Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 24
Mettttnltfftfrife
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1967.
Síldin mun halda sig á Austur-
landsmiöum fram eftir janúar
Bátar reiðubúnir að fara út
þegar veður leyfir
SÍLDIN mun að öllum líkindum
balda sig á svipuðum slóðum úti
fyrir Austurlandi fram eftir jan
úarmánuði. Hamli veður ekki
ætti engin fyrirstaða að verða
fyrir þvi að veiða þar söltunar-
sild fram eftir mánuðinum. Þetta
kom fram hjá Jakobi Jakobs-
syni, fiskifræðingi, er Mbl.
spurði hann um þessi mál i gær.
Jakob sagðist telja líklegt að
síldin yrði á svipuðum slóðum
úti fyrir Austurlandi fram eftir
næsta mánuði. en hún hefur að
undanförnu haldið sig í 90 til
120 mílna fjarlægð frá ausfur-
3 íslenzkir málarar
sýna í Astralíu
ÞRÍR íslenzkir málarar taka þátt
í opinberri norrænni farandsýn-
ingu, sem haldin verður í Ástra-
líu næsta ár. Verða nitján mál-
verk íslenzku málaranna á sýn-
ihgunni, flest eftir Jón Engil-
berts, níu alls.
Boð um þátttöku i þessari sýn-
ingu kom til Norræna listbanda-
lagsins, sem Félag islenzkra
myndlistarmanna er aðili að.
Samkvæmt upplýsingum Kjart-
ans Guðjónssonar hafði fyrst
ekki legið fyrir hvort öilum Norð
urlöndum væri ætluð þátttaka,
en boðið var stíla'ð til Danmerk-
ur. Bar þetta mál á góma á fundi
Norræna listbandalagsins i vor
og var þar samþykkt, að Danir
einir tækju þátt í sýningu þess-
ari. í haust kom svo orðsending
frá Dönum með alllitlum fyrir-
vara, þar sem lýst var þeirri ósk
ástralska sendiráðsins í Kaup-
mannahöfn, að málarar frá öllum
Norðurlöndum tækju þátt í þess
ari farandsýningu.
Kólnandi
norðvestan
í GÆR var útsynningsveðrátta
hér á lamdi. Á Vesturlandi voru
snörp él með hagli og snjó en
vægu frosti. É1 þessi náðu allt
austur fyrir Mýrdalsjökul og á
Norðurlandi austur fyrir Eyja-
fjörð. Var vonzkuveður víða
fyrir norðan og komst vindur í
níu vindstig á nokkruim stöðum.
Tíu vindstig mældust á Stór-
höfða í gær. Á Austurlandi var
hægari vindur og bjart veður.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mtol. aflaði sér hjá Páli Berg-
þórssyni á Veðursfotfunni i gær-
kivöldi voru lí'kur til að í dag
gengi meira í norðvestanátt.
Taldi hann líklegt að dragi úr
veðri og færi kólnandi.
Bílnr út nf vegi
- engin óhöpp
VEGFARANDI, sem fór um
Hafnarfjarðarveg eftir kvöld-
mat í gærkvöldi, hringdi til
biaðsins og skýrði frá því, að 5
til 7 bílar hefðu verið utan veg-
ar frá Kópavogslæk til Hafnar-
fjarðar. Kvað hann gífurlega
hálku á veginum.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu í Kópavogi og Hafnarfirði
var ekki um nein alvarleg óhöpp
að ræða í umferðinni.
Var naumur tími til stefnu, því
koma þurfti málverkunum héð-
an í skip með aðeins tiu daga
fyrirvara. Sýningarnefnd Fé-
lags íslenzkra myndlistar-
manna kaus þrjá íslenzka mál-
ara til að taka þátt í þessari sýn
ingu, þá Jón Engilberts, sem
sendir níu myndir, Benedikt
Gunnarsson, sem sendir sjö og
Jóhannes Jóhannesson, sem
sendir þrjár myndir.
Sýningin verður opnuð í apríl
næsta vor og mun standa yfir í
eitt ár. Hún mun flytjast á milli
helztu borga í Ástralíu.
