Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 196« 75 — 100 rúmlesta fiskiskip í góðu ásigkomulagi óskast til kaups. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Tjarnargötu 4, símar 23340 og 16650. Einbýlishús Einbýlishús óskast til leigu í Hafnarfirði eða Garðahreppi. Þarf að vera með frágenginni lóð. Upplýsingar í síma 52438. Hochtief-Véltækni Straumsvík. íbúðir til sölii Stór lúxushæðæð 170 ferm. ásamt bílskúr í nýlegu húsi. Stór fullfrágenginn garður. Gott hverfi. Eignarskipti æskileg væri um að ræða heilt hús í gamla bænum. Upplýsingar í FASTEIGNASÖLUNNI, Óðinsgötu 4, sími 15605. Rókhald Viljum ráða karl eða konu, með góða kunnáttu í bókhaldi og ensku, til starfa á skrifstofu vorri. Upplýsingar, ritaðar á ensku, um menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, sendist í pósthólf 241 Hafnarfirði. Hochtief-Véltækni Straumsvík. ÍSLEMZK - SKOZKA FÉLAGiÐ Icelandic Schottish Society heldur árshátíð sina BURIM’S SUPPER í Blómasal Hótel Loftleiða laugardaginn 27. janúar. Hátíðin hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 8 síðdegis. Skozkur sekkjapípuleikari í hátíðarskrúða — „Haggis“ — íslenzk-skozk skemmtiatriði. Skotlandsvinir: Tryggið ykkur miða í tíma. STJÓRNIN. ——awaga—Baa——bbmbwmíiiiw iiii mi J VOLVO fæst enn á hagstæðu verði vegna lækkunar frá verksmiðju. Samkomulagið um núgildandi verð gildir um bifreiðir af- greiddar frá Svibjóð fyrir 7. april 1968 / ?£umai S%b%ehb6Mi Lf. SuBuflandsbraul 16 • Beyfcia»lk ■ Slrnnelni: iVolvar. - Slml 3MÖÓ - SÖGULEG FERÐ Framha'ld af bls. 12 tinsks nautakjöts var að hefjast fyrir alvöru og aðallega til Lon don. En þót.t megi hæla gist- ingu og aðbúnaði hótelsins, var allt annað með matinn og þjón ustu í borðsalnum. Fæðið var oftast illa framreitt og aldrei gátu þjónarnir skilið það að við vildum ekki hálfhrátt kjöt. Við fengum aðeins einu sinni fisk og var hann góður. Sex þjónar önnuðust okkur og þótti gott, ef við gátum fengið máltíð inn an þriggja tíma. Næsta dag var kirkjuhátíð um gjörvalla Argentínu og fór- um við flest í næstu kirkju til að verða við árdegis messu kl.ll. Kirkjan var helguð dýr- lingi Nikulási, mikil bygging og glæsileg bæði að utan og innan Hún var ein af mörgum þjóð- kirkjum í borginni og katólsk. Orgelið var mjög stórt og hljóm fagurt og presturinn, myndar- maður klæddur rauðri skikkju þjónaði stuttlega fyrir altari og og gekk þá fram og í stað þess að sitíga í prédikunarstó'linn hélt hann prédikun sína standandi á tröppum fyrir framan altarið. Ég skildi því miður ekkert af því, sem hann sagði, en það var auðheyrt að hann talaði af eld- móði og sannfæringu, og blaða laust. Og tók ég eftir því að hinir sárafáu kirkjugestir fylgd ust vel með því, sem klerk- urinn sagði. Síðustu tuttugu ár hefur katólska kirkjan í Argen tínu og yfirleitt í Suður Amer íku tapað áhrifum sínum. Ég var það heppinn að kynnast einum presti, Séra Celestinus, sem var ákveðinn í skoðun sinni að katólska kirkjan þyrfti nauð synlega að breytast og vakna til meðvitundar um það að hún hefði öðru hlutverki að gegna en á miðöldum. Hann sagði enn fremur að kirkjan verði nú að horfa á þær staðreyndir að stórkostlegar byltingar væru í aðsigi: fjölda presta hætti þjón ustu og væru komnir í vin- stri pólitiska hreyfingu, sem ynni í leyndum á móti harð- stjórn og kirkjunni, sem ekkert gerði varðandi vaxandi flátækt og til að bæta kjör almenn- ings í heild. Kirkjan er klof- in í þessum efnum og þeim skipti milljónum sem ganga úr kirkjunni á hverju ári. Og á sama tíma bætti presturinn við fjölgar mótmælendum. Þeir vor nú um 5 milljónir í Suður- Ameríku, en voru aðeins 107.000 árið 1920. í Argentínu er kirkj an ríkisstofnun og ríkið er her- stjórn með einræðisstefnu en mér var sagt að innan hersins sé óánægja, sérstaklega meðal þeirra, sem hafa einhverja menntun fengið. Þeir vilja end- urbætur í félagsmálum og þjóð nýtingu í landbúnaði. Af hverju er ástandið eins og það er í dag í Argentínu og reyndar í öllum löndum Suður-Ameríku? Ef til vill er skýringuna