Morgunblaðið - 23.12.1967, Page 31

Morgunblaðið - 23.12.1967, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 1967 31 Fært mjög víða um land stærri bíium og jeppum Bókin um séra Bjarna, langsölu- hæsta bókin á jólamarkaðnum Ekki minni sala í bókum nú en í fyrra BÓKIN um séra Bjama Jónsson, vígslubiskup, virðist vera lang- söluhæsta bókin á jólamarkaðn- um núna. Blaðamaður Mbi. lagði leið sína í fjórar bókaverzianir í borginni í gær, og bar starf- fólki þessara verzlana saman um, að langmest saia væri í þeirri bók, en æði skiptar fkoðanir voru um bækurnar, sem næstar koma. Öllum bar líka saman um, að bókasalan nú um jólin væri sízt minni en í fyrra, og sumir töldu hana jafnvel talsvert meiri. Við ræddum fyrst við Tryggva Eiríksson í bókaverzlun Sigfús- - SLIPPSTÖÐIN Framhald af bls. 32 boð bárust frá 23 a'ðilum, þar af þremur innlendum. Eftir allítarlegar athuganir Stjórnarnefndar Skipaútgerðar- innar og tæknilegra ráðunauta hennar, m.a. á áhrifum gengis- breytinga í nóvember sl., var það álit stjórnarnefndarinnar, að hag stæðasta tilboðið frá sjónarmiði Skirxaútgerðarinnar væri tilboð Bodewes Scheepswerven í Hol- landi, enda var það hið eina þeirra tilboð, sem til álita komu, er ekki var háð kaup- og verð- breytingum á byggingartíma. Það hefur frá upphafi veri’ð skoðun ríkisstjórnarinnar, að nota bæri þetta tækifæri, ef unnt væri, til þess að efla innlend- an skipasmíðaiðnað og að til álita kæmi að taka innlendu til- boði, jafnvel þótt það væri nokkru hærra en erlent. Að beiðni ráðuneytisins gerði Stjórnarnefnd Skipaútgerðarinn- ar sérstakan samanburð á til- bo'ði Bodewes Scheepswerven og lægsta íslenzka tilboðinu, sem var frá Slippstöðinni hf. Akur- eyri. Niðurstaðan var sú, að mis- munurinn er 8—9%. Verðtilboð Bodewes Scheeps- werven fyrir fyrra skipið var kr. 53.156.767,80, en kr. 105.939.128,44 fyrir bæði, en tilboð Slippstöðv- arinnar, sem að vísu er háð verð- breytingum, kr. 57.895.000,— fyr ir fyrra skipið en kr. 113.915.000, — fvrir bæði skipin. Á grundvelli þessa samanburð- ar var þa’ð álit ráðunevtisins, að taka bæri hinu innlenda tilboði, þar sem hinn þjóðfélagslegi hagn aður af smíði skipanna innan- lands yrði að teljast meiri en sem svaraði mismun tilboðanna. I framhaldi af þessu hefur rík- isstiórnin ákveðið, að smíðuð skuli tvö skip og ákveðið að taka upp samningaviðræ'ður um smíði beggja skipanna við Slippstöð- ina hf., Akureyri, á grundvelli endurskoðaðs tilboðs hennar. Samgöngumálaráðuneytið, 22. desember 1967. Mbl. spurði í gær Skafta Ás- kelsson, forstjóra Slippstöðvar- innar á Akureyri um viðhorfin þar nyrðra til þessarar ákvörð- unar. Hann sagði: „Yið erum bæði gla'ðir og stoltir, Norðlendingar, að okkur skuli sýnt þetta traust. Mestu máli skiptir, að þetta verk get- ur orðið undirstaða undir því sem koma skal í skipaiðnaði hér norðanlands. Eg er ákaflega þakklátur valdhöfunum fyrir að beina þessu verkefni hingað. Hér ríkir í dag algert atvinnuleysi hjá skipasmiðum, en þetta verk- efni veldur byltingu. Ég er mjög bjartsýnn á það að við getum leyst þetta verkefni sómasamlega af hendi. Þa'ð sem ég virði mest við valdhafana, er að þeir skuli beina þessu verkefni út á land. Smíði þessara skipa kemur til með að veita um 300 manns at- vinnu með öllu sem því fylgir," sagði Skafti að lokum. ar Eymundssonar, og hann taldi mesta sölu í þessum 10 bókum: 1. Séra Bjarni, 2. Eiríkur skip- herra, sem