Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967 Einar Benediktsson frá Ekru — Minning HINN 6. þ.m. lézt í Landsspít- alanum í Reykjavík Einar Bene- diktsson frá Ekru í Stöðvarfirði, 92 ára að aldri. f dag er útför hans gerð i átthögunum eystra. Einar Benediktsson var fædd- ur að Hamarseli í Hamarsfirði 9. apríl 1875. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Jóns- dóttir, aettuð úr Austur Skafta- fellssýslu, og Benedikt Bene- diktsson Björnssonar pósts. Þegar Einar var á 5. aldursári fluttust foreldrar hans að Hval- nesi í Stöðvarfirði. Þar missti hann móður sína 11 ára gamall. Árið eftir fór hann frá föður sínum til hjónanna Þorbjargar og Sveins á Gilsárstekk í Breið- dal. Þar þótti Einari gott að vera, en sú vist stóð ek'ki lengi, því að árið eftir fluttust hjónin til Vesturheims. Næstu ár og fram til fullorðinsaldurs var Einar í vinnumennsku á ýmsum stöðum hjá vandalausum: fyrst á Heyklifi, Stöðvarfirði hjá Ara Brynjólfssyni, þá að Stöð 1 söimu sveit sem smali hjá séra Gutt- onmi Vigfúsáyni, en fluttist svo aftur til Breiðdals. Loks réðst hann til Sveins, bróður síne, sem þá var kvæntur og bjó að Brekkuborg í Breiðdal. Fluttist síðan með honum að Skjöldólfs- stöðum í sömu sveit. Þar kynnt- ist hann fyrri konu sinni, Björgu Björnsdóttur, ættaðri úr Breið- dal. Þau giftust árið 1905 og fluttust þá að Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði. Sambúð þeirra varð stutt, því að árið eftir lézt Björg af barnsförum eftir að hafa fætt Einari dóttur, sem skírð var Björg eftir móður sinni. Björg yngri giftist Lúðvík Gestsssyni. Einar kvæntist í annað sinn 29. maí 1908 Guðbjörgu Erlends- dóttur frá Kirkjubóli í Stöðvar- firði. Var Einar það mikil ham- ingja að eignast þessa ungu og mannvænlegu konu, sem reynd- ist honum góð og traust eigin- kona og litlu dóttur hans hin bezta móðir. Þau hófu búskap á Ekru, sem var nýbýli frá Kirkjubóli, og bjuggu þar allan sinn búskap þar til þau fluttu til bama sinna árið 1954. Guðbjörg og Einar eignuðust 7 börn. Þau voru^þessi: Elsa Kristín, fædd 1908, gift Ingólfi Jónssyni, dáin 1937, Ragnheiður, fædd 1912, dáin 1929, Þorbjörg, fædd 1915, gift Birni Stefáns- synd, Benedikt, fæddur 1918, kvæntur Margréti Stefánsdó-tt- ur, Anna, fædd 1920, gift Baldri Helgasyni, drenigur fæddur 1922, sem dó vikugamall, Björn fæddur 1924, 'kvæntur Gunnvöru Brögu Sigurðardóttur. Á Stöðvarfirði stundaði Einar sjómennsku og búskap jöfnum höndum. Þegar þau Guðbjörg fluttust að Ekru, var þar ekkert ræktað land, aðeins óræktar- móar. Á þeim árum frumstæðr- ar tækni voru jarðræktarfram- kvæmdir erfiðar, ekki sízt ein- yrkja bónda, sem nota varð hverja stund, sem gafst til sjó- sóknar til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Samt tókst Einari með kostgæfni og þeirri þrautseigju, sem honum var eiginleg, að rækta snoturt tún á Ekru, og síðar reisti hann þar mýndar- legt íbúðarhús. Árið 1928 gerðist Einar símstöðvarstjóri við lands- símastöðina á Stöðvarfirði og gengdi því starfi, þar til hann fluttist frá Ekru. Sjó stundaði Einar lengi framan af á