Morgunblaðið - 07.01.1968, Side 20

Morgunblaðið - 07.01.1968, Side 20
20 MÖRGUNBLAÐIÐ. SUNNÚDAGUR 7. JANÚAR 1968 - HAFISINN Framhald af bls. 19 urr. vetur. Þar sem aðstæður voru fyrir hendi og mannafli til að atla nægra birgða lifði fólk af langvarandi harðindi, en þar, sem svo var ekki, dó fólkið. Dæmið var óhugnanlega einfalt." „Nútímatækni hefur fært mönnum fjöldaframleiddan fatn- að úr bómull og nælon til innri fata, og nankinsföt til vinnu. Hún hefur látið í té steinsteypu til húsasmfða og miðstöðvarkerfi til upphitunar, sem nota orku frá olíu eða kolum. Nútímatækni hefur gefið rafmagn til eldunar og ljósa, framleitt með fallvötn- um. Hún hefur fengið mönnum í hendur flutningatæki til þess að flytja búnytjar frá jörðum til staða, sem framleiða matvæli fyrir heíldina og svo flytja sömu tæki matvöru og nauðsynjar til búa. Einmitt vegna nútímatækni ganga íslendingar í fatnaði, sem ekki skýlir fyrir heimskauta- kulda, þeir búa í húsum, sem þurfa mikið magn aðfluttra orku gjafa til þess að halda heitum, og þeir hafa litlar birgðir mat- væla til langvarandi einangrun- ar. Þess vegna á íslenzka þjóðin nú líf sitt undir því, að óslitnir áðflutningar og fráflutningar eigi sér stað.“ „Sannleikurinn er sá, að í heim inum er ekkert tæki til fram- leiðslu ennþá, sem getur farið yfir snjó og ís undir hvaða kring- umstæðum sem er. í>að kemst enginn ísbrjótur í gegnum slík- an ís að vetrarlagi, sem lýst hef- ur verið hér að framan, engin flugvél flýgur og lendir í stöð- ugum snjóbyl og ekkert land- farartæki er í notkun, sem fer yfir metersþykkan snjó á mis- hæðóttu landi. „Við höfum séð, að stórhríð hefur staðið í samfleytt 11 vik- ur, eftir að hafís hefur lagzt að landinu, — og vel á minnzt, stóð slík hrið í 14 vikur árið áður, samkvæmt annálum. f>að er greinilegt að langt er frá því að allt sé tekið fram i þeim skrifum, þegar þau eru sett nið- ur, jafnvel þó um neyðarástand sé að ræða. Tími er kominn til að íslend- ingar geri sér ljóst, hváð felst í frásögnum um slíkt veðurfar, því ef það kemur á ný, þá situr hver, þar sem hann er kominn, og ef ekki eru nægar birgðir á staðnum, meðan ástandið helzt, er voðinn vís. Fólk er fleira á landinu í dag en nokkum tíma áður og, eins og bent hefur ver- ið á, eru aðstæður verri en ekki betri til þess að taka á móti harð- indum. Það er ekki líklegt að neinar athuganir hafi verið gerðar á því, hvaða afleiðingar það hefði, ef ár og vatnsföll botnfrysu víða á landinu, en það gerðist á vatns- leysisvetri og eflaust oftar. Ef olíu- og kolaflutningar stöðvast mánuðum saman, er erfitt að ímynda sér, hvemig húsum verð- EIIMANGRUIXI Góð plasteinangrun hefur hita leiðnisstaðal 0.028 til 0.030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn í sig. — VatnsdTægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast M. Ármúla 26 - Sími 30978. ur haldið heitum í margra tuga stiga gaddi, og þótt heimskauta- fatnaður sé eflaust til hér og hvéu í landinu, þá nægir það ekki fyrir alla, sem á þurfa að halda. Sfðast en ekki sízt er mik- ill vafi á því að matvæli séu fyrir hendi til langs tíma alls staðar á landinu.