Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. WÖV. 1987 - VAR MUNKURINN Framhald af bls. 3 eins og sagt var. Hann bar iengl í sama stað.“ Og nú blasti við Ögimundar- hraun milli Latsfjalls og Krísu víkur-Mælifells og fylIÍT hálf- an dalinn. Niður við sjó stóð bærinn Krísuvík, en uppi í dalnum Vigdísarveillir, fjalla- jörð í hvammi með hlíðinni norð-vestan við Mælifell. Þar sjást tóttir. „Ég man vel eftir byggð þar“, sagði Magnús. „Gömul sögn segir, að smali hafi, þeg- ar hraunið brann, bjargazt upp á Óbrennishólma, sunnarlega í hrauninu, vestan við Hús- hólma“. Jóhannes sagði að þjóðsag- an um Ögmund væri á þá leið, að hann hafi átt að vinna sér það til kvonfangs að ryðja veg yfir hraunið, en var drepinn að verki loknu. Aðstandendur konunnar treystu sér víst ekki til að vinna á honum fyrr en hann var orðinn örmagna af þreytu. Þá hertu þeir upp hug ann og drópu hann. „Ögmundur sofnaði við hraunbrún, þar sem leiðið er og þar drápu þeir hann“, bætti Magnús um frásögn Jóhannes- ar. „Nú er hrunið úr leiðinu. Þeir ættu að varðveita það betur. Ég er að vísu ekki fylgj- andi því að r-aska ró þeirra dauðu, en það mætti vel ganga betur um leiðið." Ég ætlaði eitthvað að fara að minnast fre'kar á Ögmund, en þeir fóru þá að tala um sjó- mennsku í gamla daga og ég komst ekki upp með moð- reyk. Það var eins og bíllinn breyttist skyndilega í gamlar verbúðir. Það er munur að róa nú eða áður, sögðu þeir. „Þá var alltaf andæft á ár- unum“, sagði Magnús til að uppfræða mig. „Þá var línan tvö til þrjú pund og geysi- sterik og vont að draga hana. Einhverjum hefði minnsta kosti þótt það sárt í dag. Sum- ir fengu blöðrur. „Betur á bak og báðum áfram" var sagt þegar aust- anátt var og vesturfail, og þeg- ar línan festist sló alltaf á bak- borðið. Það þurfti alltaf manni meira á bakborða í andófi. Þess vegna var sagt, Betur á bak........Þá þurfti að nota árarnar til að róa að línunni." Og svona héldu þeir áfram að tala saman um löngu liðna daga. Ögmundur var gleymd- ur. Ég var að hugsa um að koma við hjá Þórarni gamla í Höfða. Eyjólfur hafði, okkur öllum á óvart, komið með flösku af líkjör. Hann var farinn að hvessa, eða setja í, eins og karl arnir hefðu sagt. Ég sá ver- búðirnar gömlu fyrir mér, og skinnklædda karlana. Ég hugs- aði um það sem Magnús hafði sagt: „Það er ekki mikil lá við hleinina; það heitir öðru nafni: sogadráttur og þar er lending stórhákkaleg. Ég mundi vel eftir lýsingum Magn úsar Þórarinssonar, sem oft kom niður á Morgunblað, á meðan hann var og hét. Hann var einbeittur og ákveðirn, með auga á hverjum fingri Hann var fyrsti mótorbátsfor- maður í Sandgerði. Það var eins og sjór og reynsla hefðu lagzt á eitt um að tálga per- sónu hans inn að hörðum kjarnanum. Magnús tók saman bók, sem heitir „Frá Suðurnesjum". Merkisrit. Þar segir, að ef skip tók niður að framan, þegar mikii iá var, stóð það strax svo fast, að ómögulegt var að ýta því út aftur, svo þungu. Sogaði þá óðara undan, svo að skipið varð á þurru og lagð- ist á hliðina. Næsta aðisog fyllti þá skipið, og allt var í voða. Það varð því sífellt