Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANUAR 196« Átengissalan jókst um 2,6°/o ÁFENGISNEYZLAN árið 1967 nam 2,38 lítrum á mann miðað við 100% áfengi og hefur aukizt á árinu um 2,6%. Áfengissalan hækkaði um 41 millj. króna eða 9%. Allmikil verðhækkun varð * á áfengi síðara hluta ársins. Á árinu voru opnaðar tvær áfengisútsöslur, í Keflavík í febrúar og í Vestmannaeyjum í marz. Frá útsölustöðum í Reykjavík 5000 börn í umferðar skólanum UMFERÐARNEFND Reykja- víkur hleypti fyir skömmu af stokkunum umferðarskólanum Ungir vegfarendur, eins og kunnugt er af fréttum. Starf- semi skólans hefur gengið mjög vel, að því er Pétur Sveinbjarnarson tjáði Mbl. Þegar hafa innritast í skól- ann rúmlega 5000 börn og er nú unnið sleitulaust að þvi að útfylla skírteini og senda þau til barnanna. Verða öll þau börn, sem sent hafa umsóknir sínar inn fyrir 25. janúar búin að fá skírteini sitt fyrir mán- aðamót. Pétur gat þess að umferðar- skólinn sendi daglega út af- mælispakka til handa þeim börnum, sem þegar hafa inn- ritað sig. Virðist svo sem börn in kunni vel að meta þessa starfsemi og hafi gaman af. Æfingosvæði fyrir H-akstur SÍÐUSTU dagana, er vinstri umferð er í gildi á fslandi, dagana fyrir 26. mai, verður komið upp æfingasvæðum fyr ir ökumenn, lögreglu-, sjúkra- og slökkvibifreiða. Verða þeir ökumenn, sem þessa þjálfun fá, jafnframt skuldbundnir til þess að aka ekki bifreið, fyrr en H-nmferð er gengin í gildi. Þannig má ekki öku- maður, sem fengið hefur þessa þjálfun tveimur til þremur dögum fyrir H-dag aka í vinstri umferð. Engir aðrir en ofannefndir ökumenn mega æfa sig í H- umferð, fyrr en á H-dag. — Hins vegar er mönnum ráð- lagt að æfa sig svo sem frek- ast er unnt í vinstri umferð, * minnugir þess, að góður veg- farandi í vinstri umferð, er einnig góður í hægri umferð. Einnig er mönnum ráðlagt að lesa sem bezt hægriumferðar- reglur og kynna sér alla um- ferðarháttu við hægri akstur. í STUTTU MÁII Tel Aviv, 25. janúar. fsraelsstjóm tilkynnti SÞ formlega í dag, að hún sam- þykkti opnun Súez-skurðarins og að þau skip yrðu leyst úr haldi, • sem lokuð hafa verið inni í skurðinum síðan í júní í fyrra. SÞ, 25. janúar. Fazil Kutchek, varaforseti Kýpur, hefur farið þess á leit við U Thant, aðalritara SÞ, að hann veiti aðstoð samtakanna í varaforsetakosningunum, sem fara eiga fram á Kýpur í náinni framtíð. 'var selt áfengi fyrir kr. 413,8 millj., frá Akureyri fyrir 51,3 millj., frá fsafirði 14,6 millj., Siglufirði 8,7 millj., Seyðisfirði 15,7 millj., Keflavík 20,6 millj. og Vestmannaeyjum 18,3 millj. kr. — --------------- % Stnttir deildar- fundir ó Alþingi STUTTIR fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær. í efri- deild mælti Eggert G. Þorsteinis- son fyxir tveimur stjórnarfrum- vörpum er fjalla um forkaups- rétt að £búðum. Frumvörpunum var síðan vísað til 2. umræðu og heiibrigðis- og félagsmálanefnd- ar deildarinnar. Jóhann Hafstein dómsmálaráðherira mælti fyrir frumvarpinu um sölu Setbergs í Eyrarsveit og fl., en það frum- varp hefur hlotið