Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAí>IÐ. LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967
11
Frönsk flugvél Nord
262 kynnt hér
Norðurflug kaupir eina slíka
SÍÐUSTU tvo daga hefir
dvalizt hér á landi fulltrúi
frá frönsku flugvélaverk-
smiðjunum Nord Aviation,
að nafni Georges Réinond,
og hefir hann kynnt forystu-
mönnum íslenzkra flugmála
nýja flugvél, sem fyrirtæki
hans hefir nú framleitt um
nokkurt skeið og ber nafnið
Nord 262. Umboðsmaður fyr-
irtækisins hér á landi er Kon-
ráð Axelsson, forstjóri. S.l.
miðvikudag var forystumönn
um flugfélaganna hér og full-
trúum flugmálastjórnarinnar
boðið að sjá kvikmynd af
hinni nýju vél og var þar
viðstaddur sendiherra Frakka
hér á landi, hr. Strauss.
Konráð Axelsson bauð gesti
velkomna, en gaf síðan Rémond
orðið og lýsti hann hinni nýju
flugvél og svaraði fyrirspurn-
um um hana. Síðan var kvik-
mynd sýnd af framleiðslu og
reynzluflugi vélarinnar. Og að
henni lokinni svaraði franski
fulltrúinn enn nokkrum spurn-
ingum.
Nord 262 er búin tveimur túr-
bínuhreyflum af Turbomeca
Bastan Vl-gerð, en það eru
franskir hreyflar, sem gefa 1065
EHP við flugtak. Vélin er með
sérlega vönduðum hjólabúna'ði,
sem gerir það að verkum, að
hsegt er að lenda henni á óslétt-
um flugvöllum. Þá er hún með
lágþrýstum hjólbörðum og svo-
nefndum „anti-skid“ hemlum,
sem varna því að hjólin springi
við snögga hemlun. Vélin kemst
af með minna en 1200 metra flug
braut við flugtak með aðeins
öðrum hreyflinum og fullnægir
þar með reglum F.A.A. Vélin er
með jafnþrýstiútbúnaði, þannig,
að þegar hún flýgur í 16000
feta hæð er loftþrýstingur inni í
vélinni sem í 8000 fetum. Vél-
in getur flogið 1000 km vega-
lengd með 2500 kg, hvort sem
eru farþegar, eða flutningur og
flughraði hennar er 375 km á
klukkustund.
Aðspurður um getu þessarar
flugvélar í köldum löndum, sagði
Rémond, að hún hefði verið
reynd við 50 gráðu frost á cel-
cius og gefið góða raun. Þegar
eru seldar 54 vélar m.a. til ítalíu,
Japan, Þýzkalands, þar sem
Lufthansa mun nota einvörð-
ungu þær á stuttum vegalengd-
um, og til Svíþjóðar, en þar er
vélin notúð tíl flugs í Norður-
Sviþjóð, til hinna kaldari hér-
aða. Þá hefir franski flotinn
keypt 15 vélar af þessari gerð og
mun alls kaupa 40. Einnig hefir
vél þessi verið sérstaklega búin
til loftljósmyndatöku við korta-
gerð. Rémond gat þess, að þessi
gerð véla væri af svipaðri stærð
og DC 3, sem við íslendingar
þekkjum svo vel, og kallaðir
eru hér Þristarnir eða Doglasarn
ir. Þessi vél, sagði Rémond, þjón-
ar sama hlutverki og hinir
gömlu góðu Doglasar, en hefir
öll nýjustu tæki og útbúnað
eins og eru í fullkomnustu þot-
um.
Nú þegar hefir einn íslenzkur
aðili ákvéðið kaup á einni þess-
ara véla. Vélin sjálf kostar 25
milljónir, og með hæfilegum
birgðum af varahlutum, 30 millj-
ónir. Það er Norðurflug h.f., sem
Aðalfundur Vöku:
Samstaða verði með
stúdentum 1. des.
