Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967
19
unum Hagði hann fyrir sig að
Mtnna erfiða vinnu og það
varð lífisstarf hans. Hann var
þrekmikill maður, góður verk-
maður, vinnusamur og ósér-
Mífinn. Hann hlúði að veið-
arfærum og útbúnaði bátsins í
landlegum og á þeim tímum,
sem ekki var stundaður sjór-
inn. Og við það eins og hjá
mÖTgum öðrum félögum hans
við líkar aðstæður varð rekstur
bátanna notadrýgri.
í félagsskap var Jón heil-
steyptur maður. Hann var
hreinskiftinn og ákveðinn,
með öldu falslaus. Hann setti
fram skoðanir sínar með festu
og fylgdi þeim eftir með dugn-
aði. í>að var enginn 1 vafa um
hvað hann meinti í málflutn-
ingi sínum og hann lá ekki á
því við náungann, sem honum
fannst að hann þyrfti að segja
við hann. Félagar hans kunnu
vel að meta þessa framkomu og
mér er ekki kunnugt um að
hann ætti nokkurn óvin. Hann
var góður vinur vina sinna og
sannarlega er skarð fyrir skildi
í þeim hóp manna, sem um
árabil hafa stundað veiðar á
bátunum sínum og kiomið að
landi við gömlu verbúðar-
bryggjurnar í Reykjavík.
Árið 1935, hinn 9. nóvember
giftist Jón eftirlifandi konu
sinni Guðrúnu Þorfcelsdóttur.
Þau áttu því 32 ára hjúskapar
afmæli daginn áður en hann
dó
Þau eignuðust sex börn. Þau
eru Hallldór, skipstjóri, Þórar-
inn, framkvæmdastjóri, Guð-
mundur, sjómaður, Halldóra
húsfrú og Þorleif Drífa í heima
húsum. En Ragnlheiði, sem var
í röðinni næst á eftir sonun-
um, en á undan dætrunum,
misstu þau 13 ára gamla.
Þau áttu lengst heima við
Brunnstíg í Reykjavík, þar til
þau keyptu fyrir fáum árum
Sindra við Nesveg og hafa átt
þar heima síðan. Börn þeirra
búa öll í Reykjavík. Heimili
þeirra er myndarlegt og börn-
in öll dugnaðarfólk.
Af öllum sem þekktu Jón er
hans saknað, Þar er genginn
einn af dugmestu mönnum
sinnar samtíðar.
Sárastur er sökuðurinn nán-
ustu ættingja hans við fráfali
hans, sem var svo fyrirvara-
laust. En minningin um góðan
fjölskyldufaðir er þeim huggun
harmi gegn.
Ég votta þeim ynnilega sam-
úð mína.
Baldur Guðmundsson.
FÓTMÁL dauðans fljótt er
stigið, fram að myrkum graf-
ar reit. Þannig var það með
fráfall Jóns. En hann varð
bráðfcvaddur á stjórnarpalli á
sínu fagra fleygi, þann 10. þ.
m. Þannig lauk hans sjómanns
æfi. Er mér tjáð, að hann hafi
fundið fyrir hvað var að ger-
ast, og haft orð á því við mann
er var nærstaddur honum, og
sagt við hann, nú er ég að
fara. Og þegar að var komið
var Jón örendur. Jón var sjó-
maður frá því að hann var
unglingur, á ýmsum fleytum,
bæði mótorbátum og togurum
og kunni vel til allra verka og
harðduglegur verkmaður á
meðan heilsan leyfði, en hún
var orðin á völtum fæti hin
síðari ár. Jón var þaulkunn-
ugur fiskimiðum hér við Faxa
flóa og fékk því góðan afla
oft, og sigldi þá löngum eigin
fleytum þar til nú síðast, að
sonur hans Heiðar var tekinn
við skipstjórn á hinu fagra
fleygi sem Jón var nýbúinn
að eignast, og byggt var á Akra
nesi, hjá Vélsm. Þorgeirs og
Ellerts. Ég hygg að Jón hafi
hugsað bjart til framtíðarinn-
ar, og að samstarf þeirra
æðganna hafi verið hið bezta.
Foreldrar Jóns voru þau
hjónin Þórarinn Guðmunds-
son, skipstjóri frá Ánanaustum
og kona hans Ragnheiður
Jónsdóttir. Þórarinn fórst fyr-
ir mörgum árum og öll áhöfn
fyrir norðan land, í vonsku
veðri. Var Þórarinn búinn að
sjá marga báruna rísa og falla
á siixni sjómannsæfi og að síð-
ustu yfir höfði hans og bjó hon
um þar með sitt síðasta hvílu-
rúm eins og fjölmörgum öðrum
sjómönnum hefur hlotnast.
