Morgunblaðið - 20.12.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1967
• SKUGGSJÁ • SKUGGSJA • SKUGGSJA •
HÉR E R BÓKIN
$
Fróðleiksþæffir og sögubrof
MAGNUS MAR
LÁRUSSON:
Enginn hefur lagt meira að mörkum til rannsókna ís-
lenzkri sögu á síðari hluta 20. aldar en Magnús Már.
Hér er leyst gáta Valþjáfsstaðahurðarinnar frœgu, tek-
in til meðferðar persónusaga, réttar- og tónlistarsaga,
grundvöllur íslenzkrar hagsögu treystur til muna og
galdrablað dregið fram í dagsljósið. Kr. 451,50.
JONAS
ÞORBERGSSON:
ATÓK VIÐ ALDAHVÖRF
Það verður aldrei sagt um Jónas, að hann hafi setið á
friðstóli þau ár, sem hann tók þátt í opinberum mál-
um. Hér segir hann frá svœsnum átökum nýrra blaða
og stjórnmálaflokka og umbyltingu atvinnu-, mennta-
og félagsmála. . Kr. 397,75.
EIRIKUR SKIPHERRA
GUNNAR M.
MAGNÚSS:
Eiríkur Kristófersson fyrrum skipherra segir frá draum-
um sínum og dulskynjunum og hversu þessir eiginleikar
oftlega komu honum að hagnýtu gagni í starfi, — eink-
um á sjónum. Hann segir einnig frá síðustu starfsárum
sínum hjá Landhelgisgaezlunni og „þorskastríðinu", er'
þá stóð sem hœst. Kr. 397,75.
hagalin: Marus ð Valshamri og meisfari Jón
Márus bóndi lendir í andstöðu við meistara Jón og rek-
ur sagan viðskipti þeirra, sem oft verða hörð og bros-
ieg og veitir ýmsum betur. Þjóðtrú og þjóðlífslýsingar
speglast í frásögn Hagalíns af þessum sérstœðu við-
skiptum og mun bókin verða taiin í hópi beztu bóka i
hans. Kr. 365,50.
clausen: Sögur og sagnir af Snæfellsnesi
Hér eru sögur af mörgum kynlegum kvistum, sagnir um
bátstapa og skipsströnd og sitthvað fleira er gerðist á
Snœfellsnesi fyrr á tíð. Kr. 397,75. '
fœRöGn,»: DULRÆN REYNSLA MIN
Frú Elínborg segir frá því, hvernig hún öðlaðist óbilandi
trú á framhaldslífið og hvernig þessi trú hennar hefur
gefið henni styrk til að taka œðrulaust því sem að hönd-i
um. hefur borið. Hún segir einnig frá ýmsum drauma
sinna og fyrirbœrum margs konar, er fyrir hana hafa
borið á langri lífsleið. Kr. 365,50.
r,’ÍSNS0OTT,„ MIÐARNIR VORU ÞRIR
Guðrún er Reykjavikurstúlka og ekki vön að gera sér
grillur út af smámunum. Hún kemst að raun um, að lífið
er ekki leikur, leyniþrœðir hjartans eru flóknari en hún
hugði og ástin ekki að sama skapi langvinn sem hún er
djúp og heit. Fyrri bœkur Hönnu eru metsölubœkurnar
„Ást á rauðu Ijósi" og „Segðu engum". Kr. 298,85.
EINUM VANN ÉG EIÐA
INGIBJORG
JONSDOTTIR:
Geirþrúður er óframfœrin og feimin og þráir vini og
félaga, en á erfitt með að eignast þá. Hún þráir ást,
eiginmann og heimili, en þar bregzt lífið henni. — En
barnið bregzt henni ekki, — barnið sem hún eignaðist I
með kvœntum manni. Kr. 298,85.
SIGUR ÞINN ER SIGUR MINN
ÓLAFUR
TRYGGVASON:
Höfundur bókanna „Huglœkningar", „Tveggja heima
sýn" og „Hugsað upphátt" skrifar hér baráttusögu hjón-
anna Sólveigar og Fjölnis, — sögu um ástir og örlög
ólíkra manngerða. I hinni hörðu baráttu lifsins er kœr-
leikur og fórnarlund þau vopn sem bezt bíta, og ást og
andlegur styrkur munu um síðir fá mykrið til að víkja '
fyrir Ijósinu. Kr. 344,00.
THERESA CHARLES-.
MAÐUR HANDA MER
Ný spennandi ástarsaga um dularfullt herragarðsfólk,
eftir höfund bókanna vinsœlu, „Falinn eldur", „Höfn (
hamingjunnar" og „Húsið á bjarginu". Kr. 298,85.