AÐALFUNDUR Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, var
haldinn á Hótel Sögu sl. mánu-
dagskvöld. Friðrik Sophusson,
stud. jur., flutti skýrslu um starf
semi félagsins, sem var hin öfl-
ugasta á árinu. Friðrik hefur
verið formaður Vöku í tvö kjör-
tímabil og lét nú af embætti. f
hans stað var kjörinn formaður
Júlíus Sæberg Ólafsson, stud.
oecon.
Að loknum aðalfundarstörfum
flutti Jóhann H. Jóhannsson,
formaður hagsmunamálanefndar
S.H.I. erindi og svaraði fyrir-
spurnum.
í stjórn Vöku voru kjörnir aúk
Júlíusar: Varaformaður Georg
Ólafsson, stud. oecon og aðrir í
stjórn, Baldur Guðlaugsson,
stud. jur., Haraldur Blöndal,
stud jur., Kristófer Þorleifsson,
stud. med., Sævar B. Kolbeins-
son, stud. jur., Þór Whitehead,
stud. philol.
Skýrsla fráfarandi gjaldkera
Ingólfs Hjartarsonar sýndi, að
hagur félagsins er nú góður,
þrátt fyrir mikinn kostnað við
fjölbreytt félagsstarf.
Að loknum aðalfundi flutti
Jóhann H. Jóhannsson, stud.
med., fróðlegt erindi um málefni
þau, sem efst eru á baugi í hags-
munamálum stúdenta. Kom fram
að Stúdentaráð leggur nú höfuð
áherzlu á, að framkvæmdir geti
hafizt við félagsheimilisbygg-
ingu á háskólalóðinni. Næst
Ókyrrð í Hong Kong og Knnfon
Hong Kong, 16. nóv. AP.
RÓSTUSAMT hefur verið í Hong
Kong og nágrannaborginni
Kanton upp á siíðkastið. S.l. mið-
vikudag var opnuð mikil vöru-
sýning í Kanton og kom þá til
átaka milli hermanna úr Kína-
her og um sjötíu andstæðinga
Maós, sem fylkt höfðu sér með
stór mótmælaspjöld við búðir
sýningarinnar. Báru spjöldin
áletranir eins og: „Við brennum
sýninguna" og „Drepum forráða-
menn sýningarinnar“.
Ferðamenn, sem voru vitni að
óeirðunum sögðu, að þessir Maó-
andstæðingar hefðu komið frá
héruðum fyrir utan Kanton,
gagngert til að stofna til óeirða
við sýningarlóðina. Tafizt hef-
ur um mánuð að opna vörusýn-
ingu þessa vegna baráttu milli
stuðningsmanna Maos annars
vegar og andstæðinga hins veg-
ar, sem herjað hefur í Kanton
og Kwantung síðustu vikur.
í Hong Kong særðu tveir of-
beldismenn kommúnista tvö kín-
versk börn og fimm unglinga að-
íaranótt fimmtudagsins. Ætluðu
þeir að varpa sprengjum að Iög-
reglu, en misreiknuðu sig á
f jarlægðinni og hittu börnin. Lög
regluþjónarnir höfðu verið ginnt
Ir til íbúðargötu einnar undir
því yfirskini, að sprengjum
hefði verið komið fyrir á þeim
slóðum. Meðan þeir voru við
störf sín köstuðu ofbeldismenn-
imir sprengjum ofan af húsþök-
um í nokkurri fjarlægð og lentu
sprengjurnar inni í miðjum hóp
forvitinna vegfarenda með fyrr-
greindum afleiðingum.
Júlíus Sæberg Ólafsson, stud.
oecon, hinn nýkjörni formað-
ur Vöku.
verður svo stefnt að byggingu
hjónagarðs, sem lengi hefur ver-
ið I deiglunni.
Jóhann sagði að, engin náms-
lán hefðu verið veitt í haust.
Ástæðan væri sú, að nýja reglu-
gerðin um námslán hefði ekki
verið gengin í gildi, þegar út-
hluta átti samkvæmt háskóla-
ári.
