Morgunblaðið - 19.11.1967, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.11.1967, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓV. I9«T Hugrún skrifar: „Hann hefir — Samtaí við Sigurð Jónsson, kaupmann á Dalvík hildi háö“ IHVAÐ er tíminn? Eilífur straum ur, stórfljót, sem teku/r allt er á vegi hans verður, og fleytir því að eilífðarósi. —* Hann hættir aldrei — aldrei að streyma fram, en þó hefir hann lag á því að virðast svo undarlega stuttur, þegar litið er til baka. — Jafnvel þótt ýmis- legt hafi borið við sem miður skyldi. — Mér finnst ekki langt síðan ég var sex ára gömul, og dreymdi, eftir einn heljarmikinn óþekktardag, að pabbi væri á leið með mig á sleða niður á Böggvistaðasand. Hann ætlaði að selja mig fyrir þorskhausa. — Líklega hefir samvizkan rumsk- að við mér eftir að ég háttaði, og sektarmeðvitundin fylgt mér inní draumalandið. — Sá sem átti að hljóta gripinn í skiptum fyrir þorskhausana var þeirra tíma athafnamesti maður þorps- ins, Jón Stefánsson, póstaf- greiðslumaður með meiru. Nú talar enginn um Böggvi- staðasand, þorpið heitir Dalvík og er orðið hið glæsilegasta á að líta. Mér verður hugsað til torf- bæjanna þriggja, sem ég man eftir frá æsku minni, og örfáum timburhúsum. — í>ó þótti mér mikið til þess koma að fá að fara með föður minum niður eftir, þegar hann þurfti að draga fojörg í bú. Tveir voru þeir stað- ir, sem mér þótti undurgott að koma, það var í „Jónshúsið'" og í búðina til hans „Sigga Jóns“. fíann átti það til að rétta mér ýmislegt góðgæti yfir búðarborð ið, kandíssykurmola, rúsínur eða gráfíkjur — og ég sé ennþá urnar með allavega litum sykri og lögun margs konar, Á þeim árum kunnu börnin að gleðjast. Líka bar það oft við að Sigurður rétti góðgæti að föður mínum, sem hann sendi okkur krökkunum og var þá foátíð á heimilinu. Hann „Siggi Jóns“ var fyrirmynd allra annarra kaupmanna, og það var af þessum orsökum sem við krakkarnir lít- um svo mikið upp til þeirrar stéttar. í Jónshúsinu bjuggu foreldrar hans, en þar var pabbi heimilis- vinur; hann hafði unnið hjá þeim hjónum áður en hann fór sjálfur að hugsa um eigið heim- ili. Á síðastliðnu hausti lagði ég leið mína á æskustöðvarnar í Svarfaðardal, og dvaldist þá á Dalvík í nokkra daga. Þegar ég leit yfir þorpið eins og það er nú orðið, varð mér hugsað til æskuáranna í sveitinni, og þeirra er hafa í raun og veru lagt grundvöllinn að þessu fallega kauptúni. — Eldri kynslóðin er „Jónshúsið“ er á sinum gamla óðum að kveðja en önnur bygg- stað, og Sandgerði, þar sem alltaf ir ofan á. — Ennþá stendur Sig- var opið hús fyrir gesti og gang- urður Jónsson þó fyrir innan andi. Sigurður P. Jónsson í „þorpinu" Þorsteinshúsið, og búðarborðið, glaður og reifur að vanda. — Mig langar til þess að spyrja hann um gamla tímann, þar sem hann þekkir sögu Dal- víkur betur en nokkur annar, sem nú er á lífi þar, og er með þeim fyrstu — eða fyrstur, sem fæddur er á Böggyistaðasandi. Hann er því jafngamall þorp- inu. — Það eru mörg ár s-íðan hann flutti úr gömlu búðinni, en húsið stendur ennþá, og er frá „Hvað heldur þú að ég geti „Alla skapaða hluti héðan úr byggðarlaginu", sagði ég. „Þú ert einn af þeim, sem hafa sett svip á staðinn, og hefir átt þátt í því að byggja hann upp. — Þér er vel kunnugt um sögu hans. Var ekki oft þröngt í búi áður fyrr og lífskjörin slæm? Þú hlýtur að hafa margs að minnast frá þínum bernsku- og æskudögum, sem unga fólkið hefði gott af að heyra og fræð- ast um?“ „Hvað heldurðu að unga fólk- ið geri með það, sem þeir gömlu eru að gaspra? Það bara bros- ið að þeim. Bilið er orðið of breitt á milli moldarkofanna og skrauthýsa nútímans til þess að ungdómurinn geti skilið það, að árin og orfið, klyfberinn og kol- an voru jafn þýðingarmikil tæki í lífsbaráttunni og hin fullkomn- ustu tæki nútímans. Ég hefi upp lifað það að olíulampinn var að- eins notaður í baðstofum eða í svefnhúsum, en kolan í verbúð- um, fjósum og fjárhúsum, og það er við þessi skilyrði, sem byggð hefst hér á Böggvistaða- sandi, aðallega með búsetu for- eldra minna Rósu Þorsteinsdótt- ur frá Öxnhóli og Jóns Stefáns- sonar, sem talinn var launson- ur Sigurðar Jónssonar, óðals- bónda á Hálsi“. fyrir mér fallegu litlu kexkök- mínum bæjardyrum séð „Húsið Fyrirliggjandi Þakjárn 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 feta. Verð kr. 13.