Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 196« Kristján C. Gíslason: BREIÐU BÖKIN /' ÞEGAR nú efnaihagsörðugleikar j steðja að, er að sjálfsögðu nauð- í synlegt að þjóðin geri sér grein fyrir þeim og snúist sameinuð j gegn vandanum. Örðugleikarnir I eru utanaðkomandi og væntan- I lega tímabundnir. Þeir stafa að- í allega af stórlega lœkkuðu verði ! erlendis á einhæfum útflutnings j vörum okkar. Ef akkur tekst j ekki að laga ökkur eftir aðstæð- ; um, kunna þessir tímabæru örð t ugleikar að snúast upp 1 sjálf- ! skaparvíti. Almenn veimegun og uppbygging atvinnulífsins kann að breytast í eyimdarástand í atvinnuLeysis og ringulreiðar. ! Dregið hefux verið úr áhnf- um minnkandi þjóðartekna á ai- mennar kaupgreiðslur og neyzlu ÍBÚÐA BYGGJENDUR- Smíði á INMIHURÐUM hefur verið sérgrein okkar um árabil Kynnið yður VERÐ GÆÐI AFGREIÐSLU FREST iU. SIGURÐUR ELÍASSON% Auðbrekku 52-54, Kópavogi, sími 41380 og 41381 með því að rýra varasjóð þann sem myndaður var á undan- gengnum góðærum. Þar sem nálægur bati er ekki sjáanlegur hefur takmörkun neyzlunnar hjá þjóðinni í heild verið talin óuimflýjanleg á með- an fundin væru ráð til þess að efla og umskapa atvinnuvegina til aukinnar framleiðni og tekju öflunar. Sumir aðilar hafa þó fundið einfaldara og eflaust vinsælla ráð, þ.e.a.s. að láta „breiðu bök- in“ bera byrðarnar og þannig komast hjá almennri neyzlu- skerðingu. Táknrænt um þetta éliit er við tai við prest nokkurn, sem birt- ist í Þjóðviljanum þann 25. okt. sl. undir yfinskriftinni „Þeir gleyma heildsalanum". Þar spyr presturinn meðal annars „Hvers vegna er ekki kannað burðar- þol kaupmanna, heildsala og iðnaðarmeifetara undir svona kringumstæðum?“ Ef eyðsla þessara aðila réði hér baggamuninum þá væri ef til vill ekki svo illt í efni. Svo einfalt er mélið þvi miður ekki. Þeir nota ekki alla bilana sem fluttir eru til landsins, búa eikki í öllum húsunum sem byggð eru og þeir komast ekki yfir að drekka allt áfengið og reykja allt tóbakið sem notað er, svo nokkuð sé nefnt. Sparnaður hjá þeim einum er ekki afgerandi í þessu efni held ur verður þjóðin í heiid að spara og minnka neyzluna svo nokkru nemi. Ef til vill hefur presturinn meint að gera ætti upptækt það rekstursfjármagn sem þessir að- ilar kunna að hafa undir hönd- um. Undanfarið hefur sannarlega verið höggvið skarð i fjármaga atvinnuiekenda enda þótt enn muni nokkuð vera eftir af þvl. Þetta mun að sjálfsögðu vera annars vegar eigið fjármagn og hins vegar lánsié, en án þess verður «ngum atvinn.irekstri haldið ujrpi Hvað h.ddsölu viðvík.ir þá er þetta fjármagn mestmegnis söncmenn! upplýsingar í síma 30820 |1| ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á eftirfarandi efni vegna Rafmagnsveitu Reykjavíkur: 1. Koparvír, ýmsar gerðir og stærðir, alls 50.000 m. 2. Tengiskápar fyrir jarðstrengi. 3. Götuljósabúnaður. 4. Götuljósastaurar. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 bundið í vörubirgðum, útistand- andi skuldum, áhöldum og ef til vill fasteignum fyrirtækisins, eins og fjármagn bóndans felst í t.d. húsurn, tækjum og skepn- um, iðnrekendans í húsum, vél- um ,efni og vörum; útgerðar- mannsins í skipum o.s.frv. Verði gengið á rekstursfjár- magnið til viðhalds óskertri, en skammvinni neyzlu, þá dregur það óumflýjanlega á eftir sér dilk minnkandi þjóðarfram- leiðslu og tekna. Þetta er auð- velt að framkvæma með því að skylda atvinnurekendur, hvort sem um er að rœða bænidw, út- vegsfBenn, iðnrekendur eða kaupmenn, að