Morgunblaðið - 20.12.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1997 PETUR BEIMEDIKTSSOM: Merkir Islendingar FYRIR réttum 20 árum sendi Bókfellsútgáfan frá sér 1. bindi af ritsafninu Merkum íslending- um. Næstu 4 ár kom árlega eitt bindi til viðbótar, en síðan varð nokkurt hlé á unz 6. bindið kom út 1957 með nafnaskrá fyrir ÖU bindin. Var útgáfunni þá kallað lokið, enda höfðu þarna verið prentaðir 96 ævisöguþættir frá ýmsum tímum um hina ólíkustu menn, sem þó máttu víst aRir njóta sama sannmælis, að hafa verið merkir íslendingar. Ritstjóri þessa safns var Þor- l»eU heitinn Jóhannesson pró- fessor, sem valdi ævisögurnar af þeirri smekkvisi sem af honum var að vænta, en Bókfellsút- gáfan sá um að allur ytri frá- gangur var tU sóma. Um ýmsa þessara þátta var kannske ekki seilzt lang til fanga, því að þeir höfðu áður birzt í Andvara, tíma riti Þjóðvinafélagsins, en eldri árgangar þess rits eru fjarri því að vera hverjum manni tUtækir lengur. Aðrir þættir voru úr miklu torgætari ritum og sumir höfðu ekki komið á prent áður. Ritsafnið var því fjölda lesenda ný og ókunn guUnáma, en kær- komin viðbót á hiUur jafnvel hinna harðsnúnustu bókasafn- ara. Það var því engin furða að Vélritunarstúlka Góð vélritunarstúlka óskast til vélritunarstarfa og simavörzlu hjá heildsölufyrirtæki hér í bæ. Kunn- átta í enskum bréfaskriftum nauðsynleg. Umsókn- ir sendist Mbl. fyrir 24. þ.m. merkt: „Áramót 5463“. Hiltiþjónustan Höfum flutt skrifstofu vora á Freyjugötu 43, (inn- gangur frá Mímisvegi). BJÖRN B. BJÖRNSSON S.F., umboðs- og heildverzlun, símar 21765, 17685. Næg bílastæði. HERRAPEYSUR Hnepptar með longum ermum. Hnepptar, erma-lausar. Heilar með V-hólsmáli. Heilar með rúllukraga. LITA ÚRVAL. Laugavegi 39 og Vesturgötu 17 aðstandendur Bókfellsútgáfunn- ar fengu orð í eyra frá ýmsum vinum sínum, er þeir luku safn- inu með 6. bindi. Þeir létu þá og undan almenningsálitinu og hófu árið 1962 á nýjan leik útgáfu Merkra íslendinga með undir- titlinum „Nýr flokkur“. Frágang- ur af forlagsins hálfu var enn vandaðri en áður. Hafði séra Jón Guðnason, fyrrv. skjalavörð- ur, nú tekið við ritstjórninni og hefir hann rækt hana með prýði, en mjög svo í hinum sama anda sem fyrirrennari hans gerði. Þó eru í hinum nýja flokki sögur allmargra íslendinga aftan úr öldum, sem ekki höfðu fundið rúm í fyrra flokkinum. Því gerist ék svo fjölorður um sögu þessa ritsafns, að nú er 6. bindið af „nýjum flokki“ kom- ið á markaðinn, og þar boðar ritstjórinn í formála, að nú sé þessum flokki lokið. Þó er það huggun að jafnframt er gefið undir fótinn um það, að vel megi svo fara að síðar verði hafizt handa um einn flokkinn enn. En þar má vinur minn, forstjóri Bókfellsútgáfunnar, vara sig, því að hver vill sjá ævisögu for- feðra sinna — eða eiga kannske von á að lenda sjálfur — meðal „þriðja flokks" merkra íslend- inga? Bindi það sem nú kemur á markaðinn ber þess a. m. k. eng- in merki, að þar sé verið að bera á borð neinar dreggjar. Þar er það nýmæli að ævisögur tveggja kvenna eru birtar, og er það raunar ekki vonum fyrr, því að nú eru ævisöguþættirnir orðnir 170 í báðum flokkum. Báðar voru konurnar stórmerk- ar, en eins ólíkar og orðið get- ur: Frú Þóra Melsteð, dóttir Gríms amtmanns . Jónssonar og systkinabarn við Grím Thomsen, hámenntuð höfðingjadóttir, en full af eldlegum áhuga um menntun íslenzkra kvenna. Bar- átta hennar og manns hennar, Páls gamla Melsteðs sagnfræð- ings, sýnir furðulega þrautseigju og fórnfýsi fyrir góðan málstað; leitt að persónleika frú Þóru eru ekki gerð meiri skil í þættinum. Hin konan er frú Bríet Bjarn- héðinsdóttir. Fyrsta grjótmuln- ings- og vegagerðarvélin sem til landsins kom var skýrð