Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. NÓV. 1967 3 fcyjólfur og Jóhannes í verbúðartóttunum á Selatöngum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) unni og spyr, hvort hún vilji manninn, svarar hún ekki. Þá er sagt að Hafliði hafi hnippl í hana og sagt: „Segðu já — segðu já — segðu bara já“. Og hún álpaðist til að segja já. „Ætli þetta hafi verið Hákon í Bakka“, sagði Jóhann- es. „Það var kot í túnjaðrinum á Hrauni. Ég held að rústirnar standi ennþá. Hákon reri hjá Hafliða og síðan hjá Magnúsi. Ég held þeir hafi naumast róið nema Hákon væri með“. III. Við vorum komnir að Hrauni. Ég snaraðist út úr bílnum, gekk upp tröppurnar og bank- aði. Magnús kom til dyra. Hann var ekki eins hress og oft áð- ur. Þegar ég hafði hitt hann, var hann alltaf nýr eins og Passíusálmarnir. „Nú erum við komnir“, sagði ég. „Komnir, hverjir?“ „Ég er með tvo gamla sjó- menn úr Grindavík, Eyjólf Ey- fells og Jóhannes Kolbeinsson". „Jaeja", sagði Magnús. „Við erum að fara að Sela- töngum. Þú ferð með“. „Það efast ég um. Það er víst einhver illska hlaupin í mig. Læknirinn segir að það sé eitt- hvað í öðru nýranu“. „Nú, finnurðu til“, spurði ég. „Onei, ég hef aldrei fundið til“. „Þetta eru skemmtilegir karl ar“, sagði ég. „Ha, já er það“, sagði Magnús og klóraði sér á hvirflinum. Svo strauk hann yfirskeggið og fór í gúmmískóna. Eyjólfur kom í gættina. Þeir heilsuðust. Magnús virti hann fyrir sér. Þeir tóku tal saman. Það var selta 1 Eyjólfi, hann var ekkert blávatn. Það hefur Magnús fundið. Einu sinni munaði mjóu að Eyjólfur drukknaði í Loftsstaðasundi. Karlarnir gengu út í bílinn. Ég á eftir. Svo héldum við af stað. „Ég var hrifinn af Margréti mágkonu þinni á Einlandi, þeg- ar ég var á vertíð hér strák- ur“, sagði Eyjólfur. „Hún hefur verið ung þá“, sagði Magnús. „Já, um fermingu", sagði Eyjólfur. „Og varstu skotinn í henni strax“, sagði Magnús og hló. Við ókum sem leið lá að Selatöngum. „Ég sé ekki betur en þú sért sæmilegur til heilsunnar, Magnús", sagði ég. Því að nú kjaftaði á honum hver tuska, ekki síður en okkur hinum. „Ég er alveg stálhraustur", fullvissaði hann okkur og sjálf- an sig, „mér hefur aldrei orðið misdægurt. En ég á að fara í rannsókn til Snorra Hallgríms- sonar. Það er gott að eiga góða menn að. Við höfum farið í rjúpu saman“. „Þú varst oft á sjó með Hákoni á Bakka, sagði ég. „Ojá“, sagði Magnús. „En af hverju dettur þér hann í hug?“ „Þeir muna eftir því, þegar hann var giftur". „Ha? Hann giftist aldrei“. „Hvað segirðu?" Og nú sperrtu Jóhannes og Eyjólfur eyrun. „Nei, hann bjó með konu, en þau voru aldrei gefin saman í hjónaband". Eyjólfur segir honum nú sög- una um giftingu litlu hjónanna. Magnús slær á lær sér: „En þetta er ekki rétt. Það voru gift þarna hjón, en þau sögðu bæði nei“. Ha“. „Ég sagði að þau hefðu bæði sagt nei“. „Nú, og hver voru þau“, spurði Eyjólfur. „Það voru Einar Árnason póstur og Katrín Þorkelsdótt- ir“. „Var sú gifting ekki ólög- leg?“ „Nei, nei. Þetta var látið duga í þá daga. Menn voru ekki að gera veður út af öllum hlut- um. Það þótti skrítið. En Hákon bjó með konu sem hét Guð- munda Gísladóttir, þau komust vel af“. Fagradalsfjall blasti við okk- ur. Þangað höfðum við Magnús eitt sinn farið, gengið upp á fjallið, litazt um eins og land- námsmenn. Ég benti í áttina þangað. „Það dregur undir sig“, sagði Magnús. „Þetta er lengri leið en maður heldur“. Mig rak minni til þess. „Einar póstur og Katrín, voru þau lítil“, spurði Eyjólfur hugsi. „Já“, sagði Magnús. „En Hákon og Guðmunda?" „Guðmunda var há kona og snör. Hún var köttur þrifinn, og prýðilega útlítandi baðstof- an, þó hún væri lítil. En þau Einar bjuggu í moldarkofa". „Það hefur þá ekki verið Hákon“, sagði Eyjólfur. „Það hafa verið Einar og Katrín“. „Það hafa verið þau“, sagði Magnús. „Er Einland uppistandandi?" spurði Eyjólfur. „Já, þekkirðu ekki ísleif Jónsson, verkfræðing í Reykja- vík?