að finna í orðum William D’An- tonio, þekkts rithöfundar, sem segir: Latnesku Ameriku hugsa hinir ríku ekki... þeir eru ekki í raun og veru vondir... þeir bara hugsa ekki... þeir hafa aldrei lært að hugsa. íbúar Buernos Aires eru nú 7.000.000, ef öll úthverfi eru tal in með og er aðeins New York stærra í álfunni. Hún er fög- ur borg með 150 stórum al- mennings görðum og ágætt og ódýrt neðanjarðarlesta kerfi. Gatan Avenida Nueve de Jul io, sem ég gekk eftir flesta daga, sem ég var í borginni, er með fallegustu götum, sem ég hefi nokkurn tíma séð í stór borg. Hún er 460 fet að breidd og þar með breiðasta gata heims ins. Við hjónin sátum einn dag í miklum hita við borð og undir tjaldi á gangstétt þessarar fög- ru götu og létum þjón færa okkur svaladrykk. Það var dá- samleg stund og svipað því sem maður sér í París. Buenos Aires hefur líka verið líkt við höfuð- borg Frakklands. Barirnir á gangstéttunum heita ”Whisk- erias“ og er nóg af þeim í borg- inni. Skozkt Wiiskey geita þó- aðeins þeir keypt, sem eru nógu ríkir. Whiskey flaskan kostar í Argentínu um kr. 600.00. Til er menning á mjög háu stigi í Buenos Aires. Háskóla- byggingar eru margar og miklar og nemendurnir eru 75.000. Var mér sagt að tiltölulega fáir ljúka embættisprófi aðallega vegna fjárskorts. Óperuhúsið er með tveim stærstu í heimi og eru söfnin þar mörg og fjöl- breytt. Við skruppum í eit,t þeirra, sem sýndi gamla muni, eins og peninga, stríðsvopn og fyrstu prentaðar bækur. Her- menn í skrautlegum búningi með byssur voru á verði við þetta safn. En það er einnig ómenning í höfuðborg Argentínu, skríll, sem lætur eins og lægsta dýrateg- und í frumskógi og fengum við að sjá hann á Avellaneda knatt spyrnuvelli í leik milli Racing Klúbb Argentínu og Glasgow Celtic. Skríllinn, sem skipti tug þúsundum, lét óstjórnanlega illa Hann æsti sig upp með Ind- iána stríðssöng ”y ya lo vé, y ya lo vé es el ekuipo de José,“ meiningar laus vitleysa, þangað til hann var grófur, óð- ur og hræikti og urraði á allt, sem fyrir augu hans bar. Fyrir leikinn skaut hann skotzka mark manninn með slöngu og stein svo að hann varð að fara út af og kom ekki aftur á leikvöll- inn. Hann kastaði hnífum að skozku leikmönnunum en sem betur fór geiguðu þeir. Smásteinar og peningar dundu yfir markið þar sem vara markmaður Skota stóð, en ekk ert var gert til að hindra það. Kannski vegna þess, að eng- inn hefði getað ráðið við þenn- an óða skríl. Þessi stjórn og agaleysi og viðbjóðslega fram- koma af hálfu líðsins æsti ar- gentínsku leikmennina upp og spörkuðú þeir í Skotana eftir vild og dómarinn missti algera stjórn á leiknum. Eftir leikinn dæmdi La Pren- sa, stærsta blað Argentínu, harð lega Racing Klúbb og áhang- endur hans og kölluðu fram- komu þeirra meðal annars, A- gresión, Lamentable...gróft, sorg legt. Aðrir íþróttafréttaritarar sögðu í blöðum sínuim, að eng- inn myndi vera hissa þótt Glasgow Celtic færi strax heim til sín og tæki engan þátt í öðruim leiik í Montevildio í Uru- guay. Formaður skozka liðsins vildi það, en á fundi eftir leik- inn á bækistöð Skotanna, Hind ugistihúsi, var tillaga hans felld með einu atkvæði. Áður en ég fór úr Reykja- vík hitti ég kunningja minn, Jón Alexandersson, forstjóra, sem hafði átt heima í Buenos Aires, ásamt Birni Sv. Björns- syni, um nokkurra ára skeið. Bað Jón mig um að bera góðar kveðjur bæði frá sér og Birni til Hans Gasper Kruger þar í borg. Á hótelinu fletti ég upp í símaskránni og án fyrirhafn- ar fann ég nafn og símanúmer kunningja Jóns og Björns. Ég hringdi strax til hans og mér til mikillar gleði talaði hann ágæta ensku og mæltum við okkur mót þann sama dag á hótelinu. Hans Kruger er myndarmað ur og hefur hann átt heima í Beunos Aires í rúmlega tuttugu ár. Hefur rekið góða ferðaskrif stofu. Hann er sænskur að ætt og uppruna. Fyrir nokkrum ár- um tók hann í fyrirtæki sitt Dana, að nafni Christian Faber, og mun ég víkja seinna að þess- um merkilega manni. Undir eins vildi Kruger gera allt fyrir okk- ur hjón sem á hans valdi stæði Vildi