árabátum, en síðari árin á opnum vélbát. Oft þurfti langt að sækja á miðin og vinnu- dagur var langur og erfiður. Mestan hluta ævi sinnar var Einar fatlaður á fæti og oft þjáður af þrautum í fætinum. Aldrei varð þess þó vart, að hann drægi af sér við vinnu, og þaðan af síður að hann kvartaði um lasleika. Hann var alla tíð farsæll formaður og aflasæll, og mér er ekki kunnugt um, að honum hafi nokkru sinni hlekkst á í róðri. Við sunnanverða Aust- firði eru straumar harðir, þokur tíðar og veður ótrygg. Það var ekki heiglum hent að leggja í róður í svarta þoku, sigla marga klukkutkna út fyrir yztu nes, láta reka daglangt við handfæra veiðar og ná svo landi á réttum stað. Mér er til efs, að margir hinná lærðu sjóstjórnarmanna lékju slikt eftir nú í dag án nokkurra siglingartækja annaxra en óleiðrétts áttavita og heil- t Móðir okkar og tengdamóðir Jóna Kristjana Símonardóttir frá Kirkjubóli, Arnarfirði, andaðist fimmtudaginn 16. nóvember á Sólvangi, Hafn- arfirði. t Hjartans beztu þakkir til allra þeirra fjölmörgu ér sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför konu minnar og móður okkar, Ágústu V. Guðmundsdóttur Börn og tengdabörn. Sigurður Bjarnason og börn. t Bróðir okkar, Jón G. Jónsson Ránargötu 36, andaðist í Landakotsspítala 17. nóvember. Sigríður J. Hjaltested, Jóhannes Jónsson og Einar Jónsson. t Innilegar hjartans þakkir til allra þeirra, er á fjölmarga vegu sýndu okkur vináttu, samúð og hjálpsemi við and- lát og útför Halldórs Magnússonar bónda á Englandi. Vandamenn. brigðrar skynsemi. En aust- firzku sjómennirnir á fynstu áratugum þessarar aldar lærðu af langri reynslu að átta sig á veðri, vindi og sjólagi, fylgjast með fallaskiptum og meta straumhraða. Með Einari á Ekru er fallinn í valinn einn slíkra kunnáttumanna. Ég sem þetta rita, átti því láni að fagna á mínum unglings- árum að vera eitt sumar sjó- maður hjá Einari. í minning- unni er einstaklega bjart yfir þesisu sumri. Ég get varí hugsað mér betri vinnuskóla fyrir ungl- ing en vera i skiprúmi hjá hon- um. Hann umgekkst unglinga með nætgætni og hlýleik. Hann var þeiim eem öðrurn til fyrir- myndar um tillitssemi, fágaða framkomu og vandað orðbragð. Hahn hafði megna óbeit á illu umtali og ruddaskap. Á bátnum hjá Einari ríktf ávallt glaðværð og gott samkomulag. Hann kunni þó list að stjóma öðrum án þess að vera valdsmannsleg- ur eða fráhrindandi. Hjá hon- um urðu því flest störf sem leikur, og voru þó afköstin ekk- ert minni fyrir það. Á uppvaxtarárum Einars áttu fátæk ungmenni þess lítinn feost að afla sér menntunar, sízt þeir sem ólust upp hjá vainda- lausum. Eins og nærri má geta varð lítið uim sfeólanám hjá Einari, enda þótt hanin hefði til þess mikla löngun og góða hæfi- leika. Hann lærði að skrifa eftir forskriftum ýmissa manna, sem voru honum samtíða, og síðan æfði hann sig eftir gömlum sendibréfum. Hann skrifaði sér- kennilega en stílfallega rithönd og gott máil ritaði hann og talaði. Hann var vel að sér í fornsögun- um, enda hafði hann verið iát- inn lesa upphátt úr íslendinga- sögunaim, þegar hann var dreng- ur. Hann