Morgunblaðið - 20.12.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1987 3 f BARNASKÓLUNUM voru Litlu-jólin haldin hátíMeg á laugardag- og sunnudag. Bömin höfðu æft fjölda skemmtiatriða undir handleiðslu kennara sinna og allir lögðust á eitt um undir- búninginn. Það ríkti mikil eftir- vænting og kátína í þeim tveim- ur sikólum sean Morgunblaðið heimsótti á laugardaginn. Börn- in voru öll í sánu bezta skarti pg skemmtiatriði tókust prýði- lega og vöktu öll ósikipa ánægju barnanna. Og nú tekur við jóla- frí, langt og gott, etn í nógu verður væntanlega að swúast fyrir börnin að búa sig sean bezt undir jólahátíðina. Ungar stúlkur úr 12 ára bekk Mýrarhúsasikóla á Seltjarnarnesi voru að syngja og dansa kring- um jólatréð, þegar ljósmyndarann bar að. (Myndirnar tók ljósmyndari Mbl. Kr. Ben.) Litlu jólin í barnaskdfunum Nemendur sýndu leikritið Draumurinn hennar Hönnu. Óli Lokbrá stendur með hlífina sína yfir Könnu í rúminu, sem dreymir fagra drauma, og álfkonan ihefur birzt og vaggiar barni sinu. Níu ára bekkir Álftamýrarskólans höfðu skenimtun sameig- inlega og sést hér nokkur hópur þeirra. Gullnáma fslands að tæmast? Utlendingar verða fyrir vonbrigðum með afvinnumöguleika TALSVERT er farið að bera á útlendingum í Reykjavík í at- vinnuleit, en svo sem kunnugt er hefur fjöldi manns hvaðan æfa að úr heiminum flykkzt hing að til lands á þestsium tíma árs í leit að atvinnu, enda fleygt orð- ið þar seon ungt fólk hittist á samkomustöðum í Lundúnum, að ísland aé Gós«nland þeirra se«n græða vilja mikið fé á skömmum tíma. Nú horfir hins vegar svo við, að útlendingar sem hingað koma veglausir og fjárlitlir verða að hafa sig úr landi sökum húsnæðis'leysis og atvinnuleysis. Litt fjáðir menn, sem leita hér atvinnu hafa orðið að búa við mjög þröngan kost og hafa sendiráðin hér orðið að senda mennina heiin á kostnað landa sinna. Fréttamaður Mbl. átti fyrir skömmu viðtal við einn slí'kan útlending, Richard Johnston að nafni. Jóhnston skýrði frá því, að hann hefði komið til ís- lands frá Englandi 14. des. sl. og hefði þegar farið að leita fyr- ir sér uan atvinnu. f öllum þeim fiskvinnslustöðum, sem hann leitaði til fékk hann synjun. Kvaðst hann undrandi á þeirri breytingu, er orðið hefði hér, en hann starfaði v.ið fiskvinnsiu- hús á Suðurnesjum fyrir þrem- úr árum og kvaðst ‘hafa unnið sér meira inn á einni viku en hann hefði gert á mánuði við al- menn verkamannastörf í Eng- landi. í>á sagði Johnston, að hann hefði ofðið þess var, að ísiendingar væru varfærnari í samskiptum sínum við útlend- inga en var á sínum tíma og áleit ástæðuna vera slæm kynni, sem landsmenn, einkum Reyk- víkingar hefðu haft af atvinnu- ieysingjum annarra landa. Johnston sagði, að í (hugum ungra, æfintýraþyrstra Englend ina væri ísland ennþá nokkurs konar gullnáma og kvað viðbú- ið að fleiri útlendingar mundu koma hingað eftir áramót en mokkru sinni fyrr. 4 bornobækur frn Sögu BÓKAÚTGÁFAN Saga, hefur sent frá sér fjórar foækur, ætlað- ar börnum. í>ær heita Litli Hreinn, texti eftir Viola Wahl- stedt og myndir eftir Olle Poign ant, Friðrik og bíllinn, texti og myndir eftir Egon Mathiesen, Trén í skóginum eftir Ma iken Banner Wahlgren og Rauðálfur eftir Áke Holmberg með mynd- um eftir Fibben Hald. Kristín H. Tryggvadóttir þýddi allar bækurnar. Bækurnar eru ætlað- ar börnum á ým.sum aldri, frá 5—0 ára, prýddar heilsiíðu teikningum í litum, allar bæ'k- urnar eru vandaðar að frágangi. Þær eru prentaðar í SVíþjóð. 