Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 11
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1967
11
Sig. Haukur Guðjónsson:
Hverju reiddist útgefandinn?
í dag, 28. des., birtist í Morg-
unblaðinu ritsmíð eftir hr. Gunn-
ar Einarsson forstjóra Prent-
smiðjunnar Leifturs h.f. Tilefni
þessa jólaþréfs útgefandans segir
hann vera ritdóm minn um bók-
ina „Hefnd Gula skuggans“ eftir
Henri Vernes. I upphafi vitnar
hann í ritdóm minn, þar sem
ég er að hæla bók hans, og tel-
ur ortS mín högg í andlit með-
borgarans. Hvernig les hann
slíkt úr orðum mínum? Af ramm
anum, er hann setur um tilvitn-
unina, mætti ætla, að hann
hneykslist á orðunum „skolp-
leiðslur stórborganna." Hann
veit það kannske ekki útgefand-
inn, að sagan gerist í skolpleiðsl-
um og neðanjarðarhvelfingum
Parísar? Þarf þó ekki lestur
nema í áttundu línu á kápu,
t.þ.a. fræðast um slíkt. Orðalagið
er því til bókarinnar sótt og
sé það álit útgefandans, að það
sé meiðandi fyrir me'ðborgar-
ana, nú þá fé ég ekki betur séð,
en sök mín sé sú að hafa ekki
breytt þessum orðum bókarinn-
ar. Illa trúi ég, að það sé álit
hans. Reiði hans er því ósvarað
enn.
Næst vitnar hann í þessi orð
mín: „Þýðingin er þokkaleg en
langt frá góð. Tilvísunarorð
klaufalega sett og dönsku áhrif-
in glotta til lesandans á mörgum
blaðsíðnanna“.
Kemur nú í ljós, að Magnús
Jochumsson er þýðandi bókar-
innar. Það ber að þakka, að út-
gefandi lætur það uppi þó seint
sé. Ég hefi aldrei efazt um það,
að hinn ágæti maður, Magnús,
hafi kunnað frönsku, og hefi held
ur ekki efazt um það, að hann
hafi þýtt bækur og gert það vel,
það stendur heldur hvergi, að
bókin sé þýdd úr dönsku, held-
ur að íslenzkan á bókinni sé
dönskuleg. Ég fullyrti, að þýðing
bókarinnar, er ég var að rit-
dæma, væri illa unnin og við
það skal ég standa. Látum bókina
sjálfa bera vitni. Tökum fyrst
„dönskuáhrifin".
Á bls. 70 standa þessi orð með-
al annarra: „Annars voru þessir
neðanjarðarkanalar venjulegast
þráðbeinir og dró það töluvert úr
hörðum árekstrum". (Alíh. svona
ritað í bókinni.) Þremur síðum
aftar er þessa setningu að finna:
„ — Það er kyndugt þetta ævin-
týri, sem þú hefur upplifað, yfir-
foringi."
Ég læt þessar tilvitnanir
nægja.
Snúum okkur næst að óljósri
efnismeðferð. Á bls. 114 standa
þessar setningar milli tveggja
greinarskila: „Miðstöð gerfilima-
rannsókna í Moskvu virðist hafa
tekið til athugunar að nota þessa
aðferð við flugið. Þannig gætu
flugmenn, sem fljúga hraðar en
hljóðið og svörin við fyrirskip-
anir heilans takmarkast af við-
brögðum vöðvanna, stjórnað me'ð
meiri árangri með því að senda
skipanir beint til gerfimanna,
sem önnuðust allar framkvæmd-
ir í þeirra stað.“
Á blaðsíðu 89 er þessa setn-
ingu að finna:
„ — Ég veit ekkert, þvert á
móti.“
Á blaðsíðu 15 standa þessi orð
meðal annarra:
„Þar að auki þykist ég þekkja
handbragðið hans á þessum
dauðsföllum af sjálfssefjun.“
Ef þessar tilvitnanir komast
á prent réttar, þá er óþarfi fyrir
mig að færa frekari sönnur á
hina þriðju fullyrðingu mína, að
bókin er líka illa prófarkalesin.
Það væri háð að halda því fram
að þessi þýðing Magnúsar væri
góð. Ég ætla útgefanda það ekki,
að hann reiðist mér fyrir það,
að hæðast ekki að svo ágætum
manni sem Magnúsi. Spurningu
minni í fyrirsögn er því enn
ósvarað.
Útgefandinn ræðir þessu næst
bækur þær, er ég nefndi í lok
rídóms mins sem dæmi um illa
frágengnar unglingabækur. Ber
hann mér þar á brýn, að ég svík-
ist um það verk, er mér er ,trú-
að til, að lesa bækurnar sam-
vizkusamlega.
Endalaust gætum við deilt um,
hvað átt sé við með lélegum
lestri bóka. Kom það glögglega
fram í viðtali Gunnars við mig
í síma í gær, að sjónarmið út-
gefanda og kaupanda virðast
stundum ósamræmanleg. Uni ég
því hið bezta að vera talinn
draga taum kaupenda. Þó vil ég
láta þess getið, sem hver sá, er
lesið hefur ritdóma mína, fær
líka séð, að ég er ekki nízkur
á lofsorðin, þá útgefendur vanda
bækur sínar.
Vera má, að útgefandinn sé
svona gramur vegna þess, að ég
fór rangt með nafnið á síðari
þókinni: „Jobbi, Denni og Tobbi
leysa vandann" í stað „Jobbi,
Denni og Tobbi leysa leyndar-
mál“. Víst er mér ljúft að biðja
hann afsökunar á þessum mis-
tökum. Ég hafði merkt við þau
til leiðréttingar, en læt nú þessa
afsökun nægja. Eg trúi varla,
að reiði hans sé af þessu sprott-
in. Hitt mun nær, að hann hafi
fengið það á tilfinninguna, að
ég sé að eltast við fyrirtæki hans.
