Morgunblaðið - 30.12.1967, Side 8

Morgunblaðið - 30.12.1967, Side 8
r 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1967 Benedikta Guðmundsdóttir Minningarorð yiÐ stöndum í stýrishúsinu á Heiðrúnu II, rösklega 150 tonna vélskipi frá Bolungarvík 1. des. sL Það er dolpungsalda inn Djúpið og skipstjórinn, Jón Eggert Sigurgeirsson, ungur og glæsilegur skipstjórnandi, sem er nýkominn af sjó, segir okk- ur að það hafi verið stórsjór úti á miðunum fyrr um daginn. Við erum á leið frá Hnífsdal til Bol- ungarvíkur eftir að hafa mætt um 20 snjóflóðum á Óshlíð fyrr um daginn og gefist upp við landleiðina. Við hliðina á mér stendur Jón Kr. Elíasson, roskinn og reynd- ur sjómaður, formaður í Bolung- arvík. Hann ætlaði að fljúga frá ísafirði til Reykjavíkur þennan dag, en missti af flugvélinni. Erindi hans suður var að sækja konuna sína, frú Benediktu Guð mundsdóttur, sem hafði verið í sjúkrahúsi um skeið, en var nú að útskrifast þaðan og ætlaði að koma heim fyrir jólin. En hann missti af flugvélinni og fór þess vegna heim til Bolungarvíkur aftur. Við rýnum út í dimmuna og fjúkið. Báturinn heggur tölu- vert, en það er ekkert að veðri, og fyrr en varir segir minn gamli vinur, Jón Elíasson: „Þarna rofar í ljósin á Brjótn- um“. Við erum komnir til Bol- ungarvíkur, að þessu sinni á sjó, eins og í gamla daga, þegar aðeins lá krókóttur og ógreið- fær gangstígur út Óshlíð. Svo líða nokkrir dagar, Jón Elíasson kemst ekki suður. Þann 5. des. berst frétt um að Benedikta Guðmundsdóttir, kona hans, sé látin. Hann komst ekki suður að sækja hana — fyrr en hún var dáin. Þá sótti hann hana, og nú hvílir hún heima í Hólskirkjugarði. Húsið þeirra, Benediktu og Jóns Kr. Elíassonar, stendur yzt í kauptúninu. Þar útfrá æðir brimaldan óbrotin vestan úr Grænlandshafi upp að íslands- ströndu. En á þessu litla heim- ili við yzta haf ríkti friður og kyrrð. Benedikta Guðmundsdótt- ir var traust kona, fáskiptin og baðherbergið nýtt frá Ameríku. hljóðlát, en kjark brást hana aldrei. Ekki heldur fórnandi kær leika. Fyrir börn sín og eigin- mann vildi hún allt gera. Þegar hann kom af sjónum beið hans hlýtt og indælt heimili. Fámælt en hjartahlý og góð kona tók á móti honum opnum örmum. Benedikta Guðmundsdóttir fæddist að Geirastöðum í Bol- ungarvík 21. júní árið 1899 og var því rúmlega 60 ára að aldri er hún lézt. Foreldrar hennar voru Guðmundur Örnólfsson, bóndi og útvegsmaður á Geira- stöðum og Sigríður Halldórs- dóttir kona hans. Ólst Bene- dikta upp hjá foreldrum sínum. Giftist hún ung Kristjáni Bergs- syni í Bolungarvík og áttu þau tvo syni, Berg, sem er sjómað- ur í Bolungarvík, og Guðmund, fulltrúa hjá sveitarstjóranum á staðnum. Samvistir þeirra Benediktu og Kristjáns urðu skammar, aðeins örfá ár. Hann lézt á sóttarsæng á bezta aldri. En árið 1927 giftist hún Jóni Kr. Elíassyni skipstjóra. Áttu þau þrjú börn, eitt þeirra misstu þau á fyrsta ári, en tvö lifa. Eru þau, Elías lögregluþjónn á Hornafirði, sem kvæntur er Oddbjörgu Ögmundsdóttur, og Sigríður kennari, sem gift er Steingrími Þórissyni í Reykholti. Benedikta Guðmundsdóttir var þrekmikil og góð kona. Af íslenzku sjómannskonunni gerist engin veraldarsaga. Engu að síður er það hún, sem hefur fóstrað marga þrekmestu