Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 20
20 MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1968 - KÓREA Framhald af bls. 1 við Khe Sanh og eru þess albún ít að hrinda sókninni. 9 í aðeins nokkurra kílómetra tfjarlægð, handan landamaera Laos, náðu hermenn komamún- ista einu virki hermanna Laos- stjórnax á sitt vald í kvöld með stuðningi hermanna frá Norður- Vietnam. Diplómatískar leiðir reyndar Blaðafulltrúi Johnsons forseta, George Christian, sagði er hann skýrði frá útkvaðningu manna úr varaliðum flughers og flota i dag, að Bandaríkjastjórn héldi ófram tilraunum sínum til að fá „Pueblo“ og áhöfn skipsins sleppt úr haldi eftir diplómatísk um leiðum. Útkvaðningin er talin bein viðvÖTun til Norður-Kóreu stjórnar þess efnis, að gripið verði til hefndarráðstafana verði „Pueblo“ ekki sleppt úr haldi, en stjórnmálafréttaritaTar kalla fljóthugsaðar fréttir frá Seoul, að undirbúningur hefndarráð- stafana sé þegar hafinn. Samkvaemt áreiðanlegum heim ildum í Seoul munu Bandaríkja menn gera loftárásir á tiltekin skotmörk í Norður-Kóreu ef Fueblo verðuT ekki fljótlega sleppt. Einnig er um það rætt að gerð verði árás flugvéla og herskipa á hafnarborigina Won- san, þar sem „Pueblo" er nú eða að Norður-Kórea verði sett í hafnbann. f>eir 14.600 menn sem kvaddir hafa verið til virkrar herþjónustu eiga að manna 372 orrustu-, sprengju- og flutningavélar, en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um útkall manna úr vara- liði land'hersins. Varaliðarnir áttu að mœta til stöðva kl. 4 að íslenzkum tíma í nótt, og tals- maður landvamaráðiuneytisins sagði í kvöld að enn hefði engin ákvörðun verið tekin um það hvort þeir yrðu sendir úr landi. Ákvörðunin um herkvaðning- una var tekin á fundi sem Jotfrn- son forseti hélt í Hvíta húsinu með Robert McNamara land- vamaráðherra, Dean Rusk utan- ríkisráðherra og Arthur Gold- berg, aðalfulltrúa USA hjá SiÞ. Taugaspenna í kauphöllum. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í kvöld að hann hefði ekki í hyggju að hafa afskipti af „Pueblo“-málinu upp á eigin spýtur, en þá hafði engin beiðni borizt um að SÞ hefðu afskipti af málinu. OrðTÓmur vax á kreiki um það í kauphöllum í New York í dag að „Pueblo“ hefði þegar verið sleppt úr haldi, en blaðafulltrúi Johnsons sagði, að það væri hreinn uppspuni. Verðhréf féllu í verði vegna Pueblo-málsins í morgun en hækkuðu aftur eftir herkvaðn- inguna. Christian blaðafulltrúi sagði, að fullt samráð hefði verið haft við Suður-Kóreustjórn og aðrar ríkisstjórnir vegna málsins. í kvöld sagði Moskvu-útvarpið að Norður-Kóreumenn hefðu gert „rétt“ er þeir tóku „Pueblo“, en sovézk fjölmiðlunartæki hafa foTðazt að láta í ljós velþóknun á aðgerðum Norður-Kóreu- manna. Áður hafði Tass-frétta- stofan harðlega gagnrýnt Banda- ríkjamenn fyrir hættulegar og svívirðilegar ögranir í sambandi við „Pueblomálið". Athygli vek- ur að Kosygin forsætisráðherra er farinn til Nýju Delhi eins og ekkert hafi í skorizt og þykir það benda til þess að Rússar hafi ekki talið „Pueblo“-málið alvar- legs eðlis. Sovézk blöð settu í dag „Pueblo“-málið í samhand við flug vetnissprengjuflugvéla yfir Grænlandi, yfirgang á landa- mærum Kambodíu og fleira er þau telja bera vott um árásar- hneigð bandarískra heimsvalda- sinna um allan heim. Hættumar Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum í Washington eru þessi atr- iði Johnson