starfa á óheii- brigðum fjárhagsgrundveliL Minnkandi framleiðni þýðir minnkandi vörur til skiptanna, minnikandi neyzlu. Fylgifiskarn ir eru atvinnuleysi, ringulreið og örbirgð, þangað til *ftur morgnar. Breiðu bökin eru því þarfarí til aukinnar framleiðni, með ó- skertu fjármagni, helidur en tii viðhalds ótímabærri neyzlu á kostnað reksturfjárins, neyzlu sem ekki er í samræmi við þjóð artekjurnar.Kristján G. Gíslason SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Stjörnubíó Doktor Strangelove Ensk-amerísk mynd Framleiðandi og leikstjóri: Stanley Kubrick Meðal leikara: Peter Sellers George C. Scott Sterling Hayden MERKIIÆGT er, að þjóðarbú- skapur ýmissa erlendra stór- velda skuli ekki vera í meira ólestri en raun ber vitni. Frá bæjardyrum smárrar. vopnlausf ar þjóðar eins og íslendinga, hlýtur það að vekja furðu, hvern hátt þau verja drjúgum hluta fjármuna sinna. Allt að helmingur ríkisútgjalda þeirra rennur til vopnaframleiðslu og þjálfunar og útíhalds mikila fjölda hermanna, jafnt til sjós, lands og lofts. — Hvernig á friðsöm og fámenn þjóð, sem virðist hafa nóg með sína aura að gera að skilja til hlítar slíka ráðsmennsku. Við skulum vona, að stórveld- in sjálf. þau, sem standa undir þyngsta vígbúnaðarkostnaðinum, skilji þetta sjálf, skiilji í hvaða tilgangi þau miða byssunum að hjartastað hvors annars og þetta þrátefli veiti þeim ávinning eða lífsgleði í einhverri mynd, sem vega kann á móti þeim fjármun- um, sem þau leggja fram til leiks ins. Svo er látið heita, að Ripper, foringi í flu.gher Bandaríkja- manna. sé eitthvað ruglaður í kollinum, er hann gefur flug- sveit sinni skipun um að fljúga yfir „öryggismarkið“ og hefja kj'arnorkusprengjuárás á Rúss- land. Hann telur, að kommún- istar séu að reyna að ná heims- ytfirráðum, með því að eitra drybkjarvatnið með flúor, en neyzla slíks vatns -eyði líkams- vessunum". Muffley Randaríkja forseta bregður í brún, er hann fréttir um uppátæki Rippers og reynir að láta stöðva flugsveit- ina, en þar er við ramman reip að draga, því svo hafði verið ráð fyrir gert, að í hugsanlegu kjarnorkustríði skyldu flugvél- arnar gera radíómóttökutæki sín óvirk. svo að óvinirnir göbbuðu þær ekki með fölsuðum fyrir- skipunum. Ripper geymir þó dulmálslyk- il, sem hægt hefði verið að nota, til að ná sambandi við flugsveit- ina, en hann er sko aldeilis ekki á því að láta hann af hendi bar- áttulaust. Hann þykist nefni- lega sjá í hendi sér, að takist nokkrum flugvélum að varpa kjarnorkusprengjum á Rússland, þá séu Bandaríkin tilneydd að fylgja árásinni eftir af öllum kröftum, till að kæfa í fæðing- unni hefndarráðstafanir komm- únista, eða draga sem mest úr áhrifum þeirra. Muffley forseti er ekki á sama máli. Hann hringir hið snarasta í forsætisráðherra Sovétríkjanna og tilkynnir hon- um, hvernig komið sé. Eftir all- löng orðaskipti, tekst forsetan- um að eyða tortryggni ráðherr- ans og fá hann til að trúa því. að hér sé um mistök að ræða. Biður hann foTsætisráðhierra.nn að láta skjóta niður allar flug- vélarnar, ef mögulegt sé og býð- ur honum allar þær upplýsingar og aðstoð, sem hann geti í té látið. Jú, forsætisráðherra tekur ekki illa í það. en telur hættu á, að ein, tvær flugvélar eða svo sleppi í gegn. Forsetinn spyr kurteislega, fcvort Rússar muni þá líta á slíkt eem uppfcaf é styrjöld. En forsætisráðherrann skýrir honum þá frá því. að í rauninni skipfi það ekiki máli, þvi þá muni „dómsdagsvélin“ fara sjállfkrafa í gang og eyða öllu jarðlífL Og enginn mannleg ur máttur geti hindrað eða stöðvað mótaðgerðir dómsdags- vélarinnar. , Við höfum einfaldlega ekki efni á að halda uppi þessu stöð- uga vígbúnaðarkapphlaupi, bætir ráðherrann við, en dómsdags- vélin væri hins vegar tiltölulega ódýr miðað við notagildi, en hlutverk hennar væri að eyða öllu mannlífi, strax og fyrsta sprengjan félli á rússneska grund . . . Haustið 1966 sýndi Stjörnubíó mynd (..