Gunnar Magnúss hef- ur skráð, 3. Harmsögur og hetju- dáðir eftir Þorstein heitinn Jó- sepsson, 4. Spyrjum að leikslok- um eftir Allister MacLean, 5. Maður handa mér eftir T. Char- les, 6. Dulræn reynsla mín eftir Elínborgu Lárusdóttur, 7. Horf- in tíð eftir Sverri Kristjánsson og Tómas Guðmundsson, 8. I særótinu eftir Svein Sæmunds- son, 9. Endurminningar Stefáns Jóhanns, 10. Myndir daganna 1 eftir sr. Svein Víking. FRÁ Upplýsinga- og fræðsiu- miðstöð H-umferðar hefur Mbl. borizt mynd sú, sem hér birtist. Hefur mynd þessari, sem er út- búin sem bókarmerki, verið dreift í bókaverzlanir og einnig á nokkur sjúkrahús. — Ávísanafalsarar Framh. af bls. 32 sú er svaraði til gjaldkerans og sagði honum, að hringt hefði verið frá aðalban'kanum og til- kynnt að grunsamlegir ávísana- salar væru á ferð. Við þetta bná stúlkunni og skýrði hún svo frá við yfir- heyrslu síðar, að hún hefði orðið flemtri slegin og hugisaði um það eitt að koma peningunum undan. Kveðst hún hafa falið bá hj!á rólu'velli við Njálsgötu. Fljótlega eftir að stúlkan hafði falið peningana hafði lögreglan uppi á henni og einum félaga hennar og hinir tveir náðust um svipað leyti. Voru yfirheyrslur yfir þessu fólki í gær og fram eftir kvöldi, en það var allt sett í gæzluvarðhald eins og áð- ur segir. Þegar stúlkan náðist hafði hún á sér tæpar 4000 krón ur og eittlhvað hafði hún afhent félögum sínum. í gærkvöldi hafði ek'ki tekizt að hafa upp á 4'3—44 þúsund krónum af fé því, er fólk þetta hafði svikið út úr bönkum í gærmorgun. Tryggvi gat þess, að mikil sala hefði verið á Víkingunum, sem Almenna bókafélagið gefur út, en annars væri sala á bókum AB ekki svo ýkjamikil núna, þar sem sala á þeim bygg'ðist að miklu leyti á áskriftum. Þó sagði hann, að bók Indriða G. Þorsteinssonar væri undantekn- ing, en hún seldist nú mjög vel. í bókabúð ísafoldar hittum við að máli Sigríði Sigurðardóttur verzlunarstjóra, og upplýsti hún að eftirtaldar 10 bækur seldust þar mest: 1. Séra Bjarni, 2. Brennur París? 3. Sex daga stríðið eftir Churchill-feðgana, 4. Eldur í æð- um eftir Þorstein Thorarensen, 5. Landshornamenn Guðmundar Daníelssonar, 6. Harmsögur og hetjudáðir eftir Þorstein Jóseps- son, 7. í særótinu eftir Svein Sæmundsson, 8. Eiríkur skip- herra, 9. Haförninn og 10. Maður handa mér eftir T. Charles. í bókaverzlun Lárusar Blöndal í Vesturveri ræddum við vi’ð Stein Lárusson, og taldi hann þessar 10 bækur seljast bezt: 1. Séra Bjarni, 2. Spyrjið að leiks- lokum eftir Allister MacLean, 3. Eiríkur skipherra, 4. Njósnarinn í þokunni, 5. Horfin tið eftir Sverri Kristjánsson og Tómas Guðmundsson, 6. Harmsögur og hetjudáðir eftir Þorstein Jóseps- son, 7. Eldur í æðum eftir Þor- stein Thorarensen. 8. Einn í lofti, einn 'á sjó eftir Ásgeir Jakobs- son. 9. I særótinu eftir Svein Sæmundsson, 10. Nansen. Steinn gat þess að hér væri aðeins um að ræða bækur fyrir fullorðna, en á hinn bóginn hefði verið gífurleg sala á barnabók- inni Dagfinnur dýraiæknir, og yrði hún mjög framarlega á list- anum, væri hún talin með. Loks höfðum vi'ð samband við verzlunarstjórann í bókabúð Braga, og þar seljast eftirfarandi 10 bækur bezt: 1. Séra Bjarni, 2. Eiríkur skip- herra, 3. Dulræn reynsla mín, 4. Márus á Valshamri og meist- ari Jón eftir Guðm. Hagalin, 5. Merkir íslendingar, 6. bindi, 6. Eldur í æðum eftir Þorstein Thor arensen, 7. Horfin tíð eftir Sverri og Tómas, 8. Spyrjum að leiks- lokum eftir MacLean, 