“ „Við erum skyldir", sagði Eyjólfur. „Jæja“, sagði Magnús og virti Eyjólf fyrir sér. „Nú sé ég, að það er sami bjarti svipurinn. Hann er að skinna Einlandið upp“, bætti hann við. „Já, einmitt", sagði Eyjólfur. Við ókum fram hjá ísólfs- skála, Selatangar skammt þar fyrir austan. Á leiðinni töluðu þeir um sitthvað, og það var engu líkara en maður væri kominn hálfa öld aftur í tím- ann. Þeir töluðu um karl einn, sem „þótti gott að smakka það“, um fólk, sem „hafði orðið bráð kvatt“. Og margt fleira skröf- uðu þeir, sem ómögulegt var fyrir ókunnugan að henda reiður á. Magnús minntist á konu, sem hafði átt hálfsystur, „og hún varð sama sem bráð- kvödd líka“. Og síðan barst tal- ið að Jóni heitnum á Einlandi, föður Margrétar, og hann varð einnig bráðkvaddur. „Hann var dugandi sjósókn- ari“, sagði Magnús, „— áður en hann varð bráðkvaddur“. „Já, og myndarmaður", sagði Eyjólfur. „Og aðsækinn við sjó“, bætti Magnús við. „En viljið þið ekki sjá ieiðið hans Ögmundar, sem hraunið er kennt við. Það stend ur norðan við veginn“. „Förum fyrst niður að Sela- töngum“. „Heyrðu Eyjólfur, lenturðu nokkurn tíma í Stokkseyrar- draugnum", spurði Magnús. „Nei, ég var svo ungur. Þeg- ar við strákarnir heyrðum fyrst af honum, treystum við á, að hann kæmist ekki yfir mýrarn- ar, því að þær voru á ís og flughálar“. „Hvað ætli þetta hafi verið?“ spurði Magnús. „Þetta voru engir aumingjar, sem uðru fyrir barðinu á draugnum", skaut Jóhannes inn í samtalið. „Fólk var með margvíslegar skýringar", sagði Eyjólfur. „Sumir töluðu um kolsýrueitr- un í andrúmsloftinu, en það veit enginn". „Það flýðu allir úr einni ver- búðinni", sagði Jóhannes, um leið og bíllinn stöðvaðist við Selatanga. IV. Við lituðumst um. „Hvar er Magnús?“ „Hann skrapp niður á kamp- inn að tala við veiðibjölluna“, sagði Jóhannes. „Þeir þekkj- ast, mávurinn og Magnús. Hann er búinn að skjóta þá svo marga um dagana". „Honum er ekki fisjað sam- an“, sagði Eyjólfur. „Hann er líkur föður sínum, kempukarl". Við skoðuðum tóttirnar af verbúðunum og fiskhjöllunum. í fyrravor var jörðin algræn, þar sem fiskurinn hafði legið við byrgin. Tólf til fim.mtán menn hafa verið við hvern bát, hafði ég lesið mér til. Bragur er til um alla útróðrarmenn, sem eitt sinn voru á Selatöngum, og eru þeir taldir með nafni og hafa þá verið yfir 60. Tóttirnar eru litlar og ég gizkaði á, að þrír til fjórir hefðu verið í hverri verbúð. Þeir sögðu það hefðu minnsta kosti verið sjö, ef ekki fleiri. Af fcóttarbrotunum að dæma er hver búð um fimm metrar á lengd og tveir á breidd. Sumar búðirnar hafa jafnvel verið minni. Kannski þeir hafi haft verbúðirnar svona litlar til að halda á sér hita, datt mér í hug. Þarna sá- um við einnig hellisskúta. Jó- hannes sagði, að hellarnir væru reyndar tveir og hefði annar verið kallaður sögunar- kór, þar sem var smíðað, en hinn mölunarkór, þar var mal- að korn. Selatangar eru skarð eða af- drep í Ögmundarhrauni. Þar fundu Krísuvíkurmenn hent- ugt athafnasvæði eftir hraun- flóðið milkla. Dákon var hraunstandur uppi í kampinum á Selatöng- um. í honum voru landamerki milli ísólfsskála og Krísuvík- ur. Næst austan við Dákon er Vestrihlein, en þá Eystrihlem. Sundið hefur liklega verið vestan undir Eystrihlein og uppsátrið þar beint upp' af. Þar upp með hleininni voru bátarnir settir undan sjó. Vega lengdin frá Krísuvík á Sela- tanga er um 6—7 km. og um þriðjungur þeiss vegar apal- hraun, svo það hefur ekki ver- ið skipsganga, sem kallað