Morgunblaðið - 23.12.1967, Síða 10

Morgunblaðið - 23.12.1967, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 1957 10 Frumsýnt á annan jóladag í Þjóöleikhúsinu VIÐ fylgdumst með æfingu í Þjóðleikhúsinu sl. miðvikudags- kvöld á jólaleikritinu, Þrettánda kvöldi Shakespeares. Leikararn- ir æfðu í hinum skemmtilegu búningum, sem Una Collins hef- ur gert fyrir þesisa sýningu. Það var ys og þys í leiksviðinu áður en æfing hófst og Benedikt Árna son, leikstjóri, ræddi við leikar ana um ýmislegt í gangi leiks- ins og Ijósamenn og sviðsmenn voru á þnum fram og aftur til þes.s að ganga frá sinum mál- um. Mjög margir leikarar Þjóð- leikhússins ieika í Þrettánda- kvöldi og má þar nefna m.a. Jónínu Ólafsdóttur í hiutverki Ólivíu, Erlingur Gíslason, sem Orsínó hertoga, Kristbjörgu Kjeld sem Víólu og Sesaríó, Rúrik Haraldsson sem Malvólíó bryti Ólivíu. Flosi Ólafsson sem Tobías Búlki, Ævar Kvaran sem Fjasti fífl, Bessi Bjarnason sem Andrés Agahlýr, Margrét Guðmund.sd óttir sem María, þerna Ólivíu, Gísli Alfreðsson sem Sebastían bróðir Víólu, Gunnar Eyjólfsson sem Antóníó, skipherra, vinur Sebastíans, og Lárus Pálsson sem presturinn. Við víkjum nú að nokkrum atr iðum í gangi leiksins. Orsínó, hertogi í Iliríu þjáist af ást, sem hann ber til Ólivíu, auðugrar greifaynju sem elskar hann ekki og getur ekki hugsað sér það. Fíflið Fjasti hefur lok- ið söng sínum til þess að kyrra öfl ástartregans í brjósti Orsínó og segir: „Jæja þunglyndisguð- inn geymi þig, og skraddarinn saumi þér treyju úr hverflitu silki, því hugur þinn er litbrigða steinninn sj'álfur. Ég vil senda menn með slíka staðfestu á sjó, svo að þeir gætu allsstaðar og alltaf ekið segluim eftir vindi, því þannig komast menn bezt átfrarn". Á sama tíma við strönd Ili- ríu er skip að farast og þar um borð er ungur aðalsmaður Se- bastían að nafni og systir hans Víóla. Þau bjargast bæði sitt í hvoru lagi og halda h.vort annað drukknað og hefst þá hinn dramatíski þáttur Víólu, sem klæðist karlmannsfötum og gengur í þjónustu Orsínó her- toga, sem karlmaður og segist heita Sesaríó. Orsinó hertogi reynir með öllum ráðum að ná ástum Ólivíu. en hún er mjög staðföst fyrir._ Fjasti reynir að sanna fyrir Ólivíu að hún sé fífl sjálf og þar sem þau eru að þrefa kemur hr. Tobías Búl'ki, ættingi Ólivíu inn og er all- slompaður. Ólivía spyr Fjasti: „Hverju líkist drukkinn maður, fífl“? Fjasti svarar: ,,Drukknum manni, fiífli og vitfirringi; eitt stap yfir markið gerir hann að fífli, annað til ærir hann og það þriðja drekkir honum“. Ólivía: „Sæktu fógetann og láttu hann skrifa vottorð um frænda minn. því hann er á þriðja drykkju- stiginu, hann er drukknaður; farðu og líttu eftir honurn". Fjasti: „Hann er ekki nema brjálaður, madonna; og fíflið skal líta eftir vitfirringnum". Hertoginn sendir eftir Viólu (ihún er í karlmannsgerfi) til Ólivíu og hún á að túlka bón- orð hertogans. Ólivía: ,.Jæja, herra minn, hvernig hljóðar textinn"? Víóla: „Yndislega ungfrú" — Ólivía: „Blessunarrík orð, og vel má leggja út af þeim. Hvar stendur textinn"? Víóla: ,.