Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓV. 1967 9 selflytja allt féð á litlum bátum á milli aðalskips og eyjarinnar. Síðan er það rekið upp í ey. Ein rúningsferð er farin og þótti og þykir enn töluvert sport að fara slíkar fer'ðir. Menn eru þá nestaðir út og það er alltaf ævintýri að fara í útey. Á haust- in eru famar tvær ferðir eftir fénu, fyrst í september eftir lömbunum og síðan er fullorðna féð sótt við hentugt tækifæri eftir 15. okt., því fyrr má það ekki ganga laust á Heimaey. — Þarf aldrei að binda féð til þess að koma því klakklaust í lar.d? — Nei, það var aðallega gert í einni af úteyjunum, Álsey. Þar voru kindurnar settar í neta- stroffur, þegar þær voru sóttar á haustin, og þær látnar síga niður fyrir standberg og í bát- inn. Allt fram á sfðustu ár hef- ur féð verið í nobkrum af út- eyjum, en aðeins í Elliðaey síð- ustu þrjú ár. Einnig er fé í Yzta Kletti, sem telzt til úteyja, þó áfastur sé Heimakletti. — Eru nokkur vandræði með vatn í Elliðaey. — Það er vatnsgeymir þar með járnþaki yfir og safnast vatn í hann af þakinu. í geyminum eru brynningartæki, sem stilla vatns- gjöfma sjálfkrafa. — Hvernig er féð eftir sumar- ið? — Féð er yfirleitt vænt og helzt að þáð þyki of feitt til að bóndi í Gerði. borða, því að fólk virðist ekki vilja eins mikið feitmeti eins og það vildi áður fyrr. — Hvað er slátrað miklu af fénu? — Það má segja að viðkom- unni sé slátrað og það er áðeins til heimilisnota, því það eru margir sem eiga fé í Elliðaey, alls ellefu síðasta ár, þannig að enginn á stóran stofn af kindum þar. — Hafa miklar breytingar orð- ið á fjátstofni Eyjamanna? — Já, það hafa orðið tölu- verðár breytingar. Fram eftir var mikið af fjárstofninum sauð- ir, sem gengu úti allt árfð, en nú eru það svo til eingöngu ær með lömbum. Þegar fjárstofn Eyjamanna var mestur taldi hann um tólf hundruð fjár á vetrarfóðrum, en nú er hann um 500. — Hefur stofninum fækkað á síðustu árum? — Stofninn hefur ekki minnk- að síðustu sex ár, heldur aðeins aukizt. Sauðfjárhald hér í Eyj- um byggist nú orðið á áhuga fyrir sauðfjárhaidi, en ekki fjár- hagslegum hagnaði. Menn stunda sauðfjárhaldið eingöngu sér til ánægju og gamans, en auðvitað er þetta töluverð búbót líka og eitt af mörgu, sem sýnir hina sterku sjálfsbjargarhvöt Eyja- skeggja. — Hvar er heyjað fyrir féð? — Áður fyrr var heyjað bæði á heimalandinu og í úteyjum og einnig hefur hey verið aðflutt frá meginlandinu (íslandi) og einnig frá Noregi. í seinni tíð hefur eingöngu verið heyjað á Heimaey sjálfri. — í hverju er starf þitt fólg- ið sem köllunarmáður og hvað hefur þú gegnt því lengi? — Eg hef verið köllunarmað- ur í s.l. átta ár. Hver eyja, sem fé var sett í hafði ákveðinn köllunarmann og hans starf er að sja um að fá báta til úteyjaferða og skipuleggja þær ásamt því að kalla alla, sem sauðfé eiga. Til gamans má geta þess að greiðsl- an fyrir það starf er tveggja kinda beit umfram eðlílega skipt ingu, svoköllu'ð köllunarsauða- beit. Þetta hefur þó ekki verið notað síðustu ár, því eigi hefur verið full fjártala í úteyjum. — Hvað um sauðfjárhald í framtíðinm? — Ég er viss um að sauðfjár- hald verður áfram hér í Eyjum, það hefur ætíð haldizt í hendur að Vestmanneyingar eru fram- sæknir, en halda fornum hefð- um og dygg'ðum. Aldursforseti sauðfjáreigenda í Eyjum er Ólafur Vigfússon frá Gíslholti. Hann er 76 ára gam- all og hefur verið með í fjár- sóknum í Elliðaey í áratugi. Maður skyldi ekki ætla að maður á áttræðisaldri geistist svo léttilega í klettaspríli en Óli Fúsa (kallaður í daglegu tali í Eyjum) lét sig engu muna sína löngu lífsgöngu og smalaði sem einn af peyjum Eyjanna. Roiluskjáturnar voru komnar niður að steðja, það var byrjað að ferja út í Aldísi, og Óli Fúsa sat á klettasnös og gætti -þess, ásamt fleirum, að rollurnar kæmust ekki upp á eyna aftur. Gamli maðurinn og hafið, hafið sem er vagga lífsins í Eyjum; hafið, sem hefur vaggað börnum Eyjanna í svefn, en einnig ógnað þeim með gný boðafallanna; haf- ið, sem meitlar skap nábúa síns, herðir hann og blíðkar og reynir áð hrifsa hann til sín; hafið, sem er gullkista Eyjanna og undra- heimur; hafið, sem er sinfóníu- hliómsveit Eyjaskeggja og ball- ettflokkur, er hljómar tónaspil hafsins og aldan dansar við klett ótta strönd. „Alda, alda, alda bláa kalda, út við bergið kveður ljóðin sín“, segir í gömlu Eyjaljóði, og það er eir.mitt það hjal, ásamt vind- unura, sem þroskar tónlistar- smekk Eyjabúans. Það sem rauf