Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30: DES. 1967
3
„Lít til baka með ánægju ogþakklæti"
Viðtal við Vilhjálm Þ. Gíslason
útvarpsstjóra, sem lætur af
störfum um áramótin
VILHJÁLMUR Þ. Gíslason,
útvarpsstjóri, lætur af störf-
um nú um áramótin en við
stöðu hans tekur Andrés
Björnsson, lektor. Það eru nú
lið'in ein 37 ár síðan rödd
Vilhjáims hljómaði fyrst í út-
varpinu og hún er löngu orð-
in fastur og ómissandi liður
í áramótahelgihaldi íslend-
inga, Hæg. en þróttmikil mun
hún enn einu sinni flytja
landsmönnum annál ársins og
biðja þeim árs og friðar.
Vilhjálmur er myndarlegur
maður, hiýlegur í fasi og hor.
um er íétt um bros.
„Ég byrjaði að starfa við
útvarpið árið 1931, um ári eft
ir að það var opnað. Fyrst í
stað flutti ég ýmis erindi, um
allt milli himáns og jarðar, og
svo var ég mörg ár við er-
lendar fréttir, jafnframt þvi
að vera bókmenntaráðunaut-
ur útvarpsins. Við stöðu út-
varpsstjóra t)ók ég svo 1955.“
„Þú hefur séð ýmisar breyt
ingar verða á högum og að-
stöðu sitofnunarinnar?"
„Já, það er ekki laust við
það. Fyrstu árán sem ég var
þar vorum við í Landsíma-
húsinu við Thorvaldsens-
stræti, og þá voru tækin ekki
margbrotin og startfsliðið ekki
stórt. Ég get nefnt þér sem
dæmi um tækjakost, að vinur
minn Emil Thoroddsen, sem
var með tónlistardeffldina,
hatfði lítinn handsnúinn plötu
spilara, til að flytja lands-
mönnum tónList. Þetta skán-
aði n.ú smásaman, og m.a. var
tekið í notkun þarna stórt
stúdíó, sem Friðrik Danakon-
ungur vígði, en hann var þá
krónprins. En þó að aðbúnað-
urinn væri kannski ekki upp
á það fullkomnasta var alltaf
unnið af áhuga og með
ánægju, og það hefur sdtt að
segja.“
„Hvað var dagskráin löng?“
„Þá byrjaði fyrsti dagskrár-
liður gjarnan kl. 19.25, en sá
síðasti kl. 21.10. Þó var dag-
skráin heldur lengri á helgi-
dögum. Nú eru útsendingar 19
klst á sólarhring ef sjónvarpið
er talið með.
„Mér er sagt að þú hatfir
byrjað að fiytja annái ársins,
löngu áður en þú varstf út-
varpsstjóri?"
„Já, ég er búinn að flytja
hann í ein 36 ár. Fyrstu ann-
álarnir voru með nokkuð öðru
sniði en þeir eru núna, þá
var ég gjarnan með viðtöl við
fólk, en í núverandi mynd
hafa þeir verið síðastliðin
þrjátíu ár eða svo.“
„Hvaða verkefnum hefur
þér þótt mestf gaman að vinna
að?“
„Því er erfitftf að svara, þau
eru orðin svo ótal mörg. Ef
við tökum t.d. eitt það nýj-
asta, þá hafði ég mikla á
nægju atf því að vinna að und
irbúningi sjónvarpsins, og ég
tel það hafa farið vel af stað.
Mér finnst ekki rétft hjá
sumu fólki að fjölmiðlunar-
tæki eins og sjónvarpið geti
verið hættu'legtf sálarheill
þjóðarinnar. Sjónvarpið ætfti
að geta orðið mjög mátftugt
og gott tæki ef rétt er á hald
ið, það þartf bara að venjast
því. Fólk þarí að venjast öill-
um hlutum og mannskepnan
hefur jú verið að venjastf fjöl
miðlunartækjum allt frá því
að Gutenberg fann upp prent-
smiðju sír.a. Annað aitriði sem
ég hefi haft afskipti af og
ánægju af, er rekstfur Sinfón-
íu'hljómsveitarinnar. Hún er
satt að segja töluvert stærri
en nauðsyn ber til vegna út-
varpsins eins, en við teljum
hana grundvallarundirstöðu
Vilhjálmur Þ. Gíslason
undir túniistarlíf í landinu,
og því ekki mega minni vera.
