Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 24
24 MORGÚNBLÁÐIÐ, FÖSTÚDAGUR 26. JANÚAR 19«« MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA sleginn niðux og síðan er honuim kastað í laugina, til að drukkna þar — hivaða tíma þui'fti það að taka? — Og vér munum einnig benda á, að þegar hann kom loks ins heim, voru föt hans í hörmu- legu ástandi. Vér munum leiða fram sem vitni skósveiin hans, sem sá fatnað hans — og heyra, að skór hans voru moldugir morg uninn eftir, og skálmarnar á bux um hans votar og forugar. Og vér munum benda á fleira. — Hótun um uppljóstrun hékk yfir höfði hans. Ein per- sóna í viðbóit þekkti sögu hans. Hver getur sagt í hve mikiUi hættu sú persóna var? Þetta vitni mun verða kallað fyrir. Það mun koma í ljós, að allt fram að handtöku ákærða lifði hún — þvi að þetta er kona — í stöðugum ótta um líf sitt, fyrir læstum dyr um, og að henni var sýnt að minnsta kosti eitt banatilræði". Þannig hélt hann áfram og byggði ræðu sína ekki svo mjög á staðreyndum eins og á tiMnn- ingum kviðdómendanna. Hér er maður ríkur og hlédrægur. Of mikill maður fyrir okkur, herr- ar mínir. Hann er formaður í Veiðiklúbbnum. Ég efast nú um, að þið vitið, hvað það er, nema til þess að taka myndir af þvl. En þetta er dýrt spaug, veiði- klúbbur. Meðan börn verða að svelta, verður að a'la hundana. Þeir hafa meira að segja þjóna til að stjana kring um sig og dýralækna til að líta eftir^heilsu- fari þeirra. Og svo hesta, hesta- sveina og hesthús. Þarna hafið þið ákærða eins og hann er. Hann hefur sérstak- an skósvein. Hann á búgarð. En svo á hann líka leyndarmál. Hann hefur gifzt konu, sem ekki einasta á sér fortíð, heldur er og af lágum stigum. Hve langt mundi hann ganiga til þess að leyna þessiun skaðlegu stað- reyndum? Mundi hann ganga alla leið? Hver getur efazt um það? Mundi hann ganga enn lengra? Mundi hann ryðja fjand samiegu vitni úr vegi? Já, ekki það? Eitt hugsanlegt vitni I þessu máli er horfið, og anr hefur orðið fyrir árás og er í lífs hættu. Þetta Vitni verður kallað fyrir seinna og mun votta, að... En það fór bara ekki þannig. Bessie Wainwrighit kom aldrei í vitnastólinn. 32. kafli. Ég flutti mig til ungfrú Mattie, einum eða tveimur dögum seinna. Amy var farin og Ressie gerði mér ómögulegt að vera þarna áfram. Hún kom inn í her- bergið mitt, kvöldið, sem Amy fór, kom inn án þess að berja að dyrum, og sagði mér berurn orð- um, að ég ætti he’ldur að hypja mig. Hún stóð þama brosandi meðan hún sagði það. — Ef Tony langar á kvenna- far, þá lofum honum það. En það verður bara ekki undir þessu I þaki. Ég held, að hefði ég haft öxi | í hendinni, hefcr ég kálað henni þarna á staðnum. En mér tókst ' að stilla mig. — Þarftu að dæma hverja konu eftir sjálfri þér? sagði ég, kuldalega. — Það er ekkert milli okkar Tony o.g það veiztu vel. — Það segir þú og það get- urðu staðið við eins lengi og þú vilt, fyrir mér. Ég segi bara ekki annað en það, að þinni vist hér, er lokið, ungfrú Abbott. Hún stóð þarna rétt innan við dyrastafinn í dökkum flauels- slopp — hvað ég man þetta ná- kvæmlega — og hafi ég nokkurn tíma séð uppmálaðan kvendjöf- ul, var það þá. — Ennfremur, sagði hún, — þá ætla ég ekki að fá skilnað frá Tony og hann ekki frá mér. Hann mundi ekki einu sinnd reyna til þess. Það færðu að sjá. þó síðar verði. — Ég hef engan áhuga á því máli, sagði ég, en hún hló og gekk út. Ég veit ekki, hvor.t hún sagði Tony af þessu. Að minnsta kosti gerði ég það aldrei. Þetta var of Skammarlegt. En ég er viss um að hann hefur vitað eins vel og ég, að svona gat þetta ekkd hald- ið áfrarn til frambúðar. 