Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR »0. DES. VMf Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. A AÐ BANNA NÚTÍMANN? að er vissulega rík ástæða til þess að fagna því, að Framsóknarblaðið birti í gær kafla úr ræðu, sem Skúli Guðmundsson, einn af þing- mönnum Framsóknarflokks- ins, flutti við lokaafgreiðslu fjárlaga á Alþingi fyrir skömmu. Þar gerir þessi þingmaður m.a. að umtalsefni bók, sem Ríkisútgáfa náms- bóka gaf út fyrir skommu og nefnist „Nútímaljóð handa skólum". Þessi ræða gefur í hnotskurn gleggri lýsingu á stefnumálum og hugsjónum Framsóknarflokksins en flest annað sem úr þeim herbúðum hefur komið um langt skeið. Hún sýnir t.d. að meira aftur- hald er ekki að finna í þessu landi en Framsóknarflokkinn. Þessi þingmaður Framsókn- arflokksins ber saman skóla- Ijóð, sem gefin voru út um aldamótin og hann las og nam í æsku sinni og verk nútíma- ljóðskálda íslenzkra og af ræðu hans er greinilegt, að hann telur verk hinna síðar- nefndu „andlega gengislækk- un“, sem sé mun skaðlegri en gengislækkun hins íslenzka gjaldmiðils. Nú er það vafalaust svo að menn hafa skiptar skoðanir á nútímaverkum Ijóðskálda, rithöfunda, málara, tónskálda og annarra listamanna. Þann- ig hefur það jafnan verið um listamenn samtímans hverju sinni. En Skúli Guðmundsson gengur skrefi lengra. Hann flytur vanþóknun sína á þess- um verkum inn í þingsali við afgreiðslu fjárlaga og gefur þar með glögglega í skyn, að Alþingi eigi ekki að veita fé til þeirrar þokkalegu iðju, sem miðar að því að kynna nútímamönnum nútímalist. Annar skilningur verður ekki lagður í ræðu hans en sá, að Alþingi eigi beinlínis að bregða fæti fyrir slíka starf- semi eða í hreinskilni sagt, koma í veg fyrir að æska ís- lands kynnist verkum lista- manna sinnar samtíðar. Hér talar rödd Framsóknarflokks- ins og hér talar rödd liðinna tíma. íslendingar kunna vel að meta verk listamanna og ljóðskálda fyrri tíma en íslendingar vilja einnig kynn- ast verkum sinnar samtíðar. Hér ríkir ekkert ráðstjórnar- skipulag, sem skammtar mönnum það lesefni, sem nýtur velþóknunar ráða- manna, hverjir sem þeir eru á tilteknum tímum. Hin „andlega gengislækk- un“ sem Skúli Guðmundsson talar um á ekki við íslenzka þjóð í dag en hún lýsir glögg- lega því hugarástandi, sem ríkir innan Framsóknar- flokksins, þar sem menn löngu liðinna tíma makka saman um leiðir til þess að beita úrræðum fyrri tíma við lausn vandamála nútímans. Ræða Skúla Guðmundsson- ar lýsir annars vegar því að hugsunarháttur liðinnar aldar situr enn í fyrirrúmi í Framsóknarflokknum og hins vegar hættulegum tilhneig- ingum til þess að álíta það hlutverk valdhafanna að ákveða hverjum listaverkum fólkið í landinu eigi að kynn- ast. Slíkt háttalag er velþekkt annars staðar frá. Að mati Skúla Guðmundssonar og flokksbræðra hans á greini- lega að banna nútímann. ÓÞOLANDI ÁSTAND í GRIKKLANDI að er nú komið í ljós að náðun grísku herforingja- stjórnarinnar á pólitískum föngum er ekki jafn víðtæk og ætlað var í upphafi og marka mátti af fyrstu yfirlýs- ingum frá Aþenu um þetta mál. Jafnframt er komið í ljós að þeir sem töldu vafa- samt, að hér væri um víðtæk- ar náðanir að ræðu höfðu rétt fyrir sér. En það virðist einn- ig greinilegt að ágreiningur hefur ríkt innan herforingja- stjórnarinnar um málið og líklegt að hinir öfgafyllstu í þeim hópi hafi haft sitt fram, en aðrir orðið að láta undan síga. Sakaruppgjöfin í Grikk- landi er því nánast kák eitt og vonir þeirar, sem gerðu sér