Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 28
IHJARTA BORGARINNAR
ALMENNAR TRYGGINGARí
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1967.
Við fökum upp
haegri umferö
265.1968
Áherzla lögö á framkvæmdir
barnagæzlu,
og tómstundaiðju
— í nýju hverfunum — eldri hverfi
sitji að jafnaði í fyrirrúmi um vœntanlega
gatnagerð, hitaveitu o.fl.
A fundi borgarstjórnar í
fyrradag, setti Styrmir Gunn
arsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, fram þá meg
instefnu borgarstjórnarmeiri
hlutans í hagsmunamálum
úthverfanna að lögð verði
áhcrzla á framkvæmdir, sem
snerta barnagæzlu, menntun
og tómstundaiðju í nýju
hverfunum, en hins vegar
væri réttlátt, að eldri hverfi
sitji í fyrirrúmi um fram-
kvæmdir á sviði varanlegrar
gatnagerðar, hitaveitulagnar
o. s. frv., nema yfirgnæfandi
hagkvæmniástæður leiði til
annarrar niðurstöðu.
Umræður um mál þessi
spunnust vegna til'lögu frá
borgarfulltrúum Alþýðubanda-
lagsins, og hafði Jón Snorri Þor-
leifsson (K) framsögu fyrir
henni. Hann rakti mismunandi
viðhorf við skipulag nýrra
hverfa á ýmsum tímum, bæði
hér og erlendis, en vék síðan að
máflefnum úthverfanna nú og
taldi að þótt undantekningar
væru þar á, væri aðstaða til
leikja yfirleitt engin. Barnaheim
iii og aðra barnagæzlu vantaði,
börn yrðu að leita langt til
skóla og almennt aðstöðu og
þjónustuleysi væri í nýju hverf-
unum. Ræðumaður sagði að það
hefði að minnsta kosti átt að
létta undir með íbúunum að
sækja þjónustu til annarra
hverfa, t.d. með strætisvagna-
ferðum, en því hefði ekki verið
að heilsa í Árbæjarhverfi fram
að þessu.
Styrmir Gunnairsson (S) setti
í upphafi fram það meginsjón-
armið, sem lýst er hér í upp-
hafi, en rakti síðan framkvæmd-
ir á sviði barnagæzlu og mennt
unar eða fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á þessum sviðurn í hin
um nýju hverfum. í Árbæjar-
hverfi voru í haust teknar í notk
un 6 skólastofur í hinum nýja
Ne skaupstað, 17. nóv.
HAFBJÖRG HF. i Neskaup-
stað keypti nýlega norska línu-
veiðarann Geesina á strandstað
í Sandvík. Geesina strandaði þar
seinni partinn í sumar og var
með 1100 tunnur af kryddsíld.
Mannbjörg varð. Hefur enginn
viljað við málið eiga þar til Haf-
björg hf. keypti skipið fyrir hálf
um mánuði. Fjórir menn hafa
Árbæjarskóla, og auk þess hef-
ur skólinn afnot af húsnæði,
sem í framtíðinni verður leik-
skóli. Hugsanlegt er, að þessi
leikskóli verði tekinn í notkun
ti’ þeirra þarfa í sumar, en
hverfið er ekki nægilega stórt
til að bera dagheimili enn sem
komð er. í hverfinu eru ein-
hverjir fullkomnustu leikvellir
í borginni, gæzluvöllur, spark-
völlur og opið leiksvæði. Varð-
andi Breið'hoitshverfi sagði ræðu
maður, að lokið hefði verið við
teikningar af Breiðholtsskóla og
unnið að útboðslýsingu og stefnt
að því að byggingar hefjist á
næsta ári og nægilegt skólahús-
næði verði fyrir hendi árið
1969. BarnaheimiQa- og leik-
vallanefnd hefur lagt til við
borgarráð að fresta byggingu
leikskóla við Brekkugerði, en
hefja í þess stað byggingu leik-
skóla í Breiðbolti, þar sem leik-
skólinn við Háagerði í nágrenni
Brekkugerðis er ekki fullsetinn.