afgreiðslu í neðri-deild. Var frumvarpiruu, að ræðu ráðfoerra lokinni, vísað til 2. umræðu og landlbúnaðarnefnd ar. í neðTÍ-deild fór fram atkvæða greiðsla um tvö frumvörp. Ann- ars vegar frumvarp um stofn- lánadeild landbúnaðarins og var þvi vísað til 2. umræðu og land- búnaðarnefndar, og hinsvegar toWskrá og fL sem var viaað til 2. umræðu og fjárfoagsnefndar. NÝLEGA var gengið frá sölu á frystum sjávarafurðum til Sovét ríkjanma, Kaupa Rússar 9 þús- und tonn af frystum fiskfiökuim, 5 þúsund tonn af heilfrystum fiski og 3 þúsund tonn af frystri Þorleifur Gunnarsson. Bílnuoi varð ekki bjargað í gær EKKI tókst að ná upp 17 lesta grjótbifreiðinni, er hrapaði í sjó- inn við Straumsvík í fyrrad. Við uppfyllinguna, sem brast undan bifreiðinni var í gær foráttu- brim og hafði bifreiðin færzt til á sjávarbotninum. Reynt verður ef veður leyfir að ná bifreiðinni upp í dag. Svo sem sagt var frá í Mbl. í gær slapp ökumaður bifreiðar- innar út úr bifreiðinni áður en hún féll í sjóinn. í viðtali við Mbl. sagði hann, en hann heitir Þorleifur Gunnarsson: — Ég bakkaði út á enda garðs- ins og hafði stöðvað bilinn til þess að steypa af. Þá fór bíllinn að síga. Ég reyndi að ná honum upp en það tókst ekki. Bíllinn hélt áfram að síga og þá stökk ég út á garðinn, áður en hann valt og hvarf í sjóinn. síld. Nema þessar sölur rúmlega 300 milljónum króna. Vörurnar á að affoenda á þessu ári. HeildaTmagnið er minma en í fyrra. Kaupa Rússar nú 3 þús- - SALTSILD Framhald af bls. 28 skömmu síðar breyttist afstaða Pólverja Skyn.dilega. Er viðræður hófuist um síldar- sölusamning í haust, tilkynntu Pólverjiar, að þeim hefði borizt tilboð frá Norðmönnum, þar sem boðini væri síld af svipuðum stærðum og með sama lágmarks- fitumagni og þeir hefðu keypt frá íslandi og væri norska yerð- ið um 40% lægra en fyrra árs verð á íslenzku saltsíldinni, Eftir alllangar samningaum- leitanir tókst þó að £á Pólverja til að semja um kaup á 25.000 tunnum, og skömmu fyrir jól féll- ust þeir á að semja um 5.000 tunnur til viðbótar. Að sölur þessar tókust, má fyrgt og fremst þaktoa vöruskiptum landanna og langri og góðri samvinnu milli Síldarútvegsnefndar og viðkom- andá aðila í Póllandi. Þó hefir verzlunarfu'lltrúi Pól'lands hér, hr. Jiabczynski, gert allt sem í hans valdi hefir staðið til að greiða fyirir þessum viðskiptum. Síldarútvegsnefnd hefir nú tek- izt að afia ýtarlegra upplýsinga um gamndnga Norðmanna við Pól verja. Samndngarnir voru undiir- ritaðir 29. s’eptember s.L og er í þeim gert ráð fyrir sölu á 30.000 tunnum af heilsaltaðri síld („rundsíld"), sem flotoka á mjög niákvæmlega eftir stærðum eða sem hér segir: ca. 25% af stærð- inni 400/500, oa. 50% af stærð- unum 500/600 og 600/700, ca. 25% af stærðinni 700/800. (Hér er um miklu strangari flokkunar fyrirmæli að ræða en í samn- ingum okka,r við Pólverja). Lág- marksfitumagn skv. siamningum er 14% eða hið sama og í samn- ingum okkatr við Pólverja. Söluverð Norðmanna var á- und tonnum mdnna af frosnum flökum. Heildaruppfoæðin er svo til hin gama