Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓV. 1967 7 Loftmynd af Dalvík. skurðinum. Það var talið að hval rekinn hefði bjargað mörgum h::im:lum frá sulti, bæði hér og í náiægum sveitum. — Við vor- um sjö systkinin, en nú eru að- eins þrjú á lífi, og er ég þeirra elztur. Um aldamóiin vorum við hin eldri komin til nokkurs þroska, og sum fulivinnandi. Það var alltaf nóg að starfa, einkum á sumrin. Sumarið 1906, þegar ég var 16 ára. réri ég á árabat föður, mins, en það var síðasta vertið sexærmganna frá Böggvi- staða„andi. Þetta sumar var erfitt, en ég fann sð róðurinn var hin bezþa líkamsþjálfun, og þarna kynntist ég stvinnugrein, sem stunduð hafði verið af svarfdæiskum bændum um alda- raðir en nú var að iaka enda, því vélbátarnir voru á næsta ieyti“. „Varð ekki mikil breyting og minna erfiði, þegar vélbáiarnir komu til sögunnar?" ,,Ég veit ekki hvað segja skal. Menn héldu að sjósóknin yrði leikur einn. Erfiðið var kannski minna, en vökurnar miklu me:ri“. „Er það misminm hjá mér að ég hafi heyrt að foreldrar þínir hafi á fyrstu árum sínum á Sand inum haft búskap með sjósókn- inni?“ „Þig minnir rétt. Þau höfðu ofurlítinn búskap, kýr og kin8- ur,ð þá var ég meira að segja srnali". „Það má segja að þú hafir ekki verið við eina fjölina feldur, en hvað getur þú sagt mér um menntun ykkar systkinana“. „Foreldrar okkar gerðu sér m kið far um að við fengjum sæmilegan undirbúning undir lifið. Ég tel að við höfum verið vel sett með það. Björn Árnórs- son á Hrísum rak skóla um alda- mótin og litlu se:nna stofnaði Þorva-idur Ba'dvinsson, sem var gagnfræðingur, unglingaskóla í Árgerði, það var í torfbæ sem 40 árum seinna var svo notaður sem hænsnakofi. Þetta var fyrsti vísir að unglingaskóla á Dalvík. Þar vorum við látin lesa hús- lestra alla föstuna ogskapaði það keppni milli nemenda, þvi það olli miklu hneyksli ef okkur fip- aðist í „Faðirvorinu“. Eftir veru mina þarna hóf ég nám í gagn- fræðaskólanum á Akureyri, og var þar rúman vetur, en varð þá að hætta vegna veikinda. Svo var það veturinn 1919—11 að ég hóf nám í Verzlunarskóla ís- lands í Reykjavik. Um vorið, þegar ég kom heim veiktist ég a£ illkynjaðri blóðeitrun, og lá allt sumarið og veturinn á milli heims og helju. Eftir tvö ár komst ég þó í skólann aftur og utskrifaðist 1914. Þá var skóla- stjóri þar Ólafur G. Eyjólfsson og mæltjst hann til þe&s við mig að ég færi til Danmerkur um haustið á vegum líftrygginga- félags, sem hann var umboðsmað ur fyrir, og starfaði svo hér fyr- ir félagið ef um semdist. Þá var Þorsteinn bróðir minn athafna- mesti framkvæmdamaður hér á Dalvik og vann ég því hjá hon- um um sumarið, en fór svo út um haustið, þótt útlitið væri heidur skuggalegt vegna ófriðar- ins, sem var skollinn á. Þá voru tundurdufl dreifð um allan sjó, en á þessum árum setti maðuT ekki allt fyrir sig. í Kaupmanna- höfn dvaldi ég á annað ár og likaði heldur illa vxstin. Matur- inn var af skornum skammti og kaupið aðeins 70 krónur á mán- uði, sem nægði rétt fyrir her- bergi og einni máltíð á dag, svo að þetta var hálfgerður sultar- tími. — Það fór svo að lokum, að ég sagði upp starfinu vegna missættis við forstjórann, og fannst félagið líka svo illa statt fjárhagslega, enda varð það gjaldþrota nokkrum árum síð- ar“. „Fórstu svo heim aftur frá Kaupmannahöfn?“ „Eftir að ég hætti hjá líf- tryggingafélaginu, starfaði ég um tveggja miánaða skeið hjá heildsölufyrirtæki, eftÍT það tók ég mér far með gamla Goða- fossi, og munaði mjóu í þeirri ferð að ég yrði tekinn til fanga af þýzkum tundurspilli. Þetta var laust fyrir áramót 1915. Vorið eftir hóf ég svo útgerð í félagi við Þorstein bróður minn, ng byrjaði þá einnig að verzla með smávöru, þótt ekki leysti og borgarabréf fyr'r en 1919. — Þetta sumar byrjaði ég einnig á fiskýerkun, sem ég hélt áfram m-eð, til 1940. Árið 1950 hætti ég öllum afskiptum af útgerðar- málum, en við verzlunina hangi ég enn, eins og þú veizt“. „Hefir þú orðið fyrir nokkr- um sérstökum óhöppum fjár- hagslega?