í sambandi við tónlist og tal-
að orð má geta þess að út-
varpið á mákið safn af plötum
og segulbandsspólum. Við
hötfum geymt mikið af rödd-
um öndvegisskálda okkar og
eigum heilar sögur, ljóð og
stór verk eftir menn eins og
Davíð Stetfánsson, Gunna-r
Gunnarsson, Laxness, Guð-
mund G. Hagalín og fleiri og
fleiri. Mig hefur alltaf lang-
að til að setja á stofn sérs-taka
deild fyrir þetta og ymisie-gt
annað, því að ég er á þeirri
skoðun að þjóðl-egur fróðleik
ur eigi mjög vel heirna bæði
í útvarpi og sjónvarpi. Við
höfum því iíka kornið okkur
upp allgóðu bókasatfni, sem
ekki hefur verið hægt að gera
eins vel við og skyldi vegna
húsnæðisskorts. f sam-bandi
við þjóðlegan fróðleik í út-
varpi get ég nefn-t þér sem
dæmi, að á mínurn bernskuár
uim hatfði ég mjög gama-n af
Framhald á bls. 17
Hlakka til að byrja aftur við útvarpið
Rabbað við Andrés Björnsson,
sem tekur við embætti
útvarpsstjóra
Andrés Björnsson.
ANDRÉS Björnsson, lektor,
h-etfur kennt við Háskóla ís-
lands, síðastliðin t-vö ór og
rúmilega þó, en þar áður starf
aði hann við út-varpið sem
dagskrár-stjóri. „Ég á að baki
rúm-lega tfuttfugu ára starfsfer
il við úitvarpið og þó að mér
líki mjög vel að ke-nna, þá
hlakka ég til að. byrja atftur.
Það enu liklega tvö og hálft
ár síðan ég formlega hætti
við útvarpið, en ég hetf þó
ekki slitið ten-gsiunuim alveg.“
„Þú kynntir þér startfsemi
sjónvarps og útvarps erlend-
is á sínum tíma?“
„Já, ég fór út til Banda-
ríkjan-na árið 1956 og var þar
í há'lft ár við háskólann í
Boston. Það var ánægjuleg
dvöl og fróðl-eg, en það hefur
nú ýmislegt breytzt siðan.
Árið 1958 var ég skipaður dag
skránstjóri, en hafði þá raun-
ar ge-gnt því starfi uan nokk-
urtf skeið, og var við það þar
til ég hótf störf við Háskól-
an-n. Ég hafði þá haft kennslu
sem aukastartf öðru h-voru, og
alltaf líkað hún vel.“
„Bjöstu við að hverfa ein-
hvern tíma atftur að útvarp-
i-nu?“
„Nei, ég gerði alls ekki ráð
fyrir því. Ég vissi ekki betur
þá, en að ég væri alfarinn, og
hatfði hu-gisað mér að byggja
mína Irairrutíð við Háskólann,"
„Og þú kviður ekkert fyrir
að skipta?“
„Nei alls ekki. Ég geri mér
að sjálfsögðu grein fyrir að
þetta er mikil átoyrgðarstaða,
en ég er nú þar-na flestum
hnútum kunn-ugur og þekki
mestallt starfsliðið, mínir
nián-ustu samstarfsmenn eru
t.d. allir góðir-vinir m-ínir. Ég
v-eit að okkar samstarf mun
verða gott og kvíði þvi engu.“
Ég sezt þarn-a í stól ma-nns
sem orðinn var rótgróinn í
starfinu og hefur gegnt þvi
um langt áraibil með milklum
ágætum. En mér eru störf
hans vel kumnug eftir margra
ára nána og gióða samwinnu.