Fyrir allmörgum árum,
þurfti ég á lækni að halda
heim til mín. En allar leiðir í
land voru ófærar vegna snjóa.
Þá tóku þeir feðgamir Þórar-
inn og Jón að sér að korna
lækninum til mín, sjóleiðina á
litlum véibát. Þetta var mik-
ið dren'gskaparbragð, mun ég
ávallt muna á meðan æfin end
ist.
Jón var 62 ára er hann lézt.
Kona Jóns er Guðrún Þorkels-
dóttir frá Valdastöðum í Kjós.
Áttu þau 6 mannvænleg börn, 3
sonu og 3 dætur, em 5 þeirra
á lífi. Fyrir nokkrum árum
misstu þau Ragnheiði dóttur
sína, um tóltf ára aldur sérstak
lega vel gerða stúlku svo af
bar og mikið mannsefni. Var
hún öllum harmdauði, sem til
þekfctu og þá ekki hvað sízt
foreldrum hennar. Og mér er
ekki grunlaust um að Jón fað-
ir hennar, hafi tregað hana
mjög, þó að hann flíkaði því
ekki við alla. Eftir oðrum sem
hann lét eitt sinn við mig falla.
Hin börnin eru: Halldór
Heiðar skipstjóri, kona hans
er Helga Jóhannesd., Þorkell
Þórarinn verzlunarmaður,
kona hans er Þorbjörg Jónsd.,
þriðji er Guðmundur sjómað-
ur, en kona hans er Kolíbrún
Halldórsd. Þá er Halldóra gift
Kristjáni Kristjánssyni, og
yngst er Þorleif, dvelur hún í
for eldrahús uim.
Var Jón gæfumaður í einka-
l'ífi, enda kappkostaði hann það
að fjölskyflda hans farnaðist
sem alilra bezt. Eftir því sem ég
bezt veit, var samstarf þeirra
Jóns og Heiðars á sjónum í
bezta lagi og teldi ég að hefði
mátt kallla Jón fiskilóðs hjá
Heiðari, vegna kunnugleika
sem Jón hafði á flestum fiski-
miðuim hér við Faxaflóa.
Nú er það von mín, að Jón
hafi siglt fari sínu heilu í höfn
I höfn á friðarlandi, og að vin
ir hans sem farnir eru á und-
an honum, hafi beðið á ströndr
inni hinu megin, til þess að
fagna honum, og bjóða hann
veikominn.
Ég sendi frændkonu minni,
einlægar samúðarkveðjur,
mínar, og öllu hennar nánasta
sbylduliði. Ég bið þeim bless-
unar guðs.
Fæddur 29. júni 1905.
Dáinn 10. nóvembetr 1967.
ENN hefur óhugnanlegan gest
borið að garði. Og enn hefur
húsráðandi slegist í för með
gesti sínum á gististað. Gestur
inn sá er bleikur að lit með
tómar augnatóftir, og opinn
tanngarð, en holdlaus og ná-
hvít beinagrindin leiðir fyrir
sjónir okkar hróllvekjandi
mynd dauðans. Það er líka
dauðinn sjálfur í eigin mynd
sem að þessu sinni hefur hvatt
dyra, að sorgar ranni, og hef-
ur að þessu sinni hvatt til fylgd-
ar með sér út í myrkurauðn ó-
vissunnar einn af góðvinum
mínum sem kynnt hafði sig
hér í nágrenninu að ágætum
einum.
Deyr fé, deyja frændur en
orðstír deyr aldrei hveim
sér góðan getur. Þetta dýrlega
spakmæli kemur mér gjarnast
í hug er ég stend andspænis
óvelkomnasta gesti aHra alda,
dauðanum. Og nú sem oftar
hefur hann spannað helgreip-
um sínum einn af góðkunn-
íngjum mínum sem skilið hefur
eftir sig við andlát sitt orðstír
þann sem ofangreind tillvitnun
bendir til. Enn um sinn hefur
orðið skammt stórra högga
mHH, og dauðinn hefur rofið
skarð í skjöld ofckar fámenna
íbúðalhverfis hér í Eiðislandi er
tvær mætar manneskjur hafa
með fárra vikna mHlibiili horf-
ið okkur af sjónarsviði mann-
legrar tilveru Fyrr í sumar
hneig í valinn sæmdarkonan
Sólbjörg Magnúsdóttir í Bald-
ursheimi, og nú fyrir fáum dög
uai' Jón Þórarinsson í Sindra,
en hann varð bráðkvaddur um
borð í skipi sínu að kveldi hins
10. þessa mánaðar. Og verður
útför hans gerð í dag frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
Þott kynni okkar Jóns yrðu
ekki talin í tugum ára, voru
þau þó með þeim hætti að
ætla mætti að staðið hefðu
meðan báðir lifðu þótt lengri
hefðu orðið samvistirnar en
raunin varð á.
