Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 19. NÓV. 1967 Fullfermi af kindum - réttað á bryggjunni Fjársóknarferð í Elliðaey — Texti og myndir: Árni Johnsen BLAÐAMAÐUR Mbl. slóst í Mótorbáturinn Aldís liggur við ankeri á höfninni í Elliðaey. Léttbáturinn lónar við flánna. för með nokkrum Eyjabænd- ym fyrir skömmu, þegar þeir sóttu fé sitt í eina af úteyjum Vestmannaeyja, Elliðaey. I úteyjum getur féð gengið sjálfala allan ársins hring og þarf aldrei að gefa því. Fjár- ból eru ágæt í eyjunum við hella og skúta sem féð heldur sig við. Frá fornu hefur verið fylgt föstum venjum um ásetning í úteyjar, og þess stranglega gætt að eigi væri ofsett í þær. í lunda byggðum úteyjanna er gras sí- grænt og svo gróskumikið, að varla sézt bitið eftir sumarið. Var það gömul trú, að fé farn- aðist eigi vel í úteyjum, ef gras sæist þar bitið undan sumri að nokkru ráði. í sumarhögum var haft fleira fé í úteyjum, heldur en í vetrarhögum. Lengst af var lambfé sett með fullorðnu fé í úteyjar, en í seinni tíð var hætt a'ð setja lömb í sömu eyjar og fulorðið fé, en lömb sett í nokkr- ar eyjar, t. d. Brand, Smáeyjar og Hellisey. Lömbin voru sett í þessar eyjar um veturnætur og sótt aftur síðast í einmánuði, svo að eigi spilltu þau fýlabyggð um. Lömb voru einnig sett utan í grasskorur og hillur í fjöllum og hengiflugum. Var mjög erfitt að koma lömbunum á suma þessa staði og ná þeim þaðan aftur og þurfti að nota til þess sigabönd og gefið niður fyrir standberg. Er þetta meðal margs annars ágætt dæmi um hina frá- bæru nýtni Eyjamanna og sterku sjálfsbjargarviðleitni. Útigöngu- fénu í úteyjum farnaðist jafnan vel, ef vandað var til ásetnings og féð var hraust, hversu harðir sem vetrar voru og heyrðist fjárfellir aldrei nefndur í Eyj- um. Komið gat fyrir að fé fennti eða tepptist við ból, en mjög voru þess fá dæmi. Eyjarnar eru svo háiendar, að fiörubeit er engin og því eigi flæðihætt. Vandað var t.il setnings í eyjarn- ar og var veturgamalt fé helzt sett r ð vorinu svo að það væri orðið hagvant fyrir veturinn. Sem dæmi um landgæði eyj- anna má nefna, að jafnvel dilk- sugur eða kvíær af landi lifðu af á útigangi í útey.ium yfir vetur- inn, ef féð var heilbrigt og tor- hafnalaust. ..Féð skiptir sér nið- ur. Sama féð heldur sig á sömu slóðum og við sömu ból. Uti- gönguféð rækir vel bólin og rennur til bóls á hveriu kvöldi undir eins og fer að halla sumri. Forystukindur ráða ferðunum frá og til bóls, og fer allur hóp- urinn samtímis. Daglegt veður- far og sjóveðurútlit þóttust ýms- ir geta markað af því hvernig féð hélt sér að beit eða hagáði sér við ból. Um vatn er frekar lítið í úteyjum, smávegis berg- vatnsseytl og bergruni á fláum, sem féð sleikir. Vatnsskortur virðist ekki hamla fénu og gras- ið er mjög kjarnmikið, svo að fé verður ákaflega feitt. Hefur því jafnan verið viðbrugðið með fé í úteyjum, hve fljótt það er a’ð taka höfnum. Gamlir og grón- ir sauðir ganga ekki úr haust- holdum og yngra fé tekur fljótt vorhöfnum, og gengur snemma úr ull.