Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANUAR 1965 Greiðslur til leikmanna koma alls ekki til greina — segir Axel Einarsson formaður HSI ÍSLENZKA landsliðið í handknattleik á fyrir höndum eina erfið- ustu keppnisferð sem ísl. landslið hefur farið í. 1 lok febrúar og byrjun mars á liðið að leika við fyrrverandi heimsmeistara, Rúm- ena. Verða það tveir landsleikir á mánudegi og miðvikudegi, og flutt á milli borga í millitíðinni. Siðan heldur liðið til Þýzka- lands og leikur tvo landsleiki við V-Þjóðverja. Þessar þjóðir voru nr. 3 og 5 (í sömu röð) við síðustu heimsmeistarakeppni í hand- knattleik. Nokkrar umræður — og þó einkum blaðaskrif — hafa orð- ið út af því að sumir landsliðs- tnanna hafa ekki talið sér fært að fara utan vegna þess að þeir töpuðu svo miklu í vinnulaun- um. Vegna þess hafði blaðið sam tal við Axel Einarsson, form. HSÍ og innti hann eftir afstöðu sambandsins til greiðslu á vinnu tapi. — Greiðslur fyrir vinnutap koma ekki til greina, sagði Axel. Þetta mál hefur fyrr verið á dag skrá hjó HSÍ og ævinlega feng- ið sömu afgreiðslu og eru ailir stjórnarmenn sammála. Útilok- að væri að greiða einum, tveim- ur eða þremur leikmönnum vinnutap og öðrum ekki. Og slíkt hefur aldrei komið til tals, því sambandið hefur alls enga fjárhagsmöguleika til að greiða slíkt Það er heimilt að vísu — sam kvæmt endurskoðuðum reglum ÍSÍ — að greiða vinnutap leik- manna í landsleikjum. En komi það til innan handknattleiksins þá tel ég nauðsyn á að fá um slíkt samþykkt á æðsta sviði handknattleiksins — ársþimgi HSÍ. Greiðslur koma einkum ekki til greina nú, þar sem handknatt leiksfólk hefur fram til þessa tekið þátt í kostnaði við utan- ferðir. Er reyndar svo enn því kvennalandsliðið sem fór utan til Norðurlandamótsims og ungl ingalandisliðið sem fer utan bróð lega taka þátt í kostnaði við förina. HSÍ greiðir milli 15—20 þús. kr. fyriir hvern mann í keppnisförinni til Rúmeníu og V-Þýzkalands og það er útilok- að með öllu að sambandið taki frekari þátt í kostnaði. — Hvað viltu um ferðina segja að öðru leyti? — Þetta er eimhver erfiðasta keppnisferð sem ísl. lið hefur farið í að mínum dómi. Hún er farin fyrst og fremst í æfinga- skyni. Kæmist ísl landsliðið 1 16 liða keppnina um heimsmeist aiatitilmn næst, þá myndi svip uð dagskrá bíða þess þar og er gott að vera við öllu búinn. Við höfum fengið hingað heim mörg lið að undanförnu og erum nú að byrja að endurgjalda þær heimsóknir. — Hvað verða margir lands- leikir í ár? — Á þessu keppnistímabili verða allt í allt 21 landsleikur í handknattleik. Karlalandsliðið leikur 10 leiki á tímabilinu og þar á meðal þjóðir sem urðu nr. 1, 2, 3 og 5 í síðustu heims- meistarakeppni. Það er því ekki ’áðist í garðinn þar sem hann er lægstur og vart að búast við miklum sigrum, Kvennalandsliðið lék 4 lands leiki í Norðurlandakeppninni og fékk góða dóma, unglingalið pilta leikur 4 leiki í Norður- Við vljum glima Glímunámskeiö UNGMENNAFÉLAGIÐ Víkverji efnir til glímunámskeiða, sem hefst mónudaginn 29. janúar. Kennsla fer fram í íþrótta- húsi Jóns Þorstein&sonar, Lmd- argötu 7. Kennt verður tvo daga í viku, mánudaga og föstudaga kl. 7-8. Félagið vill sérstaklega hvetja unga menn á aldrinum 12—20 ára til þátttöku í námskeiðinu. Öllum ungmennafélögum hvað- an sem er af landinu er heimil þátttaka. Ungmennafélagið Víkverji leggur áherzlu á að glíman verði æfð á þann hátt, að hinir góðu eiginleikar glímunnar njóti sín til fulls, þannig að mýkt, fimi og snerpa ásamt drengsfcap í leik skipi þar öndvegi. Aðalkennarar námskeiðsins verður Kjartan Bergmann Guð- jónsson, en auk hans kenna þeir Skúli Þorleifsson og Sigurður SiguTjónsson, 90 metra stökkbrautin í St. Nizer. Stökkmaðurinn er eins og smápunktur. landamótinu í vor og telpnaliðið leikur 3 leiki í samsikonar keppni. Ég vil sérstaklega á það benda, sagði Axel, að uppistaða landsl ðsins byggist á unglinga- liðinu. Þannig eru nú 8 leik- menn A-landsliðsins sem leikið hafa sína fyrstu landsleiki í ungMngaliði og verður aldrei of m ki'l áherzla á það lögð að unglingaliðið búi við góð kjör. — Hvað er helzt annað á víg- stöðvum HSÍ? — Við bíðum spenntir eftir því að vita hvaða þjóðum ísl. liðið mætir í undankeppni næstu HM. Dráttur