Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 1
28 SSÐUR Ótryggt ástand í Kóreu Bandaríkjastjórn kallar út varalið vegna Pueblo-málsins. HCálinu vísað til Oryggisráðsins. Aukin skemmdarverk í S«Kóreu Washington, 25. janúar — NTB — AP — JOHNSON forseti kvaddi til vopna í dag menn úr varalið- um flughersins og flotans í fyrsta skipti síðan í Kúbu-deil- unni 1962 vegna deilunnar er risið liefur út af töku banda- ríska njósnaskipsins „Pueblo“ undan strönd Norður-Kóreu fyrir tveimur dögum. Stór herskipafloti safnað- ist saman í kvöld á Kóreu- hafi, og er þar á meðal vold- ugasta herskip heims, flug- vélaskipið „Enterprise“, sem er knúið kjarnorku. Fjöldi flugvéla hefur verið sendur til flugstöðva í Suður-Kór- eu frá Japan og Okinawa. fréttir um harðnandi bardaga í Laos. ■ár í norðvesturhorni Suður-Vi- etnam hafa Norður-Vietnaim- ■mienn fylkt fjölmennu liði, sem er þess albúið að hefja stórfelld- uistu sóknarlotu Vietnamsstríðs- ins. Bandarískir l.andgönguliðar hafa búizt rammlega til varnar Framhald á bls. 20 Þessar aðgerðir eru liður í tilraunum til að knýja Norð- ur-Kóreumenn til að sleppa njósnaskipinu og áhöfn þess, og jafnframt er sagt í Seoul að hér sé um að ræða undir- búning hefndarráðstafana ef önnur ráð duga ekki til að ná skipinu aftur. Þó er sagt í Washington að allir diplómatískar leiðir til þess að leiða málið friðsamlega til lykta verði kannaðar. I kvöld ákvað bandaríska stjómin að leiggjia málið fyrir Öryggisráð SÞ, og er búizt við að ráðið komi saman á morgun. í tilmælum sínum um að Öryggisráðið verðí kvatt sam- an bendir Bandaríkjastjórn einnig á síðustu árásaraðgerð- ir Norður-Kóreu-maniia í Suð- ur-Kóreu, sérstaklega tilraun 30 skæruliða til að ráða forseta Suður-Kóreu af dögum. Blaða- fuiltrúi Johnsons, forseta sagði að málið væri lagt fyrir Örygg- isráð ð í von um slkjóta lausn. Hvorki Norður- né Suður-Kór- ea eiga aðild að SÞ. Ástandið er ekki aðeins í- skyggilegt í Kóreu, því að á- standið í Vietnam versnaði tii miuna í dag og um leið berast Bretar taka upp stjórn- málasamband við Grikki Aþenu, 25. jan. AP-NTB. RÍKISST J ÓRN Stóra-Bret- lands lýsti því yfir í dag, að hún hefði ákveðið að taka upp á ný stjórnmálasamband við herstjórnina í Grikklandi. Er stjórnmálasamband Grikk lands við stórveldi vestan járntjalds og austan þá kom- ið í eðlilegt horf á ný. Banda- ríkin tóku upp stjórnmála- samband við grísku stjórnina á þriðjudag og Rússar hafa lýst því yfir, að þeir muni endurnýja stjórnmálasam- bandið innan skamms, er verzlunarerindreki fer frá Moskvu til viðræðna við verzlunarmálaráðherra Grikk lands. <S--------------------------- Á blaðaimannafundi í Aþenu í dag, sagði brezki ambas-sad'orinn, sir Mióhael Stewart, að Bretar Kalkútta, 25. jan. NTB. UM 50 manns, flestir hafnar- verkamenn úr fátækrahverfum Kalkútta, hafa látizt af völdum tréspírituseitrunar, en mun fleiri liggja þungt haldnir í sjúkra- húsum borgarinnar, að því er lögreglan í Kalkútta upplýsti í dag. Lögreglan sagði, að hinir látnu hefðu allir drukkið tré- spíritus. Hefur lögreglan hand- tekið þrjá menn, sem grunaðir eru um sölu á slíkri ólyfjan. ‘hefðu tekið upp stjórnmálasam- band við Grikkland á ný sökum þess, að herstjórnin hefði óum- deilaralega völdin í landinu. Sagði ambassadorinn, að 'bann hefði fyrr um daginn rætt við Pipinellis, utanríkisráð'heiTa Grikklands, um sameiginleg hagsmunamál laradanna begigja. Á öðrum blaðamannafundi sagði Pipinellis, að hann by.ggiist við heimsóknum sendiherra ÁstraQíu og Karaada á föstudag 1 Fram'hald á bls. 20 í dag gerði lögreglan húsleit í hafnarhverfum Kalkútta og Frambald á bls. 27 Skotórós ó Israelsmenn Tel Aviv, 25. jan., AP. TVEIR ísraelskir hermenn féllu og tveir starf.smenn Alþjóða Rauða krossins særðust í dag, er jórdanskir hermenn hófu vél- byssuskothríð í herbúðir Israels- manna við ána Jórdan. Skotár- árásin átti sér stað við Allenby- brúna. Fyrstu fregnir hermdu, að fyrr um forsætisráðíh'erra Danmerk- ur, Viggo Kampmann, hefði sœrzt í þessari skotárás, en Kamipmann var á ferðategi í ísrael og hafði brugðið sér í könn uraarferð til Alientoy-ibrúarinnar. Síðar kom í ljós, að Kampm'ann hafði farið frá brúnni klukku- stund áðuir en skotárásin hófst. Övissa í Danmörku um stjórnarmyndun Tréspíritus verð ur 50 uS baua Bandaríska flugvélaskipið „Enterprise", voldugasta herskip heimsíns. Konungur hefur um Jbrjár leiðir oð velja Kaupmannahöfn, 25. jan. — NTB — JENS Otto Krag, forsætisráð- herra og Per Hækkerup, leið- togi þingflokks sósíaldemókrata, lögðu til við Friðrik konung er þeir gengu á hans fund í dag að mynduð yrði meirihlutastjórn í Danmörku á breiðum grund- velli, undir forystu sósíaldemó- krata. Poul Sörensen og Poul Möller, leiðtogar íhaldsmanna, létu í ljós þá skoðun sína við konung að kosningaúrslitin sýndu þann vilja kjósenda að borgaraflokk- arnir þrír — íhaldsmenn, radi- kalir og Vinstri flokkurinn — myndi stjórn. Leiðtogar Vinstri flokksins, Poul Hartling og Kr. Östergárd, tóku í sama streng. Þegar blaðamenn bentu Harl- ing á ummæli Krags sagði hann að kosningaúrslitin sýndu ann- að. Radikalir virðast enn vera á tveim áttum, og annar leiðtogi þeirra, Karl Skytte, hefur að- eins sagt, að flokkurinn vilji starfhæfa stjórn. Leiðtogar radi- kala vilja ekki taka ákveðna af- stöðu fyrr en þingflokkur þeirra kemur saman. Aksel Larsen kvaðst hafa tjáð konungi að bezta lausnin væri myndun samsteypustjórnar sósíal demókrata, radikala og SF. Ekki er loku fyrir það skotið að Vinstri sósíalistaflokkurinn komi manni að eftir endanlega og opinbera talningu atkvæða í innanríkisráðuneytinu, að sögn Ritzau-fréttastofunnar. Flokkur- inn þurfti að fá 2% atkvæða til að koma manni að og skorti 110 atkvæði til þess, en endurtalning getur ef til vill lyft flokknum yf- ir 2% markið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.