efst í huga vegna „Pueblo“-málsins. • Loftárás á Norður-Kóreu Franski gamanleikurinn Indíánaleikur, sem frumsýndur var hjá Leikfélagi Reykjavíkur I haust, hef- ur nú verið sýndur 24 sinnum, en 25. sýning er annað kvöld, laugardagskvöld. Sýningum fer nú aff fækka, þar sem tvö ný verkefni eru í uppsiglingu hjá Leikfélaginu. Myndin er úr IiXJíánaleik og sjást þar Sigríður Hagalín, Brynjólfur Jóhannesson og Guffrún Asmundsdóttir, sem leika aðalhlut- verkin í þessum vinsæla grínleik. mumdi ekki koma því til leiðar að „Pueblo“ yrði sleppt en hins vegar fengju Norður-Kóreumenn „makleg málagjeld". • Innrás í Norður-Kóreu gæti leitt til þess að Rússar og Kín- verjar kæmu bandamönmim sín- um ti'l hjálpar og mundi það leiða til stórfelldrar styníaldar og jafnvel kjarnorkustyrjaldar. • Ef bandaríski heraflinn verð- ur að heyja styrjöld á nýjum vígstöðvum veikjast yarnir Bandaríkjanna á öðrum stöðum og mega þær varla við því þar sem bandarískar hersveitir eru dreifðar um allan heirn. Varað við kjarnorkustyrjöld. Tveir bandarískir öldunga- deildarþingmenn demókratinn Henry Jackson frá Wasíhiirgton- ríki og repúblikaninn Strom Thurmond frá Suður-Karolína, lýstu því yfir að taka „Pueblo" gæti leitt til þess að Bandaríkja- menn neyddust til að beita kjcirn orkurvopnum. Demókratinn Frank Church kallaði töku skips- ins styrjaldaraðgerð og krafðist þess að skipinu og áhöfn þess yrði skilað og sagði að þjóðar- heiður Bandaríkjamanna væri í veði. Flestir meðlimir Banda- ríkjaþings eru þó sammála um að reyna beri að leysa málið eftir diplómatískum leiðum. Talsmenn bandaríska land- vamaráðuneytisins hafa ákaft reynt að visa á bug ásökunum urn að ekki hafi verið brugðið skjótt við og flugvélar sendar „Pueblo“ ti‘l hjálpar áður en skip ið var tekið á mánudagskvöld. Talsmenn ráðuneytisins segja, að þegar fallbyssubátar Norður- Kóreumanna sigldu að „Pueblo" hafi y.firmenn Kyrrahafsflota Bandaríkjamanna ráðið gegn því að 'herflugvélar yrðu sendar á vettvang og -hafi ekkert samráð verið haft við yfirvöld í Was- hington. Þar sem „Pueblo“ er lítið skip, illa vopnáð og búið mjög nýtízkulegufln fjarskipta- tækjum hafa risið upp haxðar deilur um hvers vegna skipinu barst ekki aðstoð flotadeilda eða flugvéla þegar Norður-Kóreu- menn létu til skarar skríða. Merkileg tæki. Heimildir í bandaríska land- varnaráðuneytinu herma, að skipherrann á „Pueblo", Lloyd M. Butcher, hafi skipað svo fyr- ir að mikilvægustu fjarskipta- tæki yrðu eyðilögð, svo og dul- málslyklar, áður en Norður- Kóreumenn gengu um borð. Skip ið var meðal annars búið ná- krvæmum hlustunartækjum, sem eru margra milljóna dala virði, og ef kommúnistar hafa náð þessum og öðrum tækjum óskemmdum á sitt vald er hér um að ræða mikinn sigur fyrir gagnnjósnaþjónustur kommún- istalandanna, að því er heimildir í Washington herma. í Washington er sagt að ýmsar ástæður séu fyrir því að ekki voru sendar flugvélar eða her- skip „Pueblo" til hjálpar, en upp lýst hefur verið að Butcher skip- herra hafi beðið um aðistoð. Ástæðurnar eru m.a» sagðar stað setning skipsins, óvissa um við- brögð Norður-Kóerumanna, sú staðreynd að bandarísk herskip voru hvergi nærri staðnum held- ur langt í burtu og loks sú stað- reynd að Norður-Kóreumenn höfðu stigið um borð í „Pueblo“ þegar beiðnin barst. Aðstoðar- varnarmálaráðherra Banidaríkj- anna, Phil G. Goulding, segir það uppspuna frá rótum er