fer fram í lok þessa mánaðar. fsl. liðið hef ur sýnt í keppni við beztu þjóð- ir heims, að það á erindi í slíka keppni og vonandi skeður það ekki aftur að óréttlátur dráttur í riðla komi í veg fyrir að ísl. landslið ð skipi þann se.ss sem það á skilið meðal beztu hand- knattleiksþjóða heims. — A. St. Körfubolti í kvöld íslandsmótinu í körfuknatt- leik verður haldið áfram að Há- logalandi í kvöld fcl. 8.15. Þá leika í III. fl. Ármann og ÍR, og KR og ÍKF. í I. fl. leika ÍR og ÍKF. Reykjavíkurúrvalið sigraði varnarliðið. Á miðvikudagskvöld lék Reykjavíkurúrval við úrval úr flotadeild varnarliðsins af Kefla víkurflugvelli og sigraði R-vík- ur úrvalið með 81 stigi gegn 69. í hálfleik var staðan 34:32 Reykjavík í vil. Þetta er. fyrsti le kurinn sem þetta flotalið tap ■r hér, en þeir eru á förum til Bandaríkjanna ti'l þátttöku í her stöðvarkeppni sem háð er árlega !yrir úrvalslið af herstöðvum Bandaríkjamanna víðsvegar um heim. KR ekki í bikarinn KR varð bikarmeistari í íslenzkri knattspyrnu á sl. hausti. Fyrir þann sigur eiga þeir rétt til að taka þátt í Evrópukeppni bikar- meistara næsta keppnistímabil. Forráðamenn deildarinnar sögðu blaðamönnum á mánudagskvöld- ið að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um, hvort KR tæki þátt í keppninni næsta sumar. Yrði beðið og séð, hvernig lið félagsins stæði sig í mótum áður en þátttökutilkynning yrði send. KR-ingar voru fyrstir ísl. liða til að taka þáltt í Evrópu- keppni og hafa alls gert það þrívegis. Fengu þeir fyrst Liver- pool sem mótherja, síðan Rosen- borg, norsku bikarmeistarana, og loks nú síðast Aberdeen. í öll skiptin hefur KR verið úr leik í 1. umferð. IJpphafið glataðist f BLAÐINU í gær birtist frétt um val ísl. landsliðsins í hand- knattleik og um ferð liðsins ut- an. Vegna mistaka birtist ekki upphaf greinarinnar en það hljóðaði þannig: Stærsta og mesta för sem ís- lenzka landsliðið í handknatt- leik hefur farið utan þátttöku í heimsmestarakeppni verður farin í lok febrúarmánaðar. Verður þá haldið tíl Rúmeníu og leiknir þar tveir leikir og síðan haldið til V-Þýzkaiands og þar leiknÍT tveir landsleikir. Landsiið beggja þessara þjóða hafa heimsótt okkur og átt ánægjulega leiki við ísl. lands- liðið. Nú Skal gjöf gjalda og leika á þeirra heimavelli — und ir verndarvæng þeixra landa. “Við viljum nútímaknattspyrnu" þess vegna höfum við fengið erlendan þjálfara — MEÐ því að ráða hingað austurrísika þjálfarann Walt- er Pfeiffer, viljum við í KR gera okkar til að bæta ísl. knattspyrnu. Þetta er okkur dýrt fyrirtæki, en við trúum því að það beri ávöxt ekki aðeins fyrir félagið, heldur og fyrir íþróttina í heild. Eitthvað á þessa leið fór- ust Ellert B. Schram orð er hann hafði orð fyrir nýrri stjórn í knattspyrnudeild KR sem bauð íþróttafréttaritur- um á sinn fund á mánudag- inn. Sveinn Jónsson, gamall leik maður, síðasti þjálfari og nú einn stjórnarmanna var enn hvassyrtari: — Hvernig sem þessi til- raun hjá okkur tekst, þá von umst við til að sjá eitthvað af nútíma knattspyrnu hjá ísl liðum. Knattspyrnan hér hefur staðið í stað meðan hún hef- ur breytzt mikið erlendis. Ég held að strákarnir í dag leiki ekki lakari knattspyrnu en landsliðsmenn okkar gerðu fyrir 10—15 árum. En er- Iendis hefur knattspyrnan breytzt svo, að okkar menn standa sig ekki, þvi hér hef- ur allt staðið í stað. Eilert formaður deildarinn ar sagði að mjög mikill áhugi væri nú innan deildarinnar til að lyfta Grettistaki til að bæta ísl. knattspyrnu. Hann kvað hins vegar starf deild- ar sem knattspyrnudeid KR erfitt, því meginstarf stjórn- ar færi í það að afla fjár til rekstursins. Niðurstöður reksturreiknings deildarinnar sl. ár hefði verið yfir hálfa millj. kr. og megnið af þvi fé hefði verið aflað frá stuðn ingsmönnum og velunnurum félagsins. Þannig væri það nú með greiðslu vegna komu hins austurríska þjálfara. Ellert benti á að íþróttafé- félögin ynnu mjög nytsamt starf í borginni. Til þeirra sæktu hundruð unglinga kvöld eftir kvöld. Þessi ung- menni fyndu innan vébanda íþróttahreyfingarinnar eitt- hvað verðugt verkefni fyrir sig, hyrfu af götunni. Þetta starf félaganna væri alls ekki nógu mikils metið — enda ó- metanlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.