í höfuð- ið á henni, áreiðanlega ekki af kurteisi. Sé rétt á litið var þetta þó í senn réttmætt og hið mesta hrós, því að frú Bríet ruddi brautina og muldi torfærurnar fyrir jafnrétti kvenna hér á landi flestum fremur. Hér segir hún sjálf sögu sína af hógværð og þó hispurslaust. Ég fær ekki tóm nú rúm til að geta hverrar ævisögu sérstak- lega. Mér var ljúft að sjá aftur ævisögur tveggja bankastjóra, báðar ágætlega ritaðar, sögu Jóns Ólafssonar (sem þó verður mönnum áreiðanlega enn minnis stæðari sem Jón í Alliance) eftir Þorstein Þorsteinsson sýslumann, og sögu Magnúsar Sigurðssonar eftir Eirík Einarsson alþingis- mann frá Hæli. Eiríkur var orð- heppinn og spaugsamur. Á bls. 213—14 er hann með hálfgerðar snuprur til manns „úr starfs- mannaliði Landsbankans, er eitt hvað fékkst við vísnagerð" sem sagði í kvæði til Magnúsar: „Ég Mannlrf í deiglunni HANNES J. Magnússon er einn af þekktustu skólamönnum þessa lands. f meir en 40 ár hefur kennsla og skólastjórn verið aðalstarf hans, síðustu 20 árin sem skólastjóri Barnaskóla Akur eyrar. En Hannes hefur gert fleira en rækja með ágætum aðalstarf sitt. Hann er kunnur fyrir rit- störf sín og hefur um fjölda ára annazt útgáfu og ritstjórn tíma- ritsins Heimili og skóla, sem hann hefur af miklum dugnaði séð um að kæmi reglulega út. Nú hefur Hannes safnað fjölda greina sinna, tækifærisræða og hugleiðinga í bók, sem hann nefnir Mannlíf í deiglunni. Þetta eru 59 greinar eða kaflar, flestir stuttir, bókin er 333 síður alls. Eru þar einkum rædd uppeldis- og skólamál. Höfundur kemur þó víða við, og eru honum ýmis at- riði á sviði félagsmála, samskipta fólks og trúarlífs mjög hugstæð. Þótt efnið sé margvíslegt, eru þó sýnilegir nokkrir aðaldrættir, sem einkenna sjónarmið og hugs unarhátt höfundar. Hann leggur áherzlu á gildi hins einfalda, friðsæla heimilislífs fyrir upp- eldið, en varar við hóflausri skemmtanaleit og ofurkappi eft- ir efnislegum gæðum, svo sem glæsilegum húsakynnum og ytra búnaði, sem einkenna svo mjög líf margra fjölskyldna nú á tím- um. Fjarri er þó því, að höfundur sé einhver nöldurseggur, sem allt finni nútímanum til foráttu. Þvert á móti er hann mjög raun- sær og hófsamur í gagnrýni sinni. En honum er vel Ijóst af langri lífsreynslu og kynnum af fólki, að lífshamingjan byggist miklu meir á hugsunarhætti mannsins og innra lífi, en ytri glæsileik, öflun og eyðslu fjár- muna. Mikill kostur bókarinnar er, að höfundur lætur sér ekki nægja að finna að því, sem hon- um þykir miður fara, eins og marga hendir, heldur hefur hann jafnan eitthvað jákvætt til mál- anna að leggja, og bendir á fær- ar leiðir og úrræði. Þegar um er að ræða upp- eldisaðferðir. stjórnun ungmenrfa og endurbætur í skólamálum, talar höfundur af mikilli reynslu og kunnáttu, en ekki síður af mannlegri tilfinningu eða inn- sæi, sem hann hefur öðlazt við margra ára starf að málefnum ungmenna. Það er í góðu sam- ræmi við þetta, hve mikla á- herzlu höfundur leggur á gildi tilfinningalífsins í öllu uppeldis- starfi en varar við einhliða dýrkun þekkingar. í sambandi við mörg vandamál bendir höf- undur á trúarlíf og guðrækni sem leið til úrbóta. Sýnilega er hann sjálfur mjög mótaður af uppeldi trúrækinna foreldra og telur uppeldi, sem áherzlu legg- ur á að glæða trúarþörf barn- anna líklegt til að koma í veg fyrir margvísleg misferli og erfið leika. í köflum þeim, sem fjalla um skólamál, eru rædd mörg hag- nýt atriði, er varða nám og skólagöngu, svo sem framkomu kennara gagnvart nemendum, heimanám, viðurkenningu og einkunnargjafir, starfsfræðslu, á- huga nemenda, fræðslu tor- næmra, uppeldisverk skólanna og margt fleira. Gagnrýni höfundar er jafnan jákvæð, hvarvetna má