Morgunblaðið - 30.12.1967, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1967
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
Hún sagði mér, að þau Bill von-
uðu að geta gift sig innan
skamms, og svo talaði hún um
framitíðaráætlanir sínar. En
einu sinni leit hún út á ána og
svo á mig.
— Pat, heldurðu, að hann
Evans hafi getað staðið fyrir
þessu öllu. Hann kann að vera
lifandi enn. Hann gæti verið
hérna einhvers staðar ærri, skil-
urðu. Kannski uppi í hólunum.
— Til hvers ætti hann að fara
að skjóta á Bessie?
— Ég veit ekki........nema þá
......Hvað veiztu eiginlega um
Bessie? Með vissu, á ég við.
Hver er hún? Hver var hún?
Hversvegna fór Don með henni
út að nœturlagi? Því að það
gerði hann, skilurðu, að minnsta
kosti einu sinni. Larry Hamilton
sá til þeirra. Ég hef verið að
velta því fyrir mér....... Hvað
heldurðu, að hún sé gömul?
— Hún er alltaf eldri en hún
segist vera, en ég veit ekki, hve
miklu eldri.
— Stelpan, sem strauk með
honum Don, var bara átján ára.
Hún mundi vera svo sem þrjátíu
og þriggja ára núna. Ég sá hana
nú aldrei, Pat, en væri það hugs
anlegt, að........ Hversvegna
kom Don heim aftur? Og hvers
vegna er Bessie hér nú? Setj-
um svo ,að hún hafi átt hann
Tony til fjár, og svo kiomi Don
heim og hóti henni að Ijóstra
öllu upp. Hún mundi þá gera
næstum hvað sem væri til þess
að losna við hann, finnst þér
ekki?
— Það hefði nú þurft hug-
rekki til. Hugsum okkur, að ein-
hver hefði séð til hennar.
— Hún er nú nógu hugrökk,
er það ekki?
— Þú átt við........
— Einhver hefur myrt Don.
— Hún hefði ekki getað gert
það allt hjálparlaust.
— Nei ,ekki hjálparlaust,
sagði hún rólega.
Ég vissi vel, hvað hún átti við.
Ef Bessie hafði myrt Don, kjmni
Tony að hafa hjálpað henni til
að losna við líkið. Ekki til þess
að bjarga henni. Ekki vegna
hennar, heldur móður sinnar. Ég
kveikti mér í vindHngi og reyndi
að rekja aftur í tímann, eftir
beztu getu. Raunverulega vissi
ég heldur lítið um þetta allt. Að-
eins það sem Maud hafði sagt
mér af giftingu hans: að Bessie
hefði verið með foreldra sína —
almennilegasta fólk — við brúð-
kaupið, að hún hefði gengið í
góðan skóla og allt þessháttar.
En vitanlega hefði sniðug stúlka
getað fengið sér lánaða foreldra
og svo logið öllu hinu.
— Þú skilur, að ég mundi
ekki þekkja hatna aftur, sagði
Lydia. Þú veizt hvernig þetta er
í þessum stóru skrifsbofum. Ég
vissi ekki einu sinni, hvað hún
hét, fyrr en eftir að þau voru
farin. Hún var bara eins og hver
önnur stúlka í mínum augum.
— Hvað hét hún?
— Marguerite Weston, kallaði
hún sig. Mér fannst, að minnsta
kosti þetta Marguerite-nafn eitt-
hvað grunsamlegt. Sjáðu til, Pat,
ég gæti nú komizt betur að
þessu. Eða réttara sagt, þú gætir
gert það fyrir mig, því að ég
get það ekki vel sjálf, vegna
hans Bills.
— Hvernig get ég það? Eftir
fimmtán ár?
— Það kynni að vera eitthvað
um það í gömlum blöðum. Þau
eru sennilega til hérna í bóka-
safninu. Jafnvel væri hugsanlegt,
að þar væri mynd af henni, þó
að ég hafi aldrei séð hana.
Ég lofaði að athuga málið, og
svo sagði hún mér ýmislegt um
Don, þar sem við sátum þarna
með ihávaðann frá Audrey og
félögum hennar, í eyrunum.
— Ég var bara átján ára, þeg-
ar ég hitti hann, sagði hún, —
en þú veizt nú alveg, hvernig
hann var. Þegar hann var
ungur, hefði hann getað
verið draumaprins hverrar
stúlku. Ég hitti hann í Paris.