Viðræðufundur
3. junúur
BÁTAKJARASAMNINGAR í
verstöðvum við Faxatflóa eru
lausir frá áramótum. í fyrradag
var haldinn fyrsti viðræðufund
ur milli sjóimanna og útvegs-
mamna og annar fundur hefur
verið boðaður 3. janúar n.k.
ströndinni. Fitumagn síldarinnar
ætti að vera nær því óbreytt
þann tíma, sem hún kemur til
með að vera á þessum slóðum, en
fitumagn síldarinnar fellur hægt
á þessum tíma, eða um 1—2% á
mtánuði. Ætti því ekkert að vera
því til fyrirstöðu, að siM yrði
söltuð eittihvað fram eftir jan-
úar.
Upp úr miðjum janúar taldi
Jakob liklegt að síldin færi að
hreyfa sig austur á bóginn í átt
til Noregs. Hann mun verða á
miðunum og fylgjast með ferð-
um hennar, en ráðgert er að
Árni Friðriksson fari áleiðis á
síldarmiðin fyrir Austurlandi
strax upp úr áramótum.
Undanfarið hefur ekki gefið
á miðin fyrir Austurlandi, en
bátar liggja á Austfjörðum reiðu
búnir að fara út strax og veður
leyfir.
Sí'ldarverð hefur sem kunnugt
er ekki verið ákvarðað nema til
31. desemtoer, en Verðlagsráð
sjávarútvegsins hefur verið á
fundurn og nýrrar verðéikvörð-
unar etf til vill að vænta í dag.
Stjörnublysin veita ánægju og þau eru hættuminnst. Minnist þess
krakkar, þegar þið gerið áramótainnkaupin. (Ljósm. Mbl. Sv.Þ.)
Happdrætti Háskólans greiddi
út nær 20 millj. á fáum dögum
Fólk er á bidlista eftir miðaröðum — ef losna
HAPPDRÆTTI Háskóla íslands
greiddi út vinninga að upphæð
15—20 millj. kr. á örfáum dög-
um fyrir jólin og sagði Páll H.
Pálsson framkvæmdastjóri happ
drættisins að aldrei á 25 ára
starfsferli hans við Happdrætti
Háskólans hefðu vinningar verið
sóttir jafn vel og nú.
Páll sagði að vinsældir Happ-
drættis Háskólans hetfðu senni-
Blindhríö á Öxnadals-
heiði og ófært um hana
EKKI voru horfurnar góðar varð
andi færð á þjóðvegum landsins,
þegar Mbl. hafði samband við
Vegamálaskrifstofuna í gær.
Blindbylur var á Öxnadalsheiði,
og ófært þar yfir vegna veðurs,
en jafnframt fór veður versnandi
í Eyjafirðinum. Þá voru hriðar-
byljir komnir hér sunnanlands
seinni hluta dags í gær, og kom-
in mikil hálka á vegi í næsta
nágrenni Reykjavíkur. Vegagerð
in varar ökumenn við því, að
lausasnjór hefur fallið ofan á ís-
inguna á veginum, og að þeir
séu því fyrir sök enn hálli en
ella.
í gær aðstoðaði Vegagerðin
bíla á leiðinni norðuT um land.
Vegirnir yfir Bröttubrekku og
Hotltavörðuheiðd voru mokaðir,
og eins var hreinsað atf fjallveg-
um á Snæfellsneisi eftir þörfum.
Þá þurfti að hreiusa snjó atf veg-
uim í Vaitnsskarði og í Blönduhlíð
í SkagafirfSi, en í fyrradag var
teiðin til Siglutfjarðar opnuð, en
hún lokaðist strax um kvöldið.