í krónutölu og er verðmætið þá reiknað á hinu nýja genigi. kveðið N. kr. 108,—, sem jafn- gilti þá £: 5-8-0 per tunnu á 100 kg. og er það um 46% liægra verð en hausstoorin Suðurlands- síld („cutsíld") var seld fyrir til Póll'ands í foaust. Sé ,gert ráð fyrir að eðlilegur verðmunur á „cut- sáld“ og ,,rúndsSld“ sé eitt sterl- ingspund (hefir venjulega verið 15—20 sfoillingar), hafia Norð- menn því boðið og selt sína sdld um 40% lægra verðd en Suður- lanidssílddn íslenzka foefdr verið seld fyrir til Pólverja nú og í fyrra og kemur þetta heim við það, sem Pólverjiar upplýstu með an á samningaumleitunum stóð. Þrátt fyrir útflutningsuppbæt- ur hafa nors'kir síl'darsaltendur verið tregir að salta uppd samm- ing þennan og var aðeins lokið við að salta um 4.000 tunnur um miðjan desember. Hefir sú sölt- un aðallega verið framkvæmd af útgeirðarmönnum þeim, sem sölt uðu „Íslandssíld" um borð í veiðiskipum í sumar, en þeir óttu nokkurn afgang af tunnum frá vertíðinni, sem að hluta mynd- aðist við „samangang" síldarinn- ar við útflutningspökkun, Auk tregðu hinna norsku firam leiðenda að salta vegna hins lága söluverðs, hafa fleiri ástæður valdið því, hve söltunin gekk treglega fram til miðs desemlber. Vegna ófoemju mikillar makríl- veiði hjá noirsku síldveiðiskipun- um, barst minnia á land af síld fyrrihluta vetrar en búizt hafði verið við og var því síld sú, sem landað var til matvælafram leið'sl'u, tekin til annarrar vinraslu sem talin var borga sig betur. Þá hefir Norðursjávarsíldin, sem borizt foefir til söltunar í Noregi fyrriihluta vetrar, reynzt mun horaðri og smærri en á sama tíma undianfarin ár. Enda þótt við teljum íslenzku s'íldina betri vöru en þá norsku má af framansögðu vera ljóst, að raý og alvarleg hætta steðjar nú að í samlbaradi við markaðs- möguleika Suðurlandssia.ltsíldar. Norðmenn hafa að vísu áður komið fram með geysiíleg undir- boð, en að þessu sirarai hefir þeim tekizt að raá verulegri sölu á kostnað Suðurlandssíldarinniar og nú í því landi, þar sem ör- uggastur markaður hefir verið fyrir hina stærðarfolönduðu Suð urlandssíld síðustu tvo áratug- ina. Kóreu-deilan fyrr og nú TAKA bandaríska njósna- skipsins PUEBLO úti fyrir ströndum Norður-Kóreu — hvort sem það var á al- þjóðlegri siglingaleið eða ekki — hefur í einni svip- an fært Kóreudeiluna, sem enn er óleyst, í sviðsljós heisstjórnmálanna á nýjan leik. Árás Norður-kór- eskra hermanna á forseta- höllina í S-Kóreu sl. sunnu dag virtist undanfari töku Puehlo, sem N-Kóreu- menn hafa án efa oft áður haft tækifæri til að taka. Þessi atburður hefur alla- vega minnt heimsbyggð- ina, á, að ástandið í Kóreu er langt í frá að vera traust, þótt það hin síðari ár hafi að mestu horfið í skugga styrjaldarinnar í Vietnam. öll þau ár síðan vopraafolés sáttmálinn var undirritaður, 1953, hefur komið til meiri og mdnni átaka milli varð- sveita N-Kóreu og varðsveita S-Kóreu og Bandarikjamanna á landamærum ríkjanna, sem liggja um 38. breiddargráðu. Þótt sjaldan hafi komið til meirháttar bardaga hafa þessi