hugmyndir um annað hafa brugðizt herfilega. Ástandið í Grikklandi er löngu orðið óþolandi. í vöggu lýðræðisins, því landi, sem verið hefur fyrirmynd lýð- ræðislegra stjórnarhátta vest- rænna ríkja, er nú beitt ein- ræðisfullum aðgerðum, sem eru lítið betri en „stjórnlist" kommúnista í Austur-Evrópu. Dagblöð eru ritskoðuð, sak- lausu fólki varpað í fangelsi fyrir hlægilegar sakir og hinir furðulegustu tilburðir hafðir í frammi. Því hljóta að vera takmörk sett hversu lengi hægt er að veita slíkum stjórnarherrum jafnvel hina takmörkuðustu viðurkenn- ingu... ........ Johnson og andstæðingar hans innan Demokrataflokksins SÚ skoðun er útbreidd í Bandaríkjunum, að Lyndon B. Johnson, forseti, sé nú, þeg ar í hönd fer nýtt ár, er fram eiga að fara forsetakosning- ar, í mjög svipaðri aðstöðu og Harry Truman 1948, þegar hinn síðarnefndi átti við mikla erfiðleika að etja. Rétt eins og fyrir 20 árum verður forsetinn nú að verj- ast árásum andstæðinga sinna bæði úr vinstri og hægri armi flokks síns. Hvorki hinn frjálslyndi öldungardeildar- þingmaður Eugene McCarthy, sem hvað ósleitilegast allra gagnrýnir stefnu forsetans í Víetnam, eða hinn afar íhalds sami George Wallace, fyrrv. . ríkisstjóri í Alabama, sem beitir sér af alefli gegn stefnu Johnsons um að draga úr kynþáttamismunun hvítra manna gagnvart blökkumönn um, eiga þess nokkra von að ná kjöri, sem frambjóðendur Demókrataflokksins í forseta- kosningunum. Þeir geta ekki orðið Johnson hættulegir á flokksþinginu, er það fer fram í Chicago, en gætu hins vegar veikt svo aðstöðu hans, að honum tækist ekki að fá hreinan meirihluta, þegar kosið verður í forsetakosning unum í nóvember á næsta ári. Þessi hætta kann að verða mjög alvarleg fyrir forsetann, ef Wallace leggur út í kosn- ingabaráttuna, sem ellegar yrði einvígi forsetans og keppinauta hans úr Republik anaflokknum, sem leiðtogi þriðja flokksins. Þessi svarni andstæðingur kynþáttajafn- réttisins nýtur í Suðurríkjun- um vinsælda, sem kynnu að nægja honum til sigurs í sex rikjum, þar sem Goldwater hafði gæfuna með sér 1964. Ef bilið milli republikana og demókrata verður mjótt, þá kunna þau atkvæði, sem Wall ace fær, að verða til þess, að hvorugur frambjóðenda stóru flokkanna næði hreinum meiri hluta. f slíku tilfelli ætti fulltrúa- deild bandaríska þignsins að velja hinn nýja forseta sam- kvæmt stjórnarskránni. Ef til þess myndi koma, væru horf- ur á kjöri Johnsons slæmar og þá einkum, ef sú von repu- blikana næði fram að ganga að vinna af demókrötum þau 31 þingsæti, sem stjórnarand- staðan þarf að fá til þess að ráða yfir hreinum meiri hluta. Wallace telst aðeins að nafni til til demókrata. Enda þótt hann sé meðlimur þess flokks, stendur hann demó- krötum stjórnmálalega séð fjær en nokkur republikani. Afstaða McCarthys er á ann- an veg farið. Hann hefur að vísu gert uppsteit gegn for- setanum, en gætir þess að halda sér innan ramma þess flokks, sem bæði hann og for setinn tilheyra. Til þess hef- ur öldungardeildarþingmann- inum ekki tekizt að koma fram með neina fullkomlega sannfærandi skýringu á að- gerðum sínum. Hann játar það sjálfur, að það sé von- laust fyrir sig, að sigra Johnson í kosningunni um for setaframbjóðanda flokksins. Aðgerðir hans virðast til- gangslausari fyrir þá sök, að þær hljóta að leiða til sundr ungar í Demokrataflokknum og geta leitt til þess, að demo kratar verði að hafa sig á brott úr Hvíta húsinu. Sennilegast hafa kringum- stæður í heimaríki McCart- Eugene McCarthy