Ennfremur, hefur nefndin lagt
Frámhald á bls. 27
síðan unnið að því að bjarga
síldinni úr Geesina og hafa þeir
náð 200 tunnum til þessa. Mjög
erfitt er um vik við björgunina,
en aðalvandamálið verður þó að
koma síldinni til Neskaupstaðar,
því hana verður að flytja sjó-
leiðina og er ógerningur að skipa
henni um borð í bát í Sandvík,
nema blæjalogn sé og stilltur
sjór.
Sýnishorn af síldinni í Gees-
ina hefur verið rannsakað og
reyndist hún ágæt vara. Skipið
sjálft er ekki illa farið, en sand-
ur hefur komizt í káetu og lest.
Vélarrúmið er þurrt. Ekki hafa
eigendur skipsins enn ákveðið,
hvort þeir freista þess að bjarga
því af strandstað, en Geesina er
200 lestir að stærð. — Frétta-
ritari.
Laumufarþegi
með Gullfossi
Bjarga síld úr
Geesina á strandstað
XVÍTUGUR Ástralíumaður kom
til íslands sem laumufarþegi
með Gullfossi í siðustu ferð
skipsins. Tókst honum að kom-
ast í land og hafði útlendinga-
eftirlitið upp á honum í gisti-
heimili Hjálpræðishersins.
Það kom í ljós, að maðurinn
var peningalaus og hingað kom-
inn í atvinnuleit, en hann kvaðst
hafa ferðazt mikið að undan-
förnu sem laumufarþegi. Hann
var svo sendur til Englands
með flugvél á fimmtudag.
Maðurinn kom um borð í
Gullfoss í Leith og tókst honum
að fara huldu höfðu á sigling-
unni. Þegar skipið kom til
Reykjavíkur laumaðist hann í
land með öðrum farþegum og
kom sér fýrir í gistiheimili
Hjálpræðishersins. Þar höfðu
starfsmenn Útlendingaeftirlits-
ins upp á honum. Það vakti
grun þeirra, að enginn komu-
stimpill var á vegabréfi manns-
ins og þegar hann var spurður,
hvernig á því stæði, kvaðst
hann hafa verið sofandi meðan
tollgæzlan afgreiddi farþegana.
í ljós kom, að Eimskipafélagið
kannaðist ekkert við að hafa
flutt mann þennan til landsins
og játaði hann þá, að hafa kom-
ið sem laumufarþegi.
Sagðist hann hafa ferðazt
mikið um heiminn þannig og
væri ætlun sín að fá vinnu hér,
en hann var peningalaus með
öllu. Þar sem maðurinn hafði
sniðgengið íslenzk lög með því
að laumast inn í landið var hann
sendur utan með flugvél og
borgaði Eimskipafélagið far-
gjaldið, svo sem venjan er í
svona málum.
13 hundruð
H-merki
JAFNFRAMT því sem Vega-
gerð ríkisins færði umferðar-
merkin hefur hún séð um að
setja niður staura meðfram
þjóðvegum, en í fyrstu vik-
unni eftir H-daginn verða sett
svokölluð H-merki á þessa
staura. Eru þetta sexhyrnd
merki og ætluð til þess að
minna vegfarendur á hægri
umferð. Þessi merki verða um
13 hundruð talsins og er ætl-
unin að þau standi til fyrsta
vetrardags árið 1969.
Allt við það sama í farmannadeilunni
ALLT situr við sama í farmanna
deilunni. Nýr sáttafundur hefur
ekki verið boðaður og engar nýj
ar undanþágur til olíuflutninga
voru veittar í gær. Að sögn Ing-
ólfs Stefánssonar hjá Farmanna-
sambandinu hafa því borizt und-
anþágubeiðnir frá ísafirði og
Bíldudal, auk þeirra, sem þegar
hafa verið veittar, en allt a'ð átta
daga birgðir munu fyrir hendi á
þeim stöðum og hefur því sam-
bandið ekki séð ástæðu til að
verða við þessum beiðnum.
