Morgunblaðið - 07.01.1968, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.01.1968, Qupperneq 28
AUGLYSINGAR 5ÍMI 22-4-8D Enginn ís sjáanlegur frá Hornbjargsvita Svipað veður í dag SAMKVÆMT upplýsingum frá veðurstofunni var enginn ís sjáan legnr frá Hornbjargsvita í gær, utan það, sem lipgur í landi, — auður sjór úti fyrir og ekkert á siglingaleið. Hér er um breytingu að ræða frá því á föstudag, því að þá til- kynnti Hornbjargsviti: Mikið ís- rek á siglingaleið, spangir og stakir jakar. ísbreiða allt að kíló- metra með allri strandlengjunni, sem sést. Búizt var við svipuðu veðri í dag og var í gær, vindi miili aust- urs og norð-austurs og éljum á annesjum fyrir norðan og á víð og dreif austanlands og heldur kólnandi en hitt. í gærmorgun var mesta frost í nágrenni Blönduóss. 10 stig á Hjaltabakka. Meðan þessi átt helzt, má frekar búast við, að ísinn minnki heldur en hitt. ÓM Fimm bátar munu róa frá Cyrarbakka Eyrarbakka, 6. janúar. slátrun fram hér á Eyrarbakka EINS og sakir standa er nú ekki og einnig nokkur sauðfjárslátr- róið frá Eyrarbakka, en líkur eru un. á, að héðan muni ganga fimm bátar á vertíð og verða trúlega með troll fram að netatímanum. Veður er ágætt núna, hæg norð austan átt og snjólítið, og vægt frost. Margir hafa farið héðan bæðí í Straumsvík og í Búrfell svo að karlmenn hafa ekki verið atvinnulausir, en hins vegar hef- ur verið almenn atvinnuleysi hjá þeim konum, sem unnið hafa frysti'húsinu, lengst af frá því i haust. Þó skapa'ði það nokkra vinnu hér, að Kaupfélag Árnesinga hóf hér í fyrsta skipti stórgripaslátr- un á eigin vegum og fór öll sú Nýússólin sést í fyrstn sinn Hólmavík, 6. jan.: HÉR ER gott veður í dag og við sjáum nýjárssólina skína fyrsta sinn á þessu ári og það er létt yfir fólki. Jólin hafa verið indæl hjá okkur. Hér kom nátt úrlega kuldakast eins og alls staðar á landinu og komst frost ið niður í 16 eða 17 stig. Skólafólk og vertíðarfólk, sem kom hingað yfir hátiðarnar er nú aftur farið og allt að færast í sitt venjulega horf. — Andrés. Bntnrnir bíðo byrjnr Neskaupstað 5. janúar. Hér bíða margir bátar byrjar en ekki hefur gefið á sjó að heita má frá þvi fyrir hótíðir. Hér er um sffidarbáta að ræða og hafa þeir allir næturnar um borð. Hér er nú snjókoma. Ockdskarð var fært í gær en búast má við að það sé þegar teppt eða tepp- ist í dag. Ásgeir. Róið á Ólafsfirði Ólafsfirði, 6. janúar. GUÐBJÖRG og Þorleifur eru í fyrsta róðri í dag. Frá því fyrir áramót hefur verið hér norðan- átt og oft hvass með mikilli snjó- komu og er þetta fynsti dagur- inn, sem hægt hefur verið að fara á sjó. Það íshröngl, sem hér var með fjörum, er að hverfa. — Jakob. <$>- Verzlunarbcskur konungsverzlunar- innar einangrun í Ingólfs apóteki? GRUNUR liggur á að í húsi því er Ingólfs apótek er nú, sé mikill fjársjóður bóka milli þils og veggja. Bækur þessar eru gamlar verzlunarbækur, sem jafnvel eru frá tímum kóngsverzlunarinnar, og not- aðar voru sem einangrun í útveggi hússins, er það Bökræðuforsend ur stjórnurskiptu ÞEIR dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknar- flokksins ræða um forsendur stjórnarskipta í útvarpsþætti Björgvins Guðmundssonar, Á rök stólum. Þættinum verður útvarp- að annað kvöld, mánudagskvöld og hefst hann kí. 20,45. var reist skömmu eftir alda- mótin. Upplýsingar þessar koma fram í grein, er Árni Óla, fyrrum ritstjóri ritar í Lesbók Mogunblaðsins og fylgir blaðinu í dag. Mbl. hefur leitazt við að fá frekari vitneskju um þetta atriði og stendur fullyrðing Árna enn óhögguð. Árni Óla hefur tjáð MM., að hann haldi að bækur þessar séu frá kóngsverzluninni í Örfirisey, eða frá kóngsverzluninni síðari, eT konuingur hafði tekið við Al- menna verzlunarfélaginu. Upp- lýsingarnar um þetta hefur hann frá verzlunarmanni