hys, Minnesota, átt sinn þátt í ákvörðun hans. Hinn póli- tíski bakhjarl hans er í þessu ríki alveg eins og Humph- reys varaforseta. Johnson var í vafa um það 1964, hvorn þessara tveggja öld- ungardeildarþingmanna frá Minnesota hann ætti að velja til framboðs með sér sem varaforseta. Sá grunur, að McCarthy kunni enn að vera fullur gremju vegna þeirra vonbrigða, sem hann varð fyrir þá, er sennilega út í hött. Það liggur nær að álíta, að hin andstæða skoðun hans við Humphrey varaforseta í Víetnammálinu hafi dregið úr áhrifum hans í heimaríki sínu og að hann vilji bæta sér það upp með þeirri at- hygli, sem hann hlýtur að beina að sér með því að skora forsetann á hólm í kjör inu um forsetaframbjóðanda flokksins. Þetta þýðir ekki, að þær siðferðislegu ástæður, sem McCarthy heldur fram, að liggi að baki skoðunum sín- um varðandi Víetnam, séu ekki í samræmi við sannfær- ingu hans. Á meðal hinna harðsoðnu atvinnustjórnmála manna, sem í meirihluta eru í öldungadeildinni, er hann maður, sem vakið hefur á sér athygli fyrir glæsibrag, fjölþætta menntun, hugsjón- ir og þótt laus við að olnboga sér áfram á kostnað annarra. Það getur aðeins orðið til þess að draga úr þeirri móð- ursýki varðandi Víetnam- stríðið, sem komið hefur upp í ýmsum bandarískum stór- borgum, að þeir, sem þar hafa átt hlut að máli, hafa öðlazt jafn alvarlega hugsandi talsmann og McCarthy öldung ardeildarþingmann. Hins vegar er almennt ekki farið jafn jákvæðum orðum um þær aðferðir, sem hann hefur lagt til, að beitt verði við lausn á Víetnam- deilunni. Áætlanir hans þykja barnalegar og það kemur meira á óvart en vænta mætti af stjórnmála- manni, sem gert hefur Víet- nam að miðdepli stjórnmála- stefnu sinnar, því að gera verður ráð fyrir, að hann hafi kynnt sér allt, sem varð ar Víetnam og styrjöldina þar, mjög gaumgæfilega. Þess verður hins vegar lít- ið vart. Hann mælir með því, að hin svonefnda Þjóðfrelsis- hreyfing, þ.e. Víetcong fái hömlulaust að taka þátt í stjórn landsins. Hann leggur enn fremur til, að láta Víet- cong öll þau landsvæði eft- ir, sem stjórnarvöldin í Saig- on hafa ekki örugglega ráð yfir. Síðarnefnda tillagan er alls ekki ný, heldur er þar aftur tekin upp kenning Gav- ins hershöfðingja um að láta andstæðingunum mestan hluta landsins eftir að und- anskildum þeim svæðum, þar sem herbækistöðvar Banda- ríkjamanna eru. Hernaðarsér fræðingar hafa fyrir löngu talið sig hafa sýnt fram á, að sú kenning, að með þess- um hætti yrði mannfall Bandaríkjamanna minna, hafi ekki við rök að styðj- ast. Sú kenning McCarhys virð ist ekki síður byggð á sandi, að það myndi reynast auð- veldar að komast að sam- komulagi við Víetcong með samningum, ef kommúnistum yrðu ekki aðeins látið eftir landsvæði heldur einnig lyk- ilstöður í samsteypustjórn í Suður-Víetnam. Til hvers ætti að fá kommúnista að samningaborðinu, um hvað ætti frekar að semja við þá, er búið væri þegar fyrirfram að láta þeim eftir nærri allt það, sem þeir krefjast — það mikið, að það, sem eftir væri, hlyti af sjálfu sér að falla þeim í hendur? Margir telja, að McCarthy verði að gera nákvæmari og raunsærri grein fyrir þessum tillögum sínum og öðrum þeim, er snerta Víetnam, ef hann ætlar sér að geta haft einhver áhrif á kjósendur. Jafnvel margir frjálslyndir gagnrýnendur Johnsons for- seta bera McCarthy öldung- ardeildarþingmanni það á brýn, að tillögur hans í þess- um málum feli í sér enga lausn. (Þýtt og endursagt)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.