Morgunblaðið - 30.12.1967, Side 13

Morgunblaðið - 30.12.1967, Side 13
MORGUNT3LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30, DES. 1067 13 Þjóðleifchúsið; Höfundur: William Shakespeare Þýðandi: Helgi Hálfdanarson Tónlist: Leifur Þórarinsson * Leikstjóri: Benedikt Arnason Leikmynd: Lna Collins ANNAN í jólum frumsýndi Þjóð- leikhúsfð gamanleikinn „Þrett- ándakvöld eða Hvað sem þið viljið" eftir William Shakespeare í íslenzkri þýðingu Helga Hálf- danarsonar. „Þrettándakvöld" er síðasti og að flestra dómi bezti „gullni gam anleikur" Shakespeares, saminn árið 1600 eða 1601. Nafnið á leiknum hefur valdið mönnum heilabrotum, því hvergi er vik- ið að jólum eða þrettánda í texta hans. Þeirri tilgátu hefur verið varpað fram, að hann hafi veríð frumsýndur á þrettándan- um, en mér þykir hitt líklegra að nafnið sé táknrænt: á sama hátt og þrettándinn er lokadagur jólagleðskaparins er leikritið síð- asti ómengaði gamanleikur Shakespeares. Kæti lífsins er kvödd, og við tekur hin ramma alvara harmleikanna miklu. að athlægi. Hann lætur blekkj- ast bæ'ði af sjálfum sér og öðr- um. Sama er að segja um Orsí- nó og Ólivíu: hann lifir í falskri ástarvímu sem magnast við hverja synjun, hún elur á ýktum söknuði eftir bróður sinn. Bæ'ði láta þau blekkjast af Víólu og bæði uppgötva þau sínar sönnu tilfinningar þegar blekingunum er svipt burt. Herra Andrés Agahlýr er enn eitt dæmi um sjálfsblekkinguna, og vitanlega láta allir nema Fjasti blekkjast af dulargervi Víólu. Einsog jafnan í verkum Shake- speares fela jafnvel gamanmál þessa tiltölulega áhyggjulausa gleðileiks í sér leit persónanna að sjálfum sér, sínu rétta eðli og gervi, sínum sönnu tilfinningum. í leikslok hafa Orsínó og Ólivía sigrazt á sjálfsblekkingunum og Efni „Þrettándakvölds" er £efið sig á vald sannri ást, jafn- hefðbundið: uppistaðan er dul- argervi og persónuruglingur, prakkarastrik og orðaleikir. En bakvið grínið hillir undir grimm- an veruleikann einsog jafnan í verkum Shakespeares, þján- ingu, einmanaleik, grimmd. Jafn- vel í gamanleikjunum brýzt fram tragísk skynjun skáldsins á mannlífinu. „Þettándakvöld" er rómantiskur gleðileikur sem ger- ist í Iliríu, einhverskonar ó- landi“ handan við veruleikann, en í allri rómantíkinni er verk- ið fullkomlega raunsætt í mann- lýsingum sínum og túlkun mann- legra samskipta. Gamanið í „Þrettándakvöldi" er bæ'ði græskulaust og grátt. Það er m.a. fólgið í ýmiskonar orðaleikjum og útúrsnúningum, sem einatt í>úa yfir dýpri merk- ingu er virðast má við fyrstu sýn. Hinsvegar er höfuðvið- fangsefni leiksins sjálfsblekking- in og það sem af henni getur leitt. Höfundurinn nefndi leik- inn í öndverðu „Malvólíó", eft- ir brytanum sjálfumglaða, og gefur það ótvírætt til kynna hvar hann taldi þungamiðjuna liggja. Malvólíó er blindur af sjálfs- elsku og metnaði og því næsta auðveld bráð bragðarefunum sem vilja blekkja hann og gera vel herra Tóbías Búlki hefur uppgötvað sínar sönnu tilfinning- ar til Maríu, og allt ætti að vera í lukkunnar velstandi, en þó vantar talsvert á að svo sé. Tveir einstaklingar deila ekki gleði hinna, þeir herra Andrés Aga- hlýr og Malvólíó, og raunar er sá þriðji, fíflið Fjasti, einnig ut- angátta vfð gleðina, enda er hann „sjáandinn" í leiknum, lætur ekki blekkjast af látalátum eða dulargervum — það er einsog um hann leiki kaldi frá þeim trag- ísku hetjum sem í vændum eru frá hendi meistarans; hann er í senn dapur og ljóðrænn, háðskur og alvarlegur, vekur manni grun um örlagaflækjur undir ýfirborði gáska og hálfkærings. Jólasýning Þjóðleikhússins á þessum hugtæka gleðileik var velviðeigandi og tókst betur en fyrri Shakespeare-sýningar stofnunarinnar, þó mikið vant- aði á að hún lánaðist. Leikmynd og sérstaklega búningar Unu Collins voru verulega snjallt verk; leikmyndin einföld og samt tilkomumikil, breytingar á henni gerðar með fljótvirkum og hug- kvæmum hætti; búningar litrík- ir, íburðarmiklir og smekklegir. Ytri umgerð sýningarinnar var semsagt í bezta lagi og túlkun einstakra leikenda oft me'ð ágæt- um, en samt voru heildaráhrifin furðulega lítilvæg og jafnvel Orsínó (Erlingnr Gíslason) og Víóla (Kristbjörg Kjeld). gerði hann í senn hlægilegan og brjóstumkennanlegan, ávann honum samúð áhorfenda þrátt- Andrés Agahlýr (Bessi Bjamson), Tóbías Búlki (Flosi Olafs son), María (Margrét Guðmunds- dóttir), Fjasti (Ævar Kvaran) og Fabían (Sverrir Guðmunds on). Víóla og Ólivía (Jónina Ólafs dóttir). víða neikvæð. Það vantaði með öðrum orðum andann í athöfn- ina, það innra líf og kraft sem megnaði að hrífa leikhúsgesti. Þetta stafaði fremur öðru af allt- of hægum gangi sýningarinnar: hún bókstaflega dragnaðist áfram, án snerpu eða tilþrifa nema á stöku stað. Er helzt svo að sjá sem íslenzkir leikendur geti ekki farið með bundið mál nema á hæ’gagangi, og er fátt fjær anda Shake- speares. Ýmis brögð leik- stjórans, Benedikts Árnasonar, til að blása lífi í sýninguna tók- ust miðlungi vel, svosem hlaup- in upp og niður tréverkið. Inn- gangurinn að leiknum, þar sem Fjasti leiðbeinir hljóðfæraleik- urunum, var ekki heldur til þess fallinn að vekja eftirvæntingu eða rétta stemningu — öll þessi hægu umsvif verkuðu nánast einsog svefnskammtur. Þetta var þeim mun meinlegra sem ýmislegt í túlkun einstakra leikenda var athyglisvert og víða ljómandi vel af hendi leyst. Rúrik Haraldsson dró t.d. upp heilsteypta og eftirminnilega mynd af þeim lánlitla Malvólíó, fyrir beiskju hans og sjálfsþótta; greinilega gerhugsuð túlkun. Erlingur Gíslason lék Orsínó af myndugleik og glæsibrag, skil- aði textanum flestum betur og tjáði yfirdrifna ástarvímu her- togans með sannfærandi hætti, en sinnaskiptin í leikslok urðu ekki eins trúverðug. Kristbjörg Kjeld lék Víólu og léði henni þann drengilega þokka sem hæfði erfiðu hlut- verki hinnar dulklæddu, ást- sjúku meyjar, sem er gagntekin af hertoganum en vekur óvart ástir kynsystur sinnar, Ólivíu. Geðbrigði hennar voru nær- færnislega túlkuð og framgangan öll kankvís. Jónína Ólafsdóttir, ung og lítt reynd leikkona, fór með hlut- verk Ólivíu greifynju og vakti athygli með góðri framisögn og öruggum, fasmiklum en þó hóg- værum leik. Það var reisn yfir greifynjunni og sannfæringar- kraftur. þó á s'töku stað væru leiktilburðir ívið ýktir. Þriðja kvenhlutverk leiksins, Maríu stallmey Ólivíu, lék Mar- grét Guðmundsdóttir hlýlega og af þó nofckurri kæti. Reyndar gerir hlutverkið ráð fyrir meiri ærslagangi, kynþokka og smit- andi kátínu en Margrét virðist ráða yfir. en túlkun hennar var mjög geðþekk innan síns þrönga ramma. Tveir höfuðgalgopar leiksins, drykkjubræðurnir herra Tóbías Búlki og herra Andrés Aga- hlýr, voru leiknir af Flosa Ólafs- syni og Bessa Bjarnasyni. Tóbías Flosa var allsvakalegur drykkju- bolti og gleðimaður, en més fannst vanta í hann ýmsa fín- legri þætti heldrimanna, svosem hóflega kvensemi og tvíræði í háttum og orðsvörum. Andrés Agahlýr var í meðförum Bessa yfirmáta skringilegur og hégóm- legur, sannkallað viðrini, enda vakti hann oft verðskuldaðan hlátur, en hann var alveg á mörkum þess að falla inní heild- armyndina og fór raunar stund- um útí hreinan farsa. Fjasti, fíflið hennar Ólivíu, var í höndum Ævars Kvarans, sem í þetta sinn brást algerlega boga- listin. Hlutverkið varð hvorki fugl né fiskur, hvorki skemmti- legt né sérkennilegt, og virtist mér sem leikarinn væri eittíhvað mfður sín. Að minnstakosti fór textinn meira og minna í handa- skolum undir lokin, bæði í atrið- inu með Malvólíó í 4. þætti og svo í 5. þætti. Með minni hlutverk fóru Gísli Alfreðsson, Gunnar Eyjólfeson, Sverrir Guðmundsson, Jón Júl- íusson. Guðjón Ingi Sigurðsson, Lárus Pálsson, Valdimar Lárus- son og allmargir statistar. Einsog fyrr segir var frammi- staða margra einstakra leikara góð, en sýningin í heild gliðn- aði sundur og rann útí sand- inn. Er leitt að svo skyldi fara um þetta vinsæla og velsamda verk. Spurningin er, hversvegna ekki eru til kvaddir erLendir úr- valsleikistjórar þegar svo viða- mikil og vandmeðfarin verk eru tekin til sýninga. Við verðum fyrr en síðar að horfast í augu við þá dapurlegu staðreynd, að enn sem komið er höfum við ekki eignazt leikstjóra fyrir verk Shakespeares. Tónlist við sýninguna á „Þrett- ándakvöldi" samdi Leifur Þórar- insson, og varð hún til að draga talsvert úr drunganum sem yfir henni hvíldi. Hugblær laganna var hárréttur og sum þeirra gull- falleg á að hlýða. Er goöt til þess að vita, að leikhús höfuð- staðarins veita hinu hugkvæma tónskiáldi hvert verkefnið a£ öðru. Framhald á bls. 17 Þrettándakvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.