Ráðgert var að opna leiðdna ti'l
Akureyrar í gær, en á Öxnadals
heiði var blindbylur allan dag-
inn í gær, og komst aðeins einn
bíll yfir heiðina. >ó þurftu menn
að ganga á undan honum til að
vísa leiðina. Bilar sem voru á
leið suður frá Akureyri urðu að
snúa við, þegar kom að Bakka-
seli. Snjómoksturstæki voru kom
in að heiðinni, en þau gátu ekk-
ert aðhafzt vegna veðurs. Var út
litið þar síður en svo gott siðla
í gærkveldi.
í»á fór veður versnandi í Eyja
firðinum seinmi hluta dagis í gær,
en fært var til Dalvíkur og um
héraðið. Einnig var fært til Húsa
víkur um Dalsmynni fyrir stóra
bíla. Áformað er að reyna að
hjálpa bílum ytfir Öxnadalsíheiði
í dag, en það er eðliiega allt
undir veðrinu komið.
Næst aðstoðar vegagerðin á n.
k. þriðjudag á leiðnni Reykja-
vík—Akureyri.
»a aldrei verið meiri en nú.
Mjög mikil eftirspurn værd eftir
röðum atf miðum, og væru lang-
ir biðlistar hjá flestum umtooðs-
mönnuim í Reykjavík og viða
einnig úti á landi, etf slikdr mið-
ar skyldu losna. Það væri æ al-
gengara að startfshópar eða hóp-
ar fólks sem á annan hátt hef-
ur samstarf sín á milli samein-
aðist um fleiri happdrætt.ismiða
— og allir vilja helzt raðir.
Stóraukin sala er t.d. á Hofs-
ósi, en þar unnu félagar er áttu
röð miða hæsta vinning og auka
vinninga líka og hlutu þannig
1100 þús. kr. samtals. Þarna hafa
aðrir kippt við sér þegar sam-
borgarar þeirra fengu slíka jóla
gjötf. Og sama má reyndar segja
um al'lt Norðurland, þar vilja
menn freista gæfunnar í Happ-
drætti Hásikó'lans þrátt fyrir það
að víða sé erfitt í ári um stund-
arsakir, sagði PáU.
Nú milli jóla og nýárs hefur
verið góð endurnýjun og það eru
tilmæli Hapi>drættisins, að fólk
hafi sem fyrst samband við um-
boðsmenn sína og láti vita, hvort
það ætM að halda éfram eða
sleppa miðum, því eins og fyrr
segi-r eru víðast bið’listar eftir
miðaröðum.
Ekki orðið vnrt við Asíu-
inflúenzu hér
VEGNA fréttar um Asíu-inflú-
enzufaraldur, sem mjög hefur
orðið vart við í Bretlandi að und
anförnu, sneri Mbl. sér til Braga
Ólafssonar, aðstoðarborgarlækn-
is, og spurði hann hvort vart
hefði orðið við inflúenzu þessa
hér.
Bragi sagði, að ekki væri
vitað um nein tilfelli hérlendis
enn sem komið væri. Hann kvað
borgarlæknsemtoættið þegar hafa
hatft samtoand við rannsóknar-
stöðina að Keldum, og fengið
þar þær upplýsingar, að sam-
kvæmt heilbrigðiisskýrslu, sem
barst til rannsóknarstöðvar-
innar frá aiþjóða/heilbrigðismála-
stofnuninni, væri vitað um Asdu
inflúenzu í Bretlandi í desem-
ber, svo og í Danimörku og Banda
ríkjunum nokkru fyrr, en í engum
þessum tilfelluim hefði verið um
farsótt að ræða. Bragi sagði, að
sjálfsögðu yrði fylgzt mjög ná-
kvæmlega með framgangi þess-
ara mála, og þær ráðstafanir
gierðar sem tilhlýðilegar þættu.
Síðosti
verzlunordogur
úrsins
VERZLUNARMENN vilja minna
allmenning á að í dag er síðasti
verzlunardagur érsins, því gaml
ársdag ber nú upp á sunnudag.
Verzlanir verða opnar ti'l kl. 12
á hádegi í dag.
Á nýársdag eru allar verzian-
ir lokaðaT og jaínframt skal
fólki á það bent að verzlanir eru
almennt lokaðar 2. janúar vegna
vörutalningar.