var mjög góður upp- lesari. Einar var meðalmaður á hæð, sviphreinn og eygður vel. Hann var greindur maður og skýr í hugsun. Framkoma hans ein- kenndist af prúðmennsku, jafn- lyndi og einstakri hlýju. Hann var æðrulaus og grandvar svo af bar, hafði næma kímnigéfu og sagði einstaklega skemmtilega frá. Kímni hans var þó ávallt laus vð græzku eða biturleik. Enga átti hann sér óvldarmenn og lagði ætíð gott til mála. Sem heimilisfaðir var hann frábær og börnum sínum sönn fyrrmynd. Hann var um flest sannkallaður gæfumaður. Ævi'kvöld sitt naut hann líka hlýju og ástríkis í skjóli konu sinnar, barna og barna'barna. Við, sem kynntumst honum munum ávallt minnast hans með virðingu. Unnsteinn Stefánsson. Jón Þórarinsson, skipstióri Minning Fæddur 29. júní 1905. Dáinn 10. nóvember 1967. Kveðja frá bamarbömum Alda rís og alda hnígur, öildungur Þær fim-ur stígur, meðan þrek og þor hann á. Báti vagga bárur ljúfar, brostin augu, hendur hrjúfar snerta ei lengur stjórnvöl á. Oft þú máttir ölduhesti ýta úr vör og leysa festi, styrkum armi stjaka frá. Þitt var yndi allra mesta úti á miðum skipið lesta. Sama landi síðan ná. Glettinn varst í góðum hópi, garpur þegar blés á móti, uggur kom í ýmsa þá. Siglt var oft unz sauð á keipum, söng í rám og þöndum reipum. Gleði lék um brýnda brá. Sigling nærri sjó og vindi sízt er létt en vekur yndi, sægörpum á sadtri dröfn. Oft þú máttir æfðum höndum, upp í beita, seglum þöndum, til að ná í heimahöfn. Ekki skal þín afrek telja eða neitt af þeim að velja, komið er að kveðjustund. Þakkir okkar þúsundfaldar þér skulu hér verða taldar, sárt þó marga svíði und. Þú varst afi, allrabezti, oft við máttum þeysa á hesti, þýðum mjög, á þínum knjám. Eða heyra sjómannssögur, söng og aðrar skrýtnar bögur, þar til röddin þín varð rám. Báti vagga bárur þýðar, blunda rótt við strendur fríðar, sigling hefst í sólarátt. Öll við þráum endurfundi, uppi í himins dýrðarlundi saman munum sitja brátt. K. K. í HVERSDAGSLÍFINU gerum við okkur varla grein fyrir hversu lífið er hverfult. Við umgöngumst vini og vanda- lausa, eitt sfeeður í dag og ann að á morgun, en ekkert slær eins huga manns, eins og það að verða þess áskynja að ná- inn venslamaður, eða nálægur samferðamaður á lífsleiðinni, er fallinn í valinn. Ef hinn látni hefir verið í fullu fjöri, af lífi og sál við dagsins önn, fáum dögum eða kannske klukkustundum áður, verða viðbrigðin meiri. Þannig varð mér um á sunnu dagsmorguninn, er ég las dán- artilkynningu um að Jón Þór- arinsson, útgerðarmaður og skipstjóri væri látinn. Hann hafði fyrir fáum dögum fylgt mér um nýja skipið sitt, sem hann var að búa til veiða en aðeins sólarhring fyrir and- látið 'vorum við saman á fundi, þar sem hann var hress og kát ur að vanda. Hann lézt við störf í stýrishúsinu á bátnum sínum Drífu, hinn 10. þessa mánaðar, og verður jarðsettur í dag. Jón Þórarinsson fæddist í Reykjavík 29. júní 1905. For- eldrar hans voru hjónin Ragn- heiður Jónsdóttir, ættuð frá Akraflæk í Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu og Þórar- inn Guðmundsson, skipstjóri, ættaður