9. Siðasta orustan eftir Ryan, og 10. Maður handa mér eftir T. Charles. Litlu jólin í Arbæjarskóla „LITLU jól“ 11 og 12 ára bekkja voru haldin í Árbæjarskóla, og voru þar tæplega 100 nemendur er skemmtu sér með glaum og gleði síðastl. sunnudag. Var þar börnunum gert margt til skemmt unar, og að skemmtuninni lok- inni var dans-að kringum jóla- tré. s-ern var skraut-legt mjög. Að dan-sinuim loknum var útfoýtt eplum. Þótti dagskráin fjöl-breyti leg, þar á meðal leikrit, upplest ur og morgunleikfimi 11 ára VG Leikritið hét „Einkunnabókin" og fjall-aði um gáf-ur heimilisföð urins. Var leikritið skemmtilegt í alla staði, enda léku leikend- ur frábærlega vel. - HUGSANLEGT Fraimh. af bls. 1 talið sig sæm-da af að sam- þykkja. „Vér erum ’ algerlega ó- bundnir hlutaðeigand a-ðilum og h-öfum ekki áhuga á öðrum en þeim mannlegu verðmætum, sem í hlu-t eiga í Vietnam. Því höfum vér boðið fram vopnlausa aðstoð vora og tjáð oss fúsa að vinna á hinn álhrifamesta. hátt að því að koma á friði“, sagði páfi. SAMKVÆMT upplýsi-ngum sem Ml. fékk hjá Vegamélaskrifstof- rmni í gær, er fært mjög víða um land stærri bílum og jeppum. Að vísu urðu vegarskemmdir á Suð- urlandsiundirlendi í gær á Land- eyjarvegi og Þingskálavegi, en trúLega hefur verið gert við það í gær. Um Mosfellsheiði til Þingvalla var fært fyrir jeppa og stærri bíla og greiðfært fyrir íívalfjörð og um Borgarfjörð, einnig um Snæfellsnes, Bröttu-brekku og vestur í Dali. Frá Patreksfirði var fært yfir á BíLdudal og suður á Ra-uðasand. Jeppafært var á milli Þingeyrar og Flafceyrar, á milli ísafjarðar og Bolungarvík- ur og ísafjarðar og Súðavíkur. Um HoLta vörðuiheiði var fært á Strandir til Hölmavíkur. Vegir á Norðurlandi voru yfir- leitt færir. T. d. var fært á Siglu- fjörð og í gær átti að opna veg- i-nn frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Greiðfært var um Eyjafjarðar- sýslu víðast hvar og fært uin Dalsmynni til Húsavíkur og það- an allt til Raufarhafnar. Einnig úr Þistilfirði um Bakkafjörð til Vopnafjarðar. Á Austfjörðum var víðast hvar greiðfært, Fjarðarheiði var fær - RÚMENAR Framh. af bls. 1 ríkjanna í Mokvu í júní sl. neit- aði hún að skrifa undir yfirlýs- ingu, þar sem Ísraelsríki v-ar lýst árásaraðili. Mlánuði síðar var haldinn annar leiðfcogafund- ur í Búdapest og sendu R-úmen- ar þá engan fulltrúa. Bent er á, að í yfirlýsin.gunni nú er at- (hugasemd, em felur í sér hvatn- •ingu til Arabaríkjanna um að viðurkenna tilvist fsraels. Segir þar, að öll ríki í Austurlöndum nær sem aðild eigi að Samein- uðu þjóðunum, eigi heimtingu á því, að viðurkenndur sé„ réfctur þeirra til að lifa sem sjálfstæð og éiháð þjóð í friði og öryggi" eins og þar er komizt að orði. Fyrri yfirlýsingarnar, frá Moskvu og Búdapest, inni-h-éldu engar siíkar abhugasemdir og þótt kommúnistaríkin ha-fi öll viðurkennt tilvist ísraelsrikis h-efur stjórn R-úmeníu lagt á -það atriði mesta áherzlu. - DAUÐADÓMAR Framh. af bl-s. 1 verið dæmdir til fangelsisvistar frá átta til fimmtán áru'm, á- kærðir fyrir samsæri gegn rikls- stjórninni. Fjórmenningarmr eru stúdentar og kennarar við háskólann í Leningrad. að því er fréttir greina. Óstaðfestar fréttir segja, að fundizt hafi mikill fjöldi vopna, vélbyssur og handsprengjur, þeg ar flokkurinn var afhjúpaður. RÍKISSTJÓRI? Framh. af bls. 1 innar, að þvi er heimildif telja. Yfirlýsing, sem Konstantín birti í Róm-aiborg í fyrradag, var í dag í hinum