— fetið án söluskatts. Steypustyrktarjárn 8, 10, 16, 19 og 25 mm. Gaddavír. Verzlanasambandið hf. Skipholti 37 — Sími 38560, 38568. Mynd þessi var tekin á Hörgárbrú í júlí 1931, en þá var ekið á „Grána“, Fodrinum frá 1928, um vegleysur frá Stærra-Ár- skógi að Fagraskógi. Á öðrum hluta leiðarinnar til Akureyr- var vegur kominn. Þetta var fyrsta bílferð að sumarlagi á þessari Ieið. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Helga Pálsdóttir, Gísli Kristjánsson, sem ók „Grána“, Sigurður Jónsson, eigandi „Grána“ og Páll Sigurðsson. Á pallinum situr Freyja Antons- dóttir og ber hönd fyrir auga. sagt, orðinn svona gamall( gleym inn og hrumur, maður kominn hátt á áttugasta tuginn eins og kerlingin sagði?“ varð Sigurði að orði, þegar ég hafði heilsað honum. „Annars hefir ýmislegt drifið á dagana eins og gengur. Hvað er það, sem þér leikur hug- ur á að fræðast um?“ Tausher-sokkar ávallt í miklu úrvali - Nýir litir £ekka(níiin Laugavegi 42. „Faðir þinn kom mér ætíð fyrir sjónir sem hámenntaður heims'borgari". „Þú segir það. Líklega hefir sú litla tilsögn, sem menn fengu á þessum árum, notazt betur en nú gerist. Nú eru ungmenrun skyldug að læra. „Bókvitið verð ur ekki látið i askana“, sagði gamla fólkið. Á uppvaxtarárum hans-þótti gott að fá einfoverja tilsögn undir ferminguna. Faðir minn var mikill áhugamaður um félagsmál. Hann stofnaði bind- indisfélagið „Fram“ 1898 og var formaður þess á meðan það starfaði. Hann var einnig sfeofn- andi Fiskifélags Svarfdæla, og hafði á hendi fiskimóttöku fyrir „Gránu“. Hann sat líka fyrstur manna hér í hreppsnefnd, og var póstafgreiðslumaður um 3fl ára skeið. Það má teljast vel aí sér vikið, hve vel hann koftist út úr þessu öllu. Hann byrjaði ekki að draga til stafs fyrr en á milli fermingar og tvítugs, en varð þó vel skrifandi, hafði fallega rithönd. Hann varð aldrei fjáður maður fremur en aðrir á þeim tímum, en þó bjarg álna, og frekar veitandi en þurf- andi“. „Höfðu bændur ekki útgerð með sveitafoúskapnum?" „Jú, fyrsta byggðin hér voru sjóbúðir bændanna, og þær voru kenndar við bæina. Um alda- mótin man ég eftir þessum sjó- búðum: Brimnesbúð, Tungufells- foúð, Holtsbúð, Hrísabúð, Böggvi- staðábúð, Ingvarsbúð, Hvarfs- búð og Hólsbúð. Þær voru allar byggðar úr torfi og hefðu ekki verið taldar hæfar til þess að hýsa skepnur nú á dögum. Eld- færi í þær komu ekki fyrr en 1890. Hverri búð fylgdi grinda- hjallur, sem notaður var til skreiðar og veiðarfærageymslu. Búðirnar voru undir einu eða tveimur risum. Annað hólfið vai þá notað til bei'tingar, en hitt fyrir svefnskála. Auk þessara búða voru hér 3 torfbæir, sem búið var í og úr timfori., fisk- móttökuhús, kölluð „Gránuhús“ konsúlshús og' íshús, sem út- gerðarmenn áttu. Það var byggt 1896—-7 og er þá upptalin óll byggð á Böggvistaðasandi um aldamót. íbúarnir voru á milli 20 og 30 — éli í dag eru þeir rúmlega eitt þúsund. — Það er nú svo komið að ég fylgist ekki með öllum þessum byggingum, enda áhuginn farinn að minnka. Nú sést hér ekkert hreysi. Flest eru þetta hin myndarlegustu hús með öllum nútíma þægindum“. „Og þú hefir rekið verzlun lengur en nokkur annar hér?“ „Já, og jafnframt fiskverkun og útgerð um áratugi eins og aðrir við erfið skilyrði. Ég hafði alltaf mikið að starfa“. „Heldurðu að fólkið sé ánægð- ara í dag en á þessum tíma?“ „Það ætti að vera svo, en ég efast um það. Þá þurfti minna til þess að skapa mönnum ánægju. — Hún var meira að segja fólgin í því að hafa vel í sig og á. Um skemmtanir tu ánægjuauka var tæplega að ræða* í það minnsta ekki-í nú- tímaskilningi. Það var þá helzt í brúðkaupsveizlum að menn fengu sér snúning, og þá stund- um í staupinu, en það mátti þó frekar teljast til undantekninga. Lífið gekk fyrst og fremst út á það að fullnægja matarþörfinni, sem byggðist á sjónum, en ef hann brást var vá fyrir dyrum, sultur og seyra. Ég hefi þó ekki upplifað slíkt, en þegar foreldr- ar mínir fluttu hér ofaná Sand- inn, vorið 1887 var almennur bjargarskortur hér og í nær- liggjandi byggðarlögum, því ís- inn lá fyrir öllu Norðurlandi. En þá sem oftar, þegar mikið lá við, kom hjálpin. Það rak hval á Sandinn og kom það í hlut föður míns að bana honum og stjórna Dalvik. Séð út Ufsaströndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.