greina einlæga löngun hans til að stuðla að endurbótum á sviði uppeldis og fræðslumála. Enda þótt margt megi segja bókinni til hróss, er ekki svo að skilja, að sá, sem þetta ritar, sé þar öllu sammála eða ekkert megi að henni finna. Einna helzt lýtir ,það bókina, hve mikið er um endurtekningar. Illa fer á að endurtaka sömu hugmyndir hvað eftir annað með fárra síðna milli bili, jafnvel þótt góð vísa sé sjaldan of oft kveðin. Þar sem höfundur getur þess í formála, að hann muni e.t.v. gefa út aðra bók af svipuðu tagi, finnst mér sérstök ástæða til að benda hon- um á að reyna að fækka endur- tekningum. Stundum virðist mér höfundur benda of einhliða á trúrækni, sem lausn við margvíslegum vanda, þótt ekki sé ég mótfall- inn skoðunum hans á gildi trú- veglyndari valdamann ei vitað hef, né svipað þessu saklaust hjarta í silfurref". Segir Eiríkur með augljósri hneykslun: „Refur var Magnús aldrei“. Það er satt, en hitt er ekki ófróðlegt að hið seka skáld var Eiríkur sjálfur, og er kvæðið prentað fremst i ljóðabók hans. Saga Péturs Guðjónssonar organista — forföður allra Gud- johnsena og tylfta af söngelsku fólki öðru, því að Pétur átti fjölda dætra — er sagan af brautryðjanda sem varð að vinna öllum dögum til að sjá stórri fjölskyldu farborða, en vann sitt merka ævistarf í stop- ulum frístundum og oft á nótt- unni. Frásögn séra Einars Jóns- sonar á Hofi gefur glögga mynd af þeim örðugleikum, sem hann átti við að etja. Frásögnin af Ólafi Davíðssyni, náttúrufræðingi og þjóðsagna- safnara, eftir Steindór Steindórs- son skólameistara er fjörleg og skemmtileg sem hans var von og vísa. Skrítið er það þó hjá jafn miklum fræðara að láta þess ekki getið,' þegar nokkrir ættingj ar Ólafs eru taldir, að hann var móðurbróðir Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Hefði ég þó haldið að Davíð væri sá af ættingjunum sem unga kynslóð- in vissi bezt deildi á. En nú verð ég að hætta. Tvær bezt skrifuðu greinarnar eru eft- ir mínum smekk saga Jóseps laeknis Skaftasonar (seinni hlut- inn) eftir Pál Kolku lækni og saga Steinþórs Sigurðssonar, vís- indamannsins sem fórnaði lífi sínu við rannsóknir Heklugoss- ins, eftir Jón Eyþórsson veður- fræðing. Hin fyrri þessara greina hefir ekki verið prentuð áður. og er mikill fengur að henni. Hina hafði mér skotizt yfir í Andvara, en hún er listaverk. Hannes J. Magnússon. ar. En orsakir mannlegra vanda- mála eru margvíslegar og sama lausnin hentar ekki öllum. Oft þarf að líta á málin frá mörgum hliðum. Skylt er þó að taka fram, að höfundi er þetta vel ljóst, og bendir á margar fleiri leiðir en þá trúarlegu. Fyrir kemur, að höfundur mælir því bót, sem almennt er talið til góðra siða, þótt honum innst inni virðist ekkert um það. Á ég hér einkum við kaflann um þéringar. Höfundur finnur sýnilega, að þetta er „gikkshátt- ur“ ættaður frá dönskum kaup- mönnum, en telur þó þéringar viðeigandi sið „innan vissra tak- marka“, og það sé „vöntun á gott uppeldi og almenna mennt- un að kunna ekki að þéra“. Kostir „Mannlífs í deiglu“ vega þó miklu meira en smá- vægilegir gallar. Einn kosturinn er, að þar eru rædd mörg efni, sem menn geta verið ósammála um og sífellt er verið að rök- ræða. Öllum hugsandi lesendum getur hún því orðið kærkominn umræðugrundvöllur, í henni eru líka margar hagnýtar ábending- ar til uppalenda. Bókin er öllum auðskilin, framsetning efnisins ljós og einföld, laus við tormelt- ar fræðilegar umbúðir. Efni bók- arinnar er það fjölbreytt, að hún ætti ekki að verða leiðigjörn, heldur munu flestir finna þar eitthvað við sitt hæfi því að þar eru rædd á raunsæan hátt mál- efni, er alla varðar. Kristinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.