Norður-Kóerumenn halda fram að „Pueblo“ hafi verið í norður- kóreskri landhelgi og á því leiki enginn vafi að skipið ‘hafi verið á alþjóðasiglingaleið þegar at- burðurinn gerðist. Tatfsmenn ráðuneytisins leggja áherzlu á, að yfirlýsing sú er fulltrúar Norður-Kóreumanna lögðu fram á fundi vopnahlésnefndar Kóreu í Panumjon í gær þar sem sagði að Butcher skipherra hefði játað að skip hans hefði stundað njósnir í landhelgi Norður- Kóreu væri fölsuð, enda benti orðalagið til þess að Bandaríkja- maður gæti hvorki hafa skrifað eða samið yfirlýsinguna. Tilmæl- um Bandaríkjamanna um að skip inu og áhöfn þess yrðí skilað var vísað á bug, en bandarískir sérfræðingar sagja að lesa megi miilli línanna að Norður-Kóreu- menn kynnu að vera fáanlegir til að sleppa áhöfninni _en ekki skipinu. Vilja þeir skoffa skipiff? Hin neikvæðu svör Rússa við tilmælum Bandaríkjamanna um að beita áhrifum sínum til þess að skipinu og á'höfn þess verði sleppt hafa komið þeim orðrómi á kreik að Rússar vilji ekki knýja á Norður-Kóreumenn fjrrr en þeir hafi skoðað tækjabúnað skips- ins. Bandarískir embættismenn segja að ekkert bendi til þess að Rússar hafi komið áleiðis til Norður-Kóreumanna beiðninni um að „Pueblo“ verði sleppt. f Washington velta menn því fyr- ir sér hvort RússaT mttni beita sér í málinu eftir tíu daga eða svo, þegar þeir hafi kynnztf öll- um leyndardómum fjarskipta- tækjanna í ,,Pueblo“ svo framar- lega sem þau hafa ekki verið eyðilögð, en það eina sem liggur fyrir er tilkynning Butchers skip herra um að hann hafi skipað svo fyrir að mikilvægutstu tækin skyldu eyðilögð. Átök á landamærum. í dag var haldið áfram leit að norður-kóreskum hermönnum sem á sunnudaginn laumuðust inn í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, og reyndu að ráða hátt- setta menn af dögum. Tveir suð- ur-kóreskir hermenn féliu og áitta bandarískir særðust í átok- um við þennan flokk Norður- Kóreumanna i dag, en þeir hörfa nú til landamæra N'orður-Kóreu. Alls hafa 12 bandarískir her- menn særzt og að minnsta kosti 17 Suður-Kóreumen n fallið í átökum við Norður-Kóreumenn- ina, sem eru 30 talsins. 17 þeirra hafa verið felldir og einn tekinn til fanga. í Seoul er almennt talið að Norður-Kóreumenn hyggist nú hefja umfangsmiklar skæru- aðgerðir í Suður-Kóreu. Norður- Kóreumaður sá, sem tekinn hetf- ur verið til fanga, hefur sagit að komið hafi verið á fót liði 2.400 manna úr her Norður-Kóreu- manna, sem hatfi verið sérþjálf- aðir í skæruhernaði í Suður- Kóreu. f dag reyndi hópur Norð- ur-Kóreuimanna að ryðjast yfir landamærin og einnig var ráðizt með handsprengjum á varðburn rétt sunnan við markalínuna. Árið 1066 gerðust Norður- Kóreumenn sekir um 50 hryðju- verkaaðgerðir í Suður-KÓTeu, en í fyrra fjölgaði þeim í 500 og er hér um að ræða alvarlegt vanda- mál fyrir yfirvölid í Suður- Kóreu. Áður fyrr einskorðuðust aðgerðir Norður-Kóreumanna við njósnir en nú einbeita þeir sér að skemmdarverkum. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 14 að hefja meiri háttar aðgerð- ir til þess að afla stuðnings fyrir því, að viðræður verði hafnar að nýju við Bretland, enda þótt þessar hreyfingar hafi ekki enn getað komizt að samkomulagi um að sam- einast í baráttu sinni. Verk- efni þeirra ætti að vera til- tölulega auðvelt, því að vilji til þess að reyna að komast að samkomulagi við Breta er útbreiddur um alla Rhodesiu. Hinis vegar er sú skoðun ekki rfkjandi, að Rhodesia þurfi nauðsynlega að komast að samkomulagi, og menn gera sér ekki grein fyrir því almennt, hve miklu fjárhags- tjóni refsiaðgerðirnar hafa þegar valdið og eiga eftir að valda. Það er ekki heldur fyrir henidi neinn vilji til þess að breyta niúverandi ástandi, sem tryggir örugg- lega, að hinn afríski meiri hluti gerir ekkert tii þess að lyfta af sér okinu. - GRIKKLAND Framhald af bls. 1 'ömu erindagerðum og ambassa- dor Breta. Gríska herstjórnin segir, að enn sé þingbundin ko*ungsstjó#n í landinu, úr því að rikisstjóri hatfi verið Skipaður staðgengill konungs, sem enn dvelur ásamt fjölskyldu sinni í Róm. I dag ákærði herstjórnin fyrrv. forsætisráðherra, Konstantín Kollias fyrir að hafa ásamt öðr- um skipulagt samsæri gegn stjórninni í desember, - en sem kunnugt er stóð Konstantín kon- ungur fyrir þvi samsæri Kollias kom til Aþenu frá Róm 7. janúar sL — Horfumst í augu Framhald af bls. 3 og fyrir fullorðna afbrota- menn. Þama þurfum við lika að taka okkur á. Að minu áliti vantar okk- ur hér vistbeimili, sérstak- lega fyrir unglinga á aldrin- uan 14—17 ára. Vistheimili þetta ætti rfkið að reka og þar þyrfti að vera aðstaða til vinniu og náms fyrir þá ungl- inga, sem þess þurfa með. Heimili fyrir þessa alduns- flokka er alls ekki til hér á landi, þó þörfin fyrir það virðist fara stöðugt vaxandi. í stuttu máli sagt: Við þurf um að endurskoða allt okkar kerfi í sambandi við meðferð atfbrotaunglinga. Síendurtek- in afbrot sýna glögglega, að núverandi kerfi er allt otf ó- fullkomið. — Stofnun heimaviistar- sikióla fyrir þessi börn er mjög athyglisvert mál og fellur að nokkru saman við það, sem ég sagði Ufln vist- heiimili áðan. Það sýnir sig glögglega, að flestir afbrota- unglingar eru á einhvern hátt afbrigðilegir í sambandi við skóla — hafa verið reknir, eða sækja hann slœlega. Á þessu sviði yrði aukið aðhald til storbóta að minni hyggju. Við verðum að reyna að finna einhverja lausn til raun hæfari hjálpar afbrotaungl- inga og því íyrr, sem við v)ð urkennum þennan vanda og reynum að leysa hann þvf bef.-a, sagði Kristján að iok- um. — Kvikmyndahátíð Framhald aí bls. 19 skák við búsbóndann, en tengist smám saman sterkum böndum við eiginkonuna. Er myndin mjög nékkvæmlega gerð og vel uppbyggð, og er mikill munur á henni og „Love Dossier", sem er barmafull af hugmyndum en losaraleg í uppbyggingu. Einnig var Zagreb-myndin miklu betri tæknilega, einkum þó hvað snerti lýsingu og sviðsetningu. Með flestöllum myndunum voru sýndar stuttar teikni- myndir frá ýmsum löndum. Hef- ur stefnan í gerð teiknimynda tekið allmjög hliðarskerf frá stefnu Disneys, sem var að teikna öll smáatriði a.f mestu ná- kvæmni. Er aðaláiherzlan lögð á mjög einfaldar teikningar á ein- litum bakgrunni og ekkert teikn- að annað en það, sem mestu máli skiptir. London 16. jan. ’68. Sigurður Sverrir Pálsson. - BÓKMENNTIR Frambald af bls. 15 Það er fróðlegt að les um hin úreltu vinnubrögð í endurminn- ingum Sæmundar Dúasonar; og fróðlegra fyrir þá sök, að í þeim endurspeglast svo vel fyrri tíð- ar þjóðlíf íslendinga, drepandi fá breytt, einhæft og vanábundið. Og það er líka í samræmi við fyrri tíðar hugsunarhátt, að Sæ- mundur telur það allt hafa ver- ið gott og blessað. En nú telst þetta sem sagt allt til liðins tíma, vinnubrögðin úr- elf og undirgefnin fyrfr bd. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.