Litlafell losaði í gær olíu á
Austfjarðahöfnum, en undanþág
ur voru veittar til nokkurra
staða þar. Alls hafa fjórtán skip
stöðvazt í Reykjavíkurhöfn
vegna verkfallsins, og er ekki
von á neinu flutningaskipi til
borgarinnar í dag.
Bragi Steinarsson, fulltrúi saksóknara, (t.v.) og Benedikt
Blöndal hrl. skipaður verjandi brezka skipstjórans, bera saman
togvírsenda af vörpunni og annan vírendann, sem tekinn var af
togvindu Lord Tedders á Seyðisfirði. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Framhaldsrannsókn
í máli skipstjórans
— d Lord Tedder hafin
FRAMHALDSRANNSÓKN í
máli brezka skipstjórans á Lord
Tedder hófst fyrir siakadómi
Reykjavíkur í gær.
Voru dómkvaddir tveir kunn-
áttum'enn um botnvörpuveiðar:
Nikulás Jónsson og Steinþór
Árnason, til að láta uppi álit sitt
á vörpunni, sem Óðinn 'kom með
til Reykjavíkur í fyrradag. í gær
unnu þeir að því að greiða úr
vörpunni.
Aðallega verða það endar vir-
anna, sem koma til með að vera
sterkustu sönnunargögnin, því
hlerarnir eru ómerktir. Rann-
sakað verður hversu margir fín-
ir þættir eru í hverjum þætti vír-
anna og hvort þeir standast á,
þegar endarnir eru bornir sam-
an. Þá verður einnig rannsakað
með hverjum hætti vírarnir hafa
farið sundur.
í gær voru teknar í sakadómi
skýrslur af varðskipsmönnum
um fund vörpunnar. Ólafur Þor-
lákss'On, sakadómari, stjórnar
framhaldsrannsókninni, en dóm-
inn skipa auk hans skipstjórarnir
Halldór Ingimarsson og Karl
Magnússon.
-----»-*-•-----
Umferðarslys
FULLORÐIN kona slasaðist á
höfði, þegar hún varð fyrir bíl
á móts við hús númer 73 við
Snorrabraut í fyrrakvöld.
Slysið varð með þeim hætti,
að konan var á leið austur yfir
götuna, þegar bíll, sem var á suð-
urleið, kom aðvífandi og lenti
á henni.
Konan mun hafa orðið fyrir
vinstri framhluta bilsins og kast-
ast upp á vélarhlífina, en fallið
þaðan í götuna. Hún hlaut á-
verka á höfði og var flutt í
Landakotsspítala, þar sem hún
liggur enn.
Flóttamaðurinn
til V-Þýzkalands
AUSTUR-ÞÝZKA flóttamannin-
um Bernt Kapahnke, sem strauk
af skipi sínu í Neskaupstað var
í gær veitt tímabundið dvalar-
leyfi á íslandi. Þar sem hann
óskaði eftir því, að komast í
samband við starfsmenn vestur-
þýzka sendiráðsins hér á landi
var hann fluttur í sendiráðið,
þar sem hann dvaldist þangað
til í morgun, en þá var ráðgert
að hann færi til Vestur-Þýzka-
lands með flugvél.
Vinnuveitendasamband íslnnds
boðnr til rdðstefnu vegno
snmþykktnr ASÍ
FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnu
veitendasamband íslands hefur
ákveðið að boða til ráðstefnu til
að ræða hin nýju viðhorf, sem
skapazt hafa végna samþykktar
Alþýðusamabnds íslands, 14.
þ.m., þar sem hvatt er til alls-
herjarverkfalls í landinu 1. des-
emfoer n.k.
Til fundarins verða boðaðir
þeir, sem sæti eiga í aðalstjórn
Vinnuveitendasamibandsins, en
hún er skipuð 38 mönnum, og
auk þess stjórnir allxa deilda
saim.bandsins, sem eru 18 talsins,
þar af 10 utan Reykjavíkur.
Fundurinn verður haldinn
þriðj'udaginn 21. þ.m. kl. 2 e.h. í
Átthagasal Hótel Sögu,