Hann var í góðri stöðu þar, í
skrifstofu stórs amerísks útflutn
ingsfyrirtækis. Og svo var hann
fæddur hér í bæ. Hann átti eng
in skyldmenni, og það varð eins
Konar tengiliður milli okkar.
Hún hafði verið í París með
frænku sinni og frænkan hafði
verið þessu andvíg. Auk þess
fannst henni hann of gamall
handa mér. En.......þegar mað-
ur er á þessum aldri...... Hún
andvarpaði.
Að minmsta kosti giftust þau
í London. Kjóllinn hennar var
frá Patou og Don hafði sent
henni hvít brönugrös í brúðar-
47
vöndinn. Hún hafði verið afskap
lega hamingjUsöm. En svo varð
samdráttur i fyrirtækinu og það
hætti við þessa skrifstofu er-
lendis. Don var sendur til New
York og þaðan til heimabæjar
síns. Hann hafði ekkert lamgað
til að koma heim, en hún var
yfir sig hrifin. Þau keyptu svo
hús í Beverley fyrir hennar pen
inga og Don fór heim úr borg-
inni daglega.
En hann var kátur. Hann
hafði ánægju af samkvæmislífi.
Svo fæddist Audrey og eftir það
breyttist al’t. Ég var bundin við
heimilið, en hann ekki. Hann
var afskaplega hrifinn af barn-
inu, en.....
Hún leit á fingurinn á sér
þar sem hún hafði einu sinri
borið giftingarhringinn.
— Hann var mér aldrei trúr,
sagði hún. — Ég vissi það þá
þegar, en hann var svo iðrunar-
fullur, að ég fyrirgaf honum.
Ef ég hefði verið harðari við
hann, hefði hann kannski........
Röddin í henni dó út. Hún var
niðursokkin í sínar eigin hugs-
anir og ég sá fyrir mér Don, þeg
ar hann var að ríða út .á stóra
hestinum sinum á sunnudags-
morgnum. „Halló Pat, hvernig
gengur þér að láta stökkva?
— Ég datt af baki í gær.
— Það Keyrir nú undir íþrót'
ina. Láttu það ekki á þig fá.
Hópurinn á árbakkanum var
enn hávaðasamur, þegar ég for.
— Ég skal veðja, að þeir hafa
fundið hann.
— Fáið þið mér kíkinn, em
hver ykkar. Þú tapar, Lairy.
Þetta er gamall hjólbarði.
21. kafli.
Tony kom alls ekki heim um
nóttina og ég haíði nægilegt um-
hugsunarefni. Ef Bessie hafði
verið Marguerite Weston,
hvernig stóð hann þá? Segjum,
að lögreglan kæmist að þessu.
Það gæfi henni bendingu um
árásina á Bessie og jafnvel morð
ið á Don.
Ég svaf illa og um morguninn
fór ég í bókasafnið. Dan gamli
Reeves, sem hafði verið þar síð-
an á sokkabandsárum mínum,
varð hissa, þegar ég bað um að
fá að sjá gömul dagblöð. Klufck-
an eitt fór ég þaðan öll útötuð
í ryki, en engu nær en þegar
ég hafði komið. Fyrir fimmtán
árum hafði ekkert hneyks.is-
blað verið til í borginni, og
þarna var ekkert um strok
þeirra Donald M'organ og
Marguerite Weston. Aðeins smá-
frétt um skilnað Lydiu í Reno,
einu ári seinna.
Ég hringdi hana upp og sagði
henni frá þessu. Hún tók því
rólega.
— Þetta var víst eintóm vit-
leysa í mér, hvort sem var, Pat,
sagði hún. — Við skulum
gieyma því.
Þannig stóðu þá málin um
míðjan október í fyrra. Tvisv-
ar hafði verið brotizt inn í
Klaustrið. Don Morgan hafði
verið myrtur í leikhúsinu. Evans
hafði horfið og Bessie hafði orð-
ið fyrir skotárás og rétt sloppið
lifandi. Hjá fólki, sem þekkti
öll atvik innan frá, lágu marg-
ar skýringar fyrir, en hinir
ókunnugri, þ.e. allur almienning-
ur, botnaði hvorki upp né niður
í neinu. Það var enginn furða
þótt sú skoðun festi rætur, að
hér væri brjálæðingur á ferð-
ínni.
Og ég er ekki frá því, að
Maud sjálf væri komin á þá
skoðun.
— Það kynni að vera ástæða
til morðsins á hr. Morgan, sagði
hún. — Vafalaust hafa margir
viljað ryðja honum úr vegi. En
Evans — og nú Bessie?
