Morgunblaðið - 08.12.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967
5
Rússnesk bókasýning
— í tilefni 50 ára afmœlis byltingarinnar
í TILEFNI af 50 ára afmæli
rússnesku byltingarinnar verSur
í dag opnuð rússnesk bókasýn-
ing í Bogasalnum í Þjóðminja-
safninu. Mun Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra, opna sýn-
inguna, en ávarp flytur sendi-
herra Rússlands hér á landi,
Vazhnof. Sýningin verður opn-
uð aimenningi kl. 17, en síðan
verður hún opin frá kl. 14—22
daglega til hins 20. deseimber.
Biaðamönnum var boðið að
sjá sýninguna í gær og gat þar
m.argt ftorvitnilegt að líta, sér-
staklega var þar margt lista-
verkabóka.
Varaforstjóri útgáfufyrirtækis
ins MÍR, Nikolai Sabetski, veitir
bókasýnin.gunni Sorstöðu, en það
fyrirtæki annast útgáfu erlendra
bóka í Rússlandi. Honum fórust
m.a. svo orð:
— Á þessu ári er haldið ihátíð-
legt 50 ára afmæli Sovétríkj-
anna. Síðan þá hafa þau orðið
voldugasta ríki heimsins og náð
stórkostlegum árangri á sviði
menningar og vísinda. >á voru
70% íbúanna ólæsir, nú eru þeir
allir læsir.
.— 70 millj. stunda nám í Rúss
landi. Þar eru 4 rniilj. stúdenta,
1.5 milljónir verkfræðinga og
600 þús. læknar. Bókasöfn eru
380 þúsund. Þessi menningar-
bylting hefur haft áhrif á bóka-
útgáfuna, svo að nú eru Sovét-
ríkin stærsti bókaútgefandi i
heimi, hvort sem litið er á titla
eða upplag. Fjórða hver bók,
sem prentuð er í heiminum, er
prentuð í Sovétríkjunuim.
— Á hverjum degi eru prent-
aðar 3.5 millj. bóka í Sovétríkj-
unum. Þar eru gefin út 8 þús.
dagblöð, 4 þús. tímarit auk ým-
issa bóka um vísindi og listir,
tæknibóka og bóka fagurfræði-
legt efnis. Sl. ár voru þannig
gefnar út 5500 bækur, er ein-
göngu voru vísindalegs eðlis, all
ar i stórum upplögum.
— Því miður eru aðeins tvær
bækur íslenzkar hér á sýning-
unni, Sjálfstætt fólk, sem er á
eistlenzku og íslandsklukkan a
rússnesku. Það er þó ekki vegna
þess, að íslenzkar bækur hafi
ekki verið þýddar og gefnar út
í Rússlandi; við gátum bara ekki
fundið laus eintök, þær voru
aliar útseidar og eingöngu fáan-
legar á bókasöfnum, máðar og
slilnar. Má þar tilnefna bók
Stefáns Jónssonar, Hjalta litla, í
65 þús. eintökum og bækur Hall-
dórs Kiljans Laxness, sem gefn-
ar eru út í 100—150 þús ein-
tökum.
— Af öðrum íslenzkum bók-
um, sem þýddar hafa verið á
rússnesku, nefni ég: Saga þín er
saga vor eftir Gunnar Benedikts
son,- Gömul og ný vandamál eft-
ir Sverri Kristjánsson, Ættar-
samfélag og ríkisvald eftir Ein-
ar Olgeirsson, íslenzkar nútíma-
bókmenntir eftir Kristin E.
Andrésson, Þætti eftir Jónas
Árnason, Suður um heiðar eftir
Gunnar M. Magnús, Fjalla-Ey-
vind Jóhanns Sigurjónssonar,
Lit'brigði jarðar og Sm'ásögur
eftir ólaf Jóh. Sigurðsson, Smá-
sögur Halldórs Stefánssonar. ís-
landsklukkuna, Lilju, Ungfrúna
góðu í húsinu og Atómistöðina,
allar eftir Halldór Laxness, Völs
ungasögu eldri og í einu bindi
sögurnar Njálu, Eglu, Laxdælu
og Gunnlaugssögu ormstungu.
Auik rússnesku hafa ýmsar þess-
ara bóka verið þýddar á önnur
tungumál innan Sovétríkjanna,
5—6 á 'hverja tungu.
Lenin skipar sinn sess á rúsisnesku bókasýningunni.
