferð um þorpið Ayios Theodoros. Kom þar þá til götubardaga og skömmu síðar urðu einnig átök í nágrannabænum Kophinou. Bæði eru þorp þessi nokkuð sunnan Níkósíu, höfuðborgar Kýpur. I Kophinou búa eingöngu Kýpur-Tyrkir, en í Ayios Theo- doros bæði Kýpurbúar af tyrk- neskum og grískum ættum. Flýði — Utan úr heimi Framhald af bls. 14. nefnd, sem stjórnin skipaði til þess að kanna ástand blað- anna, hefur mælt með því, að sporna við samruna blaða og að takmörk megi setja fyrir fjöilda blaða og tímarita, sem eitt útgáfufyrirtæki geti haft umráð yfir, Þessu er beinlínis beint gegn Springer, sem virt hefur þessa nefnd að vettugi og hann hefur varpað þeirri spurningu fram í háði, hvort til þess sé ætl- azt af honum, að hann fari að gefa út léleg blöð í stað góðra blaða, sem seljist. En hann er kominn í vörn. Gagnrýni Stern hefur valdið honum áhyggjum og síðar- nefnda blaðið hefur staðhæft, að hann hafi reynt að kúga það með því að hóta að skýra frá meintum skattsvikum eig anda þess. Varkárari en áður Eftir að þetta hefur gerzt, hefur tónninn í blöðum hans orðið aðeins varkárari. Frá- sagnir af stúdentum og mál- efnum þeirra hafa orðið hlut- lægari og Die Welt, eitt blaða hans, sem sl. ár hefur borið keim hægri sinnaðrar sér- vizku, mun ef til vill taka upp hin frjálslvndari viðhorf, sem það hafði áður. Almenn- ingsálitið hefur brugðizt illa við þeirri ógnun, að blaða- kóngur, sem hefur skýrar póli tískar skoðanir, nái einokun- araðstöðu og sömu sögu má segja um jafnvel stærstu stjórnmálaflokkana, sem ótt- ast áhrif Springers. Fólki er minnisstæður Al- fred Hugenberg, hinn hægri sinnaði blaðakóngur, sem átti sinn þátt í því að kollvarpa lýðræði Weimar-'lýðveldisins. Því finnst, sem það sé á valdi Springers að sýna fram á, að sagan endurtaki sig ekki. fólk þorpin unnvörpum er átökin hófust, en hefur nú snúið aftur til síns heima að sögn. — Bolivia Framhald af bls. 1 hann telji Debray geta kom- ið byltingunni betur að gagni utan Boliviu. Hinsvegar viðurkenndi De bray, að hinn stutta tíma, sem hann hefði verið í búð- um skæruliða, hefði hann tekið þátt í varðgæzlu, vopn aður riffli. • . Debray er 27 ára að aldri og hefur starfað sem blaða- maður, háskólafyrirlesari og rithöfundur. Hann er sér- fræðingur í byltingum og hef ur skrifað bók sem heitir „Bylting innan byltingar?" Þeir Debray og Bustos voru handteknir 20. apríl s.i. ásamt ljósmyndara frá Ghile, George Andrew Roth, sem fljótlega var látinn laus. Þeir voru þá að koma frá svæðinu, þar sem uppreisn- armenn hafa hafzt við. Þegar mennirnir voru hand teknir var talið, að í sveit Guevaras væri a.m.k. sex- tíu menn. Síðan hefur fækk- að í liði þeirra, m.a. féllu allmargir með Guevara og er nú talið, að ekki séu fleiri en fjörutíu menn eftir úr sveitinni. Handtaka Debrays og réttarhöldin hafa vakið heimsathygli. Fjórum frétta- mönnum hefur Bodivíustjórn vásað úr landi fyrir að skrifa „óvinsamlega og fara með rangar staðhæfingar" og og fjöldi manns um heirn allan hefur skorað á stjórn- ina að láta Debray lausan, þar á meðal Gharles De Gaulle, forseti. Foreldrar De- brays hafa verið í Boliviu vegna máils þessa — faðir hans er lögfræðingur og harður hægrisinni, en hann hefur lýst yfir, að réttarhöld in hafi verið brot á öllum réttarreglum og stjórnarskrá Boliviu og bafi ekkert það komið fram í málinu er sanni að þeir félagar séu sekir um morð og rán. De- bray óskaði eftir því, að fað- ir hans hyrfi frá Boliviu, kvaðst alls ekki vilja draga fjölskyldu sína inn í máí sitt — um það yrði hann að fjalla einn. Saksóknarinn hafði kraf- izt þess, að Debray yrði dæmdur í 30 ára fangelsi, Buston í 20 ára fangelsi og Bolivíumennirniir í 4—ö ára fangelsi. Þegar dómarnir voru lesnir upp virtist Debray lítt bregða, hann stóð graf- kyrr með