að halda þeim á floti og ýta £rá fyrir hvert útsog, en halda í kollubandið. Næsta ólag kom svo með skipið aftur, en þrek- mennin settu axlirnar við, svo að ekki tæki niður; stóðu þeir oft í þessum stympingum, þó að sjór væri undir hend- ur eða í axlir, en klofbundnir voru þeir oftast, er þetta starf höfðu. Þebta hugsaði ég um og myndin skýrðist í huga mín- um. Ég sá karlana standa í kampinum á Selatöngum í brók og skinnstakk, hvort- tveggja heima saumað úr ís- lenzkum skinnum. Brókin upp Jóhannes og Magnús við Ögm undarleiði. á síður, en stakkurinn niður á læri. Mátti vel svalka í sjó þannig búinn án þess að verða brókarfullur, eins og kallað var ef ofan í brókina rann. Stundum kom fyrir að láin var svo mikil að ólendandi var á venjulegan hátt. Þá var fisk- urinn seilaður úti á lóninu, seilarnar bundnar saman og færi hnýtt við, en einum manni falið að gefa út færið og annast seilarnar að öllu leyti, Og svo var beðið eftir lagi til að lenda skipinu tómu, tóku þá allir til ára eftir skip- un formanns, á þriðju stór- öldunni, sem var jafnan hin síðasta í ólaginu, eftir hana kom dálítið hlé á stórbrotum; var það kallað lag. Þá var róið með fullum krafti, árar lagðar inn í skipið í fljótheitum. Þeg- ar krakaði niður, hlupu allir útbyrðis og brýndu skipinu upp úr sjó, áður en næsta ó- lag kæmi. Stundum xomu aðrir, sem tækifæri hafðu og hjálpuðu til. Þannig stóðu Selatangar mér fyrir sjónum. Hver myndin Hin nýja»lína«vindlanna Trygging á góðum vindli - er hinn nýi DIPLO DIPLOMAT SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT 380 A Og Og tók við af annarri, rels hneig í huga mínuim eins úthafsaldan við ströndina. „Ég var oftast aðeins með eitt skinn“, sagði Magnús upp úr þurru. „Jæja“, sagði Eyjólfur. „Ég var oft holdvotur", sagði Magnús. „Það vorum við aldrei fyrir austan“, sagði Eyjólfur. Ojú, maður var oft þvalur. þetta var helvítis vosbúð", sagði Magnús. Aftur hljóp í mig hroldur. Ég var farinn að hlakka til að koma heim og leggjast eins og hundur við sjónvarpið. Við höfðum ekið fram hjá ísólfsskála á heimleið. Körlun- um hafði eklki orðið orðs vant Nú töluðu þeir um Guðmund á Háeyri. Magnús sagði: „Rólegir drengir, ekki liggur mér á“ sagði hann þegar var að verða ófært, hann vissi hvað það gilti.“ Eyjólfur sagði: „Guðmundur var kominn að Eyrarabakkasundi og búið að flagga frá, talið ófært. Þá sagði hann: „Við skulum stöðva snöggvast hér rétt ut- an við sundið", og stendur upp og horfir þegjandi fram á brimgarðinn og segir svo enn: „Nei, sko andskotans brimið" — og rétt í sömu svifum: „Tak ið brimróður inn“, og þeir höfðu lífið. Hann umgekkst ólögin eins og leikföng. En þau voru það ekki fyrir ó- vana“, bætti Eyjólfur við og vissi af eigin reynslu, hvað hann söng. Magnúis sagði að Guðmund- ur hefði stundum hikað við að fara inn af ótta við að önnur skip kæmu kannski á eftir og mundu ekki hafa það. Þá sagir Eyjólfur: „Jón Sturlaugsson á Stokks- eyri hikaði stundum lika, vegna þess að hann bjóst við að aðrir mundu fylgja sér eft- ir. Hann var einnig afbragðs sjómaður. Og honum var e'kki heldur