syni þessa lands. Ég kom oft á heimili Bene- diktu Guðmundsdóttur og Jóns Kr. Elíassonar, og er þakklátur fyrir að hafa verið þar velkom- inn gestur, hvernig sem á stóð. Nú þegar hún er horfin er mikið skarð fyrir skildi í yzta húsinu í Bolungarvík. Það verða marg- ir sem sakna þessarar yfirlætis- lausu konu, sem allt vildi gera fyrir alla, en aldrei krafðist neins fyrir sjálfa sig. Ég votta eiginmanni hennar, börnum þeirra og öllu skylduliði ein- læga samúð við fráfall hennar. Sjómannsheimilið yzt í Bolung- arvík, þar sem Grænlandsald- an svellur óbrotin við landið, er fátækara en það var. Barátta fólksins fyrir lífinu heldur á- fram, og hin milda hendi tim- ans græðir sárin. En minningin um liðin hamingjuár gefur líf- inu nýtt gildi og innihald. S. Bj. 4ra herbergja íbúð til leigu mjög góð og teppalögð. Einhver fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 34838. Til sölu er Hy-mac vökvagrafa lítið notuð, einnig Hy-mac 4 traktorsgrafa. Upplýsingar í síma 21359 og 21131 Akureyri. Skrifstofuliúsnæði Til leigu er um 150 fermetra hæð og e.t.v. geymslu- húsnæði í risi í húsinu Grófin 1. Upplýsingar gefnar í síma 14438. Norskur skóli í alifuglarœkt Elni norski skólinn i alifuglaraekt heldur þessi námskeið: 6 mánaða námskeið, veriklegt og bóklegt sem hefst 1 febrúar. Umsóiknarfrestur til 5. janúar 1968. 2'A mán. bóklegt námskeið sem hefst í byrjun október. Hægt er að senda umsóknir fyrir bæði námskeiðin samtímis. Ný fullkomin alifugladeild. Ókeypis kennsla. Heimavist. Styrk- ur. Biðjið um námskrá. Telemark Landtoruksskule, _________________________Ulefoss, Norge. __________________ Kvengullúr með gullfesti, tapaðist rétt fyrir jólin. Skilvís finn- andi vinsaml. hringi í síma 52241 eða 10223. Fundarlaun. Til leigu eða sölu VERZLUNARHÚS VIÐ ÁRMÚLA. I. HÆÐ um 400 fermetrar II. HÆÐ um 500 fermetrar III. HÆÐ um 500 fermetrar. Upplýsingar í síma 32107 eftir kl. 7 á kvöldin. EGGERT KRISTJANSSON & CO HF. HAFNARSTRÆTI 5 - SiMI 11400 Flugeldamarkaður Stærsti flugeldamarkaður borgarinnar Tilbúnir fjölskyldupokar með it flugeldum, blysum og ljósum ÍT flugeldum, eingöngu ir blysum, skotum og ljósum. MJÖG HRÖÐ AFGREIÐSLA •'MIMIIMlllf ■■■|ll|IMMMM|MIMIMMMMaH||KlMMMMMM JMMMMiMIMl ^^BjjjlMlMlJ'MMMillMMjl^^^HMMMMIMMM UMMMHMHMÍ i^HOMÉÍM MMBI' .... ....M ^^^^^^^^HimMimmiuiih IIIHIMHMHMM [mmimimmmmi ......_JMHIIIMIHMMI 'MMMiHMMMflBBBaOWK.aPaafllPIH| .................. 'hihhihhh^^^HhhhhhhhhhhhhmiM Hmiimimimi- -MIHIIIIIllNWflflflflflWlllMMIMMMMMMIMMMflflflflfl.lflflflmiMIMMMM -AUIIIMIttMllt|||t||tH|IIIMMMItlMIMMIIIMMIIIIMII|MM' ‘ MMHMIIMMIMI HMtlMtllttiltt MIIMHIIIMIld .....ihiiiim! MMIHir Miklatorgi. Opið í dag til kl. 6. Hlllllllllllllllll BÍLAR SVMNGARSALHR Rambler American árg. 65. Rambler Classic árg. 63, 64, 65. Rambler Marlin árg. 65. Chevrolet Impala árg. 66. Opel Record árg. 62, 64. Opel Caravan árg. 62. Reno R 8, árg. 63. Zephyr árg. 62, 63, 66. Dodge Senega árg. 60. Taunus 12 M árg. 64. DKW árg. 63,64. Farmobile árg. 66, ekinn 1400 km. Skoðið hreina og vel með farna bíla í björtum húsa- kynnum. — Hagstæðir greiðsluskilmálar. Rambler- JON umboðið LOFTSSON NF. Hringbraut 121 — 10600 lllllllllllllllllll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.