hendur á mjöðm- um sér. Bustos, sem er 35 ára, virtist taka dómunum þunglegar, hann laut höfði og var þungur á brún. í réttao-salnum voru um 150 áhorfendur, flestir frétta menn og ungar stúlkur, klædldar litríkum sumar- kjólum. Engum sakborninga var leyft að ræða við frétta- menn. Rétt áður en réttarfundi var slitið, reyndi verjandi Bustos, Jaime Mendizabail, að mælast til þess, að úr- skurðurinn yrði endurskoð- aður, en forseti réttarins, Efrain Guadhalla, þaggaði niður I honum með sliku of- forsi, að hausinn hrökk af fundarhamri hans yfir á rað- ir áhorfenda. Kom hann nið- ur hjá ungum stúlkum, sem bnigðu við með hlátraskölll- um og flissi. Við það þykkn- aði enn i dómforseta, sem horfði andartak á hamars- skaftið í hendi sér en fleygði þvi síðan í gólfið og struns- aði út. - ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 26. • Markhæstur var Ágúst með 4 mörk. Valur — KR 13-9. III. fl. karla. Leikur þessi var fjörugur og hratt leikinn af báðum aðilum. Valur hafði alltaf undirtökin í xeiknum Oig með hröðu og létt leikandi spili höfðu þeir yfir í hálfleik, 9-7. í seinni hálfleik færðiist harka í leikinn og var hart barizt á báða bóga, en KR tókst ekki að jafna metin og vann því Valur örugglega, 13-9. Það er greinilegt að Valsliðið er ekki svipur hjá sjón og það var fyrst, eu það hefur stórbatn- að, og eru sennílega ekki búnir að segja sitt síðasta orð. Beztir í leiknum voru þeir Sigurður, 5 mörk, og Vilhjálmur, 3 mörk. KR-piltarnir hafa verið lakari í síðustu leikjum, en i byrjun mótsins. Þó má kannski segja, að þeir hafi verið óheppnir. Það er því enigin ástæða að leggja árar í bát, því liðið er mijög efnilegt. Beztir eru fram- línumennirnir Magnús, Haukur, og Gunnar spila hratt og skemmtilega úti á vellinum, en sóknin verður svo bitlaus þegar að markinu kemur. Ármann — ÍR 7-6. 3. fl. karla. Þá var komið að síðasta leik kvöldsins og var lang skemmti- legastur og sá mest spennandi. ÍR byrjar að skora tvö mörk, en Ármann jafnar og komst yfir og var staðan 4-3 þeim í vil. í seinni hálfleik jafnaði svo ÍR oig komst einu marki ytfir. Var spennan orðin gífurleg og hark- an eftir því og áhorfendur hvöttu liðn af miklum móð. En þá jafna Ármenningar aftur og skoraði Ólafur sigurmarkið mjög glæsi- lega rétt fyrir leikslok. Eftir sigurinn í þessum leik eru Ármenningar hæstir að stig- um og líklegastir til að sigra mótið. En heppnir voru þeir þó að vinna þennan leik, enda beittu þeir miki'lli hörku og voru tveir af þeirra mönnum reknir út al. Ólafur skoraði 4 mörk, Pálmi og Ingólfur í markinu eru langbeztu menn liðsins. Óheppnin loðar hins vegar enn þá við ÍR-liðið, en það leikur hratt og skemmtilega, og skora þeir oft í hinum ótrúlegustu færum. Tryggvi, Ómar og bræð- urnir Haukur og Hörður skör- uðu fram úr í þessum leik, en liðið er í heild mjög gott og erf- itt að gera upp á milli einstakra manna. Dómarar kvöldsins voru ósköp lélegir og dæmu oft frámunan- lega illa. Markataflan hefur alltaf verið mikið vandamál á Hálogalandi og er það enn, og geta oft úrslit leikja ráðist á vit- laust færðri markatöflu, enda engin furða, þegar smástrákar eru látnir vera þar. Eru það vinsamleg tilmæli til forráðamanna hússins að ráða bót á þessum vanda sem fyrst og í starfið fáist menn, sem eitt- hvert vit hafa á hlutunum. Kr. Ben. — Filenis Framhald af bls. 1 Einn sakborninganna, fimmtug kona að nafni Anna Papanicola, bar það fyrir réttinum í dag, að hún hefði verið látin sæta pynt- ingum vfð yfirheyrslur hjá ör- yggislögreglunni. Ekki viður- kenndi hún að hafa tekið þátt í samsæri, en játaði að hafa leynt Theodorakis heima hjá sér af mannúðarástæðum. Hún kvaðst hafa verið pyntuð í aðal- stöðvum öiyggislögreglunnar; eitt sinn hefði verið bundið fyrir augu hennar og lögreglan hefði