Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 196« SIM11-44-44 mum Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. ÍPÆ/LeffÆP RAUOARARSTIG 31 SfMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholti 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu AU-ÐVITAÐ ALLTAF Mér virðist sem rangur hafi verið úrgkurður dómara um merkingu orðsins „veifiskati" í spurningasamkeppni Mennta- skólans í Reykjavík og Bún- aðarskólans á Hvanneyri í út- varpinu síðastliðinn sunnudag. Menntaskólinn svaraði að orðið merkti „amlóði“ en Hvanneyrarskóli að það merkti „ræfill, aumingi", eða eitthvað svipað. Dómari úrskurðaði að báðir skólar hefðu svarað rétt. Að mínu viti svöruðu báðir rangt. Orðabók Sigfúsar Biöndals segir að þetta orð merki á dönsku „en vankelmodig per- son“. Saima segir hin íslenzk- sænska orðabók Gunnars Leij- ströms, Jóns Magnússonar og Sven B. F. Jansson. Hvorug orðabók þekkir neina aðra merkingu í þeesu orði — og bygg ég báðar hafa rétt fyrir sér í því. „Vanfcelmodig" þýðir dönsk-íslenzk orðabók Jónasar Jónssonar svo: hverflyndur, hverfráður. Af merkingu orðs- ust: ístöðulaus maður. Veifiskati er maður leiði- tamur, lítt fastur fyriir gegn áhrifum annarra — hringlandi. Ágætt dærná um merkingu orðsins felst í orðtakinu: hann er einskis manns veifiskati. Það er mjög áríðandi að ekki sé ruglað merkingu í orðuim íslenzkunnar, og þau gerð óákveðnari og fjarri þeirri hugsun, sem mótaði þau. Kristján Albertsson. Aldrei róið á Föstu- daginn langa Suðurnesjamaður skrifar: Ég las í dálkum þínum þann 20. þjm. þar sem P. P. segist hafa heyrt það, að útgerðar- menn setji fram þær kröfuir við bátasamninga, að bátur megi og eigi að róa á Föstudaginn langa, og vill P. P. heyra áiit kirkjunnar þjóna á því. Ég er nú ekki kirkjunnar þjónn, en ég er búinn að róa í 35 vetrarvertíðar og ætla að Merki Ijóssins Kúlu- og kertaperur E-14 og E-27. Stærðir: 15—25—40 wött. Spegilperur fyrir ljóskastara 60—100— 150 wött. Heildsölubirgðir jafnan fyrirliggiandi. Raftækjaverzlun íslands h.f. Skólavörðustíg 3 — Sími 17975/76. >* Utsala — Utsala Brjóstahöld verð frá kr. 75.00 Stretchbuxur verð frá kr. 195.00 Gallabuxur kr. 150.00 Crepehanzkar kr. 95.00 Náttföt á telpur kr. 110.00 Dömupeysur kr. 195.00 Nokkrar kápur og dragtir kr. 500.00 FATAMARKAÐURINN Álfhólsvegi 7. sem það hefur verið talið ábatasamt og þó hef ég ætíð verið á bátum, sem hafa átt net í sjó á þeim tíma og hafa þau aldrei verið hreyfð á Föstudaginn langa. En það væri nú alveg eftir öðru að afmá Föstudaginn langa sem hátíðisdag og lög- leiða alla vinnu á honum, en hafa 1. maí alveg hvítiþveginn og heilagan í heilan sólarhring, því það hefir verið algjörlega bannað að ianda eða gera að fiski eftir kL 12 aðfaranótt 1. maí. R. Á. it Blettamál enn Ýmsir hafa orðið tii þess að ráðleggja frú Sigríði Sig- urðardóttuir, hvernig ná eigi Vaílash-blettum úr jólafötum barna hennar. „Húsmóðir" skrifar: „Kæri Velvakandi! Vegna bréfs Sigríðar Sig- urðardóttur í þætti þínum í gær (3. jan.) vildi ég mega segja frá reynslu minni í sama tilfelii og þar var frá greint. Valash-blettir og fleiri álika blettir, t. d. súkkulaði-blettir, hverfa eins og dögg fyrir sólu í þvottaefni nokkru, sem ég lærði að nota í Danmörku og sem betur fer er einnig hægt að fá í verzlunum hér; heiitir það Bio-Tex og er notað til að leggja í bleyti í, það inniheldur einhvers konar lífræn efni, sem fara mjög vel með þvott- inn og er eitthvert bezta þvotta efni, sem ég þekki. Ég vona að einhver geti not- fært sér reynslu mína í þessu. Með þökk fyrir birtinguna. „Húsmóðir“. Frú Sigríður svarar: „Ég þakka Velvakanda fyrir að biirta bréf mitt og sömu leiðis ráðin. Ég hafði reynt allt, sem RáðleggingastÖð hús- mæðra lagði til (hafði reyndar lesið þau ráð í danskri bók), en án árangurs. Hins vegar hurfu blettirnÍT með notkun Bio-Tex, en dýr þótti mér pakk inn af þessu efni. Með beztu kveðjum, Sgríður Sigurðardóttr“. K Hvernig væri að nota munnþurrkur? Frú Guðrún Á. Símonar skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég er ein af þeim mörgu, sem les Velvakanda mér til mikillar ánægju. 3. janúar skrifaði Sigríður Sigurðardóttir um Valash- bletti og bað um ráð, hvernig ætti að ná þeim úr jólafötum barna hennar. Mig langar til að gefa frú Sigríði mjög einfalt en gott ráð hvernig ekki á að fá bletti'l barnafatnað. Ég á dreng, sem er 6 ára, hann drakk Valash yfir jólahátíðina, — engir blett- ir, ekkert gult í kringum munn inn. Mitt einfalda, en góða ráð er, kennið börnum yðar að nota sérvettur.. I>ví miður er „sérvéttumenn- ing“ á mjög iágu stigi hérna. Hérna láta börnin sér nægja að sleikja fingurna eða þurrka sér í fatnaðinn. Virðingarfyllst, Guðrún Á. Símonar, MávahLíð 37“. Tollstöðin á Kefla- víkurflugvelli Velvakanda hefuir borizt langt bréf frá Kristjáni Pét- urssyni í Kefllavík, þar sem hann ber blafc af tollþjónum á Keflavíkurflugvelli og segir aðfarir þeirra styðjast við laga fyrirmæli. Þar sem megin- atriði bréfs hans hafa þegar komið fram í þessum dálkum (í bréfi frá lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli) og með- fylgjandi grein á ensku hefur þegar verið þýdd og birt hér, lætur Velvakandi sér nægja að kvitta á þennan hátt fyrir bréfið. Ódýrir skór Stök pör og sýnishom. Drengjaskór St. 27—41 kr. 198.00. Kvenskór kr. 150.00. Bomsur kr. 50.00. Kuldaskór, töfflur og m. fl. Kaupið ódýrt SKÖVERZLUN VSims /IncUics-sc+uut Laugavegi 17 og 96.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.