hann að við færum strax í stóran dýragarð í borginni og til hans fórum við í neðan- jarðarlest að Plaza Italia. Þar yfirgaf Kruger. okkur en áður en hann skildi við okkur gaf hann upp góðar upplýsingar hvernig við ættum að koma til sín um kveldið í matarboð. Hann vildi ekki að við tækjum leigu bíl því hann sagði að við mynd- Kanski vegna þess , að eng- um áreiðanlega vera svikin á gjaldi. Nei, við ættum að fara í strætisvagni og allis ekki í leigubíl. í hinum mikla hita var j dýragarðurinn ekki alveg laus við sterka lykt af dýrum, og hugsaði ég þá til skrílsins dag- inn áður á knattspyrnuvellinum. Þessi dýragarður er með þeim albeztu í heimi, enda er ekki langt að fara til að fá fágæt- ustu dýrin. Er veðráttan hin ákjósanlegasta fyrir allskonar villidýr úr frumskógum Suður Ameríkulanda. Ég held að eng- inn slíkur garður hafi eins mik- ið af apategundum og þessi í Buenos Aires. Það bar mikið á þeim frá pínu litlum öpum frá Brasilíu upp í stóra gór- illa frá Vesitur-Afríku. Þar bar einnig mikið á skólabörnum með kennarum sínum, sem gengu um í stórhópum að skoða dýr- in. Ég tók sérstaklega eftir einni kennslukonu með barna- hóp sinn. Hún var með yndis- legum og hreinan svip. Ég hugs- aði með sjálfum mér, hversu gott það væri að sjá eina hreina sál í allri þessari borg hræði- legrar efnishyggju, ofsalegs rík- isdæmis eg viðbjóðslegrar fá- tæktar. í boði hjá Hans Kruger var maður bandarískur að ætt, sem hafði þekkt vel Perón, fyTrver- andi forseta Argentínu og konu hans Evíta, og þótt hann væri ekki Perónisti sagði hann mér margt fallegt um hann. En það var annað, þegar ég spurði hann um Evíta. Þá breytti hann um svip, þagði um stund, en bar henni síðan illa söguna. Talaði hann af sannfæringu. Eins og mönnum er kunnugt er Perón nú í útlegð á Spáni og er sagt að hann hefði stungið af með 500 millj. dollara þegar hann flúði frá Argentínu. Það var sjálfsagt að við fór- um á næturklúbb og er Buenos Aires fræg fyrir slíka nætur- staði. Við völdum okkur Em- bassy mjög þekktan stað, og all- flestir í hópnum vildu vera með á þennan stað. Leigubifreiðar voru pantaðar og lagði hópurinn af stað á Embassy og var það furðuleg sjón, þegar menn stóðu við bif- reiðarnar að gera upp. f hverjum bíl voru fimm farþegar og mjög mismunandi voru verðin fyrir þessa sömu ferð, allt frá 75 pesos upp í 500 pesos sam- kvæmt skapi bílstjórans. En það var aðeins byrjunin. Þegar við komum inn í húsið þutu allir þjónar af stað eins og þeir hefðu aldrei séð hvíta menn áður og útveguðu okkur tvö stór borð á miðgólfinu og réttu okkur um leið verðspjaldið. Okkur brá í brún að sjá verð á drykkjunum. Einn einfaldur whiskey kostaði eins mikið og Coca Cola, nefnilega eitt sterl- ingspund en þótt eitthvað væri pantað komumst við seinna að því að það voru tvenns konar verðspjöld á þessum stað, annað fyrir útlendinga og hitt fyrir Argentínumenn. Það þarf ekki að taka það fram að Buenos Aires-búar fengu drykk inn sinn fyrir minna en hinir ”ríku“ túristar. En fyrir utan það var sýningin allgóð, fimm- tíu manna hljómsveit með dans- fólki, sem lék með mikilli hrifn ingu á stáltunnur. þetta voru miklir listamenn frá brezka Trinidad og hvernig þeir fóru með verk eftir Strauss sýndi vel hæfileika þeirra. Við öll bjugg’umst við öðru á næturklúbbi í Suður Ameríku en það var ekki. Að minnsta kosti græddi fyrirtækið lítið á okkur og fórum við öll heim til okkar eftir sýninguna. Það var meira um að vera á hótel- inu og skemmtun með frú Billy King, Wimbeldon meistara í tennis, sem var á sýningarferð í Suður Ameríku og hafði unnið alla í íþrótt sinni. Það hefur ætíð verið löngun mín að komast til Uruguay og höfuðborgar þess, til eins mesta lands í Suður Ameríku, sem nú hatar katólska kirkju og allt, sem hún mælir með. Ósigur Glasgow Celtic í Buenos Aires veitti mér það tækifæri. Hafði ég ekki gert mér í hugarlund, þegar ég fór upp í flugvélina í Argentínu til Uruguay að ég myndi komast í annað andrúms loft og í allt annan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.