Gildistakan væri miðuð við
almanaksár og hæfust lánveiting
ar því á ári komanda og yrðu
þá m.a. lán veitt fyrsta árs stúd-
entum.
Á eftir erindinu spunnust
fjörugar umræður og bornar
voru fram fyrirspurnir til frum-
mælanda.
f tilefni af fullveldisdeginum
samþykkti aðalfundurinn ein-
róma þau tilmæli til Stúdenta-
félags háskólans, að það beiti
sér fyrir einingu stúdenta um
hátíðarhöldin 1. desember.
Góð aðsókn hjd Engilbert
Flugvélin franska, Nord 262.
vélina kaupir, og gafst okkur
tækifæri til að tala við Tryggva
Helgason forstjóra þess fyrirtæk-
is um vélina, en hann sagði
nokkur orð á fundinum og lýsti
ánægju sinni með þessa flug-
vélategund og kvaðst vona að
ein slík kæmi hingað á næsta
vori.
Norðurflug á nú þegar fimm
flugvélar, þrjár tveggja hreyfla
og tvær eins hreyfils, og verður
þetta því sjötta vél félagsins.
Tryggvi segir að þetta sé mjög
skemmtileg vél og eins og hugur
manns að fljúga henni. Hún er
búin öllum fullkomnasta örygg-
isbúnaði, auk þess með hitaðar
framrúður, ísvarnarbúnað, fjar-
skiptatæki öll af fullkomnustu,
ameriskri gerð, þá eru hjól og
hemlar einnig amerísk, en þeim
er fyrr lýst. Tryggvi sagði, að
þeir myadu fá mjög hagkvæm
lán sambandi við kaup á þessari
vél Hún hentaði mjög vel flugi
á Norðurlandi, þar sem vellir eru
misjafnir. Með 16 farþega getur
hún notast við 750 m. flugbraut
í litlum mótvindi. En þótt hún
gæti komizt af með styttri braut-
ir yrði notkun hennar ekki hag-
kvæm á þeim. Flugvélinni er ætl
að að þjóna á flugleiðunum frá
Akureyri og Austur til Vopna-
fjarðar og vestur til ísafjarðar.
Hins vegar er ekki gert rá‘ð fyrir
að hún fljúgi á leiðinni Akur-
eyri-Reykjavík ög er vélinni
skapaður rekstrargrundvöllur
einungis fyrir norðan. Getur
hún t. d. lent á Húsavík, Kópa-
skeri, Raufarhöfn, Þórshöfn,
Vopr.afirði og í Grímsey. Hún
getur því lent á öllum flugvöll-
um, þar sem DC 3 flugvélar haf a
áður lent, þar sem hún kemst
af með 20% minni velli, en sú
gamla góða vél og flughraða
hefir hún 40% meiri, og hún er
ódýrari í rekstri. Flugvélin er
svonefnd háþekja, þ. e. vængir
eru yfir farþegarými, og útsýni
úr henni gott, þar sem gluggar
eru stórir.
Að síðustu spurðum við
Tryggva hve lengi tæki að fljúga
þessari vél á hinni mjög svo
kunnu flugleið Akureyri-Reykja
vík. Sagði hann það taka 50 mín-
útur í logni. Þá hefir vélin þann
kost áð hægt er á nokkrum mín-
útum að skipta um sæti og færa
til skilrúm í henni, þannig að
hún getur ýmist verið að hluta
til flutningavél fyrir varning eða
eingöngu, ef þurfa þykir en hún
tekur 26—29 farþega í sæti. Þeg-
ar vélin er opnuð falla út úr
henni tröppur, þannig að hún
þarf ekki sérstaka tröppu frá
jörðu.
Að Iokum kvað Tryggvi góðar
vonir bundnar við hina nýju vél.
Kvikmyndosýning Germnníu
Á kvikmyndasýningu félags-
ins Germanía, sem er í dag,
laugardag, verða sýndar frétta-
myndir frá sl. suimri, þii.m. frá
ferð óperunnar í Haimborg tij
heimssýningarinnar í Montreal
og þýzkum degi, sem þar var
haldinn. Þar eru einnig sýndar
myndir frá árlegu móti sígauna
sem nú var haldið skammt frá
<Cöln.
