Morgunblaðið - 08.12.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967
21
Daggjöld sukrahúsa
greidd samkv. ákvörðun 5 manna nefndar
í GÆR lagði heilbrigðis- og fé-
lagsmálanefnd efri deildar fram
breytingartillögur við frumvarp
um almannatryggingar, sem
er búið að afgreiða til 3. umr.
í efri deild. I breytingartillögu
nefndarinnar er gert ráð fyrir,
að stofnuð verði nefnd er ákveði
upphæð daggjalda opinberra
sjúkrahúsa, hæla og annara
stofnana, sem kveðið er á í lög-
um. Áður var upphæð dag-
gjalda ákveðin með samningum
við Tryggingastofnun ríkisins,
og ef þeir samningar náðust
ekki kom til úrskurður heil-
brigðismálaráðuneytisins.
Tilgangur breytinga þessara
mun vera sá, að leiðrétta hlut
þeirra sveitarfélaga, sem taka
á sig aukaútgjöld vegna sjúkra
húsdvalar utansveitarmanna.
í breytingartillögunum er
einnig gert ráð fyrir því, að
rekstrarhalli Tryggingarstofnun-
arinnnar á sl. ári, vegna verð-
stöðvunarinnar, verði tekinn úr
varasjóði lífeyristrygginga, en
iðgjöid verði ekki hækkuð til
að jafna hallann.
Aðalbreytingartillaga nefndar
innar hljóðar svo:
Frá og með 1. janúar 1969
skulu daggjöld opinberra sjúkra
húsa, hæla og annara stofnana,
sem 1.—3. málsgrein 49. grein-
ar laga tekur til, svo og gjald-
skrár sömu stofnana vegna
þjónustu við sjúklinga, sem
ekki eru lagðir inn, greidd sam
kvæmt ákvörðun 5 manna
nefndar, sem þannig er skipuð:
Fj ármálaráðherr a skipar einn,
Tryggingastofnun ríkisins skip-
ar einn, Landssamband sjúkra-
húsa skipar einn, Samband ís
lenzkra sveitarfélaga skipar
einn og heilbrigðismálaaráð-
herra skipar einn, sem jafn
framt er formaður nefndarinn-
ar. Verði atkvæði jöfn í nefnd-
inni, ræður atkvæði formanns.
Nefndin ákveður daggjöld og
gjaldskrár á þann hátt, að heild
artekjur stofnananna miðist við
að standa straum af eðlilegum
rekstrarkostnaði, enda séu gjöld
in í samræmi við hagkvæman
rekstur og þá þjónustu sem
stofnunin veitir. Heilbrigðis-
málaráðherra setur í reglugerð
nánari ákvæði um starfssvið
nefndarinnar og framkvæmd.
Sé um sjálfseignarstofnun eða
einkaaðila að ræða jafngildir
það samningi, ef hlítt er ákvörð
un nefndarinnnar um daggjöld,
er vera skuli í einu lagi fyrir
vist og þjónustu, en að öðrum
kosti getur Tryggingastofnunin
ákveðið, að sjúkliingum skuli
endurgreidd tiltekin upphæð
fyrir hvern legudag upp í kostn
aðinn.
Þriðja atriði bréytingarttillög
unnar er að við ákvæði til
bráðabirgða í ffrumvarpinu
komi þrjár nýjar málsgreinar:
Á árinu 1968 skal framlag rík-
issjóðs vera 170% greiddra
sjúkrasamlagsiðgjalda samlags-
manna og framlag sveitarsjóðs
skal vera 65% greiddra iðgjalda.
Daggjöld skulu á árinu 1968
ákveðin á sama hátt og verið
hefur.
Sú leiðrétting, sem ákveðin
er í 4. málsgrein 24. gr. laganna
á framlögum hinnna tryggðu og
atvinnnurekenda, fyrir árið
1967, skal falla niður. Halli sem
af þessu leiðir, skal tekinn úr
varasjóði lífeeyristrygginga pr.
31. des. 1967.
IMý mál
Þingmdl í gœr
STUTTIR fundir voru í báðum
deildum Alþingis í gær. Frá efri
deild voru tvö frumvörp af-
greidd til ríkisstjórnarinnair, «em
lög frá Aliþingi. Voru það frum-
vörpin um lögfræði og stofnun
og slit hjúskapar, bæði í tengsl-
um við fyrirftmgaða breytingu á
kasningaaldrinum.
f neðri-deild kom einnig til
fyrstu umræðu þriðja málið,
sem er í tengslum við breyting
una. Var það frumvarpið um 20
ára kosningaaldur til sverta-
stjórna. Mælti Eggert G. Þor-
s tein ss on f él a gsmála ráðiher r a
fyrir frumvarpinu. sem siðan
var afgreitt til 2. umræðu og
heilbrigðis- og félagsmálanefnd
ar deildarinnar.
Eggert G. Þorsteinsson mælti
einnig fyrir frumvarpi urn ráð-
stafanir vegna sjávarútvegsins,
sem er til staðfestingar bráða-
birgðalögum og hefur verið af-
greitt frá efri-deild. Var frum-
varpinu vísað til 2. umræðu og
sjávarútvegsnefndar.
