Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 1
Vur munkurinn druugur? VIÐ vorum á leið suður á Reykjanesskaga, ætluðum að koma við hjá Magnúsi Haf- liðasyni á Hrauni, þeirri kempu. Ferðinni var heitið að Selaföngum, þar sem gamlar búðatóttir standa enn og vitna um lífsbaráttu fólks með seltu í blóði. Nú hafa þeir safnazt til feðra sinna, sem fundu kröftum sínurn viðnám í Tanga sundi. Magnús er þaulkunn- ugur á þessum slóðum. í>að eru þeir reyndar einnig félag- ar mínir í bílnum, Eyjólfur J. Eyfells lis'tmálari og Jóihannes Kolbeinsson smiður, sá vin- sæli leiðsögumaður Ferðafé- lagsins. Við höfðum áður komið sam an að Selatöngum. Það var í fyrravor. Þá var bjart yfir sjó og landi og sæmilegt veður, en hann hryggjaði við ströndina. Þegar við komum að Sela- töngum rýndum við í búðar- tóttirnar og horfðum yfir sund- ið. Á meðan dró hann sama.n í vestrinu. „Hann er fljótur að drífa í“, sagði Jóhannes, og á'tti við að hann væri fljót- ur að hvessa. Jóhannes og Eyjólfur eru gamlir sjómenn. Það má stundum heyra á tungutaki þeirra. Þegar við ókum heim úr þessari ferð, fórum við fram hjá Hrauni og ákváðum þá að skreppa aftur suður eftir og taka Magnús með. Nú vorum við aftur á leið að Selatöngum til að uppfylla gamalt loforð, sem við höfð- um gefið sjálfum okkur. í uipphafi ferðar spurði ég Jóhannes um Selatanga. „Það er bezt að þú spyrjir Magnús á Hrauni um þá“, sagði Jóhannes". „Ég gæti ímyndað mér að hann kunni skil á sögu þeirra. Á Selatöngum var verstöð má enn sjá gróðurbletti og bæj- artóttir". Úti var nepjukaldi og það hafði snjóað. Eyjólfur, sem sat í framsætinu, pírði augun og sagði: „Hann er daufur yfir Reykja nesfjallgarði". „Ætli snjói í Grindavík“, spurði ég. „Ónei“, svöruðu þeir einum rómL „Kannski hefði ég átt að koma með koníakspela til að ylja ykkur“, spurði ég. „Nei“, sagði Eyjólfur, „ég drekk ekki koníak nema í heitu. „Hann vill ekkert kulda- skólp", sagði Jóhannes. Eyjólfur sagði: „Þegar Helgi lóðs kom eitt sinn fullur heim — hafið þið heyrt það — þá segir konan „Æ“, segir hún, „farðu nú að hátta, Helgi minn, og biddu guð fyrir þér“. „Ha“, segir karlmn, „guð? Nei, ég vil engan guð“. „Hann vilil ekki einu sinni guð“, segir þá konan“. Þar með var koníakið úr sög- unni. Jóhannes skimaði í allar áttir eins og gömlum sjómanni sómdi. „Hann verður líklega hægur í dag“, sagði hann. „Hægur útsynningur, en kular í élinu. Gæti orðið svolítið brim“. „Þó það nú væri, þetta opna haf‘!, sagði Eyjólfur. „En hvað um Selatanga", skaut ég inn í. „Þar var útræði fram um 1880“, sagði Jóhannes. „Þá þótti sfaðurinn útúr og farið að brydda á nýjum tíma í Grinda- vík og víðar“. „Ætli þar hafi orðið mikil slys?“ spurði ég. „Óljósar sagnir eru um slys“, sagði Jóhannes. „En Karlarnir siem koma við sögu: tók myndina á Selatöngum. þegar við vorum þar í fyrravor. Já, reyndar hef ég alltaf heyrt söng úr einni tóttinni, þegar ég bef komið að búðunum. Magnús á Hrauni, Eyjólfur og .lohannes. Sveinn Þormóðsson aurn on ip Saty frá því á 14. öld“, bætti hann þó við. „Þá rann Ögmundar- hraun og eyðilagði lending- una í gömlu Krísuvík, sem nú heitir Húshólmi og er nokkru fyrir austan Selatanga, Þar ekki áreiðanlegar". „Hefurðu séð nokkuð þar, sem bendir til slysa“, spurði ég Eyjúlf. „Nei, ég heyrði bara dálít- inn söng úr einni tóttinni, Þeir hafa sungið mikið í gamla daga. En ég heyrði engan söng, þegar við Jóhannes fórum þangað í vor. Þá var eitt- hvað bölvað rifrildi í ei-nni tóttinni". „Já, þú varst að tala um það“, sagði Jóhannes. „Ekki beyrði ég það“. „Nei, þú heyrðir það ekki“, sagði Eyjólfur. „Ég heyrði það aðeins fyrst þegar við komum að túttarbrotunum, en svo var eins og það dæi út. Ég kom fyrir mörgum árum í her- bergi í húsinu Nýlemdiugötu 19. Húsráðendur, sem voru kunningjar mínir og vissu að ég sé stundum ýmislegt, sögðu: „Sérðu ekki eitt'hvað?" „Ojú, ekki get ég neitað því. Ég sé einhvem slæðing", segi ég. „Það er görnul kerl- ing úti í horni, hún er að bogra - * W*r * y* gptl* Horft yfir sundið. yfir einihverju og öll í keng“. Ég lýsti henni fyrir fólkinu, sem sagði að lýsingin stæði heima. „Þetta er hún Guðrún gamla í Stafnesi, hún átti hekna hér og hafði prjúna- vélina sína í horninu því arna“. Það hefur orðið eitt- hvað eftir af henni þarna“. „Orðið eftir“, endurtók ég. „Já, tilveran er undarleg. Hún skilar öllu. Ekkert týn- ist. Þetta voru eftirstöðvar atf Guðrúnu. Hún var þarna auð- vitað ekki sjálf. Ég skynjaði engan persónuleika í mynd hennar. Hér sitjum við og tölum saman, og það geym- ist. En einhvern tírria sér eða heyrir einhver til okkar. >á verðum við kannski komnir langleiðina inn á astralplan- ið.“ Við hlustuðum á Eyjólf, þögð um. Nú talaði sá, sem hafði sjón og heyrn til tveggja heima. Bílstjórinn dró jafnvel úr ferðinni, og var farinn að leggja við hlustirnar. Eyjúlf- ur átti leikinn. „Það hefur verið mikill söng- ur í gamla Kleppsbænum", sagði hann. „Þegar ég kom fyrst að bænum, var hann yfirgetfinn, en uppistandandi. Þá heyrði ég sálmasöng. Þeir hafa líklega s.amyizkusamlega leisið húslestrana sína og sung- ið sáima, gæti ég trúað, kannski ekki veitt af“. Það varð þögn. „Hefurðu séð nokkuð", gaukaði ég að Jóhannesi. „Nei, ekkert“. „Jú, hann hefur séð margt“, sagði Eyjólfur. „Hann hefur séð margt fallegt. Hann hefur séð há ög tignarleg fjöll í öfll- um veðrum. Hann hefúr hortft yfir örætfin og þekkir ótal ör- nefni. Hann hefur séð það sem er eftinsóknarverðast, landið Dkkar í allri sinni dýrð“. „Já“, sagði Júhannes, „það nef ég. En maður þarf ekki Framhald á bls. 2 %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.