Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓV. 1967 * > | : -VAR MUNKURINN Framhald af bls. 1 að vera skyggn til þess“. „Þú varst að lýsa fyrir mér dularfullri reynslu, þegar við fórum suður eftir í fyrravor", fullyrti ég. „Ekki man ég það“. „Þú varðst var við eitthvað í skáilanum á JökuLhálsi" sagði Eyjólfur. „Það var óvera“, sagði Jó- hannes. „Ég sá eitthvað, en aðrir sáu það ekki síður. Það var afarsterk fylgja. Maður, sem var dáinn fyrir 16 árum. Hann hefur líklega verið að fylgjast með þessu ferðalagi okkar“. „Kannski hann hafi ekki verið þarna sjálfur, ætli það hafi ekki bara verið hugur hans, sem fylgdist svona sterklega með ykkur“, sagði Eyjólfur. „Jú, ætli það hafi ekki ver- ið“, sagði Jóhannes. „Og hug- ur hans hefur þá umbreytzt í persónu hans“. „Sá sem sézt annars staðar en hann er“, sagði Eyjólfur, „birtist venjuiega í réttri mynd sinni. Við skiljum svo lítið brot af tilverunni, skynj- um aðeins yfirborð hennar og misskiljum flest. Við erum, þrátt fyrir góðan þroska á veraldarvísu, mjög ófullkom- in“. Jóhannes stóðst ekki freist- inguna, en sagði:' „Ég er fæddur og uppalinn oð Úlfljótsvatni. Einhverju sinni um haust, eða um líkt leyti og nú — já, það var á- reiðanlega í byrjun nóvember — var ég bak við hesthúsið að leysa hey handa beljunum. Það var kvöld og svartamyrk- ur. Þá heyri ég að hundarnir gelta. Traðirnar lágu heim að hest húsinu. Það hafði verið frost, en klökknaði þennan dag og holkiakinn farinn að slakna. Ég heyri að einhver ríður traðirnar heim að hesfhúsinu, stanzar og fer af baki. Ég heyri hringlið í beizlisstöng- unum, þegar taumarnir eru teknir fram af hestinum. Ein- hver gengur að dyrunum, ég legg víð hlustirnar —, maður inn staðnæmist og kastar af sér vatni. Svo heyrist ekki meir og hundarnir hætta að gelta. Ég geng að hesthúsdyr- unum og huga að því, hver geti verið þarna á ferð, en sé engan. Það var meiri ákom an“. Þetta er nú meiri guðfræð- in, hugsaði ég. Svo spurði ég Eyjólf: „Er ekki sjaldgæft að menn séu að kasta atf sér vatni hinu megin?“ Hann hristi sitt silfurgráa höfuð. „Þú misskilur þetta allt“, sagði hann „Það sem Jóhannes varð vitni að var ekki annað en gamailt bergmál. Hann upplifir aif einlhverjum ástæðum, að einhverjum hefur orðið mál fyrfr mörgum öldum. Annað er það nú ekki. Ekkert í tilver- unni er svo ómerkilegt að það týnist í glatkistuna. En hvernig eigum við, þessir líka maurar í mannsmynd, að skilja að það er ekkert til sem hieitir fortíð, nútíð eða framtíð. Það er hægt að sýna kvikmynd eins oft og hver vill, þannig er einnig hægt að upplifa svipmynd þess sem var. Líf okkar geym- ist á dularfullan hátt“. Ég sneri mér að Jóhannesi og spurði um dvöl hans á Úlflljótsvatni? „Faðir minn var bóndi þar í 26 ár“, sagði hann. „Hann dó 25. marz sl. 94 ára gamall. Hann hét Kolbeinn Guðmunds son. Hann lá ekki rúmfastur nema 3 vikur. Annað hvort voru menn í gamla daga ó- drepandi eða ekki“, sagði Jó- hannes og brosti. „Heldurðu að Jóhannes eigi eftir að verða 94 ára“, spurði ég Eyjólf. „Nei-i“, svaraði Eyjóifur dræmt. „Heldurðu að hann eigi eftir að verða jafngamalí! og þú?