Morgunblaðið - 30.12.1967, Síða 4

Morgunblaðið - 30.12.1967, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1067 MAGNUSAR skipholtí21 símar21190 eftir lokun simi 40381 slMl 1-44-44 \mium Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 e«a 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 13. Sími 35135. Eftir Iokun 34936 og 36217. ’B/IA tf/GA /9 RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 að bezt er að auglýsa í AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Gleðilega hátíð! Nú er sá árstími kom- inn, þegar venja er að rífast um það 1 dáltoum Velvakanda, hvort leyfilegt sé að segja „gleðilega rest“, eða jafnvel ..gleðilegan afgang“, fram á þrettánda Velvakandi leggur til að menn segi áfram „gleðileg jól“ eða „gleðilega hátíð". Þeir, sem vilja vera hátíðlegir. geta sagt .,árs og friðar“, og þeir, sem vilja vera miður hátíðleg- ir, geta svosem bætt við .,til munns og kviðar", og mun hvergi af veita að minni hyggju. ★ Helgasta hátíðin Ekki fer það milli mála, að tveir fyrstu dagar jóla, ásamt aðfangadegi þar á undan, eru helgasta hátíð allra íslendinga. hvort sem þeir eru hundheiðn ir eða vel kristnir. Jafnvel ung mennafélög kommúnista, Æsku lýðshreyfingin, gaf út sérstak- an jólaboðskap, og er það i sjálfu sér gleðilegur viðurkenn ingarvottur fjarstýrðra öfga- krakka á jólahátíðinni. Þótt jólin séu ekki liðin fyrr en á þrettándanum, sjötta jan úar, eru samt mestu hátíðis- dagarnir um garð gengnir Menn hafa unað sér í skauti fjölskyldunnar. borðað mikið og drukkið hóflega, lesið bæk ur og blöð (mikið verk nú á dögum), hugsað spaklega á milli og reynt að halda uppi kristilegum samræðum við börn sín. ★ Útvarpið og sjónvarpið hljóð'varp) og sjónvarp hafa staðið sig vel um þessi jól. Þó finnst Velvakanda, að meira hefði mátt vera af „gamaldags jólaefni“ í útvarpinu. Senni- lega er búið að skamma út- varpið svo oft fyrir þunglama legheit um hátíðir- að það þor ir ekki að spila Bach og fleiri góða menn eins oft og mér þykir gott. ' .Jarámann í Garðshorm", barnasöngleikur eftir Magnús Pétursson, er sérstaklega gott útvarpsefni fyrir börn. A. m.k. var Velvakandi staddur í miklu jólaboði á annan í jólum, þeg ar söngleikurinn var fluttur í barnatíma útvarpsins. og feng um við fullorðna fólkið varia að tala saman fyrir ussi og þei-i frá yngri kynslóðinni. A endanum gafst Velvakandi upp á því að halda samræðum gang andi við fullorðna fólkið, — fór sjálfur að hlusta og hafði gaman af. Þá ber einnig að þakka út- varpinu fyrir flutning „Kon- ungsefnanna“ eftir Ibsen, þótt alltaí sé slæmt að þurfa að slíta leikrit í sundur. 'jlr Jólavambir Það er engu líkara en sum- ir menn fád sér sérstakan jóla- maga fyrir hátíðarnar ár hvert. Venjuleg íslendingsvömfo, sem venjulega er hálffull af fiski og saltketi um þetta leyti árs. fyllist nú skyndilega (troðfyll- ist) af kalkúnum, svínaketi, rjúpum og hangikjöti, og ó- mælt magn af Egilsöli streym- ir um innýflin. Menn virðast þola þetta sæmilega, en í jóla blaði Þjóðviljans má lesa. að í Póllandi verði að flytja fjölda manns á sjúkrahús eftir hátíð- arnar vegna ofáts. í því landi, þar sem „alræði öreiganna" á að vera við völd (flott nafn á venjulegum fasisma), þykir slík skömm að því að borða yfir sig einu sinni á áru að nöfn þeirra, sem fara verða í sjúkraihús vegna ofáts, eru birt í blöðunum. (Heimild: „Þjóðviljinn"). Eilífðarjarmurinn um kaupsýslujól Að venju höfum við ekki farið varhluta af hneykslunar-. umvöndunar- og kerlingap_edik unum sjálfskipaðra siðspek- inga og and-lífsþægindagræðgi manna um það, hve hroðalegt það sé, að kaupmenn skuli „græða“ á jólunum. Það á nú aldeilis að hafa verið eitllivað annað, þegar Kristur rak víxl- arana út úr musterinu Ég þykist nú eins vel krist- inn og flestir þeirra h'’æsni- karla, sem mest hafa á móti því, að fólk verzli fyrir jólin. Satt að segja veit ég ekki, hvernig hægt er að halda heil ög jól (eða yfirleitt nokkra há- tíð) án þess