Jón var fæddur í Reykjavík
þann 29. júní 1905. Foreldrar
hans voru hjónin Þórarinn Guð
mundsson skipstjóri í Ánanaust
um og Ragnheiður Jónsdóttir.
Jóni var í blóð borin sjómennsku
þráin enda af kunnum sjó-
mannaættum kominn auk þess
sem hann var borinn og barn-
fæddur afan við fjörusteinana.
'Hann var því ungur að árum
er hugur hans hneigðist að sjó
mennsku og störfum skildum
henni enda valdi hann sjó-
mennskuna að ævistarfi sínu,
og kvaddi að síðustu þennan
heim í sjónum sem honum
mun reyndar hafa verið kær-
komnust ævilokin.
Jón Þórarinsson var sér-
stakt prúðmenni og svo ljúfur
í öllu dagfari að öUum sem hon
um kynntust varð hann hug-
stæður. Jón var hár maður á
yngri árum þykkur undir hönd
og allur mikill að vallarsýn er
samræmdist svo vel þeirri
heiðríkju og glaðværð sem gaf
öllu dagfari hans svo drengi-
legan blæ, og sást strax í svip
að þar fór heilsteypt maim-
gerð, enda var hann sá maður
sem hann var, af sjálfum sér
og þurfti ekki að taka fjaðrir
að láni frá öðrum þar sem skap
gerð hans stóð ekkj. til slíkra
athafna, svo eðlislæg hrein-
skiftni sem honum var í blóð
borin.
Ég mun ekki skrifa sögu
Jóns Þórarinssonar enda ekki
þess umkominn. En ég vil þó
með þessum fátæklegu línum
votta honum látnum hlýhug
minn og fjölskyldu minnar,
með þakklæti fyrir þær geð-
þekku samverustundir er við
höfurn átt saman síðan við urð
um nábýlismenn, þótt • skemmri
stund varaði en óskhyggja mín
náði til. Hann hneig að lokum
í vaHnn hljóður og háttprúður
á sömu lund og hann hafði ver
ið í lífi sínu án þess að mögla
eða finnast hann vera afskipt-
ur þótt á móti blési um sinn.
Við hér í hverfinu er stönd-
um utan við ættmenna hring-
inn í Sindra stöndum að von-
um orðvana og hljóð, en erum
ekki annars megnug en að
votta konu hans, börnum og
öðrum nákomnum ástvinum
dýpstu samúð okkar. Megi Guð
blessa minningu þessa hljóð-
láta manns.
Steini Guðmundsson.
Vil kaupa 2ja til 4ra
herb. íbúð í smíðum. Einnig koma til greina kaup
á eldri íbúð. Tilboð er greini ástand og útborgun
sendist afgr. Mbl. merkt: ,,5883“.
Nágranni.
Lausar stöður við Slökkvilið
Hafnarfjarðar
1. staða varaslökkviliðsstjóra, 2. brunavarðar.
Umsóknarfrestur er til 5. desember ngestkomandi.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
HOTEL SAGA
SÚLNASALUR
SKEMMTUN sunnudaginn 19. nóvember
til styrktar orgelsjóði Langholtskirkju.
D a g s k r á :
1. Tízkusýning.
2. Einsöngur: Ingveldur Hjaltested.
3. Nýtt þjóðlagatríó kynnt.
4. Danssýning.
5. S.V.R. kvartett.
6. Alli Rúts skemmtir.
7. Dans. (Dansað til kl. 1).
Miðasala og borðpantanir að Hótel Sögu
kl. 5—7 á laugardag og frá kl. 7 á sunnudag.
Kvöldverður framreiddur frá kl. 7.
Miðasala í safnaðarheimilinu frá kl. 2
á laugardag.
Skemmtunin hefst klukkan 21.
Kynnir verður Jón B. Gunnlaugsson.
Kirkjukórinn.
Bílasölusýning í dag
SKOÐIÐ BEZTA BÍLAÚRVAL LANDSINS í RÚM GÓÐUM SÝNINGARSAL.
MARGS KONAR BÍLASKIPTI MÖGULEG. — NÝ VETRARVERÐ. OPIÐ TIL KL. 4 í DAG.
Sýningarsalurinn Sveinn Egilsson sími 22469