“ „Það efast ég um.“ „Hvað ertu gamall". „Karlinn er orðinn 31 árs“. „En ég, verð ég 94 ára?“ „Nei, þú verður ekki eins gamaill og ég“, sagði hann á- kveðið. Ég fór að reikna. „En verð ég ekki sjötugur?" sárbændi ég hann. „Maður skyldi ekki forsvara neitt“, sagði hann. Ég sá að ekki dugði að freista Eyjólfs, svo að ég sneri mér að Jóhannesi. „Þú manst auðvitað vel eftir Tómasi Guðmundssyni hinurn megin við S>ogið“, sagði ég. Jóhannes hrökk við. Hann hefur líklega einnig verið að reikna, hugsaði ég. „Tómasi", sagði hann, ,,jú—ojú, en við þekktumst ekki mikið. Hann var eldri en ég. Það bar við að ég kom heim til hans. Hann var ákaflega feiminn við ó- kunnuga og faldi sig, ef ein- hver kom. Ég vissi ekki þá, að hann ætti eftir að varpa svo miklum ljóma á Sogið og sveit- ina; að hann ætti eftir að verða stórskáld“. Og Jóhannes varð hugsi. „Tómas var talfár", sagði hann. „Foreldrar hans voru gott fólk og höfðingjar. Ég fylgdist með því sem ungi- ingur, þegar hann birti ljóð eftir sig í HeimiliSblaði Jóns Helgasonar, þá var hann inn- an við fermingu: Hann orti um æskustöðvarnar, og þar eru Sundin blá“. „Heldurðu að hann eigi við þau — sundin við Sogið“, spurði Eyjólfur undrandi. „Já, það hefði ég haldið", svaraði Jóhannes. viss í sinni sök. „Hvergi eru blárri sund en við Brúarey í Sogi. Þau blasa við æskuslóðum skálds- in“. II. Nú vorum við komnir að kapellunni, hraunhleðsiu norð- an við húsaþyrpinguna, þar sem álfélagið hefur reist timlb- urlþorp til bráðaibirgða. „Hraunið heitir eftir kapell- unni“, sagði Jólhanfnes og benti. „Þeir grófu einhvern tírna í þetta og fundu líkneski, ég held frá kaþólskri tíð. Hér hefur verið eins konar sæluhús í miðju hrauninu, enda hraunið hættulegt yfirfeTðar ekki sizt fyrir hesta. Ósjaldan kom fyrir að þeir fótbrotnuðu og stund- um hröktust ferðamenn út að ströndinni. „Það var önnur kapella í hrauninu", sagði Eyjódfur. „Hún hefur farið forgörðum“, sagði Jóhannes. Verbúðimar voru fallega hlaðnar úr helluhrauni. „Eitt sinn komurn við Gísli Jónsson bílasmiður að henni ag sá ég þá munkinn, en það var ekkert merkiilegt. Hitt var merkilegt að Gísli sá hann líka. „Þetta er furðulegt“, sagði hann, „Þetta hef ég aldrei séð áður. Hainn taldi slíkt hégóma og hirti ekki um framhalds- lífið. Hann sagðist ekki trúa því, að hægt væri að skyggn- ast inn í fortíðina og ekki heldur, að unnt væri að sjá framliðið fólk. Seimna vorum við í veiði- ferð saman ausfur á Baugs- stöðum, það var um vor. Við sváfum í dálitilum heystabba, sem var eftir í hlöðunni. Um morgunin var Gísli eitthvað fállátur. Ég innti hann eftir því, hvort honum liði illa. „f nótt sá ég draug í fyrsta skipti“, sagði hann. „Hvernig atvikaðist það“, spurði ég. „Jú, ég vaknaði við það, að einhver gekk yfir stabbann og svo á- fram í lausu lofti. Þá varð mér ekki um sel“. Mér er nær að halda að Gísli hafi verið látinn sjá þetta til þess að lina hann í van- trúnni, enda var hann ekki eins stífur á meiningunni upp frá því.