frá Hlíð í Garða- hreppi. Þau bjuggu lengst af af í Ánanaustum í, Reykjavík, og Þórarinn var jafnan kennd ur við þau. Hann var skip- stjóri á seglskútum og síðar vélbátum. Hann stundaði sjó fram á efstu ár æfi sinnar, og seinustu árin sem hann lifði sigldi hann heim mörgum mót oóbátum, sem byggðir voru fyr ir íslendinga í Svíþjóð og Dan- möiku. Þórarinn fórst á Húna- flóa í ágúst 1951, er hann var á heimleið á mótorbát, sem hann var skipstjóri á um sum arið við síldarmerkingar, þá á 79 aldursári. Báturinn hét Svanhólm. Börn Ragnheiðar og Þórar- ins voru tólf og var Jón fknmti í röðinni að aldri, þau eru nú sex á lífi. Jón ólst upp í foreldrahús- um. Að loknu barnaskóla- námi vann hann við ýmis störf. Hann var 3 surnur fylgisveinn Kopeland fiskikaupmanns, uppi í Kjós við laxveiðar og hesta- mennsku. En snemma lá leið- in að sjónum. Hann var innan við tvítugt þegar hann fór fyrst háseti á togara og var fyrst á Arinbirni Heisir með Sigurði Eyleifssyni. Eitt ár var hann vestur á Patreksfirði á togaranum Leikni með Ingvari Viihjálms- syni. Einnig var hann eitt ár á spönskum togara, Hann mun hafa verið á togurum um tólf ára skeið, en var þó eitthvað einnig á mótodbátum á því tímabili, enda lágu togarar þá oft hluta úr sumrunum. Árið 1934 byrjaði Jón eigin útgerð er hann keypti iítinn mótorbát, sem hét Jökull. Hann átti hann í tvö ár þar til hann sökk á Hvalfirði, og voru þeir feðgarnir, hann og faðir hans á bátnum og var bjargað úr sjónum. Alls eignaðist Jón 7 báta, sem hann gerðj út frá Reykja vík, þar af lét hann byggja þrjá, en keypti fjóra þeirra gamla. Einn bátinn, Drífu átti hann í félagi með Ingvari Lofts syni. Jón var oftast skipstjóri á þessum bátum og stundaði veiðar með botnvörpu, dragnót og þorkanetum. Hann var dug legur skipstjóri og gekk vel að fiska, enda varð hann fljótt kunnugur ölllum miðum í Faxa flóa, en þar stundaði hann veiðarnar lengst af. Jón varð að þola eins og margir aðrir bæði velgengni og erfiðleika í útgerðinni. Hann varð fyrir því óláni að missa tvo bátana við strand, Drííu og Mjöll, en hann var ekki sjálfur skipstjóri á hvor- ugum bátnum þegar það vildi til Kjarkur hans brast þó ekki og 1 báðum þeim tilfell- um lét hann byggja bát í stað- inn. Nú síðast Drífu, 108 lesta bát, sem byggður var á Akra- nesj og hann var nýbyrjaður veiðar á. Þegar Jón komst af barnsár- Hjartans þakkir öllum þeim sem glöddu mig á áttræöisaf- mæli mínu. Guð blessi ykkur. Helga Davíðsdóttir. Hjartans þakkir sendi ég börnum mínum, tengdabörn- um, fósturdætrum, barnabörn um og öðrum vinum, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 11/11 með heimsókn- um, gjöfum, blómum, skeyt- um og hlýjum orðum og gerðu mér daginn ógleyman- legan. Guð blessi ykkur öll. Símon Guðmundsson. Alúðarþakkir til allra þeirra sem glöddu okkur með skeyt- um, blómum, gjöfum og heim sóknum á 85. og 90 ára af- mæli okkar og gerðu daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur alla tíma og launi ykkur góðhugann. Guðrún Jónasdóttir og Hafliði Þorsteinsson, Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.