CARL H PAULSEN:
SKYTTUDALUR
Hrífandi fögur ástarsaga eftir höfund hinna vinsœlu
bóka, „Með eld í œðum", „Sonurinn frá Stóragarði" og
„Skógarvörðurinn". Kr. 298,85.1
PER HANSSON.
TEFLT Á TVÆR HÆTTUR
„Stórkostleg bók, skelfileg, en jafnframt mjög hrífandi
í allri sinni einföldu viðkvœmni", segir Arbeiderbladet.
— Þetta er ekki skáldsaga. Þetta er skjalfest og sönn
frásögn um Norðmanninn, sem gerðist nazistaforingi og
trúnaðarvinur Gestapo, — samkvaemt skipun frá London.
p u n r r r i n Kr- 344.00
SKUGGSJA
• SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA •
FIMMDÆGRA
EKKI alls fyrir löngu barst mér
í hendur stór og vegleg bók sem
kom út í fyrra, Panchatantra,
indverska ævintýrasafnið sem
mikla frægð hefur hlotið Víða
mm heim. G-et ég ekki látið hjá
líða að fara um hana nokkrum
orðum þó að langt sé frá út-
komudegi.
Pandhatantra hefur Ihlotið
nafnið Fimmdægra á íslenzku.
Útgefandi er Leiftur, en þýðandi
Sören Sörenson. Bókin er stór í
sniðum, prýdd litmyndum af
persónum ævintýranna, en það
eru dýr merkurinnar, á góðum
pappír, gefin út af töluverðu
mikiUæti, 'kannski of imiklu, en
það er þó naiumast sök útgef-
andans því að líklega hefur hann
orðið að stilla sinn útgáfumáta á
bókinni eftir erlendri útgáfu
vegna einhvers konar samrvinnu
við hana.
Þýðandinn er vafal'ítið eini ís-
MOMT
BLAMC
MOMT
BLAMC
Útsölustaðir:
HELGAFELL
Laugaveg 100
jNTjdlsgata 64
lendingurinn sem numið hefur
sanskrít til slíkrar fullnustu að
hann treystir sér til að þýða af
því máli yfir á íslenzku. Og það
er ekki hægt að komast hjá að
hrósa manni sem í tómstundum
fæst við þá göfugu iðju að snúa
sanskrítar bókmenntium yfir á
móðurmál sitt og þiggur fyrir
lítið annað en ánægjuna af verk-
inu,
Hinu ber þó ékki að leyna að
betur hefði þýðingin mátt tak-
ast. Ljóðin eru klaufaleg, og
hefði átt að vera hægurinn hjá
að ráða bót á því með því að fá
til samvinnu einhvern lipran
Ijóðasmið. En þar við bætist að
tung.utakið er alls ekki með
þeim svífandi léttleika sem mát
á ævintýrum á að vera. Æ'vin-
týri er vandasamt ritfonm. Og
þeirra aðal er engu síður frá-
sögnin heldur en það sem sagt
er frá. Sá sem hyggst rita ævin-
týri sv'o að vel sé, færist rnikið
í fang, og hinn sem tekiur sér
fyrir hendur að þýða ævintýri
þyrfti að hafa snillingstök á
máli. Ævintýri segja sig sjálf.
Annars eru þau ekki ævintýri.
Þau eiga að streyma fram eins
eðlilega og fjallalækur.
Ég er sannfærður um að það
er yfirleguverk að þýða Pancha-
tantra á íslenzku. Fyrir því er
kannski ékki undur þótt að megi
finna þegar slikt verk er haft
fyrir tómstundaiðju. Og ég get
ekki annað en dláðst að þýðand-
anum fyrir þann hug og dug að
sýsla af slíkri alvöru við þessar
menntir. Hann hefur og þýtt
önnur rit úr austrænum málum,
bæði úr kínversku, sanskrít og
pal'í, og á þakkir skilið fyrir
það.
En þá er bezt að snúa sér að
efni ibókarinnar sjál'frar.
Firmmdægra er eins og fyrr
segir safn indverskra ævintýra,
en samt feHd í eina frásöguheild
með þerm hætti sem tíðkaðist
mjög í Austurlöndum forðum,
að gera sjálfan sögumanninn og
áheyrendur hans að þeim þræði
er bindi saman alla heildina.
Gizkað er á að flest aévintýrin
séu frá því um 200 f. Kr., en
vafalítið eru suim þeirra mikliu
eldri.
Það mpn löngum hafa verið
svo við austrænar hirðir, að þeir
menn sem að garði bar voru því
meiri aufúsugestir sem þeir höfðu
meira fram að færa. Það sem
maðurinn gat það var hann í
þeim hóipi, sumir hraustir, aðrir
vitrir. Sumir rajar stóðu jafnan
í styrjöldum, aðrir iðkuðu það
helzt að 'byggja 'hal'lir og miust-
eri, en ekki má heidur gleyma
hinum sem voru friðsamir og
undu glaðir við sitt.