Skrifstofustarf
Opinber tofnun óskar eftir að ráða skrifstofu-
stúlku. Vélritunarkunnátta og nokkur tungumála-
kunnátta nauðsynleg. Umsóknir með uppl. um
menníun og fyrri störf sendist afgr. blaðsins fyrir
15. þ.m. merkt: „Ritari 5903“.
Jólagjafir handa
bágstöddum
börnum
ingfors
Hátíðaliöldin i Finnlandi vegna
50 ára sjálfstæðis landsins, fóru
fram með miklum glæsibrag. —
Þeim lauk með veizlu Finniands-
forseta, og sátu hana um 2000
gestir. Meðan gestirnir streymdu
að var tilkomumikii flugeldasýn
ing við Forsethöllina. Á mynd-
inni hér að ofan fagnar Kekkon-
en, Finnlandsforseti Bjarna Ben
ediktssyni, forsætisráðherra, er
hann kemur til veizlunnar.
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
EKIÐ var á Volkswagenbílinn
R-8630 ,sem er ljós að lit, þar
sem hann stóð á Ránargötiu
gent City Habel milli klukkan
13:30 og 18 sl. þriðjiudag. Var
bíllinn skemmdur nok'kuð að
aftan. RannsóknarlJÖgreglan bið-
ur ökumanninn, sem tjáninu olld,
svo ag vitni ,ef einhver voru, að
gefa sig fram .
Þjóðhátíö
í Hels-
HVER, sem hefur áhuga á því
að gleðja bágstödd börn getur
fenið tækifæri til þess næsta
fösgtudaskvöl'd Allit, siem þú
þánf að gera er að pakka ein-
hvierjiu leikfangi inn í jólauim-
búðir og skrifa á pakkann hvort
lei'kfangið er fyrir dreng " eða
stúlku og fyrir hvaða aldiur.
Komdu svo með þetta leilkfang á
sérstaka samkomu í Aðvent-
kirkjunni Ingólfsstræti 19 næsta
föstudagskvöld fcl. 8:00. Ung-
mennafélag safnaðarims stendur
að þessari samikamu sem er til-
einkuð jóluniuim og er haldin í
þeirn tilgangi að hjálpa bág-
stöddum börnu.m í Reykjavík að
njóta jólanna á þann hátt sem
þau gætu ekki annars. í lok sam-
komunnar gefst kiílkjugestum
tækifæri til að afherada gjafir
sínar.
Jólin er-u tímí gj a.fimil-dinnar.
Vilt þú ekki hjálpa til að gera
þau ánægjuleg fyrir einfhvern
annan og um lieið ánægjuilegri
fyrir sjálfan þig.
Ungmenn-afélag Aðventista.
ALLT MEÐ
EIMSKIF
A næstunni ferma skip vor
til íslands, sem hér segir:
4NTWERPEN:
Bakkafoss 13. des. **
Skógafoss 20. des.
Goðafoss 28. des.
HAMBURG:
Reykjafoss 9. des.
Askja 16. des.
Skógafoss 17. dés.
! í Goðafoss 3. jan. **
ROTTERDAM:
Skógafoss 22. des.
Goðafoss 29. des. **
Skógafoss 11. jan.
LEITH:
Gullfoss 15. des.
HULL:
Bakkafoss 8. des. **
Skip 19. des.
LONDON:
Bakkafoss 11. des. **
Skógafoss 19. d-es.
NEW YORK:
Fjallfoss 18. des. *
Brúarfoss 22. des.
Selfoss 5. jan.
GAUTABORG:
Laagrfoss 9. des.
Tungufoss 29. des. **
KAUPMANNAHÖFN:
Guilfoss 13. des.
Tungufoss 27. des. **
Gullfoss 3. jan.
KRISTIANSAND:
Mánafoss 11. des.
Gullfoss 4. jan.
KOTKA:
Dettifoss um 6. jan.
GDYNIA:
Askj-a 12. des.
Dettifoss um 8. jan.
Skipið losar á öllum að- j I
athöfnum Reykjavík
ísafirði. Akureyri og ]
Reyðarfirði.
Skipið losar á öllum að-
alhöfnum, auk þess i
Vestmannaeyjum, Siglu
firði, Húsavík, Seyðis-
firði og Norðfirði.
Skip sem ekki eru
merkt með stjörnu losa
í Reykjavík.
ALLT MEÐ