að verzla drjúg- um meira en vant er. Ekki treysti ég mér til að halda heil agt á mínu heimili, gleðja sjálfan mig og (vonandi) aðra með gjöfum. nema með því að verzla. Ég dreg stórlega i efa, að nokkurs staðar og nokkurn tíma hafi verið haldin hátíð án undangenginnar verzlunar. Og það er svo sfcrítið, að flestir þeirra, sem flordæma jólaverzi unina í ,.kristilegum“ anda, eru sjálfir heiðnari en Hund- Tyrkinn. Auðvitað eykst jóla- verzlunin með auknum fjárráð um; menn geta látið það eftir sé.r að gleðja fleiri og gteðja betur en áður: Það, er allt pg sumt. Mér er sem ég sjái þá, sem mest fjasa um ..kaupsýslu- jól“ sitja við kertaljós að lesa Mattiheusar-guðspjallið, nart- andi í þurran fiskbita. En þann ig þykjast þessir gervi- róman tísku og falskristnu bræsni- karlar vilja eyða jólunum. Nei, góðir vinir. pafobi verður ekki lengur úti í stórhríð á heið- inni. eftir að hafa fengið neit- un um úttekt hjá vonda fakt- ornum. Hann kemur akandi heim með aftursætið svignandi undan lúxusvarningi. — Að þessu leyti er Velvakandi „græðgimaður" Pókerspil hjá Mjólkursam- sölunni? . Húsfreyja“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Guð blessi Mjólkursamsöluna fyrir nýju umbúðirnar. En bögg ull fylgir skammrifi. Þær fást ekki nema endrum og eins og virðist tilviljun ráða, hvort maður fær þær eða gömlu and styggðar-hyrnurnar. Þess vegna finnst mér alveg tilvalið hjá forráðamönnum Mjólkursamsölunnar að kalla þessar nýju umbúðir ,.fernur“. Það orð hef ég aldrei heyrt áð ur notað í öðru samfoandi en því, þegar maður fékk fjögur spil jafnhá í póker, en ég fékk stundum að grípa inn í póker- spil hjá strákunum norður á Sigló í gamla daga og veit. að það er sjaldgæf happagjöf á hendi í póker. Kannske hefur nafnið verið valið ,með tilliti til þess, að það sé álíka mikil tilviljun að fá mjólkurfernu eins og póker fernu? Með kveðju, Húsfreyja". Hyrnur í sterkum pappírpokum a. G. S." skrifar: „Kæri Velvakandi! Hvernig skyldi standa á því, að útsölubúðir Mjólkursamsöl- unnar hafa ekki almennilega og sterka bréfpoka undir varn inginn. sem við neytendur kaupum þar (og getum reynd ar ekki keypt annars staðar, meðan núgildandi einokunarað staða er á þeim bæ)? , Ég þarf ekki að lýsa hyrn- unum fyrir þér, en einmitt lög un þeirra og gerð öll kallar bókstaflega á sterkar umfoúð- ir, því að hornin vilja rífa. sig út úr þeim þunna pappir, sem notaður er í þá poka. sem hægt er að fá hér í mjólkurbúðum. Veit ég, að afgreiðslustúlkurn- ar reyna að brjóta hornin inn, þó þannig, að hyrnuskrattinn springi ekki, áður en þær troða hyrnunum í þessa lélegu poka. en þær vorkenna okkur kerlingunum, sem eigum að ganga með þetta f fanginu heim, og hugsa ég jafnvel, að sumar biðji fyrir okkur, þeg- ar við stígum út fyrir þrösk- uldinn og mun hvergi af veita mörgum og góðum fyrirfoæn- um. Fyrst Mjólkursamsalan prangar inn á okkur húsmæður nauðugar vil'jugar þessum end emis hyrnum þá foer henni líka að sjá okkur fyrir sæmilegum umfoúðum utan um þær. Þar sem ég þekki til erlend- is (Hollandi, Bretlandi, Banda ríkjunum og Finnlandi, að visu litið á hverjum stað). er eng- in búðarhola svo aum, að hún sjá ekki viðskiptavininum fyrir góðum og sterkum umbúðum til þess að bera keyptan varn- ing í heim. Hér virðist vanta þennan góða og sjálfsagða verzl unaranda við viðskiptavininn. Auðvitað ætti að vera hægt að flá sterka poka, helzt burðar- poka með höldum, í hverri mjólkurbúð. Meðan fernurnar svokölluðu fást ekki nema allrafyrst á morgnana, ætti að skylda Mjólkursameöluna til þess að hafa fyrirliggjandi ör- uggar umfoúðir utan um þær á hverjum stað, kaupanda að kostnaðarlauisu. Bæði útvarp (ég meina Garðahreppur Börn eða unglingar óskast til að bera blaðið út í Garðahreppi (Ásgarði og fl.) Uppl. í síma 51247. snitturl BRAUÐ smurt brauö i HÖLLINI brauðtertur i-=K LAUGALÆK 6 opið trá kl. 9-23:30 St SIMI 30941-4m+næg bilastæðn <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.