öryggismarkið), eem var efnislega mjög lík þessari. Þar tókst Band.aríkjaforseta að koma í veg tfyrir heimsstyrjöld með því að iáta eigin kjarnorku sþrengjur eyða New York, eftir að Moskva hafði verið lögð í rúst vegna mistaka. Ef til vill er efniviður þessi farinn að sækja fast á hug vestrænna kvikmyndarlistarmanna, og þótt til dæmis þessi kvikmynd sé í rauninni ,.gamanmynd“ í allri efnismeðhöndlun, þá fer ekki hjá því, að hún veki menn til nökkurrar umþenkingar um þær hættur, sem jafnvel .,öryggið“ sjálft kann að hafa í sér fólgn- ar. „Dómsdagsvélin" er kannski ekki eins fjarri ykkur í tíma og við álítum og, ef til vill. ekki svo ólógisk uppfinning, að Fífa auglýsir útsölu Þar sem við hættum með fatnað á fullorðna verða þær vörur sem við eigum seldar með miklum afslætti, t. d. herraskyrtur hvítar og mislitar, skyrtupeysur, gallabuxur, og fleira, dömuúlpur, peysur, blússur, stretchbuxur og fleira. F.innig barnaúlpur, peysur, gallabuxur, stretchbuxur, molskinnsbuxur í stærð- unum 12—18 og terylenebuxur. Verzlunin FÍFA, Laugavegi 99 (Inngangur frá Snorrabraut). minnsta kosti er manni fortalið, að bezta trygging fyrir heims- friði sé sú, að andstæðingUTÍnn kaili bráðadauða yfir sjálfan sig. ef honum dytti í hug að gera árás. Og margir fróðleiks- menn hafa lýst yfir því, að kjarnorkustyrjöld tákni útrým- ingu nær alls m.annkyns. Peter Sellers fer með þrjú hlutverk í mynd þessari, og hef- ur það átt drjúgan þátt í vin- sældum hennar. Mér finnst Sell ers ekki hvað síztur í hlutverki Mutffleys forseta, þótt það sé minnsta grínhlutverkið. Yfir- leitt finnst mér Sellers ekki miklu síðri í alvarlegum hlut- verkum en gamanhlutverkum, þótt otft takist honum þar prýði- lega upp. Ég tek mynd þessa ekki sem ádeilumynd á eina þjóð annarri tfremur. Auk þess sem hún ger- ,ir hiálfgild'ings gys að hinu gag.n kvæma vígbúnaðarkapphlaupi. þá lítur hún einnig með hæðn- isglotti á ofskipulagningu al- mennt og gildi þeirrar fyrix- hyggju og áæt'lana um ókomna tíð, sem forustumenn stórveld- anna setja traust sitt á, Og því •miður hefur það tíðum ásann- ast, að áætlanir stórveldanna um hermál og annað hafa staðizt illa próf reynslunnar. þótt gerð .ar hafi verið í góðri meiningu. Það er ekki ný saga. Kvikmynd þessi er mjög spennandi og tæknilega vei gerð og óhætt að mæla með henni. bæði sem dægradvöl og ábend- ingu um þá hættu, sem hið brjál aða vígbúnaðarkapphlaup hefur í för með sér. — Við skulum vona, að forustumenn stórveld- anna geti dregið af henni ein- hvern lædóm, og mundi ég ein- dregið ráðleggja þeim að miss.a ekki af þessari mynd. þó.tt Stjörnubíó fari væntanlega á mis við aðgangseyri þeirra. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4'SD Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegj 168 - Sími 24180 Skóútsola Kvenskór á kr. 98.00. Drengjaskór 9t. 27—41 á 'kr. 150.00—250.00. Kvenkuldaskór frá kr. 198.00. Inniskór frá kr. 100.00. Drengjasnjóbomsur kr. 150.00. Kvenbomsur frá kr. 50.00. K vensk óhlí f ar og m. fL MíMÍIMOnMM fpícuttnesiyeqi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.