Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 190« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði tnnanlands. FR YSTIHÚSIN ¥ Tm þessar mundir standa ^ yfir viðræður milli full- trúa ríkisstjórnarinnar og hraðfrystihúsanna um lausn á vandamálum hraðfrystiiðn- aðarins í landinu. Þingflokk- ar stjórnarflokkanna hafa einnig rætt þessi mál mjög ítarlega og sérfræðingar rík- isstjórnarinnar hafa unnið að gagnasöfnun til þess að byggja á tillögur og ákvarð- anir. Að þessu sinni liggja fyrir ítarlegri gögn og upp- lýsingar um stöðu frystihús- anna en nokkru sinni fyrr. Það starf hefur verið mjög umfangsmikið, enda þær upp lýsinear, sem fengizt hafa frá frystihúsunum sjálfum ekki svo glöggar, sem æskilegt hefði verið. Margir spyrja í hverju vandamál frystihúsanna séu fólgin og hvernig á því standi, að gengislækkunin hafi ekki leyst í einu vet- fangi þau vandamál. — Við þeirri spurningu verða ekki gefin almenn svör, sem gildi fyrir öll frystihúsin í land- inu. Afkoma þeirra er mjög misjöfn. Nokkur hluti þeirra hefur ýmist haft mjög góða eða sæmilega afkomu undan- farin ár, önnur hafa búið við mjög slæman hag og enn önn ur flokkast þar á milli. Al- mennt talað má segja, að þrátt fyrir gengislækkunina hafi ekki tekizt að skapa frystihúsunum viðunandi rekstrargrundvöll, jafnvel ekki hinum beztu þeirra. Til- kostnaður hefur vaxið mikið, hráefnisverðið hefur hækkað, hráefnisskortur hefur verið tilfinnanlegur, verðfallið hef- ur orðið frystihúsunum þungt áfall, sums staðar berj- ast tvö lítil frystihús um afl- ann með þeim afleiðingum að bæði tapa og þannig mætti lengi telja. Það liggur alveg Ijóst fyr- ir, að engar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins geta leyst öll vandamál allra frystihús- anna. Vandamál sumra þeirra eru þess eðlis, að þau verða ekki leyst nema til komi ný forusta og önnur vinnubrögð heima fyrir. Hins vegar ríður á miklu, að betri frystihúsunum verði sköp- uð sæmileg rekstursaðstaða, þótt þau geti hins vegar ekki við því búizt, að ríkisvaldið hjálpi þeim til þess að græða stórfé með framlögum af al- mannafé. Þau geta krafizt þess eins, að þeim verði skap- aður viðunandi rékstrar- grundvöllur. Þær raddir heyrast oft hjá almenningi, að sjávarútveg- urinn sé baggi á fólkinu í landinu og að hann eða ýms- ar greinar hans þurfi stöðugt á tilstyrk að halda af al- mannafé. Það er mikill mis- skilningur, að útgerð eða fiskvinnsla sé baggi á almenn ingi. Þessar atvinnugreinar eru undirstaða lífskjara fólks ins í landinu. Vegni þeim vel, vegnar fólkinu vel. Gangi þeim illa herðir að hjá al- menningi. Þetta eru einföld sannindi. Hins vegar er engum vafa bundið, að sjávarútvegurinn í heild leggur ekki nægilega áherzlu á að skýra fyrir al- menningi þau vandamál, sem þessi undirstöðuatvinnugrein á við að etja. Og ýmsar að- gerðir einstakra aðila eru ekki líklegar til þess að vekja samúð. Þannig er t.d. um stöðvun frystihúsanna, sem m.a. virðist knúin fram með stöðvun á sölu umbúða til frystihúsanna. Slíkar aðgerð ir leysa engan vanda og það er mikill misskilningur hjá forráðamönnum frystihús- anna í landinu, ef þeir halda að slíkar tiltektir hraði fyrir lausn málanna. Þær hafa að- eins gagnstæð áhrif og auka tortryggni almennings í garð þesara aðila, en ríkisvaldið á afar erfitt með að beita sér fyrir aðgerðum í þágu frysti- húsanna, sem almenningur í landinu skilur ekki þörfina á. Þetta ættu forráðamenn frystihúsanna að íhuga vand- lega. ENGIN KJARN- ORKUVOPN Á ÍSLANDI EÐA í NÁGRENNI ÞESS C*á atburður að bandarísk ^ sprengjuþota með kjarn- orkusprengjur