Morgunblaðið - 08.12.1967, Page 18

Morgunblaðið - 08.12.1967, Page 18
18 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967 var stofnuð í þeim tilgangi, að gefa Þorsteini Thor- arensen kleift að helga sig sagnaritun. FjÖldi fólks um allt land hefur kynnzt hæfileikum Þor- steins til að gera Ijós rök að tilveru nútímans. Bæk- ur hans þykja afburða skemmtilegar og þær ein- kennasf fyrst og fremst af vandvirku og heiðar- legu mati á mikilvægustu atburðum nútímasögu. í fyrra var það bókin „í fótspor feðranna“. í ár er það bókin: „Að Hetjuhöll“ sem ér hreinskilnasta tilraun, sem gerð hefur verið til að reyna að skilja eitt stærsta vandamál nú- tímans, fyrirbærið Adolf Hitler. Bókin er sagn- fræðirit, þrungin spennu og örlagaþunga. Hún er glæsileg og mikið myndskreytt og afburða skemmti- leg aflestrar. JÓLAGJAMR! speglar Nytsamasta og kær- komnasta jólagjöfin er án efa SPEGILL frá oss. Lítið á úrvalið sem er mjög fjölbreytt. Komið meðan úr nægu er að velja á gamla verðinu. r LUDVIG STORR L J Speglabúðin, Sími 1-9635. Dularfullu flugslysin Mörg dularfull slys hafa fylgt sögu flugs- ins frá upphafi. Hér er úrval frásagna um furðulegustu flugslys sögunnar. — Spennandi frásagnir um ævintýri hi^- dirfsku, mannraunir og hetjudáðir, skrif- aðar af frábærri þekkingu og frásagnar- hæfileika. Útgefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Sími 38740. Spyrjum ad leikslokum ÆSISPENNANDI SAGA eftir metsöluhöfundinn ALISTAIR MAC- LEAN. — Leynilögreglumanninum Philip Calvert er falið að leysa gátuna um skip hlaðin gulli, er hurfu með dularfullum hæfeíi af yfirborði sjávar. Leynilegar athuganir brezku lögreglunnar og eðlisávísun beindu athygii hans að afskekktum stað á vesturströnd Skotlands. Þar gerast margir undarlegir atburðir, en lausn gátunn- ar virðist þó ekki á næsta leiti. Eftir hraða og viðburðaríka at- burðarás koma svo hin óvæntu sögulok. —• Alistair MacLean er í essinu sínu í þessari sögu. Ib. kr. 325,00. Læknir kvenna ENDURMINNINGAR MIKILHÆFS og gáfaðs læknis, FREDERIC LOOMIS. — Hið mikilsvirta bandaríska tímarit, Saturday Review of Literature, segir um bókina m. a. á þessa leið: „Konur, ungar sem eldri, munu finna í þessari bók ótalmargt, sem þær þurfa að vita og vilja gjarnan vita um sjálfar sig, og flest hugsandi fólk mun finna óblandna ánægju í leiftrandi kímni hennar og glöggum skilningi á mannlífinu." Ib. kr. 278,00. Svörtu hestarnir RISMIKIL OG SPENNANDI ÁSTAR- OG ÖRLAGASAGA eftir TARJEI VESAAS einn nafnkunnasta núlifandi höfund á Norður- löndum. Með útkomu þessarar sögu hófst frægðarferill höfundar- ins og náði hámarki, er honum voru veitt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1963. Óhætt má fullyrða, að persónur þessarar sögu og örlög þeirra muni verða lesandanum eftirminnileg, svo og þáttur hestanna, gæðinganna góðu, sem áttu ríkan þátt í að skapa eiganda sínum örlög. Ib. kr. 275,00. Beverly Gruy ÞETTA ER FYRSTA BÓKIN UM BEVERLY GRAY eftir CLARIE BLANK sem nú kemur út öðru sinni eftir að hafa verið ófáanleg og mjög eftirspurð árum saman. Bækurnar um Beverly Gray eru óskabækur allra ungra stúlkna, enda bæði skemmtilegar og góðar bækur. Ib. kr. 220,00. Verð bókanna er tilfært án söluskatts. Sendum burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um land allt. I Ð U N N Skeggjagötu 1 - Símar 12923 og 19156 - Pósthólf 561

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.