var, að fara þá leið kvöldis og morgna. Þess vegna hafa ver- búðirnar verið reistar þar. Og enn tala þær sínu málL Magnús var kominn í ieit- irnar. Við horfðum yfir kamp- inn og sundið. Ólög riðu yfir hieinarnar, en ekki á sundið. Það var hreint. „Þeir þekktu sjóina, karl- arnir", sagði Magnús. „Ungt fólk nú á dögum mundi líklega deyja af einni saman tilhugsuninni að eiga að sotfa í svona hreysum", sagði ég og virti fyrir mér tóttarbrot in. „Manneskjan gerir það, sem hún verður að gera“, sögðu þeir. „Verbúðirnar hafa verið vindþéttar", sagði Eyjólfur. Ég hryllti mig ósjálfrátt í herðunum. „Þeir hafa sótt í þetta hey og mosa“, sagði Magnús. Svo benti hann út á sund- ið. „Þeir hafa lent eitthvað eftir átturn", sagði hann. „í útsynn- ingi hafa þeir lent vestar, en austar í landnyrðingum. Það er ekiki mikil lá við hleinina núna. Þeir hefðu lent í svona sjó. Þarna er eystri hleinin og þarna sú vestri. Þeix lentu á milli hleinanna, í Tangasundi. Og nú er Dákon horfinn.“ „Það er talvert brim núna“, sagði ég. „Þú segh að þeir hefðu lent í þessu. „Ætli ekki það, þetta ér svaði“, sagði Magnús. „Þeir kunnu svo sem að bíða eftir lagi. En hafið þið ekíki heyrt að hér átti að vera draugur", og hann sneri sér að Eyjólfi. , „Jú“, sögðu þeir. „Hann var kallaður Tanga- Tómas,“ sagði Magnúe. „Hefurðu sé/i hann Eyjó'lf- jr?“ spurði ég. „Nei“, sagði Eyjólfur, „séð hann — nei, nei.“ „Þú ættir að spyrja hann Þórarin Einarsson um hann“, sagði Magnús. „Hann býr í Höfða á Vatnsleysuströnd. Hann er sonur seinasta formanns- ins hér á Seljatöngum. Þór- arinn er faðir Þorvalds Þórar- inssonar, lögfræðings í Reykja vík, sivo 'hann á ekki langt að sækja það, að vera þéttur fyr- ir! Einar, faðir Þórarins, var óbágur að segja frá Tanga- Tómasi. Einu sinni var Einar að smiða ausur úr rótarikylf- um hjá okkur á Hrauni, þá sagði hann okkur þessa sögu: Guðmundur, bróðir hans, svaf fyrir framan hann og lá með höfuðið útaf koddanum, en sneri sér við í svefnrotfun- um og færðist upp á koddann, en í sömu andránni kom vatns kúturinn, sem þeir hötfðu með sér á sjóinn en geymdur var í verbúðinni, af alefli þar sem Guðmundur hafði legið með hötfuðið. Þetta bjargaði auðvitað lífi hans.“ „Það var gott að draugur- inn drap ekki Guðmund“, sagði Jóhannes. „Hann átti eftir að eignast 18 börn.“ „Nei, það var ekki hann, þú átt við Guðm.und í Nýja Bæ“, sagði Magnús. ,,Já“, sagði Jóhannes, og áttaði sig. „Guðmundur í Nýja Bæ var Jónsson, hann reri 1917 úr Húshóima, en þeir urðu að lenda hér á Töngun- um“. „Guðmundur í Nýja Bæ var slkírleikskarl“, sagði Magnús, „það var gaman að vera með honum einum. En þegar fleiri voru, varð hann öfgafullur. Lífsbaráttan varð honum þung í skauti, hann varð að treysta á útigang. Tvö barna hans dóu í vetur.“ Við vorum komnir upp á þjóðveginn aftur, og ætluðum sem snöggvast að skreppa að gröf Ögmundar. Á leiðinni þangað segir Magnús allt í einu: „Þessi klettur þarna í hraun inu heitir Latur.“ „Hvers vegna“, spurði ég. „Það gekk erfiðlega að miða hann — hann gekk illa fyrir, Framhald á bls. 4 Auglýsing Um breytingu á brottfarartímum sér- leyfisbifreiða á leiðinni Reykjavík— Keflavík — Sandgerði, sem taka gildi frá og með mánudeginum 20. nóv. 1967. Frá Keflavík kl. 11 í stað 10, kl. 17.30 í stað 17. Frá Reykjavík kl. 15.30 í stað 15.15, kl. 19 í stað 18.30. Frá Sandgerði kl. 10.30 1 stað 9.30, kl. 13.30 í stað 13.15, kl 17 í stað 16.30, kl. 20.20 í stað 20. (Ekið um Sandgerðisheiði). Millitímar frá Keflavík til Sandgerðis breytast samkvæmt þessu: frá Reykjavík til Hafna kl. 19 í stað 18.30. Prentaðar áætlanir fást í afgreiðslustöðvum. Sérleyfishafar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.