Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1967
Svíar unnu
Dani með
20:13
SVÍAR og Danir léku lanðsleik
í handknattleik í gærkvöldi og
fór leikurinn fram í Kristian-
stad í Svíþjóð. Svíar unnu leik-
inn með 20 mörkum gegn 13, en
staðan í hálfleik var 9-7 þeim í
vil.
Sænska liðið lék mjög vel,
einkum í síðari hálfleik, og vann
þann hálfleik með 11 gegn 6.
Danska liðið brást algerlega
vonum mánna og var svipur hjá
sjón miðað við fyrri leiki.
Gösta Carlsson skoraði 4 af
mörkum Svía, en Bengt Johans-
son, Lennart Eriksson og Jan
Hodin 3 hver. •
Annar landsleikur milli þjóð-
anna verður í Forum í Kaup-
mannahöfn í kvöld, 30. des. —
Ætla má að Danir séu nú
hnuggnir mjög. Þeir hafa lítið
breytt liði lengi undanfarið og
gerð var aðeins ein breyting eft-
ir landsleikinn við Norðmenn á
dögunum. Má ætla að bylting
verði nú í danska liðinu — þrátt
fyrir sigurinn yfir Tékkum á
dögunum. Þá léku Tékkar sinn
4. leik í keppnisför á erfiðum árs
tíma við Dani og höfðu sumir
liðsmanna Tékka — að þeirra
sögn — fengið inflúenzu.
Pólska liðið.
Bezta liðPúllands kemur hingað
Leikur hér 4-5 leiki í Reykjavik og Akureyri en
það er fyrsta erlenda heimsóknin norður
B E Z T A handknattlið Póllands
um þessar mundir er væntanlegt
hingað til Iands n.k. fimmtudag á
vegum Hauka í Hafnarfirði. Þetta
er liðið Spójnia, sem kemur hing-
að með 12 leikmenn og hafa 9
þeirra leikið í pólska landsliðinu
og fjórir þeirra hafa leikið þar á
þessu keppnistímabili. Má hik-
laust ætla, að hér sé um mjög
gott lið að ræða. Megum við vera
minnugi mikils ósigurs isl. lands
liðsins í Póllandi í fyrravetur og
naums sigur yfir Pólverjum hér
heima.
Tíl marks um styrk Spójnia,
Albert. Bergþór, Axel.
FH heiðrar 3 kappa sína
AÐALFUNDUR knattsp.deildar
F.H. va>r haldinn sunnudaginn
17. des. s.l. Skýrsla stjónarinnar
um starfið á líðandi ári bar með
sér að starfið hefur verið þrótt-
mikið, og árangur hinna ýmsu
fiokka góður. Mfl. lék í 3. deild
og vann sig upp í aðra deild,
tapaði engum leik í deildinni.
Það má reyndar segja með sanni
að Mfl. hafi ekki tapað leik í
sumar hvað mörk snertir. Eini
leikurinn sem flokkurinn tapaði
var gegn Týr i Vestmannaeyjum
í bikarkeppni K.S.Í. en þar réði
hlutkesti.
Heildarárangur eftir sumarið
hjá öllum flokkium deildarinnar,
er nærri 70% í vinning.
Á sl. sumri tóku yngstu félag-
ar deildarinnar þ.e. 6. fl. 10 ára
og yngri í fyrsta sinn þátt í opin-
beru móti.
Keppt var við Hauka A og B
lið. Sigraði A lið F.H. A lið
Hauka Með samt. (2 Leikir) 6:0.
B liðin lék-u þrjá leiki og varð
alltaf. jafntefli, og var því ákveð-
ið að báðir flokkar fengu verð-
laun.
Á þessum aðalfundi voru þrír
meno heiðraðir. Það voru þeir
Axel Kristjánsson form. F.H. Al-
bert Guðmundsson og Bergþór
Jónsson. Það er venja hjá félag-
inu að þegar leikmaður hefur
leikið ákveðinn fjölda leikja fær
leikmaðurinn viðurkenningu.
Þetta miðast við 50 leiki, en nái
leikmaður þeim leikja fjölda
faer hann fagran skjöld, áletrað-
an með merki félagsins. Bergþór
Jónsson er fyrsti knattspyrnumað
urinn í F.H. sem hlýtur þessa
viðurkenningu og fer vel á þvi.
Axel og Albert hlutu F.H.
skjöldinn fyrir frábær störf í
þágu félagsins og deiídarinnar og
einnig fékk Albert 10 ára orðuna
fyrir frábært starf s.l. 10 ár. Það
væri full ástæða að skrifa langt
mál um þátt þeirra Axels og Al-
berts í íþróttamálum Hafnar-
fjarðar og þá sér í lagi fyrir F.H.