Ég hefði getað svarið, að þetta
hefði ekki haft önnur áihrif á
hana en þau að gera hana ringl-
aða. Hún gat setið tímunum sam
an með hendur í skauti og horf-
andi á ekki neitt. Einu sinni á
dag fór hún einskonar píla-
grimsferð til svefnherbergis
Bessie, þar sem Bessie lá á
koddanum sinum, og í illu skapi.
Ég held, að Maud hafi haft örg-
ustu óbeit á þessum heimisókn-
um. Amy sagði, að æðaslátturinn
hjá henni hefði aukizt eftir þær.
Og Bessie var líka afundin og
ruddaleg við hana. Ég fór með
henni einn morguninn. Bessie
var klædd og lá á legubekk,
með þetta venjulega kvikmynda
tímarit í höndunum.
Hjúkrunarkonan varð að opna
læsínguna, til þess að hleypa
okkur inn, og Maud hreyfði and
mælum. — Góða min, heldurðu,
að það sé nauðsynlegt að hafa
alltaf læst að þér? Ef út í það
er farið, berum við áibyrgð á þér.
Bessie leit á hana kuldalega.
— Ég ireysti engum hérna, sagði
hún.
— Ég er hrædd um, að ég
skilji það ekki, Bessie.
— Ég er ansi hrædd um, að
þú skíljir það. Ef ekki„ skaltu
bara spyrja hann Tony.
— Tony? Þú heldur þó vænt-
anlega ekki, að......
— Hlustaðu nú á, sagði Bessie.
— Tony hefur ærna ástæðu til
að vilja mig feiga. Og hverjum
væri það ekki sama?
— Hvaða ástæðn, Bessie?
Hún leit á mig. — É sé nú
strax eina, sagði hún. — Og
hin...... nei, við skulum ekki
tala meira um það, nema ég
verði neydd til.
Þetta var nú ekkert fallegt,
og það var Bessie heldur ekki á
þessari stundu. En ég get nú orð
ið fundið henni afsökun. Hún
var raunverulega hcrædd ,og
núna, að minnsta kosti, var hún
ósjálfbjar.ga. Hún hefði gengið
í gildru og komst ekki út úr
henni. En hvað Maud snerti, þá
held ég ekki, að henni hafi noikk
urn tima dottið í hug, fyrr en
þá nú, að Tony væri neitt við
þetta riðinn.
Seinna sendi hún samt eftir
Dwight Elliott og bað mig vera
viðstadda samtalið við hann.
— Ég vil vera viss um, að
hann segi mér sannleikann —
allan sannleikann, sagði hún. —
Ég vil ekki, að hann fari neitt
að hlífa tilfinningum mínum.
En Elliott gerði engar tilraunir
í iþá átt. Hann reyndi fyrst að
fara undan í flæmingi. Vitan-
lega tryði þ«ví enginn maður, að
Tony hefði skotið á Bessie. En
hún var honum of sniðug. Áður
en lauk hafði hún frétt um byss-
una, sem saknað var og algjöran
skort Tonys á fjarverusönnun.
— Það verst við þetta er, sagði
hann, þar sem hann sat hátíð-
legur og snyrtilegur við rúm-
stokkinn hjá henni, — að Tony
fór þarna ekki að eins og hann
var vanur. Venjulega er það
svo, að eif hann ekki kemur heim
til kvölcOverðar, þá spilar hann
í klúbbnum. En þennan dag
gerði hann það ekki. Hann fór
aftur í skrifstofuna sína og var
þar heilan klukkutíma. Og síðan
fór hann í ailmenningsbókasafn-
ið.____________
— Bákasafnið, Dwight? Því
trúi ég nú bara efcki.
— En það gerði hann nú ein-
veiiingahúsið
KSKUR
BÝÐUR
YÐUR
HELGARMATINN
i handhasgum umbúðum iil að taha
HEIM
GRILLAÐA KJÚKLINGA
ROAST BEEF
GLÓÐARSTEIKT LAMB
GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ
GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR
HAM BORGARA
Gleðjið frúna —
fjölskjlduna — vinina —
— njótið
hinna Ijúffengu rétta
heima í stofujðar.
Eliiii
Efþér óskið
getið þér hringt og pantað -
við sendum leigubíl
með réttina heim
tiljðar.
K S KU R. matreidir fyriryður
olla daga vikunnar
Suðurlandsbrau114 sími 38550