Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1067 23 CONSORD, flugvélin, sem er árangur fátíðrar samvinnu Breta og Frakka, kom í fyrsta skipti á flugvöll nú fyrir skemmstu. Allir ahorfendur að þessum viðburði, sem átti sér stað í Toulouse í Frakklandi, sann- færðust um að hún gat kom- izt áfram. Að vísu var hrað- inn aðeins 5 mílur á klukku- stund. en í framtíóinni á flug vélin að geta borið 132 far- þegar á 1400 mílna hraða. I>essi „fyrsta ferð“ var á milli flugskýla þar sem flug- vélin er í byggingu. Búizt er við, að Concord hefji farþega fluininga árið 1971, en flug- vé’in á að hefja sig á loft í fyrsta skipti 28. febrúar naest komandi, og þá má nú Gull- faxi fara að vara sig. Bretar og veðmál EENS og mörgum er efalaust kunnugt er varla til sá hlut- ur sem Bretar geta ekki fund ið sér til að veðja á. Þeir veðja á fótboltaleiki, hunda og hesta-veðreiðar, fegurðar- dísir og jafnvel á það hvort ófaett barn verður stúlka eða piltur, sem sagt þeir láta ekk ert tækifæri til veðmáls fram hjá sér fara. Flestir veðja þó á hesta og knattspyrnu-leiki. En nú eru slæmir tímar í Bretlandi, því veðreiðar eru bannaðar í heilan mánuð vegna gin og klaufaveikifar- aldursins, og allt er gert til að hefta útbreiðslu hans. ír- ar í Bretlandi hafa t.d. ver- ið beðnir um að koma ekki Concord-vélin. heim í jólaleyfi til þess að auka ekki líkurnar á að sjúk dómurinn berist ekki til fr- lands. En veðmálanáttúran í Bretum er of sterk til þess að hægt sé að byrgja hana al gjörlega. Nú veðja þeir á frönsk veðhlaupahross frekar en ekki neitt til að þola við þennan mánuð, án þess að geta fylgst með veðreiðun- um og án þess að vita eigin- lega nokkur deili á hestun- um. En það er svo gaman að veðja........ Bítlabúð í ÞESSARI viku verður opn- uð í Londion fyrsta verzlunin af mörgum, sem Bítlarnir hyggjast starfrækja jafnt í Evrópu sem Amiríku. Verzl- unin verður staðsett í Baker- Street og eitt er víst að við þurfum ekki að biðja Sher- lock Holmes, sem reyndar bjó sjálfur í Baker-Street, um aðstoð við að finna þessa merku Bítlabúð því eins c sjá má á myndinni er aug- lýsingaskilti verzlunarinnar Frá Bítlabúðinni í London. Ringó og þær stuttklæddu. engin smásmíði. Litirnir eru víst heldur skærir og sagt er að íbúar götunnar hafi fyllzt skelfingu er þeir sáu óskö.p- in. Verzlunin heitir einfald- lega .,Eplið“ og í henni verða á boðstólnum „allir fagrir hlutir“ eins og verzlunarstjór inn, gamall skólabróðir John Lennons komst að orði í blaðaviðtali, allt frá bókum, hljómplötum og fatnaði upp í rafmagnistæki. En Bítlarnir láta ekki að- eins til sín taka sem verzlun- armenn og hljómsveitarmenn. Ringó vinurinn er ekki af baki dottinn því nú er hann að leika í kvikmynd og Mar- lon Brando og Riohard Burt- on hljóta þann heiður að fá að vera með Ringó á tjald- inu. Hér sjáum við Ringó kynna aðalleikkonuna Ewu Aulin, sem reyndar er sænsk, fyrir eiginkonu sinni og má vart á milli sjá hvor er stutt klæddari en líklega vill Ringó hafa þær svona, eða það skul um við a.m.k. vona. J ólasveinaskóll SEX jólasveinar settust á skólabekk nýlega til að læra að svara spurningum barna í búðunum fyrir jólin. T.d. „af hverju er nefið á hreindýr- inu honurn Rúdolf alltaf svona rautt“? Svar: „vegna þesis að það er svo kalt á ís- landi“. Jólasveinarnir eru á skrá hjá vinnumiðlunarskrif- stofu í Liverpool, sem leigir þá út til stórverzlana sem hafa flestar einn slíkan í leik fangadeildinni. Yfirmaður vinnumiðlunarskrifstofunnar ákvað, að fyrir þessi jól skyldu jólasveinar hljóta nokkra kennslu í starfi sínu. Þeim ■ var kennt að mála kinnar sínar rósrauðar því illa málaður jólasveinn getur eyðilagt hugmynd barn anna um hinn eina og sanna jólasvein. - GARRISON Framhald af bls. 1 læknaskýrslum bandaríska varn armála'ráðuneytisins og spjald- skrám