“ Rannsóknir á hafinu norðan íslands. „í stuttu máli sagt, eru ts- lendingar í dag verr við því bún- ir en áður að taka á móti hafís og þeirri veðráttu, sem honum fylgir, og einungis ráðstafanir gerðar á undan geta komið í veg fyrir ógnartíma, ef hörkur skella á. Það sem þarf að gera, er fyrst og fremst að rannsaka ástandið á hafinu nor'ðan íslands, því að þar er að finna lykilinn að því, hvort likur eru á að hafísinn leggist að landinu. Slík rannsókn þarf að fara fram milli íslands og Svalbarða, til þess að finna útbreiðslu kalda sjávarins. Upplýsingar um legu hafíssins eiga að vera fyrir hendi, eða hægt að fá þær fljótlega, því að mánaðarleg ísflug munu vera gerð af Dönum, Nor'ðmönnum og Ameríkumönnum (frá Keflavík- urflugvelli). Vitanlega kemur margt fleira til greina, og þyrfti að samræma allar athuganir þar að lútandi, svo að hægt væri að fá heildaryfirlit yfir ástandið á hafinu og þær breytingar, sem þar gerast. Nú er altítt að þjóðir, sem gera út leiðangra, taki við svokölluð- um athugunarmönnum (obser- vers) frá öðrum ríkjum eða stofn unum, sem telja sig hafa hags- muni af því að fylgjast með því, sem gerist. Þegar t. d. banda rískir ísbrjótar fara í leiðangra, eru venjulega einn eða fleiri slík- ir menn um borð, sem Kanada- stjóm hefur sent og öfugt. Banda ríkjaflotinn hefur tekið við at- hugunarmönnum við Suðurskaut frá lærdómsstofnunum og öðrum, og Rússar og Bandaríkjamenn hafa skipzt á mönnum suður þar. íslendingar gætu eflaust kom- ið mönnum inn í erlenda leið- angra, þar sem þeir teldu sér hagsmuni að, og þannig fengið mikilsver'ðar upplýsingar frá fyrstu hendi með sáralitlum til- kostnaði. Auk rannsókna á hafinu þurfa að fara fram athuganir á birgð- um landsmanna, sérstaklega norð anlands og austan. Þær athug- anir eru nærtækar og ættu að hefjast tafarlaust. Það dugar ekki minna en að fólk hafi eldsneyti, matvæli og vetrarklæðnað til margra mán- aða, því að, eins og tekið hefur verfð fram, er hægt að notfæra sér nútímatækni til flutninga áður en hafís leggst að landinu, en ekki eftir að hann er kom- inn“. Lífið hefur farið vel mei mig og er það aðalatriðið Spjallad v/ð Hallgrlm D/latthlasson deildarstjóra, sem er sjötugur á morgun HALLGRÍMUR Matthíasson, deildarstjóri í Loftskeytastöðinni í Gufunesi er sjötugur á morgun. Hann er sonur séra Matthíasar Eggertssonar I Grimsey og konu hans, Guðnýjar Guðmundsdótt- ur. Hann kvæntist 1936 Ásdísi Aðalsteinsdóttur frá Húsavík og þau einn son, Aðaistein, er stund ar verkfræðinám við Háskólann. Mbl. Hitti Hallgrím að máli, þar sem hann var við vinnu sína í Loftskeytastöðinni i Gufunesi. — Hvenær byrjaðir þú hjá Landsímanum, Hallgrímur? —f Kötlugosi, íslenzku sjálf- stæði og spönskuveikinni kom ég að norðan haustið 1918. Við vor- um tveir, sem lærðum lotftskeyti þá, Guðmundur Jóhasnnesson og ég, en hann tók við loftskeyta- stöðinni á Flatey á Breiðafirði 1919. Hann varð síðar ininheimtu stjóri Landsímans, en er nú hætt ur störfum sökum aldurs. Lotftskeytastöðin á Melunum, Reykjavíkurradíó, var opnuð til almenningsnota 17. júní. Þó var nýbakaður stöðvarstjóri Frið- björn Aðalsteinsson, og var það, þangað til hann lézt 1947, en þá tók ég við. — Faðir minn hafði talað við Forberg landsímastjóra, sem ég held að hatfi auglýst. Ég man, að faðir minn sagði, að Forberg hefði spurt: „Er han rigtig raks“. Forberg var mikið gefinn fyr- ir, að einhver töggur væri í mönn um. Sjálfur var hann afar dug- legur og mikið hraustmenni, þangað til krabbameinið varð honuim að aldurtila. Hann bar stotfnunina atfar mikið fyrir brjósti, enda þurfti þess. — Hvernig var aðstaða hér, þeg ar þú byrjaðir? — Lotftskeytatfæki og tækni var í algjörri bernsku þá, svo- kailaðar neistastöðvar, en ekki al mennt farið að nota lampastöðv- ar. Og móttökutækin voru aðal- lega kristaltfæki. Síðan hefur loftskeytastöðin náttúrlega smá- bætt við sig tækjum og nú er svo komið, að ekki er notað neitt af því, sem við notuðum hér fyrst. Fyrstu verkefnin suður á Mel- 2Hovi3unl)InÍJit> I RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA sirvii 1D.1QO | um voru að taka á móti veður- skeytum og fréttaskeytum og komu þau síðarnefndu frá