í þá daga var fátt til skemrnt-
unar fyrir heldra fólk, en almúg-
inn þurfti auðvitað ekki að
hugsa uim dægrastyttingu frem-
ur en endranær, hann var önn-
um kafinn við að reyna að tóra
og halda uppi dýrðinni í sölum
rajanna.
Dans og hátíðir voru helzta
dægrad'völ rajanna og þeirra
fólks, en spekingar voru líka í
hávegum hafðir, einkum þó lík-
lega ef þeir voru góðir sögu-
menn* Hin kyrrláta list orð-
fimra manna var mikils metin.
Sögurnar voru að nokkru eða
öllu leyti í Ijóðum, og iðuiega
voru þær er frá leið ekki sagðar
á venjulegan hátt m.eð orðum,
heldur tjáðar með hinni blæ-
brigðaríku tónlist IndVerja og
hinu flókna táknmáli ind-
verskra helgidansa sem er svo
hárnákvæmt, að það skiptir málí
hvernig dansarinn gotrar til aug-
umum og hvert fimgur hans
stefna. Tónlistin sér þá aðal-
lega um tilfinningamni'haldið, en
dansinn rekur söguþráðinn.
Stundum var söguefnið helgi-
sagnir, sagnir af guðu'm og guð-
mennum, oft þrungnar háspeki-
legum hugmiyndum þeirra tíma
um manninn og guðdóminn. En
hrein æ'vintýri áttiu lfka sinn
Sören Sörenaon
sess í þessari list. Og þau voru
iðulega hagnýt lífsvizka sett fram
í ævintýraformi.
Þannig er Panchatantra. Þar
eru söguhetjurnar dýr, en sögu-
efmð úr mannlífinu, Slík aðferð
var hagkvæm. Þá voru áheyrend
urnir passlega fjarri, gátu hlust-
að efhs og þeim kæmi þetta ekk-
ert við, og enginn þurfti að
móðgast þó að sveigt væri að
'hvimleiðum göllum hans.
Panchatantra flytur ekki
neinn hágöfugan boðskap, held-
ur þau hyggindi sem í hag koma.
Og eins og öll slík vizka, hvort
sem hún kallast indversk, kín-
ver.sk eða norræn, er hún flatn-
eskjuleg og eigingj'örn innst inni,
en einsta'klega hagnýt, því menn
irnir eru eigingjarnir og kunna
bezt að meta þær umibætur sem
hægt er að gera án þess að hrófl-
að sé við þeirri grund'vallarsetn-
ingu að hver er sjálfum sér
næstur. Kannski er það einmitt
höfuðkostur Panchatantra hve
öll viðhorf í ævintýrunum er.u
jarðnesk og mannleg.
Það skal þó haft í h'uga að æv-
intýri þessi voru einkum sögð
þeirri stétt manna sem vildi lifa
lífinu, fólki af valdastétt, og
áhugi góðra manna af því sauða-
húsi beindist að þ'ví að gera
mannlífið fagurt og gott, en það
átti að vera jarðneskt mannlíf.
Þeir vörðust óvinaherjum m.eð
sverðum, en eins og aévinlega
var vinurinn hættulegri en ó'vin-
urinn. Meðal vina og þjóðbræðra
urð.u þeir að verja sig með dyggð
um og mannkostum, því á þeim
vettvangi tapa menn ekki fyrir
öðrum en sjálfum sér, það sem
fellir er einhver aumur blettur
á skapgerðinni. Menn eru löng-
um grimmir og heiðarlegir við
óvini sína, en blíðir og falskir
við vini sína. Hver er munurinn,
mér er sipurn?
Stundum bregður fyrir skýr-
um myndum af þjóðfélögum
þessa tíma á lei'ksviði dýranna í
skóginum, kannski allra tíma?
Þar koma fram margar mann-
tegundir, bæði rægiÞungan og
mannasættirinn, og algengasti
kvillinn er víst hégómaskapur-
inn. Kannski er svo enn?
Sigvaldi Hjálmarsson.
* Orðið sögumaður er hér haft
um mann orðsins listar og nær
nok'kurn veginn yfir það sem
felst í að vera skáld, rithöfund-
ur, sögumaður og sá sem flybur
slík verk eða tónar. Hann sagði
kannski sögu og samói hana að
nokkru leyti, og hann gat hve-
nær sem var vippað sér úr prósa
yfir í póesíu, sem hann samdi
jafnharðan, og farið að tóna.
Munurinn á bundnu og ó'bundnu
máli var mun minni en hér
þekkist. Sá sem flytur lijóð eða
óhundið mál á sanskrít verður
að kunna að tóna. Tón er ekki
sönglist, heldur til'heyrir fram-
sögn eða flutningi máls.
AUGLÝSINGAR
SIIVII SS*4*BO