Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 36. DES. I9«7 Unglingodansleiknr í Lnugurdnlshöllinni Skíðasamband Islands gengst fyrir unglingadansleik í Laug- ardalshöllinni á nýársdag. Þar verður stiginn dans á um 500 fermetra dansgólfi og er óhætt að segja, að aldrei hafi ungling- unum staðið glæsilegri dans- pallur til boða. Hljómsveitin Flowers mun leika fyrir dansi og Ómar Ragnarsson kemur í heimsókn og skemmtir. Þá verð- ur Laugardalshöllin fagurlega skreytt, en nemendur MR hafa lánað Skíðasambandinu skreyt- ingar sínar frá Jólagleðinni. Dansleik þennan heldur Skíða sambandið til að standa straum af þjálfunarkostnaði íslenzkra skíðamanna erlendis og án efa munu táningarnir fjöimenna í Laugardalshöllina á nýársdag, en dansleikurinn hefst klukkan 20.30. Hraðferð á Rolls Royce vél Loftleiða FJÖLMENNT var á flugstöð Keflavíkur á morgni Þorláks- messu, laugardaginn 23. þ.ná., en þá fóru þaðan fimm Loftleiða- flugvélar á svipuðum tíma. þrjár Roils Royce 400 og tvær DC 6B vélar. Rúmlega- 600 farþegar fóu héðan með flugvélunum fimm og var flugstöðin því mjög þétt- setin þegar gestkvæmast var þar þennan morgun. Á aðfangadagsmorgun lenti Olaf Olsen Rolls Royce flug- vélinni „Vilhjálmi Stefánssyni“ á Keflavíkurflugveili etftir ferð frá New York. Flugtíminn var 5 klst. og 39 mínútiur, en það er mesta hraðtferð, sem farin hefir verið á lengdu Rolls Royee flugvélunum milli New York og Keflavíkur. Meðfylgjandi mynd tók Heimir Stígsson af Rolls Royce fiugvél- unum þrem á Keflavíkurflug- velli s.l. laugardagsmorgun... — - _ _ _ . l - - ---- —---------1 „Ungur maöur sem island get- ur með sanni verið stolt af“ — segir prófessor við Trinity College of Music i London eftir hljómleika Hafliða Hallgrimssonar Mynd þessi er úr „KoppaIogni“, jólaleikriti Leikfélags Reykja- víkur, sem frumsýnt var í Iðnó í gærkvöldi. Höfundur leiksins er Jónas Árnason. Askenasí byggir sum- arbústað við Álftavatn 0 Ungur íslenzkur cellóleik- ari, Hafliði Hallgrímsson, hélt nýlega hljómleika á vegum Konunglegu tónlistarakademí- unnar í London, þar sem hann hefur stundað nám og hlaut geysigóðar viðtökur og lofsam leg ummæli. 0 Morgunblaðinu hefur bor- izt efnisskrá þessara tónleika, sem voru haldnir 6. des. sl. og ummæli R. Willmotts, prófess- ors við Trinity College of Mus ic í London, þar sem hann m.a. fer þeim orðum um Haf- liða, að hann sé gæddur slík- um hæfileikum, að hann ætti að geta komizt langt á lista- brautinni. Prófessorinn segir meðal annars, að hann hafi sjaldan verið á slíkum hljómleikum skólans, þar sem „tíminn hef- ur skipt svo litlu máli og tón- listin gagntekið mig svo ger- samlega" eins og hann kemst að orði. Hann segir, að viðtök- ur hljómleikagesta, sem flestir hafi verið ungir og mjög gagn rýnir tónlistarmenn, hafi ver- ið geysilega gó'ðar og Hafliði hafi með snilldarlegum leik sínum verðskuldað þær full- komlega. Við píanóið var Noel Skinner. Fyrsta verkefnið á hljóm- leikunum var einleikssvíta nr. 1 eftir J. S. Bach. Segir pró- fessorinn, að Hafliði hafi leik ið svítuna af beizluðum Fjögur innbrot FJÖGUR innbrot voru framin í fyrrinótt, en lítið sem ekkert hafðist upp úr þremur þeirra. Fjórða innbrotið var í verzlun- ina Fáfni og var stolið talsverðu magni af skoteldum og 150—200 krónum í skiptimynt. Kjör sjómanna og hægri umferð Á FUNDI s-em verkalýðs- og sjó- mannatfélagið Bjarmi á Stokks- eyri hélt í fyrradag uan kjara- mál, varíagnað framkcnmnu frum varpi á Alþingi um frestun á framkvæmd hægri umferðar og að málið skuli lagt undir þjóð- aratkvæði. Skoraði fundurinn á Alþingi að samþykkja frumvarp ið. Þá lýsti fundurinn yfir ein- huga stuðningi við sjómannasam tök íslands í þeirri baráttu, sem nú er háð fyrir réttlætisikröfum sjómanna. Hafliði Hallgrímsson, krafti og mikilli tilfinningu fyrir byggingu verksins og stíi. Næst lék Hafli'ði sónötu