hersins. í einni skýrslunni, sem blaðið birtir, frá hertsjúkrahúsinu í San Antonio segir. að Garrison hafi þjáðst af alvarlegum geð- truflunum, sem hafi útilokað hann frá herþjónustustörfum. Um síðir var Garrison þó leyft að ganga í Þjóðvörðinn. Læknar við fyrrgreint sjúkrahús mæltu með því í skýrslum sínum, að Garrison leitaði til sálfræðings til vendilegrar geðkönnunar. Hægri hönd Garrisons, Char- les Ward. bar þegar í stað til baka þessar fregnir blaðsins, en kvað Garrison hafa þjáðst af blóðkreppusótt á herskylduárun- um. Garrison sjálfur hefur engar atihugasemdir gert við fregnirnar. Dauðnrefsing afnumin í Knnndn Ottawa, 29. des. — NTB — DAUÐAREFSING var afnumin að mestu í Kanada í dag, með nýjum lögum, þar sem svo er ákveðið, að einungis megi dæma til dauða fyrir morð á lögreglu- mönnum og fangavörðum. Hin nýju lög eiga fyrst um sinn að gilda í fimm ár, eða til 29. des- ember 1972. Frá þvi Kanada fékk sjálf- stæði árið 1867 hafa uim 700 manns verið dæmdir af lífi og hengdir, og frá 1920 hafa uim tuttugu ungir menn látið lífið í gálganum. - MAO Framhald af bls. 1 ber þess að geta, að fjölmiðlunar tæki í Peking gáfu aðeins stutt á- grip af ferðalagi Maos á sínum tíma og ræðum hans Ljóst þykir þó, að Mao hafi eytt a'llmiklum tíma í ræðuhöld. Meðal annars lýsti hann sig andvígan auðmýk- ingarherferð á hendur stuðnings- mönnum Lius forseta og sagði í því sambandi: „Rauðu varðlið- arnir hafa mjög mikil völd og eru mjög grimmir . . Það þarf einnig að þjálfa þá“. Mao mun einnig hafa bannað stuðningsmönnum sínum, að leita hefnda á óvinum þeirra. Mao sagði: ,,Við verðum að kenna þeim að leita ekki hefnda á öðru fólki eða neyða það til að krjúpa á jörðina, að hengja á það skilti eða pynta það svonefndum leift- urpyntingum. Það er óráðlegt“. Ennfremur sagði formaðurinn: „Mannvíg eru ætíð illvirki. Það er slæmt, ef annað fólk myrðir þig. Það er einnig slæmt ef þú myrðir annað fólk“. Fyrrgreint Canton-blað skýrði frá því, að Mao hefði sagt, að hann vonaðist til að geta leyst vandamálin í 24 af 29 héruðum Kínverska Alþýðulýðveldisins. Af öllu að dæma virðist hann enn fjarri því takmarki. Þá segir blað ið. að Mao hafi virzt við ágæta heilsu á ferðalagi sínu. Hins vegar hefðu aðstoðarmenn hans ætíð orðið að hjálpa honum, þegar hann vilcli rísa úr sæti sínu. - Jólagleði MR Framhald af bls. 5 bendir okkur á einn „skúlpt- úrinn“. — Þetta er allt unnið úr tré og segli. — Hvernig var það, vissir þú alltaf í upphafi, hvernig endanleg lögun „skúlptúrs- ins átti að vera? — Einhverja hugmynd hafði ég um það, en það kom margt svona af sjálfu sér, þeg ar ég var byrjaður. Jóhannes er gjöfull á góðar hugmyndir í „skúlptúr". Það er greinilegt, að hér má engan tefja of lengi. Við göngum um salinn og virð- um fyrir okkur skreytingarn- ar, sem verið er að ganga frá. Það eru köll, hlaup og ham- arshögg. — Hvar er Vilmund- ur? Þarna er Vilmundur. Vil- mundur, það er síminn. Þegar við göngum út úr salnum kemur títtnefndur Vil mundur og segir: — Þú mátt alveg geta þess, að við lánum skreytingarnar og allt það bæði Stúdentafé- laginu, sem verður hér með Áttadagsgleðina á gamlárs- kvöld og Skíðasambandi fs- lands, sem verður með tán- ingadansleik hérna 1. janúar. — Og aðgangseyrinn að Jólagleðinni er 125 krónur, segir sá skynsami. — Þú gleymdir því góði, segir hann við Vilmund um leið og við kveðjum. ÞF.SSI MoskwitsbiU valt á Gufunesveginum á fimmtudagskvöld. í bílnum voru tveir piltar, en þá sakaffi ekki. Bíliinn skemmdist töluvert, en hann var á sumardekkjum og segist ökumaffur hafa ekiff á 60 km. hraffa, þegar óhappiff varff. Ástæffa er til aff hvetja ökumenn til aff aka eftir affstæffum. ekki sizt, ef öryggisbúnaffur inn er ekki eins og hann bezturgetur veriff. (Ljósm. Mbl. SH).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.