hjá Duus- verzlun, sem nú er látinn, Hans Hoffman, að nafni. Duusverzlun notaði húsið, sem þurrkhús og munu bækurnar hafa verið til trafala við byggingu hússins og því notaðar tíll einangrunar. Bækur þessar gætu verið mikill fróðleiksbrunnur um verzlunar- sögu íslands, ef heilar og ó- skemmdar reynast. Við höfðum tal af Guðna Ól- afssyni, apótekara, en er hann flutti í húsið með verzlun sína árið 1955, lét hann gera gagn- gerar breytingar á því, en sam- kvæmt upplýsingum hans var ekki hreyft við útveggjum, held ur aðeins húsið klætt að ínnan. Ennfremur hefur húsasmíða- meistarinn Júlíus Jónsson, sem framkvæmdi verkið staðfest, að hvorki hann né menn hans hefðu orðið varir við skræður eða blöð. Ennfremur hefur Tryggvi Ófeigs son, einn hluthafa í Aðalstræti 4 h.f., staðfesti að eftix að húsið komist í eigu hlutafélagsins hafði það ekki gert breytingar á því á neinn hátt. Áður en Ingólfs apótek flutti í húsið, var þar til húsa Kaffi- bætisverksmiðja O. Johnson & Kaaber. Hjalti Jónsson verk- smiðjustjóri tjáði Mbl., að 8U þau ár, sem fyrirtækið hefði ver Framhald á bls. 27. Kviknaöi í kjallara- íbúð á Patreksfiröi Talsverbar skemmdir af sjó og reyk Patreksfirði, 6. jan.: I MORGUN kl. 4,30 var slökkvi liðið kallað að Aðalstræti 23. — Hafði kviknað þar í íbúð í kjall ara. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins á klukkutíma o? urðu skemmdir talsverðar af sjó sem dælt var á eldinn, og reyk. Um eldsupptök er ókunn- ugt, en talið er, að kviknað hafi í miðstöðvarklefa. Á efri hæð urðu einnig tals- verðar skemmdir af reyk, því að gat brann á loft meðfram skor- steini og komst reykur á efri hæðina. Húsið er steinhús með timburloftum. í kjallara bjó Sverrir Ólafsson ásamt ungum hjónum, sem höfðu nýreist bú. Mun innbú hafa ver- ið vátryggt nema hjá ungu hjón unum, og hafa þau því orðið fyr ir verulegu tjóni. Hér er indælisveður. Fyrir jólin var mikið skreytt hérna og stendur sú skreyting enn. — Trausti. Stöðugir fundir um fiskverðið YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins er á stöðugum fund um, en ekki var að vænta verð ákvörðunar fyrr en nú í vik- unni, eftir þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær. Þá komu samninganefndir sjó manna og útvegsmanna sam- an í gær kl. 14 að ræða báta- k j arasamningana. Danskir lögreglu- menn væntanlegir Rannsaka ný atriði í Efmo Nielsen málinu DANSKIR lögreglusérfræðingar eru væntanlegir hingað til lands á næstunni, til framhaldsrann- sóknar á máli Elmo Nielsens, danska forstjórans sem dæmdur var fyrir að kveikja í verksmiðju sinni til að fela misferli í bók- haldi. Viðskipti hans við Pál Jón asson, frá Lambastöðum hafa ver ið rannsökuð úti í Danmörku að undanförnu, og Þórður Björns- Hagiaustá Noröurlandi Sauðárkróki, 5. janúar. TÍÐ hefir verið einkar óstöðug í vetur og að undanförnu hefir verið hér barðneskjuveður. Víð- ast hvað í héraðinu er allmikill snjór og víða harðfenni. Skiptist þetta nokkuð niður á ákveðin svæði í sveitum Skagafjarðar, en víða er þó afar jarðlítið fyrir hross og víðast hvar er alveg jarðlaust fyrir sauðfé. Bændur hafa sums staðar orð- ið að taka hross á gjöf, sem er óvenju snemmt. — Jón. son, yfirsakadómari, sagði Morg unblaðinu, að einhver ný atriði hefðu komið fram, sem bezt væri komist fyrir hér á Iandi. Viðskipti Páls við Nielsen, eru enn í endurskoðun hjá Ragnari Ólafssyni og hjá tollyfirvöldum, og málið hefur enn ekki verið sent saksóknara. Einn bntur rerí frö Ólofsvík Ólafisvík, 6. jan. EINN bátur reri héðan með línu í gær og fékk 8 tonn. Aðrir bát- ar hafa ekki róið ennfþá, en héð- an verðúr væntanlega gerður út svipaður fj'öldi báta og undan- farin ár, en þó munu fleiri fara á troll en áður. — Hinrik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.