“ „Var munkurinn draugur", spurði ég eins og barn. „Nei, ég sagði Gísla sem var, að munkurinn væri bara gömul spegilmynd, eftirstöðvar frá liðnum tíma. Þannig skiljum við eftir mynd okkar einhvers- staðar í tíma og rúmi, og kannski rekast einhverjir á hana, þegar við erum farnir. Ég fór einhvern tíma á fund hjá Hafsteini, þá kom Gísli upp að vanganum á mér og segir: „Heyrðu, Eyjólfur, heldurðu ekki að þú farir að koma?“ „Ég. O ég veit ekki“, svaraði ég. Hann var alinn upp í Hróars- holti í Flóa. Þar hefur hann alltaf verið með okkur Jóhann- esi nema í sumar, þá varð ég hans í fyrsta skipti ekki var. Þó fannst mér eins og hann hugsaði til okkar. En það var allt og sumt. Hróarsholt er með fallegri bæjarstæðum. Sagt er, að það- an hafi sézt nítján kirkjur." „Nú eru nokkrar þeirra úr sögunni", minnti Jóhannes hann á. Og eitt'hvað þurftu þeir að bera saman bækiur sínar um kirkiufiöldanrL Og nú vorum við komnir á Grindavíkurveginn. „Þarna er Þorbjörn", sagði Eyjólfur, „fjall þeirra Grind- víkinga". „Þá er nú Esja tilkomu- rneiri", sagði ég. „Ég reri eina vertíð í Grinda- vík“, hélt Eyjólfur áfram, „þú varst þar líka, Jóhannes". „Já, ég reri þaðan eina ver- tíð. Það gekk ágætlega. Ég reri frá Nesi — það hefur verið 1927. Við höfðum útræði um Járngerðarstaðasund. Það gat verið varasamt á opnum árabát um“. „Hvenær rerir þú frá Grinda- vík, Eyjólfur?" „Ég man það nú ekki, jú, það hefur líklega verið 1904. Ég reri úr Þórkötlustaðahverf- inu“. „Það var aldrei stórbrim þessa vertíð“, sagði Jóhannes. „Ekki man ég heldur eftir því“, sagði Eyjólfur. „Við sýndum ekki af okkur nein þrekvirki", sagði Jóhann- es. „Engin karlmennska eins og þegar Gunnlaugur sýslumaður á Barðaströnd stóð undir mæni- ás fjóssins og kom í veg fyrir að þekjan hryndi yfir beljuna: „Allþungt þetta hér“, sagði hann. Það var ekki verið að fjasa út af smámunum í þá daga“. Eyjólfur sagði: „Ég þekkti vel Gísla, bróður Magnúsar á Hrauni, og Mar- gréti konu hans Jónsdóttur frá Einlandi. Þetta var ágætisfólk. Ég var heimilisvinur á Ein- landi. Við sitrákamir vorum all- ir skotnir í Möggu“. „Þau eru bæði dáin“, sagði Jóhannes. „Já, þau Gísli eru bæði far- in“, sagði Eyjólfur og bætti við: „Hún var glæsileg stúlka. Ég hélt að Margrímur Gíslason ætlaði að ná í hana. Hann varð seinna lögregluþjónn í Reykja- vík, mesti myndarmaður. Þá datt engum í hug að keppa við hann. En hún giftist Gísla“. Jóhannes sagði: „Þeh bjuggu báðir á Hrauni, bræðurnir Gísli og Magnús. Hafliði, faðir þeirra, var lengi formaður". „Hann var eftirminnilegur karl“, sagði Eyjólfur. „Eitt sinn þegar gefin voru saman hjón, bæði ósköp lítil fyrir mann að sjá, var Hafliði svaramaður. Þegar prestur snýr sér að kon- *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.