Morgunblaðið - 08.12.1967, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1907
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
Tony. Hann getur þotið upp.
Jæja, Audrey sagði frá 'þessu.
í>ú veizt nú hvernig hún er. Hún
talar fyrst ag hugsar svo. En það
sem eftir er, er mér að kenna.
— Hvað er eftir? spurði ég og
var orðin óþolinmóð.
— Þetta með hann hr. Morgan
og hana Besssie Wainwriglht.
— Hvað í dauðanum áttu við
mieð þau Larry?
— Ég sá þau saman eitt kvöld
sagði hann þrjózkulega. — >að
var orðið áliðið, en ég sá hann
og þetta var áreiðanlega bíllinn
hennar Bessie.
- Ég var steinhissa. — Hef
urðu sagt þetta nokkrum?
— Það er nú allur verkurinn,
játaði hann. — Ég var talsvert
gramur — hann lézt vera veikur
og Audrey var að stjana við
hann. Og svo fer hann í bíitúr
að kvöldi með kvenmanni Ég
sagði þetta nokkrum strákum í.
klúbbnum og nú er það auðvitað
komið út um allt. Og það vekur
mikið umtal. — Þú skilur ....
hann þagnaði sem Spöggvast en
óð síðan áfram: Tony var ails
ekki í klúbbnum þetta kvöld
þegar Morgan var myrtur. Og
Bessie heldur ekki. Hún sást
koma hérna eftir Drautinni um
klukkan ellefu og Tony elti hana
Að minnsta kosti er sagt svo.
Þetta var óvenjulöng ræða af
honum að vera. Hann tók upp
vasaklút og þurnkaði á sér hend
urnar eins og hann hefði svitnað
á þeim,
— Já en þetta er ekki annað
en vitleysa Larry. Þú verður að
stöðva bennan söguburð.
Hann setti upp skakit bros. —
Það væri nú reynandi eða hitt þó
heldur! sagði hann, um leið og
hann greip hattinn sinn og strok
aði út sömu leið og hann hafði
komið inn.
Ég skildi nú hvað Hopper
hafði átt við þegar hann tlaði
um, að Tony hefði kannski verið
að vernda sinn eigin heiður Tony
hafði ef tid vill komizt að því
að Ressie hafði stefnumót við
Don í leikhúsinu, hefði svo elt
hana, þegar hún fór úr klúbbn
um og svo myrt hana í reiði
kasti. Það fór hrollur um mig
alla.
Tony var í versta skapi þegar
hann 'kom heim um kvöldið. Sýni
lega hafði hann heyrt eitthvað
af sögunni.
— Sjáðu til sagði hann við
mig. — Hefur þú frétt, að ég
hafi lent í rifrildi við Don Morg
an?
— Já eitthvað í þá átt.
Hann hló gremjulega. — Svo
að vinir rnínir og nágrannar eru
þá komnir á hæla mér! sagði
hann. — Önnur eins bannsett
vitleysa .... hlustaðu nú á góða
mín ég á heimtingu á að vita
þetta. Það varð alls ekkert rifr
ildi okkar í milli. Sannast að
segja kom náunginn prúðmann
lega fram. Ég 'hafði rekist þarna
inn, með ávexti sem ég var bú
inn að lofa Lydiu, og hann sendi
eftir mér. Hann var hálf vand
ræðalegur, en alveg með sjálfum
sér. Audrey væri ung. Hann vildi
ekki að hún færi að draga sig
eftir manni, sem ætti þegar
konu fyrir, Þegar ég siagði hon
um, að ég væri ðkkert í siíkum
hugleiðingum, heiðarlegum eða
hinsegin, þá glötti hann. Þetta
var allt og sumt, En líklega hefur
Audrey legið á hleri hinumegin
við hurðina.
Ég sagði honum ekki fram-
haldið af sögu Larrys. Hann virt
ist alveg uppgefinn og eftir
kvöldverð fór hann að hitta Jim
Conway. En ég tók upp málið
við Bessie um kvöldið. Það var
of alvarlegt til þess að skeyta
ekkert um það.
Hún lá á legub;kknum með
kvi'kmyndatímarit í hendinni.
Hún stóð upp til þess að opna
og hleypa mér inr., en lagðis’
svo aftur. En þegar ég tók til
máls, stökk hún upp.
— Þetta er haugalygi! sagði
hún. — Ég hef .aldrei gert neitt
þvílíkt. Heldurðu kannski, að ég
sé gengin af vitinu?