innanborðs hrapaði í nauðlendingu á Grænlandi hefur vakið óhug meðal manna hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Það hefur lengi verið vitað, að slíkar þotur með þessi ógn arvopn eru stöðugt á flugi all an sólarhringinn allan ársins hring og einstaka sinnum hafa slíkar þotur hrapað þótt enn hafi ekki orðið kjarn- orkusprenging af þeim sök- um. Gagnvart okkur íslend- ingum liggja fyrir skýrar yf- irlýsingar Bandaríkjamanna Aðskilnaðarstefna í kynþátta- málum er að eflast í Rhodesíu EFTIR að liðlega tvö ár eru liðin, frá því að Rhodesia lýsti yfir sjáifstæði sínu, verður nú fyrst vart óánægju í landinu, og það er nú fyrst að koma í Ijós, hvaða gjald verður að greiða fyrir þá ráð- stöfun að slíta sambandinu við Bretland. Enda þótt allt virðist vera með kyrruim kjörum út á við á stjórnmélasviðinu og Ian Smith virðist hafa völdin tryggilega í höndum sér, eru það aðeins hin ytri merki. Að tjaldabaki eru bæði hægri og hin hófsamari vinstri öfl tekin að láta bæra á sér. Þá eru loks farnar að heyrast raddir á efnahagamálasvið- inu, þar sem allt virðist vera með kyrrum kjörum, um að allt sé ekki í rauninni, eins og vera ber. Á þeim árum, sem liðin eru, síðan lýst var yfir sjálf- stæði Rhodesiu, hefur orðið mikil breyting á stefnu stjórnarinnar þar, án þess að á því hafi borið. í nóvember 1965 áleit Smitih það rétt að fylgja þeirri stefnu, að kyn- þáttur eða litarháttur skipti ekki máli í Rhodesiu. Geta og hæfileikar vœru eini mæli- kvarðinn, sem miða ætti við, til þess að menn gætu kom- izt áfram i þjóðfélaginu. Nú myndi verða erfitt að fá leið- toga Rhodesiu, eða nokkurn samstarfsmanna hans til þess að réttlæta þá afstöðu. Drög þau að stjórnarskrá, sam Wilson forsætisráðherra Bretlands og Smith tókst að koimast að samkomulagi um, um borð í skipinu Tiger á sín um tíma og lýst vax yfir opin- berlega, að stjórnin í Rhode- siu rnyndi geta fallizt á, er nú ekki lengur minnzt á einu sinni sem byrjunaTgrundvöll fyrir samningaviðræðum. Síð- an þetta gerðist hefur Rhode- sia í kyrrþey en ákveðið tek- ið upp kenninguna um „að- skilda þróun“, sem grundvöll fyrir framtíðarstjórnarskrá sína. Þessi „aðskilda þróun“ er Rhodesiuhugtakið fjrrir „apart)heid“, aðskilnaðar- Suður-Afríku í kynþáttamál- um, og er afleiðing stöðugrar viðleitni hóps valdamikiMa manna, sem gætt hafa þess vandlega ,að láta ekki bera mikið á sér. Þessi menn, sem standa miðs vegar á meðal hinna valdameiri manna Rhodesiufyl'kingarinnar, hafa valdið fullkominni breytingu á viðhorfi manna í landinu, sökum þeirra áhrifa, sem þeir hafa á hina óbreyttu menn flokksins og getu sinnar til þess að hafa áhrif á ríkis- stjórnina. Hvað svo sem stjórnmála- mennirnir kunna að hafa sagt, komst Rhodesiufylking- in til valda með því að heita því að viðhalda yfirráðum hvítra manna í Rhodesiu, enda þótt þeir hafi aldrei tek ið svo gróflega til orða. Síðan Rhodesiufylkingin náði völd- um, hafa leiðtogar hennar verið gagnrýndir fyrir mis- tök í því að framkvæma ekki mörg hinna öfgakenndari kosningaloforða sinna. Ian Smith Þing landsins hefur sam- þykkt lög, sem heimMa sér hverju bæjarfélagi í landinu að innleiða allt það, sem er einkennandi fyrir apartheid. I þessum lögum, eem sam- þykkt voru, og veita ótak- markaða heimild, felst leyfi til þess að merkja bekki í görðum „Aðeins fyrir hvíta“. Unnt er að koma á fullkomn- uim aðskilnaði kynþáttanna á saiernum, aimenningsvögn- um ,skemmt«stöðum og á öll- um hugsalegum sviðum. Eini mælikvarðinn, sem miða ber við, er sá, að allir kynþættir eigi að flá kost á að búa við sömu skilyrði, en