“ Fyrrum voru naut höfð í Ell- iðaey, og ef til vill hafa kálf- ar og ungneyti verið höfð í fleiri eyjum. Nautaflá heitir í Elliða- ey, þar sem nautin voru leidd upp í eyna. Undirfláin er þarna mikil og sjaldan dauður sjór við eyna, og bví er erfitt að koma nautgripum þarna upp. Líklegt er að nautin hafi verið sett þang að á vorin og slátrað á haustin. Þó getur verið að nautin hafi gengið úti fyrrum i eynni. Elliða ey er eina eyjan, þar sem nauta- ganga hefur verfð og er sagt að naut hafi orðið mjög feit þar. Nautimum var slátrað í eynni og þau flutt heim af blóðvelli. Nautarétt heitir ennþá í Elliða- ey. Lengi vel var heyskapur stund aður í úteyjum með þeim hætti, að bændur í sameigninni létu heyja þar sameiginlega og skiptu heyinu eftir að það hafði verið flutt heim. Margar furðusagnir eru til frá úteyjum og nokkrar í sam- bandi við sauðfé. „ í sóknar- lýsingu séra Gissurar frá 1703 segir, að presturinn að Ofan- leiti hafi fyrir 40 árum haft 4—6 ær í eynni Hana í 1—2 ár og enga saúðkind aðra. Þegar ánna var vitjað um vorið var ein þeirra borin með dökkrauðu gimbrarlambi, og kunnu menn engan mismun á því að gera Og öðrum lömbum, nema hvað það sýndist mjóslegnara um skoltinn. Þessi saga er ótrúleg, móti nátt- úrunr.ar eðli, segir sér Gissur. Mjög gamlar sagnir voru- um huldufé í Álsey, svo að ær höfðu borið þar lömbum, verið tvílembar og þrílembdar, þótt enginn hrútur væri i eynni.“ Framangreindar heimildir eru unnar úr „Sögu Vestmannaeyja" eftir Sigfús M. Johnsen fyrrv. bæjarfógeta. f Vestmannaeyjum verpir ógrynni af lunda, bæði í fjöllum og utan í brekkum á Heimaey og í úteyjum. Fuglaveiðar hafa verið stundáðar í úteyjum í aldaraðir og skiptust þær aðal- lega í tvennt: fýlunga- og súlu- veiðar annars vegar, er fóru fram að mestu leyti samtímis og með líkum hætti, og hins vegar lunda og svartfuglaveið- ar. Veiðihús eru í sex úteyjum við Vestmannaeyjar og eru þau kölluð „ból“ Mikil lundaveiði hefur ávallt verið í Elliðaey og lundaveiðimenn liggja þar við á hverju sumri. Þeim sem hafa í úteyjum verið, finnst fátt ánægjulegra en að dvelja þar. Lundinn er veiddur í háf og deyddur með því að snúa hann úr hálslið með einum hnykk. Bátalægi eru við sumar úteyjar og hefur ætíð þótt eftirsóknar- vert að koma í úteyjar, í heim- sókn eða til dvalar. Oft hafa verið haldnaf lundaveizlur hjá fuglamönnum, eru það veizlur góðar, etinn steiktur lundi og reyktur, minnzt skemmtilegra samverustunda og sungið við raust. Sagnir eru um, að ef saúðlaust yrði í Bjarnarey þá yrði ekki goð vertíð Nú hefur verið sauð- laust í Bjarnarey í þrjá vetur og víst er, að vertíðir hafa verið frekar slæmar síðustu þrjú ár. Breyting er nú orðin mikil á sauðfjárbúskapnum og allri til- högun um afnot hagbeitar í út- eyjum. Fé hefur fækkað mjög; ám er gefið heima, og hafðar í úteyjum eða í fjöllum á sumrum með lömbum og sauðir eru fáir. Þann 27. október s.l. tilkynnti „köllunarmáður“ Eyjabænda, að fært væri til fjársóknar í Elliða- ey. Veður hafði verið fremur válynt til sjávar undangengna daga, en „köllunardag" var stillilogn og ákjósanlegasta út- eyjaveður. Fjáreigendur leystu festar á m/b