kyrrðina út við unnarstein þenn an fjársóknardag var jarm kind- anna af og til og hressileg orða- skipti mannanna, sólin var geng- in niður handan við Heimaklett og í tvískyggninu blasti Eyja- fjallasveitin með vætti sína í Eyjafjallajökli að baki. Margir Vestmannaeyingar eru ættaðir frá sveitum Suðurlands og með- al margra öndvegis manna og kvenna, er Óli Fúsa ættaður það- an. — Hvenær fórst þú fyrst í Ell- iðaey, Óli? — Við skulum sjá, ég flutti undan Eyiafjöllunu.m frá Rauf- arfelli 1922 hingað til Vest- mannaeyja og þá fljótlega fór ég í Elliðaey til að sækja fé og ég hef átt þar fé svo til samfleytt síðan 1930. — Hefur ekki oft verið úti- gangur í Elliðaey á þessum árum yfir veturinn? — Útigangur hefur mjög oft verið í Elliðaey og fleiri eyj- um, en í Elliðaey er vetrarbeit fyrir um 200 fjár. 1 fornu tali segir að þær 16 jarðir, sem hafa jar'ðarétt í Elliðaey, hafi rétt til að hafa 12 kindur hver á vetrar- beit þar. En það smátt og smátt lagðist niður að hafa sauðfé úti á veturna og dró algjörlega fyr- ir það þegar byrjað var að láta lambfé ganga úti á sumrin með fullorðnu. Þá hafði hver jörð rétt fyrir 10 lambær, en lengi vel var lambfé látið ganga hér á heimalandinu eingöngu. — Hvernig kom féð út, sem var veturlangt í úteyjum? — Það var ákaflega misjafnt og fcr mik:ð eftir því hvort kind in fékk skitu me'ð vorinu eða ekki, en sá kvilli dró mátt úr kindunum og þær voru horaðar og illa haldnar. Vænar ær voru jafnan betri til útigangs, en sauðir. Skitan getur t. d. stafað af forkælingu eða fóðurskorti. — Hafa nokkur slys orðið í sambandi við fjárflutninga í Ell- iðaey? -— Ekki man ég eftir því að slys hafi hent, hvorki á mönnum né skepnum. Það hafa ávallt reynzt hinir færustu köllunar menn og góð stjórn verið á hlut unum. — Nú hefur þú verið við sauð- fjárhald undir Eyjafjöllunum. Hver er helzti munur á saúð- fjárhaldinu þar og hér? — Það er ákaflega mikill munur á aðstæðum til að flytja féð. Móguleikar til sauðfjár- flutnmga í úteyjum fara algjör- lega eftir því hvernig er i sjó- inn og hvort það er leiði í út- eyjar. Ég er svo mikill sveita- karl í mér og hef svo gaman af fé, að þess vegna er ég nú að vesenast þetta ennþá og rollu- standið er fremur gert sér til gamans er. gagns. — Hvað voru vepjulega marg- ir, ssm fóru í ferðir til að sækja Ólafur Vigfússon frá Gíslholti. — Venjulega hafa verið minnst einn frá hverri jörð til þess áð vel sé, en fjáreigendum hefur nú fækkað þannig að þetta hefur breytzt. — Hvernig verkar þ» það fé, sem þú slátrar? — Eg hef nú kofa bérna heima, 9em ég reyki I kjöt, en allt full- orðið fé sem ég slagta salta ég eða reyki. Yfirleitt er bezt að reykja kjöt af úteyjafé, því það er venjulega svo feitt og fer því bezt á því að vera reykt. Þeir eru margir fornbýlir í Eyjum og það er stór kostur að eiga sitthvað í búrinu, enda eru Eyjarnar gjöfular þeim, sem vilja bjarga sér sjálfir. Þorskur- inn gengur á hrygningarsvæðin í vetur, lundinn kemur aftur í vor, þjóðhátíðin vei'ður haldin að venju og það verður farið til fýla næsta haust. Eyjarnar breyt ast ekki, en þó eru þær aldrei eins. Menn koma og fara, skip koma og fara; það er eitthvað sem kemur og eitthvað sem fer, eitthvað sem hlær og grætur, eitthvað, með Guði. fé? Það var slegið upp f járrétt á bry ggjunni og dregið í dilka, en dilkarnir voru ýmisskonar far- kostir Eyjabænda. Þarna var ekki fullfermi af þorski eða sild, heldur kindum. TILKYNNING TIL ISLENZKU ÞJODARINNAR Hinn 9. nóv. sendi Andlegt Svæðisráð Bahái í landi, þar sem þeim er gefinn kostur á að fá í geti kynnst kenningum hans af eigin raun. Ástæðan til útsendinga þessara bréfa er sú, að og trúarleiðtogum þess tíma, yfirlýsingu um á orð sín. Almenningi er því hér með bent á að snúa sér Þeir, sem æskja upplýsinga beint frá Andlegu Reykjavík, c/o P.O. Box 1336, Reykjavík. Reykjavík fyrsta bréf af fjórum, sem send ver ða öllum prestum og safnaðarformönnum á fs- hendur bókina „PROCLAMATION OF BAHÁ U,LLÁH“ (Yfirlýsing Bahá, u’lláh), svo þeir 100 ár eru liðin frá því, er Bahá u’lláh, þá fangi í Adrianopel, sendi helztu konungum, keisurum stöðu sína sem spámaður Guðs fyrir nýtt tíma-bil í sögu mannkynsins, og bauð þeim að hlýða til viðkomandi safnaðarprests um upplýsingar varðandi innihald bréfanna. Svæðisráði Bahá’i í Reykjavík, geta sent beiðni þar að lútandi til Andlegt Svæðisráð Bahá’i í Reykjavík 19/11 1967. ANDIÆGT SVÆÐISRÁÐ BAHÁ’I f REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.