„Nú er sjónvarpið þér þó
alveg nýtt?“
„Ekki alveg. Ég var að vísu
Framhald á bls. 17
STAK8TEII\IAR
Að sýnast fyrir
fólkinu
Vísir birti í fyrradag forustu-
grein um tiilögu, sem lögð hefur
verið fram á Alþingi um frest-
un á framkvæmd hægri umferð-
ar um eitt ár og segir:
„Undirbúningur að hægri um-
ferð á íslandi er í fullum gangi.
Umferðarmerki hafa verið færð,
bæði í Reykjavík og úti á landi.
Kaup á nýjum strætisvögnum og
áætlunarbílum eru nú miðuð við
hægri umferð, og eru slíkir bíiar
þegar farnir að koma til lands-
ins. Verið er að stórfjölga götu-
vitum í Reykjavík og nýju vit-
arnir eru ætlaðir fyrir hægri
umferðina. Þá er vel á veg kom-
inn undirbúningur að skipuiagi
yfirfærslunnar á H-daginn, sem
svo er nefndur.
Hægri umferðin er umdeild
hér á landL Andstaðan gegn
henni hefur gengið svo langt,
að stofnað hefur verið sérstakt
félag. Þessir ágætu menn hefðu
raunar átt að taka til sinna ráða
þegar á árunum 1964 og 1965.
Þá voru mikil biaðaskrif um
hægri umferð, og leiddu þau til
þess, að hún var ákveðin með
lögum. Þá heyrðust fá andmæli,
þótt allar upplýsingar væru
komnar fram í málinu. Þá var
auðveidara að hætta við hægri
umferðina heldur en nú, þegar
búið er að leggja fram mikla
vinnu og kostnað við undirbún-
ing hennar“.
Landlægt nöldur
„Því miður er það landlægt á
Alþingi, að vissir þingmenn
þurfa að sleikja upp allt nöldur,
sem fram kemur hér á landi.
Fimm þingmenn hafa nú lagt
fram frumvarp um, að fram-
kvæmd hægri umferðar verði
frestað um eitt ár og málið at-
hugað betur. Láta þeir mjög sér-
stæða greinargerð fylgja frum-
varpinu.
Þeir segja þar, að fólk sé al-
mennt á móti hægri umferð og
því sé rétt að fresta henni um
ár. Hefði verið rökréttara að
leggja á þeim forsendum til, að
hætt yrði við hana. Þá segja
þeir, að framkvæmdin verði of
dýr og því sé rétt að fresta
henni um ár. Hefði sömuieiðis
verið rökréttara að leggja á
þeim forsendum til, að hætt yrði
við hana, því frestun eykur að-
eins kostnað.
Skemmtilegt er að lesa í
greinargerðinni, að aukakostnað-
ur við löggæzlu A'egna hægri
umferðar muni nema 250 millj-
ónum króna á einu ári. Til sam-
anburðar má nefna, að löggæzla
kostar nú um 80 milljónir króna
á ári. Þingmennirnir telja sem
sagt, að löggæzlukostnaður
muni fjórfaldast við breyting-
una og byggja það á mati fé-
lags andstæðinga hægri umferð-
ar. Svona þingmenn er náttúr-
iega ekki hægt að taka alvar-
lega“.
Að spara notað fé
„Greinargerðin ber öll ein-
kenni flausturs, enda liggur
ekki sannfæring að baki henni.
Ef þingmennirnir hefðu áhuga á
málinu, hefðu þeir reynt að
vanda málflutninginn. En þeir
eru aðeins að sýnast fyrir fólk-
inn, að reyna að afla sér vin-
sælda meðal þeirra, sem ern ó-
ánægðir með hægri umferðina.
Það er eðlilegt og heiðarlegt,
að menn stofni félag gegn hægri
umferð, þótt þeir verði vissu-
lega gagnrýndir fyrir að vera
seint á ferðinni. Hins vegar er
frumvarp þingmannanna bæði
óeðliiegt og óheiðarlegt. Þeir
leggja til, að sparað verði fé,
sem þegar er búið að nota, og
þeir leggja til frestun, sem
mundi aðeins stórauka kostnað-