Morgunblaðið - 08.12.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967
JIírmwíM&MI*
Útgefandi: Hf. Áryakur, R'eykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Jphannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Riístjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80.
I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
AÐSTAÐA
A ðalfundur Landssambands
ísl. útvegsmanna, sem
hófst í fyrradag, kemur sam-
an á nokkrum tímamótum í
sjávarútvegsmálum lands-
manna. Að baki er erfið vetr-
arvertíð og síldarvertíð, en
framundan eru ný viðhorf í
útvegsmálum og atvinnumál-
um almennt vegna gengis-
lækkunarinnar.
Ljóst er af ræðu Sverris
Júlíussonar, formanns Lands
sambands ísl. útvegsmanna
við setningu aðalfundarins í
fyrradag, að aflabrestur hef-
ur orðið mjög tilfinnanlegur
á þessu ári. Vetrarvertíðar-
aflinn í ár nam 175.580 lest-
um, en var 268.156 lestir ár-
ið 1964, 288.820 lestir 1965 og
206.717 lestir 1966. Fram til
25. nóv. sl. var síldaraflinn
um 393 þúsund lestir en 685
þúsund lestir á sama tíma í
fyrra og er útflutningsverð-
mætið í ár 1.075 millj. króna,
en var í fyrra 2.150 milljón-
ir króna. Þessar tölur sýna
giögglega, svo ekki verður
um villzt, þau áföll, sem sjáv-
arútvegurinn hefur orðið fyr-
^ir á þessu ári.
En nú hafa viðhorfin
breytzt og gengi íslenzku
krónunnar verið lækkaö.
Hvernig breytist þá aðstaða
sjávarútvegsins? í ræðu
Sverris Júlíussonar ræddi
hann m.a. þetta atriði og
sagði:
„Eins og ég hef bent á, er
enn óljóst, hvaða ávinningur
útgerðinni er ætlaður af geng
isbreytingunni. Þó virðist
Ijóst, að reiknað sé með því,
að bættur hagur hennar verði
m.a. að byggjast á því, að
laun sjómanna hækki ekki
hlutfallslega umfram laun
annarra miðað við aflamagn
Þetta sjónarmið er eðlilegt
með tilliti tií þess, í fyrsta
lagi, að ólíklegt sé að aðrar
stéttir fallist á, að réttmætt
sé að laun sjómanna hækki
umfram þá hækkun, sem þær
fá sjálfar með vísitöluhækk-
uninni 1. des. og í öðru lagi
að óhjákvæmilegt er að geng-
isbreytingin leiði til mikillar
hækkunar á ýmsum rekstr-
arútgjöldum útgerðarinnar,
t. d. hækkuðu verði skipa,
hækkun á olíu, veiðarfærum,
tryggingariðgjöldum og fleira
sem óeðlilegt er, að útgerðin
taki á sig ein, án hlutdeildar
sjómanna, en þetta hefur þó
átt sér stað í allt of ríkum
mæli undanfarin ár, ekki sízt
á síldveiðiflotanum. ... Okk-
ur útvegsmönnuni er það að
sjálfsögðu kært að geta skap-
að starfsmönnum okkar, sjó-
ÚTVEGSINS
mönnunum, sem bezt kjör,
en auðvitað verður sá gjalda-
liður að vera innan þeirra
marka, sem getan leyfir. Það
hefur lengi legið í landi að
krefjast af atvinnuvegi okk-
ar meira en hann getur lát-
ið í té, menn hafa ekki ætíð
gætt þess að ekki er hægt
að skipta upp meiru en aflað
er. Þetta hefur þó margoft
verið reynt, en alltaf gefið
slæma raun, ekki aðeins fyr-
ir sjávarútveginn sem slíkan,
heldur og fyrir þjóðarheild-
ina.“
SAMIR VIÐ SIG
¥ lok forustugreinar Fram-
* sóknarblaðsins í gær segir
m.a.:
„Ef ríkisstjórnin breytir
aftur um stefnu og fellst á
verðtryggingu, er meira en
sjálfsagt fyrir verkalýðshreyf
inguna að meta það. Þá get-
ur hún komið til móts við
ríkisstjórnina á öðrum svið-
um. En verðtryggingin er
það höfuðmál, sem verkalýðs-
hreyfingin getur ekki undir
neinum kringumstæðum vik-
ið frá“.