í — — ■ — - Nýr bonkastjóri við Samvinnu- bankann BANKARÁÐ Samvinnubankans samþykkti á fundi sínum hinn 26. desember 1967 að ráða Kristleif Jónsson bankastjóra frá 1. jan- úar n.k. að telja. Verður hann frá þeim tíma bankastjóri Samvinnubankans á- samt Einari Ágústssyni. Hastingsmótið hafið HIÐ árlega skákmót í Hastings er nýlega hafið og hafa verið leiknar 2 umferðir. — Að þeim loknum er staðan þannig: Hort, Tékkóslóvakíu, 1,5. Hartston, Breílandi, 1,5. Suetin, Sovét, 1,5. Gheorghiu, Rúmeníu, 1,5. Ostajic, Júgóslavíu, 1. Stein, Sovét, 1. Kaplan, Puerto Rico, %. Whiteley, Bretlandi %. Basman, Bretlandi, Ö. a-moll eftir Schubert, sem pró fessorinn segir, að hann hafi tekið á með þeim hætti, að ekki hafi orðið vart hinna tæknilegu örðugleika verks- ins. Því næst hafi hann leik- ið Adagio eftir Kodaly og þar hafi jafnvægi og andstæður celósins og píanósins komið mjög fallega fram. Síðast á efnisskránni var sónata eftir Debussy „spennandi og ævin- týralegt tónverk, sem kannar suma leyndustu möguleika cellósins", segir prófessor Willmott. Að lokum segir hann: „Haf- liði hefur til að bera hæfi- leika, sem geta gert honum fært að komast langt á lista- brautinni. Hann er ungur mað ur, sem Island getur með sanni veri’ð stolt af að eiga“. Þá hefur Morgunblaðinu borizt efnisskrá hljóm- leika Newbury-Sinfóníuhljóm sveitarinnar, sem haldnir voru 3. desember sl. Þar komu fram sem einleikarar með hljómsveitinni Eric Hill, gítar leikari, Richard Deakin, fiðlu- leikari og Hafliði Hallgríms- son, cellóleikari. Léku þeir Hafliði og Deakin einleik í koncert fyrir fiðlu, celó og hljómsveit eftir Johannes Brahms. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar var David Litt- aur. r Ingvar flsmunds sigraði í hrað- skdk INGVAR Ásmundsson sigraði á jólahraðskákkeppni Taflfélags Reykjavíkur, sem fram fór dag- ana 27. og 28. des. Ingvar var vel að sigrinum kominn, hlaut 17 vinninga í úr- slitakeppninni af 20 möguleg- um, tapaði aðeins einni skák. Haukur Angantýsson varð ann- ar með 14% vinning. Guðmund- ur Ágústsson og Jóhann Örn Sigurjónsson hlutu 14 vinninga hvor. Bragi Kristjánsson, Jón Friðjónsson og Leifur Jósteins- son hlutu 13% vinning hver. Andrés Fjeldsted og Gunnar Gunnarsson hlutu 12 vinninga hvor. Þátttakendur í mótinu voru alls 57 og var þeim skipt í þrjá 19 manna riðla. Sjö efstu í hverj- um riðli komust svo í úrslita- keppnina. VIÐ höfum fregnað að Ashken- así hefði keypt land við Álfta- vatn og í stuttu samtali við hann í gær inntum við eftir því hvað hann hyggðist fyrir með landskikann, og svaraði hann á þessa leið: — Við höfum keypt þarna land og áætlum að býggja sumar bústað, en ég get ekki sagt um hvenær það verður, þvi að það kostar mikið og tekur nokkurn tíma, en ég er mjög tímabund- inn við tónleikahald. Brown í Róm London, 29. des. — NTB — GEORGE Brown, utanríkisráð- herra Bnetlands fór í dag flug- leiðis til Rómaborgar, þar sem hann mun ræða við uitanríkis- ráðherra Ítalíu, Amintore Fan- fani um Efnahagsbandalag Ev- rópu og uimsókn Breta um aðild að . því. Sérstaklega munu þeir ræða afleiðingarnar af hinni neikvæðu afstöðu Frakklands tdl aðildarbeiðnarinnar. — Ég er heillaður af landslag- inu þarna, og það hjálpast allt að, fjöllin, vatnið, hæðirnar og kyrrðin, það er stórkostlegt. Kyrrð í Laos Vientiane, 29. des., — NTB — HÁTTSETTIR herforingjar í VI- entiane, höfuðborg Laos, sögðu í dag, að hernaðarástandið í landinu væri með eðlilegum hætti. Sögðu þeir, að ekki hefði komið til átaka milli hermanna kommúnista og stjórnarhersins síðan á miðvikudag. ISTUTTU MÁU Washington, 29. des. AP. „The Washington Post“, segir í dag, að Arthur J. Goldberg, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hafi skýrt vinum sínum frá því, að hann muni láta af starfi sínu, senni- lega 1. febrúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.