Hún var bæði reið og hrædd,
en ég hélt samt ekki, að hún
væri að ljúga. Ég fór út skömmu
seinna og heyrði hana læsa dyr-
unum á eftir mér. Það sem hún
var.hrædd við, virtist helzt vera
þarna innanhúss.
38
Roger fann sokkabandið dag-
inn eftiir. Þetta var venjulegt
sokkaband qg virtist vera nýtt,
en þó nokkuð veðurbarið. Ég
hafði farið út að ganga með
hann og hann hljóp inn í runn
og kom aftur með það í kjaftin-
urn. Hann lék sér að því stundar-
korn, fleygði þvi upp í loft með
því að hnykkja til hausnum og
greip það svo aftur.
Þegar ég bjargaði því, var það
farið nokkuð að láta á sjá, og
það var af ösköp al'vanalegri
gerð og gat litlar beiidingar gef-
Herratizkan i dag
fyrir herra á öllum aldri, er
frá árinu 1890. Síður að-
skorinn jakki, háar klaufir,
fallegt snið. Þér getið valið
um 3 gerðir: Einhnepptur
jakki, 3 tölur, tvíhnepptur,
4 tölur eða tvíhnepptur 8
tölur. Háar klaufir í baki,
ein éða tvær, opnar eða
með lokuðum fellingum.
Vasalokur beinar eða hall-
andi. Alullarefni eða tery-
lene og ullarefni, margar
stærðir, munstur og litir.
Lágt verð. Einnig úrval af
klassiskum herrafatnaði á
hagstæðu verði.
Fatamiðstöðin er miðstöð
herratízkunnar og lága
verðsins.
Fatamiðstöðin
Bankastræti 9.
*
Andrés
Laugavegi 3.
ið. En þegar Jim Conway hafði
abhuigað það, setti hann upp
áhyggjusvip. — Við verðum víst
að draga eitthvað frá þessum
tíma hans Bill Sterling, sagði
hann. — Það virðist svo sem
marðinginn, hver sem hann kann
að vera, hafi e'kki ge'fið sér tíma
til að klæða sig.
Húsið var þögult, alla þessa
viku og Maud var alltaf ein í-
stvira herberginu sínu, en Tony
stundaði verk sitt en leitaði að
Evans þegar hann bafða tóm til,
og jafnvel Pierre, sem hafði lítið
að gera annað en búa til mat,
sem enginn snerti við, var ólund-
arlegur í eldhúsinu sínu. Á ánni
var enn verið að slæða eftir Ev-
ans, árangurslaust, en leitinni í
skóginum hafði verið hætt.
Einn daginn spurði James,
hesiasveinn, mig, hvort mig lang
aði ekki að koma á hest'bak, og
ég spurði Tony um þetta um
kvöldið. En mér til mestu furðu
a:ftók hann það algjöiriega. —
Þeir hafa ekki verið hreifðir vik-
um saman, sagði hann, — og ég
þyrði ekki að láta þig koma
þeim á bak. Eg vil ekki, að neitt
komi fyrir þig.
— Ég er nú vön hestum frá
barnæsku.
— Ég veit. Þægum, tömdum
hestum. Þessir eru öðiruvísd.
Ég varð móðguð. Eg hafði sýnt
veiðihesta árum saman á hesta-
mannamótum, og næsta dag fór
ég út á Prins. James brosti kulda
lega, þegar ég fór á bak.
— Farið þér 'hægt til að byrja
með, ungfrú. Þetta verður allt
í lagi. Ég hef séð yður á hest-
baki.
Og þetta gekk vei, enda þótt
Prinsi hætti til að fælast við
íkorna, sem þaut upp, eða vildi
helzt !osa sig við mélið. Þetta
var erfið'ux reiðtúr, en gaman
hafði ég af því að koma enn einu
sinni í reiðföt. Ég var næstum
kát í bragði, þegar ég kom frá
hesthúsunum og hitti Bessie í
fiorstofunni.
Mjög athyglisverð nýjung, sem sparar
tíma og erfiði. Höie Krepp er úr 100%
bómull, litekta, þolir suðu og er mjög
endingargott.
Fæst sem tilbúinn sængurfatnaður
eða sem metravara.
Viðurkenndar gæðavörur, sem fást f helztu
vefnaðarvöruverzlunum landsins.
EINKAUMBOÐ: MATS WIBE LUND jr.
HRAUNBÆ 34, REYKJAVlK, SÍMI 81177