Ætla má að allur þorri fólks
geri sér ekki grein fyrir því
mikla starfi sem þessir menn
hafa innt af hendi á þessu sviði,
og þá er þáttur Bergþórs ekki
svo lítill, en við látum siikt bíða
betri tíma. Fráfarandi stjóm
deildarinnar var öll endurkjörin.
sem er frá Gdansk eru eftirfar-
andi staðreyndir:
1. Liðið varð nr. 2 í pólsku
deildarkeppninni 1963—64.
2. Liðsmenn félagsins urðu
uniglingameistarar Póllands 1965.
3. Liðið sigraði í pólsku bikar-
keppninni 1966.
4. Liðið er nú — að aflokinni
fyrri umferð í póisku deiida-
keppninni efst í deildinni.
5. Fjórir af leikmönnum liðsins
eru nú í landsliðinu, þeir Pnioci-
wski (sem 23 ára gamall hefur 41
landsleik að baki), Lech (með 14
leiki að baki), Szybka markvörð-
ur með 10 landsleiki og Wlazlo,
sem tvítugur hefur 20 leiki að
baki.
Liðið hefur leikið í ýmsum
löndum með góðum árangri og
má þar telja Danmörk, Sviþjóð,
Ungverjaland, A-Þýzkaland og
Sovét. Þjálfari liðsins Czerwinski
er einnig þjálfari pólska lands-
liðsins.
Leikimir.
Á fundi með fréttamönnum i
gær sögðu forráðamenn Hauka að
félagið stæði nú andspænis fyrstu
erlendu heimsókn þess. Höfðu
þeir vonast eftir að fá 3 leik-
kvöld í íþróttahöllinni, og telja
það lágmark til að heimsóknin
beri sig fjárhagslega. Vilyrði
hafa þeir aðeins fengið fyrir
tveimur leikkvöldum, en umræð-
ur standa yfir um hið þriðja.
Verði tvö leikkvöld leika Pól-
verjarnir gegn Fram á laugar-
daginn kl. 4 og á sunnudaginn
á sama tíma gegn FH.
Verði leikkvöldin þrjú færast
áðurnefndir leikir fram um einn
dag og leikur þá úrvalslið HSl
við Pól verjana á sunnudag.
En hvort sem leikir verða 2
eða 3 hér í Reykjavík verður
haldið ti'l Akureyrar og leikið
þar. Á mánudagskvöld leika
Akureyringar gegn þeim.
Þetta er fyrsta erlenda heim
sóknin til Akureyrar í hand-
knattleik — og má ætla að
handknattleiksunnendur þar
setji sig ekki úr færi að sjá
þetta ágæta pólska lið leika
— ekki sizt gegn Akureyring-
um sem þegar haia haslað sér
völl á sviði handknattleiksins.
Sterkt lið.
Haukar voru á ferð í Póllandi
í sumar er leið og léku þá tví-
vegis gegn Spójnia og unnu Pól-’
verjarnir í bæði skiptin með 5
marka mun. Markatalan í síðari
leiknum varð 13:18. Sögðu Hauk-
ar liðið leika léttan og hraðan
handknattleik, hraðupphiaup
mjög nýtt þegar færi gæfist. Línu
spil á liðið gott og góða nýtingu
hornanna. Þá hefúr það auk þess
menn með miklum stökkkrafti
sem skora af löngu færi. Mark-
verði á liðið 3—4 mjög svipaða
en laindsliðsmarkmaðurinn sker
sig þó nokkuð úr og er mjög
skemmtilegur leikmaður.
Liðið er sagt skipað áhuga-
mönnum, en það skipa nær ein-
göngu verkfræðingar og tækni-
fræðingar. Félagið á eigin höll
með ful'istórum velli og áhorf-
endarými og utan hússins stend-
ur malbikaður völiur í fullri
stærð með áhorfendarými. Liðið
æfir 2 tíma 3 i viku.
Þetta lið bjóða Haukar Reyk-
víkingum, Hafnfirðingum og
Akureyringum að sjá í vikulokin
næstu. Þeir láta ekki á sér
standa á sviði handknattleiksins
á árinu 1968.
Molar
JUNVETUS, ítölsku meistar-
arnir, eru komnir í 3. umferð
í keppni um bikar meistara-
liða Evrópu. I gær varð marka
laas leikur milli þeirra og
Rapid Bukarest, en Juvevent-
us vann heimaleik sinn 1:0.
Tveim leikmönnum var visað
af velli í leiknum.
Huddersfield vann Fulham
2:1 í framlengdum leik í bik-
arkeppni ensku deildarlið-
anna. Huddersfield mætir nú
Arsenal í undanúrslitum og
þá er leikið heima og heiman.
Þýzka liðið Werder Breim-
en vann bulgarska landsliðið
í knattspyrnu i leik í Bremen
með 3-1. K»m þetta á óvart
því búlgarstka liðið hefur ný-
■ ega unnið sinn riðil í undan-
keppni Evrópukeppni lands-
liða. í þýzka liðinu leika
Danirnir John Danielsen og
Ole Björneanose.