Friðjón Þórðarson mælti fyr-
ir frumvarpi er hann flytur um
breytingu á sveitarstjórnarlög-
um. Gat hann þess, að frumvarp
þetta hefði verið flutt í fyrra
af Jóni ísberg, sýslumainni, en
hefði þá ekki orðið útrætt. Væri
það því endurflutt í samráði við
hann. Friðjón sagði, að næstum
því einu tekjur sýslusjóða væru
sýslusjóðsgjöldin. Væru þau
lögð á hreppana eftir reglum
sveitarstjórnarlaga, eða eftir fast
eignamati að einuim þriðja, sam
anlögðum nettótekjum og nettó
eign að einum þriðja og eftir
tölu verkfærra manna að eír-
um þriðja. Væri breyting sú á
gildandi lögum, sem frumvarpið
gerði ráð fyrir, einungis sú, að
framvegis verði miðað við íbúa
tölu hreppanna í stað verkfærra
karlmanna.
LöGÐ var fram á Alþingi í gær
svdhljóðandi þingsályktunarLl-
laga um lækkun tolla á efnum
og vélum til iðnaðarins: Alþingi
ályfktar að skora á ríkisstjórn-
ina, að láta nú þegar endurskoða
tollalögin með það fyrir augum,
að innflutningstollar á efnum og
vélum til iðnaðarins verði hinir
sömu og i*ú eru á efnum og vél
um til fiskveiða. Ríkisstjórnin
skal, strax og þessari endurskoð
un er lokið, leggja fyrir Alþingi
frumvarp um breytingar á tolla
lögunum í samræmi við hana.
Þá var lagt fram nefndarálit
frá heiibrigðis- og félagsmála-
nefnd etfri-deildar um frumvarp
ið um Bjargráðasjóð íslandf.
Mælir nefndin samhljóða með
samþykfct frumvarpsins, en ein
stakir þingmenn áskilja sér rétt
til að flytja við það breytingar-
tillögur.
Ennfremur var lagt fram
nefndarálit frá meiri- og minni
hluta menntamálanefndar neðri
deildar um frumvarpið um sölu
á prestssetursjörðinni Setbergi í
Eyrarsveit og 2 embættisbústöð-
í Reykjavík. Mælir meiri hluti
nefndarinnar með samþykkt
frumvarpsins, en flytur jafn-
framt breytingartillögu, sem ger
ir ráð fyrir, að Melrakkaey verði
undansfkilin við sölu Setbergs.
Að minni hluta álitinu stendur
Magnús Kjartansson og kemur
fram í greinargerð hans, að það
sé steína hans, að ekki skuli
selja einstaklingum ríkisjarðir.
Fiskirækt sem búgrein
FJÓRIR alþingismenn hafa
lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um fiskeldis-
stöðvar. Eru það þeir Björn
Jónsson, Jónas G. Rafnar, Jón-
as Pétursson og Jón Ármann
Héðinsson. Er þingsályktunar-
tillagan svohljóðandi:
Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina, að láta hið
fyrsta fram fara athugun sér-
fróðra manna á því hverjar
gerðir fiskeldisstöðva, er rekn
ar yrðu sem aukabúgrein,
hentuðu íslenzkum bændum,
og jafnframt að láta gera at-
huganir á kostnaði við bygg-
ingar og rekstur slíkra eldis-
stöðva. Þá verði og rannsak-
að, hver opinber stuðningur
sé nauðsynlegur, til þess að
þessi búgrein geti eflzt með
æskilegum hætti.
Niðurstöður framangreindra
athugana verði kynntar bænd
um rækilega, í samráði við
Búnaðarfélag íslands.
í greinargerð tillöguninar er
m.a. bent á, að víða um heim
sé fiskirækt í ýmsum mynd-
um rekin sem mikilvæg at-
vinnugrein. Skilyrði til fiski-
ræktar ættu að vera góð hér-
lendis, en hún sé enn á al-
geru byrjunarskeiði sem at-
vinnugrein. Nauðsynlegt sé
því að gera þá rannsókn er
þingsályktunartillagan gerir
ráð fyrir og að hið opinbera
rétti áhugamönnum hjálpar.
hönd með skynsamlegri for-
sjá til þess að komast yfir
fyrsta hjallann.
var
J Saga NorSmannsins Oscar Magnusson, sem
^ svfkinn í hendur Gestapó og þoldi ofurmannlegar
raunir án þess að ljóstra upp hinni mikilvægu vitn-
eskju sinni, var sendur til Þýzkalands til tortíming-
ar og kastað lifandi á líkahaug, eftir að hafa gengið
um hálfa Evrópu, með brotinn hrygg og slitna
vöðva. Ótrúleg saga, því hvert orð er sannleikur.
Þetta er hiklaust ein
skemmtilegasta bók,
sem skrifuð hefur
verið á seinni árum.
Það staðfesta þ>eir,
sem hafa lesið hana.
^ Hvert var hið ógn-
þrungna leyndarmál
Ieikarans vinsæla, er
þúsundir kvenna
elskuðu? — Ein
skemmtilegasta saga
þessa vinsæla skáld-
sagnahöfundar.
k
„Hl'SSAIíHIR KCMA
Hl SSAUIIIR KCM V
SAGA UM HEST
Um leið og Martin sá nýfætt folaldið, fann hann, W
aðþ arna var reiðhestsefnið, sem hann hafði dreymt “
um að eignast. — Heimsfræg unglingasaga, sem
skrifuð er af 16 ára gatnalli stúlku.
GRÁGÁS
-
iH