Framsóknarmönnum er
það væntanlega jafn Ijóst og
öðrum, að ef gengislækkunin
á að koma að notum fyrir
atvinnuvegina, mega kaup-
gjalds og verðlagshækkanir í
landinu ekki verða svo örar,
að þær geri áhrif gengislækk-
unarinnar að engu þegar í
stað. Hin tilvitnuðu orð í for
ustugrein Framsóknarblaðs-
ins sýna hins vegar glögglega,
að Framsóknarmenn skeyta
þessum staðreyndum engu,
þeir ætla fyrir sitt leyti að
krefjast þegar í stað fullra
bóta fyrir þær hækkanir sem
leiða af gengislækkuninni,
enda þótt augljóst sé, hverj-
ar afleiðingar það hefði.
Það er ástæða til þess fyr-
ir alla þá sem að atvinnu-
rekstri vinna, að veita eftir-
tekt þessum orðum Framsókn
arblaðsins. Ekki hefur um-
hyggja Framsóknarmanna í
orði fyrir atvinnuvegunum
verið svo lítil síðustu vikur,
en sú sýnir Framsókn sitt
rétta andlit.
Ef farið væri að hennar
ráðum, mundi að skammri
stund liðinni koma til sömu
erfiðleika fyrir atvinnuveg-
ina og áður, og þar með að
engu gerðar þær efnahags-
ráðstafanir, sem nú hefur
verið gripið til. Þannig er
Framsóknarflokkurinn jafn-
an samur við sig.
VRJ
UTAN ÚR HEIMI
Riöar danska stjórnin til falls?
Þingflokkur danska SF-
flokksins, Sósíalistíska þjóð-
arflokksins, klofnaði í raun-
inni á þriðjudaginn var, en
þá samþykktu aðeins 15 af 20
þingmönnum flokksins á
danska þjóðþinginu að greiða
atkvæði með þvi að hefja
viðræður við ríkisstjómina
um frumvarp hennar um, að
verðlagsuppbótum vegna
gengisfellingar dönsku krón-
unnar verði frestað um eitt
ár og að lagður verði 3% sér-
skattur á þá, sem stunda sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Hinir
5 þingmenn SF greiddu at-
kvæði gegn þvi, að þessar
viðræður yrðu hafnar. Þýðir
þetta, að frumvarp stjórnar-
innar kann að verða fellt, ef
svo fer sem horfir, því að
atkvæði þingmannanna fimm
munu ráða þar úrslitum. Loka
afgreiðsla frumvarpsins á að
fara fram í þjóðþinginu 15.
des. n. k. og verði frumvarp-
ið fellt, er eins víst, að minni
hluta stjórn jafnaðarmanna,
sem setið hefur við völd með
stuðningi SF-flokksins, muni
segja af sér og nýjar þing-
kosningar verði látnar fara
fram í Danmörku.
Það var á þriðjudag, sem
danska stjórnin ákvað að
leggja frumvarp sitt fram
þrátt fyrir ákveðna andstöðu
vinstri arms SF-flokksins,
sem vitað hafði verið um
fyrirfram. Klukkustundu síð-
ar voru frumvörpin um frest-
un verðlagsuppbótanna og sér
skattinn lögð fram í þjóð-
þinginu af Erling Dinesen at-
vinnumálará'ðherra og Henry
Grúnbaum fjármálaráðherra.
Á þennan hátt hefur stjórnin
tekið þann kostinn að leggja
til atlögu við SF-flokkinn og
þó fyrst og fremst vinstri arm
hans. Nokkrum klukkustund-
um eftir að stjórnin hafði
komið með tilmæli um við-
ræður, vísaðf vinstri armur
SF þeim í rauninni að nýju
ákveðið á bug. Þannig hefur
Axel Larsen vill
samningaviðræður.
í bréfi, sem jafnaðarmenn
sendu til þingflokks SF á
sunnudaginn var, varð gerð
grein fyrir tillögum ríkis-
stjórnarinnar í sambandi við
gengisfellingu dönsku krón-
unnar og þar bætt við, að
jafnaðarmenn væru reiðu-
búnir til þess að ræða við-
horf SF á grundvelli aðgerða
til langs tíma, en haldið var
fast við tillögur ríkisstjórn-
Jens Otto Krag
forsætisráðherra
danska stjórnin komizt í svo
erfiða aðstöðu, áð talið er,
að vel geti leitt til þess, að
nýjar þingkosningar verði
látnar fara fram eftir nýár.
