Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 19M Gunnar Tryggvason í DAG til er moldar borinn frá Fossvogskirkju Gunnar Tryggva son bifreiðastjóri, Kambsvegi 8, er lézt að morgni 18. janúar sl. Það er ával'lt sárt að léta bera sér andlátsfregnir vina sinna, og sér í lagi er menn lát- ast á avo hörrmilegan hátt og Gunnar heitinn, er alþjóð veit. í um það bil tuttugu ár ók Gunnar leigubifreið til mann- flutninga og er það allstór hóp- ur fólks er hann hefur flutt uim borg og sveitir, og ávalt lán- samur í ferðum sínum enda gæt inn og samvizkusamur maður. Nu er ég stöðva hugann á vegamótum okkar, þá er ótal margt er rifjast upp eftir ára- raða kynni. Ég vil fyrst af öllu þakka Gunnari fyrir alla hans tryggð við mig og fjölskyldu mína, því Gunnar var sannur vinur og prúðmenni hið mesta. Það er ó- þarfi að lýsa Gunnari og hans drengskap, því allir er hann þekktu geyma minningu um góðan mann. KVEÐJA Eiginmaður minn og faðir minn, Lárus Lárusson, aðalbókari, andaðist í Landakotsspítala 24. janúar. Nanna ísleifsdóttir, Garðar Fjalar Lárusson. Jarðarför móður okkar, Guðrúnar Jónsdóttur, sem lézt á Eyri, Ingólfsfirði, 8. þ.m., fer fram frá ÁrneSs- kirkju föstudaginn 26. þ.m. F.h. aðstandenda, Guðjón Guðmundsson. Eiginmaður minn, faðir og sonur, Ólafur Björnsson, héraðslæknir, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 29. jan. kl. 13.30. Blóm vinsam- legast afþökkuð. Bílferð verð ur frá Hellu kl. 10.30. Katrin Elíasdóttir og börnin, Jónina Þórhallsdóttir. Jarðarför föður okkar, tengda föður og afa, Friðriks Gunnlaugssonar, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 27. jan. kl. 2 e.h. Gunnfríður Friðriksdóttir, Friðrika Friðriksdóttir, Janus Guðmundsson og bamaböm. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ólafur Finnsson, Bergvík, Kjalamesi, verður jarðsettur frá Braut- arholtskirkju laugardaginn 27. jan. kl. 13.30. Jakobína Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Eitt finnst mér sjálfsagt að nefna og það er, hvað Gunnar heitinn var einstaklega nærgæt- inn við foreldra sína og heimili og er það mjög til fyrirmynd- ar. Hann hafði búið sér fallegt heimili ásamt frireldrum sínum að Kambsvegi 8, og er það björt minning er hann lætur eftir. Nú, er ég og fjölskylda mín hörmum fallinn vin, þá biðjum við algóðan Guð að styrkj a og hugga aldraðan föður og syst- kini hins látna. Samstarfsfólki og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Theodór Nóason. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför Hermanns Sveinssonar frá Mikla-Hóli. Guð blessi ykkur öll. Jónína Jónsdóttir, böm, tengdabörn og bamabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er á einn eða ann an hátt hafa vottað okkur samúð vegna andláts og út- farar sonar okkar og bróður míns, Jóns Ágústs Ólafssonar. Stefanía og Ólafur J. Ólafsson, Anna M. Ólafsdóttir. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim er sýndu okkur au’ðsýnda samúð og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Magnúsar Kristins Sigurðssonar, Geirlandi, Sandgerði. . Rósa Einarsdóttir, börn tengdaböm, bamaböm og barnabarnaböm. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för Jóns Eyjólfssonar, kaupmanns. Sesselja Konráðsdóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðbjörg Benediktsdóttir, Auður Jónsdóttir Colot, Peter Colot, Ingibjörg Jónsdóttir, Gunnlaugur Ólafsson, Þóra Jónsdóttir, Jón H. Baldvinsson og bamabörn. Guðmundur Óskar Frímannsson minning Kveðja frá eiginkonu og sonum. Ég man þig vinur minningarnar mæta mynd þín lifir þótt að skilji leiðir. Kærleiks bros þín bölið þunga bæta, því birta ástar geisla um munann breiðir. Þú áttir þína æsku út við sæinn þótt enginn nú byggi strandir þínar vinur Hjala lækir harmaljóð við blæinn og hafaldan þungt af sorgarekka stynur. Það grætur dreng sem vakti þarna á vorin viðkvæmur lék að blómum skel og steinum. í fjörusarndi fáfcs mér falldi sporin fley sinna óska sneið úr þrönga greinum. UnguT þú kvaddir æsku bjartar slóðir í orku og drengskap arfinn tókstu beztan. I viðkvæmu hjarta vermdu kærleiksglóðir vorsólin skín frá ströndunum að vestan. Við