Fræðslumyndir, sem sýndar
verða. eru að þessu sinni tvær.
Báðar eiga það sammerkt að
vera frá Rín og Mósel, þótt
fátt annað sé þeim sameiginlegt.
Er önnur frá borginni Tier við
Mósel, einni elztu borg Þýzka-
lands, er rekur sögu sína ailt
til Rómverja hinna fornu. Sjást
þar enn mannvirki frá þeim
tíma og margt annað sögulegt,
m.a. handrit frá því á dögum
Karla-Magnúsar. En hin fræðslu
myn.din er um þýzkt vín og vín-
gerð. Þaðan koma nokkrar vin
sælustu víntegundir, sem um
getur. og koma þær einkum frá
Rín og Mósel. Mun margan fýsa
að sjá vínyrkju á þessum slóð-
um.
Kvikmyndasýningin verður í
Nýja bíó og hefst kL 2 e.h. Öll-
um er heimill aðgangur, böm-
um þó einungis í fylgd með fuR
orðnum.
SÝNING Jóns Engilberts í Unu
húsi við Veghúsaistíg hefur nú
staðið í nærri viku. Aðsóikn hef
ur verið mjög góð og gestir
Ijúka upp einum rómi um það,
að sýningin sé upplifandi og
.skemmtileg. Jón Engilberts hef-
ur að undanförnu lagt stund á
að m.ála stór verk, og er eitt
þeirra í afgreiðslusal Lands-
bankaútibúsirus við Laugaveg. Á
þessari sýningu hefur hann hins
vegar safnað sarnan allmörgum
smiámyndum, sem hann hefuir
málað jafnframt hinum stærri
verkum. Virðast þessar smærri
myndir Jóns Engilberts hafa lík
að mjög vel því nærri helm
ingur myndanna er seldur. Það
skal tekið fram, að hægt er að
fá myndir Jóns með afborgunar
skilmálum, meðan sýningin í
Unuhúsi stendur yfir.
Nýja borholan viö
Reykhóla á Barðastr.
— gefur um 20 sek. I. af 100
stiga heitu vatni
BORHOLAN við Hlíðardals-
skóla í Ölfnsi gýs enn, en ekki
stöðugt. Úr henni koma um 4
til 5 lítrar á sekúndu af 100
stiga heitu vatni, þegar hún gýs,
en meðalrennsiið er um 3 Iítrar
á sekúndu. Nýlega hófust boran-
ir við Reykhóla á Barðaströnd
og hefur nú verið borað niður
á 305 m dýpi. Úr þeirri holu
koma um 20 sekúndulítrar af
rúmlega 100 stiga heitu vatni.
Gosin úr borholunni við Hlíð-
ardalsskóla standa lengur yfir en
áður, sagði ísleifur Jónsson hjá
Jarðborunum ríkisins við Mbl. í
gær. Eru dæmi þess, að holan
hafi gosið í allt að tólf til þrettán
tíma samfleytt. Hléin milli gos-
anna hafa einnig lengzt nokkuð,
þannig að magnið, sem úr hol-
unni kemur, er svipað og áður,
eSa undir 4 til 5 lítrar á sekúndu,
að því er ísleifur taldi. Meðal-
rennsli úr holunni taldi hann
ekki vera undir þrem lítrum, en
erfitt hefur verið um mælingar
á því vegna slæmra aðstæðna.
Fyrir um þrem vikum hófust
jarðboranir við Reykhóla á
Barðaströnd. Er sú borhola nú
orðin 305 metrar á dýpt og gefur
um 20 sekúndulítra af rúmlega
100 stiga heitu vatni. Hvort þar
yrði um frekari boranir að ræða,
sagðist ísleifur ekki vita. Hann
sagði, að þaö væru jarðfræðing-
arnir, sem tækju ákvörðun um
það, en kvaðst ekkert hafa heyrt
um það hvað gert yrði.