átök stöðugt minnt á það, að Kóreu-deilan er enn ekki leyst. Kortið sýnir skiptingu Norð- ur- og Suður-Kóren um 38. breiddarbaug. Merktar inn á það eru höfuðborgir ríkjanna tveggja, svo og hafnarborgin Wonsan, þar sem bandaríska skipið Pueblo er í haldi. Krossinn sýnir áætlaða stað- setningu bandaríska flugmóð- urskipsins Enterprise. Meðfram landamærunum eru nú ólíkt mannfleiri herir, en árið 1950, þegar N-Kóreu- menn gerðu innrás í S-Kóreu. Fyrir norðan landaimærin er her 400.000 velþjálfaðra manna og fyrir sunnan þau hefur S-Kórea 600.000 m-enn uradir vopnum auk 50.000 her- manraa Bandarfkjastjórnar. Það að S-Kórea hefur tekið þátt í Vietnam-styrjöldinni hefur aukið spennuna milli Suður og Norður-Kóreu síð- ustu mánuðina. Um 40.000 S- Kóreumenn berjast gegn skæruliðum Viet Cong og her- flokkum N-Vietnam í S-Viet- nam á sama hátt og Kínverjar tóku „sjálfviljugir“ þátt í Kóreustyrjöldinni við hlið N- Kóreumanna. Ástæðan til þess, að Banda- ríkin hafa snúið sér til Moskvu til að fiá Rússa til að tala máli sínu í Panumjon, höfuðfoorg N-Kóreu, er sú, að Bandaríkin hafa ekki viður- kenrat N-Kóreu síðan landinu var dkipt eftir 38. breiddar- baug eftir ósigur Japana í seinni heimsstyrjöldinni. Hef- ur aldrei verið um það rætt, að Bandaríkin viðurkenni rík isstjórniraa í Panumjon, sök- um þess að S-Kórea er trygg- asti baradamaður Bandaríkja- manna í Asíu. í Kóreu-styr- jöldinni frá 1950—’53 biðu herir Bandaríkjanna og ann- anra landa, sem börðust undir merkjum Sameinuðu þjóð- anna, mikið afhroð við varnir S-Kóreu, meðan kínverskir „sjál'fboðalið'air“ foörðust fyrir mólstað N-Kóreu. Samiband Washiragton og Panumjon hefur ætíð verið mjög spennt, en rikisstjórnir Bandarikjarana og S-Kóreu halda því fram, að þær hafi gert sitt til að halda vopna- hléssáttmálann frá 1953, sem eftir miklar samningaviðræð- ur í Panumjon, var undirrit- aður á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. í vopnafoléssáttmólanum — sem aldrei var fylgt eftir af formlegum friðarsáttmól.a — er rætt um sameinaða Kóreu undir stjórn Sameinuðu þjóð- anna. Lausn á þessu vanda- máid hefur aldrei fundizt og aðilarnir að sóttmálanum hafa sfaðið með alvæpni augliti til auglitis á hinu 24 km. langa fjalllendi meðfram 38. breidd arbaug. Á síðustu árum hefur N- Kórea verið reikul í afstöðu sinni til humyndafræðiiegrar baráttu Kína óg Sovétríkj- anna, en nú hefur ríkisstjórn- in í Panumjon tetoið hlufiaus- ari afstöðu og treystir meir á Moskvu. Baksvið þess nýja kreppu- ástands, sem nú foefur mynd- ast er mjög flókið, en hefur til þessa verið túlkað sem lit- ilvægar hermdaraðgerðir gagnvart S-Kóreu og Barnda- rikjamönnum, ein af rnör.g- um siðan vopnafoléið var gert fyrir fimmtán árum. Lítffl vafi leitour á því, að það er styrjöldin í Vietnam, sem hef- ur orðið þess valdandi, að í stað smóvægi'legrair hermdar- verka er nú gripið til beinna og álhrifamikffla aðgerða. Rússar kaupa freðfisk og síld fyrir 300 millj. kr. IOOF 1 = 1491268% = N.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.