Ég vísa því heim til föður-
húsa á ný, sem tilhæfuleysu. Mér
væri sönn ánægja að því að
skrifa vel um þá unglingabók frá
Leiftri, sem mér bæist í hendur
og góðrar umsagnar væri verð.
Minna vil ég útgefandann og á
það, að Morgunblaðið birti í
haust langt samtal við hann um
bækur forlagsins, já, og fallega
mynd af forstjóra a'ð auki. Til-
hæfulaust er því, að Morgunblað-
ið eltist við einn eða neinn í rit-
dómum sínum. Hitt er rétt, við
eltum uppi illa unnin verk, hvar
sem þau er að finna, nægja þar
engir titlar eða falleg nöfn til
varnar. Nöfn þýðanda, er útgef-
andi greinir nú frá, eru hreint
ekki ósnotur og ég veit með
vissu, að þau bera nokkrir valin-
kunnir menn, en að verk þeirra
séu hafin yfir gagnrýni er álit
Gunnars í Leiftri, ekki mitt.
Snúum okkur nú aftur að því,
hvort ég hafi af „illkvittni" drep-
ið á þessar bækur forlagsins. I
síðustu viku fyrir jól hélt ég í
bókabúð ísafoldar í Austurstræti.
Bað ég afgreiðslustúlku að færa
mér 5 bækur, sem uppfylltu eft-
irfarandi: 1. Bókin átti að vera
unglingabók. 2. Bókin átti að
vera prentuð á lélegan pappír.
3. Bókin átti að vera þýdd og
þýðanda ekki getið. 4. Bókin
átti að vera án útgáfuárs.
Stúlkan var hröð í snúning-
um og af sama borðinu rétti hún
mér á augabragði bækurnar 5,
er ég síðan fór með heim, las
tvær, skrifaði um þær, en gat
hinna. Hvernig getur útgefandi
nú orðið mér gramur fyrir það,
að af þessum bókum var nafn
forlags hans á tveim?
Enn spyr ég: Hverju reiddist
útgefandinn? Nýársbréf yrði
e.t.v. svar við því.
Billy lygari
Sviðið er stofa á heimili milli-
stéttarfólks í Bretlandi. Þar
búa hjón ásamt syni sínum,
Billy, og móður konunnar, sem
orðin er elliær. Billy er mesti
gallagripur — uppeldið á hon-
um hefur gjörsamlega mistek-
izt og hann grípur jafnan til
lyginnar, þegar að honum er
þjarmað. Hann stundar nám í
menntaskóla. og nýtur tölu-
verðrar kvenhylli, svo að um
tima er hann í senn trúlofaður
tveimur stúlkum og elskar
hina þriðju.
Atferli Billy setur óneitan-
lega svip á heimilisástæðurnar
— faðirinn er óspar á umvönd.
unarorð til sonarins, en móð-
irin reynir að draga taum
hans í lengstu lög. Eitt sinn
deila þeir feðgar heiftarlega,
og gömlu kon-unni á heimi'linu
verður svo mikið um það, að
hún fær slag og deyr litlu
síðar. Gerast nú margir at-
burðir í senn, sem ekki verður
lýst hér frekar, en eins og
sjá má á framansögðu gefur
þetta tilefrú til dramatískr.
ar meðferðar.*
Þannig segja þeir Kaith
Waterhouse og Willis Hall frá
brotabroti úr ævi Billy 'lyg-
ara í samnefndu leikriti, sem
Leikflokkur Litla sviðsins í
Lindarbæ mun frumsýna hinn
4. janúar n.k. Leikstjóri er Ey-
vindur Erlendsson, leikmyndir
gerði Birgir Engilberts, en þýð
inguna Sigurður Skúlason.
Hákon Waage leikur Billy,
Auður Guðmundsdóttir móður
ina, Jón Gunnarsson föðurinn,
og Jónína Jónsdóttir leikur
göm'lu konuna. Unnusturnar
leika þær Anna Guðmunds-
dóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir
og Sigrún Björnsdóttir, en Sig
urður Skúlason leikur vin
Billy.
Leikrit þetta hefur vakið
mikla athygli erlendis og hef-
ur a.m. verið kvikmyndað. í
Danmörku tók tiltölulega ó-
þekktur leikflokkur þetta
verkefni til meðferðar og
hlaut mikið lof fyrir hjá öll-
um gagnrýnendum. Verður
því næsta fróðlegt að fylgjast
með því, hvernig móttökur
leikritið fær hér í meðferð
Leikflokks Litla sviðsins,
sem áður hefur getið sér ágætt
orð fyrir uppsetninguna á Yfir
borðinu og Dauða Bessie
Smith.
Milll tveggja elda: Billy (Hákon Waage) og unnustumar tvær (Anna Guðmundsdóttir og
Guðrún Guðlaugsdóttir).
Billy og Lilly: Hákon og Sigrún Björnsdóttir.
Hjónin: Auður og Jón.
Frá Taflfclagi Kópavogs
Jólahraðskákmót félagsins fer fram í dag laugar-
daginn 30. des. í Gagnfræðaskóla Kópavogs og hefst
kl. 2 e.h.
Verðlaun veitt. Hafið klukkur og töfl meðferðis.
Öllum heimil þátttaka.
I Inghjónaklíibbur Suðurnesja!
Munið árshátiðina í Stapa í kvöld kl. 9.
Miðar fyrir félaga og gesti þeirra afhentir við inn-
ganginn.
Nokkrir lausir miðar seldir við innganginn.
STJÓRNIN.