þeir menn, sem eiga að dæma um, hvort jafnræði ríki, eru sömu bæj- arstjórnafulltrúarnir, sem koma munu lögunum í fram- kvæmd. Borgarstjórnin í Saliisbury, en þar hlaut RhodesiufyLk- ingin meiri hluta, er tveir óháðir fulltrúar gengu í lið með borgarstjórnarfulltrúum hennar, rétt eftir að bæjar- og svei'tarstjórnarkosningar fóru síðast fram, hefur í aðal atriðum samþykkt að beita hinuim nýju lögum. Það er víst, að hið sama mun gerast annars staðar, þar sem Rhodesiufylkingin nær meiri hluta. Þessum hægfara aðskilnaði kynþáttanna er ekki verið að þröngva upp á ríkisstj órnina né bæjanstjórnir af hálfu kjósenda í Rhodesiu. Flestir hinna hvítu manna vilja óbreytt ástand, eða eru jafnvel í ákveðinni andstöðu við ráðstafanir sem þessar. En eins og andrúmsloftinu er nú háttað í Rhodesiu, þar sem séxihver, er gagnrýnir ríkisstjórnir, eða stofnanir hennar, á í hættu að vera stimplaður „svikari", þá er erfitt að finna fóik, sem get- ur eða vill láta í ljós s'koðun sína. Það eru tvær hreyfingar fyrir hendi í landinu, sem eru reiðubúnar til þess að gera þetta, en áhrif þeirra eru lítil og ástæður þær ekki hin- ar sömu. Önnur þeirra, sem nefni'st „Forum“, er hreyf- ing atvinnurekenda og kaup- sýslumanna og hefur nú um 2000 félagsmenn og álíka marga aðra stuðmingsmenn. Þessi hreyfing leitast við að komið verði aftur af stað samningaviðræðum við Breta, sem byggðar verði á „Tiger“ stjórnarskránni. En „Forum“-hreyfingin leggur áherzlu á, að hún styður Smith og er þeirrar skoðunar, að einungis verði unnt að komast að samkomu- lag.i við núverandi stjórn Rhodesiu og er andvíg því, að nokkur stjórnmálaflokkur verði stofnaður gegn Rhode- siufylkingunni. í stuttu máli sagt, er það markmið þess- arar hreyfingar, að hinum efnahagslegu refsiaðgerðum. sem komið var á gagnvart Rhodesiu, verði aílétt til hagsbóta fyrir efnahag lands- ins, en þar er ekki fyrir her.di nein löngun til þess að koma á neinum breytingum, sem myndi hafa í föT með sér meiri hluta stjórn þeldökkra manna í Rhodesiu á meðsn núverandi kynslóð er á lífi. Hin hreyfingin, sem Leitast við að hafa áhrif á stjórnina í Rhodesiu er RCA (The Rhodesian Constitutional Association), en sú hreyfing nýtur helzt stuðning á meðal kvenna af evrópsku bergi í Rhodesiu. RCA hefur sama lokatakmark sem Forum- hreyfingin, en gengur aðeins lengra í opinberri andstöðu sinni við þá hugmynd, að lýðveldið verði komið á í Rhodesiu og gagnrýnir enn fremur kynþáttastefnu stjórn- arinnar. Þessar hreyfingar eru nú Framhald á bls. 20 um, að engin kjarnorkuvopn séu höfð um hönd hér á landi og er í sjálfu sér engin ástæða til að draga í efa að svo sé. Hins vegar vekur at- burðurinn á Grænlandi óhug manna hér og leiðir hugann að því, hvað gerast mundi ef slík sprengjuþota nauð- lenti hér á landi. Til slíks má ekki koma og við þurfum að fá tryggingu fyrir því, að slík hernaðartæki komi ekki ná- lægt okkar ströndum. AFSTAÐAN TIL KÍNA að er útbreiddur misskiln- ingur að íslendingar hafi jafnan tekið afdráttarlausa afstöðu gegn inngöngu Rauða Kína í Sameinuðu þjóðirnar. Hið rétta er, að ísland hefur stutt tillögur, sem gert hafa ráð fyrir aðild bæði Rauða Kína og Formósu að Samein- uðu þjóðunum, en greitt at- kvæði gegn tillögum um, að Formósustjórninni yrði út- hýst úr þessum samtökum. Á sl. tveimur þingum hefur Is- land svo greitt atkvæði með tillögu frá ítölum þess efnis, að nefnd verði kosin til þess að ræða við ríkisstjórnir beggja þessara landa um lausn sem telja megi að meiri hluti aðildarþjóðanna geti fallizt á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.