Eng- landi. Eins kom j#ð á okkur að höndla með alla trafík milli fs- lands og annarra landa, ef sæ- sírninn bilaði, sem kom oft fyrir. Eftir seiinni heimsstyrjöldina voru uppi háværar raddir um að flytja starfsemi loftskeytastöðv- arinnar af Melunum, m.a. vegna aukinnéir flugumferðar, en loft- netmöstr n voru talin otf nærri aðtflugi á flugvölli#n og því hættu leg. Þess vegna var það ráð tek ið að flytja möstrin upp á Rjúpnahæð. Loks var það svo ráðið 1. maí 1963, að stöðm þar skyldi lögð niður og sameinaðist Gufunes- stöðinni að nokkru leyti, þann- ig að þar er nú einn stöðvarstjóri fyrir báðum stöðvunum, Stefán Arndal, sem nú er nýtekinn við, og svo deildarstjóri fyrir hvorri stöð. Hins vegar hefur Eðlis- fræðistofnun Háskólans tekið við húsnæðinu á Melunum, enda var hún þegar flutt í hlutfa þess 1963. — Til að byrja með var stöðv- arstjórinn eini starfsmaðurinn en smám saman fjölgaði. Við byrjuðum sem lotftskeytamenn 1919 ég og Snorri P. B. Arnar, en hann hvarf úr þjónustunni 1930. Guðmundur heitinn Sig- mundsison byrjaði svo 1920. Þá voru teknar upp þrískiptar vakt- ir og síðan hefur þetta þróast stig af stigi. Skipin tóku upp loftskeytatæki og starfsemin jókst ár frá ári. Þannig voru umsend skeyti 1920 1.312, en 1965 voru send loftskeyti 2.609 og meðtekin 6.122. — Það hefur verið mikið um að vera á stríðsárunum? — Þegar ísland var hernumið atf Englendingum 1940 lagiðst nið ur allt talsamband við skip sam- kvæmt ákvörðun hernaðaryfir- valda. Brezki sjóherinn settist að í loftskeytastöðinni og notaði radíótæki hennar í fjögur ár og urðu vinnuskilyrðin að sjálf- sögðu erfið við þessar aðstæður, þótt samvinnan hafi yfirleitt ver ið sæmileg. Var Reykjavíkur- radíó mjög þýðingarmikið í orr- ustunni um Atlantshafið og eins- konar radíómiðstöð fyrir her- skipaflota og skipalestir banda- manna á Norður-Atlantshafi. — Mjög var takmarkað það, sem Reykjavíkurradíó mátti afgreiða og t.d. mátti ekki minnast á veð-. ur, eða ferðir skipa í skeytum. — Hvað er þér sérlega minnis Hallgrimur Matthíasson stætt frá þínum langa starfs- ferli? — Það hefur náttúrlega margt komið fyrir á langri leið. Einu sinni kom frú Lindberg til okk- ar, en hún var lofskeytamaður hjá manni sínum. Þau hjónin komu þá við hérna á flugi yfir Atlantshafið, en voru bæði í sorg þar sem búið var að ræna drengn um þeirra. Svo var heimsflugið að sjálf- sögðu mikill viðburður, en þá var maður frá þeim staðsettur á loftskeytastöðinni til þess að aðstoða og gera nauðsynlegar ráðstafanir fyrir komu þeirra. — Þú býzt við því að halda áfram til næstu áramóta, þótt þú sért orðinn sjötugur? — Ég býst við því. Ég hef alltaf verið heilsuhraustur og aldrei komið á spítala. Fyrir tæp um tveimur árum fékk ég hita f tvo eða þrjá daga, þá var einhver pest að ganga, en annars hef ég aldrei kennt mér nokkurs meins og alltaf mætt, þegar ég hef átt að mæta. Ég hef líka alltaf kunn að ákaflega vel við mig hjá stofn uninni. Ég hef haldið mig við þetta eina jobb og aldrei séð eftir því. Ég hef líka yfirleitt haft ánægju af vinnunni og líf ið farið vel með mig, sem er aðal atriðið. — Að síðustu vildi ég, þar sem vera mín hér er senn á enda, koma þakklæti til þeirra, sem ég hef haft mest viðskipti við. Má þá nefna útgerðarfyrirtæki, slysa varnafélag og veðurstofu, því hjá þessum aðilum hefur maður átt að mæta mjög góðum skiln- ingi og samkomulag verið til fyr irmyndar. H. Bl. Skjalaskápar — Skjalaskápar Shannon skjalaskápar tvær gerðir fyrirliggjandi Shannon möppur í skrifborð og flestar gerðir skjalaskápa Ólafur Gíslason & Co. hf. Ingólfsstræti 1 A, — Sími 18370.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.