fisjað saman, honum Hafliða föður þínum. „O, þetla er bara þurraslydda, þurraslydda“, sagði hann . . . „Þetta hefur þú heyrt“, sagði Magnús og glaðnaði við. Svona göntuðust karlarnir, meðan myrkrið datt á. Þeir töluðu um Berg í Kálfhaga og sögðu, að Guðmundur á Há- eyri hefði haft hann handa körlunum sínum til að grínast með. Einhvern tíma segir Berg ur, „það er óhætt upp á lífið að róa hjá Guðmundi á Há- eyri, en aðköllin ósköpin." „Róðu nú Bergur, róðu nú Bergur, og róðu nú helvítið þitt Bergur", sagði Guðmund- ur víst eitt sinn í róðri. Og í annað skipti bar það til tíðinda, eins og oft var, að bóndi ofan úr sveit fékk að róa hjá Guðmundi til að fá í soðið fyrir heimili siitt. Þegar þeir höfðu ýtt á flot var venja að taka ofan sjóhattinn og lesa sjóferðabæn. Bóndinn hafði bundið á sig hattinn og átti erfitt með að ná honum af sér. Þá kallar Guðmundur formað- ur og segir: „Ég held þú getir lesið Andrarímur eða einhvern andskotann, þó þú sért með helvítis kúfinn á hausnum". Og nú blasir við Hraun. Þarna á ströndinni hafa orð- ið skipstapar. Magnús hefur áður sagt mér af þeim: Franska togaranum Cap Fagn et, sem strandaði sunnan und- ir Skarfatöngum aðfaranótt 24. marz. 1931, og St. Louis, enskum togara, sem strandaði snemma í janúar 1940 í Vondu fjöru. Öll skipshöfnin var dregin í land í björgunarstól, nema skipstjórinn. Hann kom ekki út úr brúnni nærri strax. Björgunarmenn biðu eftir hon- um í allt að 10 mínútur áður en hann sást á brúarvængnum. Hann fetaði sig niður á defck- ið og fram að vantinum. En þegar hann var kominn að björgunarstólnum, féll hann allt í einu aftur yfir sig og ofan í ólgandi brimlöðrið. Þar varð hann til. Magnús á Hrauni hefur margt séð og margt lifað. Hann hefur marga fjöruna sopið. M. Síldorrannsóknir Norðmnnnn oð hefjnst Bergen, 14. nóv. NTB. SÍLDARRANNSÓKNIR vetrar- ins munu hefjast eftir fáeina daga á hafrannsóknaskipinu „Jo- hann Hjort“ og verður Finn De- vold leiðangursstjóri. Farið verð- ur til hafsvæðisins milli Norður- Noregs, Svalbarða og Jan May- en. — Devold hefur sagt í viðtali við „Bergens Tidende", að ástæða sé til þess að ætla, að norsk-ís- lenzka síldin muni safnast sam- an austur af fslandi og að enn fremur megi gera ráð fyrir því, að mesti hluti þeirrar síldar, sem í sumar var fyrir austan Spits- bergen, sé nú fyrir austan fs- land. London, 14. nóv. AP. The London Times skýrir frá því í dag, að 80% íbúa Okinava myndu greiða því atkvæði, að sameinast Japan að nýju, ef al- menn atkvæðagreiðsla yrði látin fara fram í þessu skyni á eynni, sem Bandaríkjamenn fara með yfirstjórn á. Veturinn hefur mörg andlit Þér hafið aðeins eitt Það verðið þér að vernda. Einmitt á veturna. Með NIVEA-Ultra- Cremi. NIV E A-UItra-Crem verndar hörundið jafnt í snjóf stormi og sólskini. Allt hörund. Alla daga. Aulc þess er NIVEA-Ultra-Crem nœrandi fyrir hörundið. NIVEA-Ultra- Crem veitir hörundinu þaÖ, sem það þarfnast til að hald- ast stöðugt hrelnt, ferskt eg heilbrigt. Einmitt þessvegna •igið þér ekki völ á betri f#verndarga>zlu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.