ritskoðuðu grísku blöðum, ó-breytt, og sömuleiðis var hún lesin í út- varpið. Þá er það haft fyrir satt ,að stjórnmálamenn þeir og liðsforingjar s-em hand- teknir voru, eð-a settir í stofu- fangelsi eftir byltingartil- raun konungs, hafi verið látn- ir lausir eða verði innan skamm-s. Papadoupoulos, forsætisráð herra, flutti i dag ræðu yfir 170 nýjum liðsforingjum og endaði ræðu sína með orðun- um: „konungurinn lengi Iifi“. Undanfarna daga haf-a ráð- herrar slegið botn í ræður sínar með orðunum „herinn lengi lifi“. Konstantín og fjölskylda hans er enn um kyrrt í Róma borg. og einnig Oddsskarð. Til Borgar- fjarðar var fært, en nokkuð svellað í Njarðvíkurskriðuim. Á suðurfjörðum Austf jarða var fært allt til Hornafjarðar, en nokkuð um grjóthrun í Vattar- nesskriðum og á Kambsnesi. Fulltrúi sá á Vegaimélaskrif- sfcofunni, sem Mbl. átti tal við, kvaðst vilja taka' það fram, að hálka væri víða á veguim norðan og austanlands og óvíða væru vegir færir litlum fólksbílum. VFIRLÝ8ING — frá stjórn „Hinnar ísl. Vietnam- nefndar66 MBL. hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn „Hinnar íslenzku Vietnamnefndar", en eins og þar kemur fram ríkir verulegur ágreiningur innan þessarar nefndar og er Mbi. kunnugt um, að tveir einstakl- ingar innan nefndarinnar, Andri ísaksson og Ólafur Jónsson hafa sagt sig úr henni. Yfirlýsingin fer hér á eftir: UNDANFARIÐ hafa átt sér stað ýmis villandi blaðaskrif um starfsemi „Hinnar íslenzku Vietnamnefndar". Blaðaskrif þessi eiga aðallega rætur sínar að rekja til fundar, sem hald- inn var að Hótel Borg, sunnu- daginn 10. desember sl. og einn ig til mótmælagöngu, sem far- in var sama dag að sendiráði Bandaríkjanna á vegum Æsku- lýðsfylkingarinnar. Vegna þessara atburða og umræðna, sem fylgt hafa í kjöl- far þeirra, vill stjórn „Hinnar íslenzku Vietnamnefndar" taka fram eftirfarandi: 1. Að áðurnefndur fundur, sem efnt var til um Vietnammál- ið að Hótel Borg, var hald- inn á vegum sex félagasam- taka, sem aðild eiga að nefnd inni, en ekki nefndinni sjálfri. 2. Að ganga, sem farin var á vegum Æskulýðsfylkingar- innar að Bandaríska sendi- ráði' ’ wma dag, var „Hinni íslenzku Vietnamnefnd" með öllu óviðkomandi. Telur stjórn nefndarinnar miður, að nafni hennar hefur ver- ið bendlað við þær aðgerð- ir enda eru þær ekki í sam- ræmi við samstarfsgrundvöll nefndaraðila. 3. Að stjórn „Hinnar íslenzku Vietnamnefndar" telur að hlutverk nefndarinnar sé að skapa vettvang fyrir sem víðtækastar umræður um styrjöldina í Vietnam með fundahöldum, ráðstefnum og fleiru. Stjórnin ítrekar áskorun sína til Alþingis um það, að Vietnammálið verði tekið á dagskrá þingsins. Stjórnin mun leitast við, að kynn a á sem hlutlægastan hátt viðhorf styrjaldaraðila og auðvelda á þann veg frjálsa skoðanamyndun al- mennings á styrjöldinni í Vietnam. SEXTÍU og náu ára gamall mað- ur fótbrotnaði á bóðum fótum og hlaut höfuðmeiðsli, þegar hann varð fyrir bil á Borgar- túni, mót.s við Klúbbinn, um ki. fjögur i fyrradag. Maðurinn var fluttur í Slysavarðstofuna og þaðan i Landsspítalann, en hann mun nú á batavegi. Mikil umferð var austur Borg- artún, þegar slysið varð. Maður inn mun hafa lalið sér- fært að skjótast yfir götuna. en þarna er ekki gangbraut, en í sömu svifum kom bíll á leið vestur Borgartún og lenti maðurinn fyr ir honum, og kastaðist hann út fyrir götuna við höggið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.