þökkum alla ástúð þína og mildi því öll þín störf þú vanst af kærleik hreinum og allt það sem þú vera okkur vildir verður um æfi ljós í hugans leynum. Svo felum við guði föður forsja þína í faðmi hans er lausn á hverjum vanda hann láti um eilífð Ijósið bjart þér skína og lýsi þér heim til nýrra unðasstranda. Sigurunn Konráðsdóttir. Bjarni Magnússon skipstjóri — Minning HINN '9. þessa mánaðar andaðist Bjarni að Landsspítalanum á sex tugasta og öðru aldursári. Bjarni fæddist að Gestshúsum á Álfta- nesi hinn 26/10. árið 1906, son- ur Magnúsar Einanssonar og Arnleifar Bjarnadóttur, en fram til 14 ára aldurs óls.t Bjarni upp hjá föðurafa sínum, en fluttist þá til móðurbróður síns Ólafs Bjarnasonar, útvegsbónda að Gestshúsum, og hóf þá sjóróðra af Álftanesi hjá Ólafi, og stund- aði upp frá því sjómennsku af frábærum dugnaði fram til árs- ins 1966, en þá fór Bjarni í land og vann við ýms störf hjá „Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunni h.f.“ þar til á síðasitliðnu ári, að hann kenndi þesis sjúkdóms sem varð honum að fjörtjóni. Árið 1930 lauk Bjarni fiski- mannaprófi við Stýrimannaskóla fslands og var upp frá því nær eingöngu á togurum sem stýri- maður og skipstjóri, og stundaði Faðir okkar og tengdafaðir, Guðmundur Pálsson frá Vatnsdal, Stokkseyri, er lézt 19. þ.m., verður jai*ð- sunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 27. þ.m. kl. 10.30. Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Halldór Guðmundsson, Guðríður Guðjónsdóttir, Páll Guðmundsson, Jóna Illugadóttir. jafnframt síldveiðar meðan þær voru stundaðar á togurum fyrr á árum, og var Bjarni ætíð mjög aflasæll á sínum skipstjórnarár- um. Skömmu eftir að Bjarni lauk stýrimannsprófi réðsit hann stýri- maður til frænda síns Snæbjarn- ar Ólafssonar skipstjóra, og sigldu þeir mikið saman upp frá því, og milli þirra hélzt órofin vináitta fram til hinztu stundar. Bjarni heitinn eignaðist marga vini í sínu starfi, og er það því stór hópur sem hugsar með sökn uði til hans efitir að hann er honfinn okkur yfir landamæri lífs og dauða, en Bjarni var þannig skapi farinn, stjórnsamiur og duglegur, að mjög var sótzt eftir skiprúmi hjá honum, enda margir sem fylgt hafa honum í áratugi, og þegar hann var í landi með ættingjum og vinum var hann einatt hrókur alls fagn- aðar, enda var hann gæddur sér- stakri kímni- og frásagnargáfu, sem kom öllum í létt skap. Árið 1937 giftist Bjiarni eftir- lifandi konu sinni Stefaníu Stef- Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Jónu Guðrúnar ísaksdóttur frá ísafirði. Guðrún Sigurðardóttir Ólafur J. Einarsson, Elínborg Sigurðardóttir Friðrik Ottósson, Einar I. Sigurðsson Katrín Sigurjónsdóttir, ísak J. Sigurðsson Gréta Ágústsdóttir, Kristján Asgeirsson Sigrún Arnbjarnardóttir, Asgeir Sigurðsson. Öllum, fjær og nær, sem margvíslega sýndu vinsemd, hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengda móður og ömmu, Filippíu Margrétar Þorsteinsdóttur, fyrrum húsfreyju að Ólduhrygg í Svarfaðardal, færum við okkar innilegustu þakkir og biðjum þeim bless- unar. Börn, tengdabörn og bamabörn. ánsdóttur, sem bjó manni sínum yndislegt heimili, er . ávallt var rómaö fyrir gestrisni og góðar móbtökur við þá sem þangað komu. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Önnu Kristínu, sem er giifit Bjarna Guðlaugssyni, og einnig ólu þau upp fósturison, Inga Þórðarson, sem nú er 13 ára gamall. Ðjarni minn, ég kveð þig með söknuði og þakka þér ógleyman- legar siamverustundir, og bið Guð að blessa þína eftirlifendur og fylgja þér á leiðarenda sigling una miklu. Haraldur Jensson. Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug í veikind um og vfð andlát Þorbjargar Halldórsdóttur og Þórðar Kárasonar. Fjölskyldan Litla-Fljóti. TILKYNNING frá leigubifreiðastöðvunum í Reykjavík Vegna hins sviplega fráfalls Gunnars Tryggva- sonar leigubifreiðastjóra, verða allar leigubif- reiðastöðvarnar í Reykjavík lokaðar meðan jarðarförin fer fram kl. 13—15 föstud. 26. jan. Leigubifreiðastöðvamar í Reykjavík Hreyfill — Bæjarleiðir B.S.R. — Steindór Borgarbílastöðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.