látið sem hún ætláði að leiða hana fyrir aftökusveit. Dóttir frú Papanicola, sem er 31 árs að aldri, er einnig sökuð um aðild að samsærinu. Hún bar, að hún hefði verið félagi í Mið- flokkasambandinu, stjórnmála- flokki Georges Papandreous, fyrrum forsætisráðherra og kvaðst sannur lýðræðissinni. Jafnframt því sem réttarhöld- unum í máli þessara 31 manna og kvenna heldur áfram í Aþenu hafa 40 a'ðrir verið leiddir fyriír herrétt í Saloniki, einnig sakaðir um að hafa tekið þátt í undirróð- urshreyfingu og samsæri um að varpa stjórninni. Fimm þeirra eiga yfir höfði sér dauðarefsingu, verði þeir sekir fundnir. Lítil telpa lyiir bíl LÍTIL telpa hlaut slæman heila hristing, þegar hún varð fyrir bíl skammt fró sundlauginni í Hafnarfirði, laust eftir klukkan sex í gær. Hún var flutt i Slysa varðstofuna, en mun ekki hafa hlotið önnur meiðsl. Ökumaður bílsins virðist ekki hafa orðið telpunnar var fyrr en of seint, en mjög sku.ggisýnt var þarna, þegar óhappið átti sér stað. - Pundið Framhald af bls. 1 HinS'Vegar hefur það verið full- yrt og haft eftir Wilson, forsætis- ráðherra, að engin gengislækkun væri fyrirhuguð, og stefna stjóm arinnar væri sú, að haida skráðu gengi pundsins gagnvart dollar óbreyttu, en pundið er nú skráð á 2,80 dollara. Tregða stjórnarininar til að gefa út yfirlýsingu varðandi hugs anlegt stórlán hefur valdið ring- ulreið í gjaldeyriskauphöllium víða um heim. í gær, fyrst eftir að sögur komust á kreik um 'hugs anlegt lán, hækkaði gengí punds- ins nokkuð í kauphölkmum, og komst hæst í 2,7860 dollara í London. Þegar fregnirnar rnn lán ið fengust ekki staðfestar, lækk- aði gengið á ný niður í 2.7831 dollara í London og 2,7829 doll- ara í New York. í dag var tals- verð sala á sterlingspundum í kauphöllunum, og skömmu fyrir lokun kauphallarinnar I London stóð það í 2,7824 dollurum, og var þá verðið svipað í New York. Hafði Englandsbanki þá varið milljónum dollar til pundkaupa til að tryggja það að gengið félli ekki niður fyrir lágmarksskrán- ingu, sem er 2,7820 dollarar. Allt frá því núverandi ríkis- stjórn tók við völdum í Bretlandi hafa þeir Wilson, forsætisráð- herra, og James Callaghan, fjár- málaráðherra, heitið því að fella ekki gengj pundsins. Segja frétta menn að Wilson vilji ógjarnan verða þriðji forsætisráðherra Verkamannaflokksins, sem neyð- ist til að grípa til gengislækkun- ar. Árið 1931 ákvað ríkisstjórn Bretlands, undir forsæti Verka- mannaflokksleiðtogans Ramsays MacDonalds, að miða ekki sterl- Iingspundið lengur við gullgengi, og fór pundið eftir það smá- lækkandi úr 4.89 dollurum þar til árið 1939 að það var loks skráð á 4,03 dollara. Þetta gengi sterlingspundsins hélzt síðan ó- breytt í tiu ár, þar til Verka- mannaflokksstjórn Attles, for- sætisráðherra, ákvað að fella gengið niður í núverandi skrán- ingu, 2,80 dollara. Allmikillar eftirvæntingar gætir í Bretlandi, eins og gefur að skilja, og bíða menn óþreyju fullir frekari vitnesikju. Eriend ir fjármálasérfræðingar telja að Bretar fái * því aðeins erlenf stórlán til tryggingar á gengi pundsins, að þeir fallist á að gera víðtækar ráðstafanlr til að koma efnahagsmálum sínum í viðunandi horf. f þeim ráðstöf- unum geta falizt aðgerðir, sem enn rýrðu vinsældir Wilson- stjórnarinnar, en efnahagsráð- stafanir meðal þjóðarinnar, og má stjórnin vart við því að þar við bætist. Nýjar aðgerðir, sem leitt gætu til aukins atvinnu- leysis, mættu vissu'lega harðri gagnrýni kjóisenda, og minnk- uðu enn líkurnar fyrir því, að Verkamannaflokkurinn haldi völdum næstu þingkosningar. Þótt Wilson þurfi ekki að boða til nýrra kosninga fyrr en ár- ið 1971, gleymdu kjósendur því varla ef hapn neyddist til að leiða þá út í nýja efnahagsörð- ugleika á árinu 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.