1 STAKSTEIMAR Klofningur í Danmörku Þau tíðindi hafa nú gerzt í Danmörku, að Sósíalíski þjóðar- flokkurinn. — flokkur Axels Larssens, — hefur klofnað og vinstri armur flokksins myndað nýjan stjórnmálaflokk. sem hyggst bjóða fram við þingkosrb- ingar þær, sem fram eiga að fara hinn 23. jan. n.k. Ágreining ur hefur lengi verið innan flokks Axels Larsens, en hann hefur greinilega ágerzt eftir að SF- flokkurinn tók upp samvinnu við jafnaðarmenn um stjórn landsins, og sauð upp úr á danska þinginu fyrir skömmu, þegar nokkrir þingmenn SF- flokksins greiddu atkvæði gegn stjórninni í atkvæðagreiðslu um frumvörp vegna gengislækkun- arinnar í Danmörku. Á þessu stigi málsins er ógjömingur að segja til um, hverjar afleiðingar þessi klofningur í SF-flokknum hefur í Danmörku, en vissulega verður fróðlegt að fylgjast með úrslitum kosninganna, og fýlgi hinna tveggja flokksbrota vinstri sósíalista þar í landi. En það e® sannarlega athyglisverð stað- reynd, að þessá klofningur SF-. flokksins í Danmörku verður á svipuðum tíma og Alþýðubanda lagið á íslandi er að liðast í siund ur. j| Klofningur á íslandi Því hefur verið spáð í mörg ár, að þess mundi ekki langt að bíða, að samstarfinu innan Al- þýðubandalagsins yrði slitið og samstarfsaðilar gengju hver sina Ieið, enda hefur ástandið í þess- um kosningasamtökum verið slíkt að furðu gegnir, að það skuli hafa lafað saman fram til þessa. Raunverulega hangir það þó ekki saman nema að nafnimt til eftir kosningarnar í vor, þeg ar formaður Alþýðubandalagsins bauð fram sérstakan lista gegn framboðslista síns eigin flokks í Reykjavik. Atburðir siðustu vikna, útganga Hannibals Valdi- marssonar og fylgismanna hans af miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins í byrjun desember, og blaðaskrif og önnur samskipti þessara aðila siðan, sýna glögg- lega, að klofningur er orðinn staðreynd í Alþýðubandalaginu og kraftaverk má heita, ef sá klofningur verður ekki staðfest- ur einhvern tima á næsta ári, í síðasta lagi á landsfundi Al- þýðubandalagsins, sem liklega verður haldinn síðla árs 1968. Skrif kommúnistablaðsins að undanförnu benda eindregið til þeiss, að kommúnistar séu búnir að gefast upp á samskiptum sín- um við Hannibal og fylgismenn hans. í ritstjórnargreinum Þjóð viljans hefur verið vegið harka- lega að Haþnibal og Birni Jóns- syni, bæði fyrir afstöðu þeirra til kjaramála launþega og vegna framkomu þeirra innan Alþýðu- bandalagsins. Þessi afstaða kommúnistablaðsins kemur glögglega fram í forustugrein Þjóðviljans í gær, þar sem seg- ir svo: „Hitt er óneitanlega nýmæli í sögu verkalýðssamíakanna, þeg- ar Verkamaðurinn á Akureyri telur nýjar álagningarreglur einn stærsta sigur- sem launþega samtökin hafa unnið á síðustu árum. Álagningarreglur þær, sem þannig eru metnar, eiga sem kunnugt er að gilda í fá- einar vikur, og þær eru áþekk- ar hliðstæðum reglum, sem ævin lega hafa verið settar í sambandi við gengislækkanir — og raun- ar nokkru rýmri fyrir kaupsýslu menn en reglurnar, sem við- reisnarstjórnin setti eftir geng- islækkunina 1960. Eigi slíkir ,,sigrar“ að koma í istaðinn fyr- ir kjarabaráttu verkalýðssam- takanna, eins og Verkamaðurinn hefur boðað, er hér um að ræða mjög alvarleg viðhorf". „

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.