“ „Ó já! Ég hefi nú eki farið varhluta af þvi. Það var til dæm is skömmu eftir að ég byrjaði að verzla, að ég átti hlut í fisk- farmi, sem sendur var til Ítalíu. Allt virtist í bezta lagi, hátt verð á fiskinum og farmurinn tryggð- ur. En þetta var seglskip, án hjálparvélar, og lenti í logn- deyðu í Miðjarðarhafinu og tafð- ist svo, að farmurinn eyðilagð- ist að mestu. Tapið myndi svara nú til 3—4 hundruð þúsund kr. Öðru óhappi varð ég fyrir 10 ár- um síðar. Þá var hér starfandi síldareinkasala, sem síðar fékk nafnið „Síldareinkasalan sálaða“. Var hún þannig skipulögð, að út- gerðarmenn og sjómenn áttu að leggja til síldina, en einkasalan að sjá um verkun á henni og koma henni í verð. Fram- kvæmdastjórarnir voru Einar nokkur Olgeirsson og mig minn- ir Pétur Ólafsson. Menn hugðu gott til glóðarinnar og horfðu björtum augum til framtíðarinn- ar. Það var komið langt fram á sumar, þegar verðið var ákveð- ið, tvær krónur á tunnuna. Ég segi og skrifa tvær krónur. Ég brá mér þá til Akureyrar til þess að taka eftirstöðvarnar, en þá var einkasalan orðin gjald- þrota, og engan pening að fá. Þetta var mikið áfall fyrir mig, þar sem ég var búinn að gera upp við hásetana með tveggja krónu verði. Það var verðmæti 450 tunna af síld, sem mundi gera nú um 150 þúsund krónur. Margir fylltust gremju sem von- legt var, roenn höfðu ekki fyrir fæði sínu. Flestir töldu að komm únistar ættu einir sök á því hvernig fór, en þeir voru hinir borubröttustu og fremstu áróð- ursroenn þeirra héldu áfram að þruma út yfir landsbyggðina boðskap Marx og Lenins. Og and inn hefir sannarlega komið yfir þá, því einn . þeirra korost að þeirri niðurstöðu að Páll post- uli hefði verið hálfgerður grillú- fangaðri, sem ekki næði með tærnar þar sem Þórbergur Þörðarson hefði hælana. Það er djarft til orða tekið. Eíns og kunnugt er var Páll einn stærsti andi veraldarsögunnar. Annar var svo háfleygur að kalla þenn- an gleðiboðskap kommúnismans „Svalalind nýrrar siðmenning- ar“. „Mér hefir verið sagt, að þú hafir alla tíð verið afar pólitísk- ur, sannur sjálfstæðxsmaður?" „Nei,, það er ekki rétt. Það er engin pólitík í því þótt maður kaupi og lesi Morgunblaðið. Ég hefi að 'vísu fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum frá upphafi. Ég var aldrei flokksbundinn fyrr en ég var kominn yfir miðjan aldur. Ég hefi fylgt flokknurn af sannfæringu, en ekki af hags- munaástæðum". , „Svo hefur þú gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hreppinn. Framhald á bls. 14 VARAH LUTIR 111 í I .IrUUlJu UlllHtU NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR í FORD BÍLA — HR. KRISTIÁNSSON H.F. U M B 0 {] I i) SUDU.RLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Bifreiðaeigendur! NÝJUNG í ÞJÓNUSTU! Eru hemlarnir í lagi á bifreið yðar? Við athugum ástand hemlana endurgjaldslaust, fyrst um sinn alla virka daga frá kl. 8.00—10:00. Vinsamlegast pantið tíma í síma 31340. Hemlaverkstæðið STII.LING H/F. Skeifan 11 •— Simi 31340. Laus staða Tæknifræðingur eða tæknifróður maður, með staðgóða þekkingu í rafeinda- og raf- magnsfræðum t. d. varðandi fjarskipta- tæki, hljómburðartæki, lækningatæki, mælitæki, ljósabúnað o. s. frv. óskast til fyrirtækis, er hefur aðalumboð á íslandi fjHir erlenda rafbúnaðarverksmiðju, sem er ein sii þekktasta og stærsta sinnar teg- undar í heiminum. — Starfið mun eink- um felast í markaðskynningu og sölu viðkornandi rafmagnstækja. Góð ensku- kunnátta er skilyrði. — Skriflegar um- sóknir með upplýsingum um aldur, menntun, fyrri og núverandi störf og vinnuveitendur, símanúmer og heimilis- fang, og ennfremur hvort umsækjandi hefur áhuga fyrir starfi til frambúðar, óskast sendar afgreiðslu Morgunblaðsins. — Umsóknir merkist: „Rafmagn — 2530“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.