Ef kjarninn í vinstri armi
SF heldur fast við ákvörðun
sína um að greiða atkvæði
gegn frumvarpi stjórnarinn-
ar og flokkarnir Det radi-
kale Venstre og Liberalt Cent
rum halda áfram að vera því
jafn andvígir og þeir hafa
verið, þá verður ríkisstjórnin
í minni hluta, er atkvæða-
greiðsla fer fram við þrfðju
umræðu frumvarpsins 15. des-
ember.
Hið eina, sem nú virðist
geta komið í veg fyrir ó-
breytta afstöðu vinstri arms
SF, er breytt afstaða aðal-
flokksstjórnar SF-flokksins
gagnvart viðhorfi vinstri arms
ins og slíkt virðist vera allt
annað en líklegt.
Ef afstaða þingflokkanna til
framangreindra frumvarpa
stjórnarinnar breytist ekki,
áður en hin endanlega at-
kvæðagreiðsla um þau fer
fram, munu atkvæði falla
þannig:
Jafnaðarmenn
Venstre
íhaldsfiokkur
SF
Radikalir
Liberalt Centrum
Þingmaður Færeyja
Þingmenn Grænlands
Með tillögum
stjórnarinnar
70
15
85
Á móti
35
34
5
13
4
91
Greiða ekki
atkvæði
Aksel Larsen
Hefur hann misst völdin í
flokki sínum?
arinnar.
Fyigismenn Axels Larsen
samþykktu á fundi sínum að
halda áfram viðræ'ðum á þeim
grundvelli, sem fram er sett-
ur í bréfinu, enda þótt áherzla
væri lögð á, að þar með
hefðu þeir ekki fallizt á til-
lögur stjórnarinnar. í svari
vinstri arms þingflokks SF
sagði að vísu, að þingmenn
hans væru fúsir til þess að
verða við áskorun jafnaðar-
manna um viðræður, en vildu
ekki láta hjá líða að vekja
athygli á því, að þeir gætu
ekki stutt frumvarpi'ð um
frestun verðlagsuppbóta.
Talið er víst, að þingmenn
vinstri armsins muni halda
fast við afstöðu sína án þess
að hika. Samheldni þeirra
hefur sýnt sig hvað eftir ann-
að, er pólitísk deilumál hafa
komið upp. Ljóst er hins veg-
ar, að ef aðalstjórn flokksins
andstætt því, sem búízt er viö,
breytir um afstöðu á fundi
sínum um næstu helgi, mun
það hafa áhrif á afstöðu þing
manna vinstri arms SF.
,Helreiðin‘ eftir Lagerlöf
- í þýðingu sr. Kjartans Helgassonar
SKÁLDSAGA Selmu Lagerlöf
„Helreiðin" (Körkarlen) er nú
komin út öðru sinni í þýðingu
sr. Kjartans Helgasonar í
Hnuna. Er þetta í fyrsta sinn,
sem hún er gefin út hér, en
bókin kom fyrst út í þýðingu
sr. Kjartaas vestan hafs.
Ásmundur Guðmun'dsson,
fyrrv. biskup, ritar fonmála
fyrir bókinni. Þar segir m.a.:
„Hann (þ. e. sr. Kjartan) ferð-
aðist um byggðir Vestur-ísJend-
inga vetiurinn 1919—20, pre-
dikaði í kirkjum þeirra og flutti
erindi víðs vegar. Var það mark-
mið hans að efla sambúð og
samvinnu milli Islendinganna
austan hafs og vestan, veita
þeim bróðurlega hvatningu í bar
áttu þeirra fyrir viðhalidi tungu
þeirra og þjóðernis í Vestur-
heimi. — Einn þáttur í þessu
starfi hans var sá, að hann lét
gefa út vestan hafis þýðingu sína
á einni fegurstu sögu Selmu
Lagerlöf, „Körkarlen“. En séra
Kjartan breytir nafninu í „Hel-
reiðin" og fer hið bezta á þvi . . .
Má vænta þess, að þjóðin taki
bókinni vel og kunni að meta
meðal annars, á hve hrekm og
glæsilegu máli hún er rituð.“
Bókin er 108 bls. að stærð.
Útgefandi er ísafold.
Selma Lagerlöf