í barmi Orsínós". Ólivía: „í barmi hans! í hvaða kapítula barmsins"? Víóla: „Svo að ég snúi ekki út úr. í fyrsta kapítula hjart- ans“. Ólivía: „Ó, það hef ég lesið; það er villutrú. Hafið þér ekk- ert meira að segja“? Víóla: „Ungfrú góð. leyfið mér að sjá andlit yðar“. Ólivía: „Hafið þér nokkurt um boð frá herra yðar til að semja um andlitið á mér? Nú víkið þér frá textanum, en drögum tjaldið frá, og sýnum yður málverkið. (Hún tekur blæjuna frá andlit- inu). Lítið á; þannig var ég þessa stundina; er það ekki vel bert“? Víóla: ..Frábært, hafi Guð gert það allt“. Ólivía: „Það er ósvikið herra minn; það þolir bæði rok og regn“. Víóla: .JSjálf náttúran lék mildum hagleiks höndum svo hreina fegurð, þar sem rautt og hvítt mætist í einingu. Ungfrú, hvílík grimmd. ef yndi slíkt skal hyljast gröf, án þess að ver öld fái í arf þess eftirmynd". En þarna fer eitthvað að þyrl ast um tilfinningar Ólivíu og hún verður ástfangin af Víólu þar sem hún er í karlmanns- gerfi og kallar sig Sesaríó. Þann ig fléttast Leikurinn og Ólivía verður ástfangin af Víólu (Ses- aríó) og Víóla er orðin ástfang- in af yfirmanni sínum, Orsínó hertoga. Þremenningarnir Fjasti, herra Tóbías og herra Andrés Agalhlýr, ásamt Maríu, þernu Ólivíu, spinna hinn undirleik- andi og skemmtilega takt leiks- ins og fara þar m.a. skemmtilega illa með MalvóLíó breyta Ólivíu. Þeir félagar þrír eru söngvir mjög og eru syngjandi slagara. þegar María kemur inn. María: „Hvaða kattagaul er í ykkur hér! Ef hennar Náð er ekki búin að kalla á Malvólíó bryta og segja honum að reka ykkur á dyr, þá er ekki mark á mér takandi“. Herra Tóbías: „Hennar Náð er Kínverji; við erum stjórnmála- refir; Malvólíó er himpigimpi, og .,Við erum karlar þrír“. Er ég ekki af ættinni? Er ég ekki af hennar blóði? Sussum-seisei, Náð! Hann syngur): Söngur úr Þrettándakvöldi: „Hæ, káti fugl á kvisti, hvar er konan þín í dag að kvaka lysitugt lag?“ „Það angrar mig ef að er spurt“, „Æ, ósköp er að heyra“. „Hún flaug með öðrum eitthvað burt, og ekki veit ég meira“. Ljósm. Kr. Ben. Einn herra bjó í Babílon við búsæld góða og iðin hjú, og fékk sér eins og hans var von og vísa- dyggðum prýdda frú. Jú, Súsanna var fagurt fljóð, frú mín náðug, til fyrirmyndar guðhrædd, góð. glöð og ráðug. Fjasti: „Hver skollinn, riddar- inn er fyrirtaks fífl“. Hr. Andrés: „Já. hann er býsna góður, þegar svo stendur í bólið hans; og það er ég líka; hann ber sig betur til en ég er eðlilegri". Hr. Tóibías syngur: „Á ýlis tólfta dimmum degi“ — María: ,.f guðsbænum þegið þið“. Malvólíó kemur) Malvólíó: „Herrar mínir, eruð þið gengnir af göflunum, eða hvað? Hafið þið hvorki vit né velsæmi til annars en að skarka eins og pjáturslagarar um hánótt? Á að gera hús hennar Náðar að ölkrá. og góla þessar skóara- stemmur ykkar fullum hálsi misskunnarlaust? Á hvorki að virða stund né stað. né þá sem Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.