Aldísi VE 72 og Sigurður Jónsson skipstjóri setti á fulla ferð. Stefnt var til útvarða Vestmannaeyia í austri, Bjarnar- eyjar og Elliðaeyjar Bjarnarey er hæst allra úteyja 164 m.. en Elliðaey kemur næst Surtsey að víðfeðmi. Ankerið var látið falla á Austurhöfninni við Elli’ðaey og búizt var til upp- gcngu við steðjann á flánni. Bátkænan var leyst frá móður- skipinu og hrundið í átt að landi, árarnar spændu sjóinn og stafn- maður bjó sig undir að stökkva á steðjann. Ekkert fum, og fimir fætu- klifu. upp klettaveggina og smölun hofst Fjárrekstur gekk greiðlega og hjörðin rann um kafloðinn grasfeld EUiðaeyjar, um brekkur og bringi, niður rót- fúnar tær og fram klanpirnar að flæðarmáli. Þegar komið var fram á klappirnar var greitt úr vírneti fyrir aftan hjör’ðina, því rolluskjáturnar eru gjarnar á að stinga af upp á eyjuna aftur. Var nú hafizt handa og rollun- um skipað út í kænuna, sem var haldið við steðjann, og báturinn síðan dreginn út að Aldísi og kindunum umskipað. Þannig gengu flutningamir fljótt og vel, því menn voru röskir og sjór ládauður við steðjann. Töluvert þurfti að ýta á eftir fénu til að fá það niður á ste’ðjann, en allt gekk að lokum án þess að nokk- urt óhapp henti. Ein skjátan haffii sloppið upp og þurfti að fara og ná í hana. Farið var með eina kind upp og hún bund- in við staur fram við bjargbrún og átti að reyna að hæna stroku- kindina að henni. Kindin náðist eftir stuttan eltingarleik, en þa’ð þurfti að fara eftir henni efst upp í Hábarð, sem er hæsti tindur Elliðaeyjar. Menn og fé allt var komið um borð, ankerið dregið upp og Al- dísin stefndi á Heimaey. Allt fé komið af fjalli og glundrið var dregið upp. Köllunarfnaðurinn, Jón bóndi í Gerði, afmeyjaði flöskona, kindurnar jörmuðu, vélin drundi og sá næsti greip pyttluna ... Það var odðið rökkurt þegar báturinn skreið inn höfnina og festum var sleg- ið um kengi. Var nú slegið upp rétt á bryggjunni, kindunum skipað upp og rekið í réttina. Réttin var aðeins almenningur, en dilkarnir voru heygrindur, bílpallar o. fl. Gekk vel að draga í dilka þarna á bryggju- sporðinum. menn voru hressir og kátir eftir happasælan dag, tóku í nefið, tvinnuðu, feyktu brönd- urum og klöppuðu rollunum. Við höfðum tal af Jóni bónda Magnússiyni í Gerði, en hann er köllunarmaður í Elliðaey. — Hvað var margt fjár í Ell- iðaey í sumar? — Það hafa verið um 220 full- orðið og svo lömb að auki, þann- ig að alls hafa verið um 350 kindur í eynni í sumar. — Hvernig var haglendið þetta árið? — Tíðarfar var gott í sumar og haglendið kom vel út. Þarna er mikil fuglabyggð og grasi'ð er kjarnmikið. — Hvernig fer fjárhald fram í Elliðaey í dag? — í vor bar meiriparturinn af ánum í húsi og var síðan flutt ásamt lömbum með skipi út í Elliðaey og þar verður að Þórarinn Guðjónsson á Prests- húsum er Elliðaeyingur og má segja að hann sé alinn upp í Elliðaey. Hann hefur í áraraðir verið með í fjársóknum í EUiða- ey. Hluti af fjárhópnum er þarna kominn niður á steðja og biður þess að vera ferjaður um borð í Aldísina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.