68 — Vertu að minnsta kosti nokkra daga enn, sagði hann, og setti upp eymdarsvip, þegar ég sagði honum ,að nú væri ég að fara. — Sofðu hjá ungfrú Mattie, etf þú vilt, en gakktu frá öllu hér áður en þú ferð alfarin, ef þú treystir þér til þess. Þú þarft ekki að hitta Bessie. Ég skal sjá um það. Og hún skal verða að fara sjálf, innan skamms, sagði hann hörkulega. — Það skal ég lí'ka sjá um. Ég hugsaðd málið um kvöldið heirna hjá ungfrú Mattie og nú svaf ég þar aftur — í fyrsta sinn í sjöí mánuði. Hvaða framtak Bessie hafði á honum, vissi ég ekki, og hann vissi það sannar- lega heidur ekki enn. Ég svaf betur en ég hafði gert lengi. Það var rétt eins og ég hefði lifað einhverja ógnaröld og nú væri henni lokið. Stóra þögla húsið, þar sem 0‘Brian stikaði fram og aftur með skammbyssu við hlið, hafði stöðugt minnt mig á það, sem það gerði. Hann var vanur að standa við stóra kæli- skápinn og glápa á innihald hans. — Hæ, Fransari! Hvenær kem ur þessi kaldi humar? — Hann á að vera til mid- dags á morgun. Viltu ekki salat? — Ég skal bölva mér uppá, að þú hetfur eitthvað af Skota í þér, og þar á ég ekki við viskí. Hann var fljótur að grípa til hendi. Einu sinni sá ég Pierre elta hann alla leið inn í borð- stofu. 0‘Brian var með steiktan kjúkling í hendinni, en Pierre vei/faði hnffi yfir höfði sér. — Ég skal rista þig á kviðinn. Þú ert ekkert nema vömbin. Aldrei vit- að annan eins mathák! Terrible! Engu að síður voru þeir beztu vinir. Eitt kvöldið, þegar skot- ið var á 0‘Brian, fór Pierre með honum í sjúkrahúsið. Pierre sá líka um það, að þegar honum fór að skána, fengi hann nóg sæl- gæti, sem hann keypti fyrir það sem hann sparaði á ma.tarpening- unum og rmatreiddi sjálfur. — Gettu hvað ég kom með í dag? — Ég skal bölva mér uppá, að það er niðursoðinn lax. Hvers- vegna sýnirðu mér hann ek'ki, skepnan þín? Og Pierre glotti hreykinn og opnaði öskjuna sína. — Það er brjóst af verðlauna- hænu, kall minn. — Eru það þessir tfuglar, sem þarf olíu með? Ertu að gera gys að mér? Já, ég saknaði jafnve'l 0‘Brian, þegar ég lá í gamalþekkta rúm- inu mínu þetta kvöld. En ég var rólegri en ég hafði verið síðan Bessie réðst að mér. Þó ekki væri annað, þá var ánægja ung- frú Mattie með að hatfa endur- heim.t mig, nægileg til að róa mig. Meðan ég var að taka upp dótið mitt, sagði hún mér nýj- ustu kjaftasögurnar úr borginni. Audrey og Larry Hamilton voru talin vera trúlofuð. Earle-hjónin höfðu leigt sér hús í Miami fyr- ir vetfurinn, Joe gamli B.erry var farinn ti'l Arizona. Allt meinlaust smáborgaraþvaður. En einmitt meðan ég lá þarna var eink.ennilegasti viðburður í allri þessari atvikakeðju að ger- asit og snerti einmitt EarLe-hjón- in sjálf, og virtist ekki s'tanda í neinu sambandi við áðurnefnda dularfulla atburði. Og auk þess var það smáskrdt- ið. Þetta var á laugardegi. Þau hjónin höfðu farið á kvöldsýn- ingu í kvikmyndahús, og voni á heimleið klukkan ellefu. Þau búa aðeins utan við þorpið, og brautin heim tdl þeirra Liggur út atf veginum rétt við brek'kuna. Þegar bíllinn beygði við, skinu ljósin á eitthvað og frúin æpti upp yfir sig. — Þarna er allsber maður á brautinni, öskraði hún. — Ég sé engan. — Hann fór inn í runnana. — Ég trúi ekkd, að þú hafir séð neitt þvílíkt, sagði hann. — Hvernig ætti nokkur maður að vera allsber á ferli í svona veðri? En frúin var viss í sinni sök. Þau óku áfram að húsinu og Earle og brytinn fengu sér vasa- ljós og fóru að leita. Þeir'höfðu leitað í eitthvað fimm mínútur, þegar einhver kallaðd á Earle með nafni úr einum runninum. — Hr. Earle! — Já. Hver er þar? — Það er ég, herra. Haines. — Gætuð þér ekki útvegað mér teppi eða eitthvað. Ég er alveg að frjósa í heL. Nú sáu þeir manninn. Þetta var einn bifhjólamað'Urinn úr lög reglunni, sem var við umferðar- etftirliit á veginum við ána, en hann var jafn allsnakdnn og þeg- ar 'hann fæddist. Earie var fok- reiður. — Hvern fjandann ertu að gera hér fatalaus? — Afsakið, herra, en ég var rændur. Brytinn hljóp inn í húsið og náði í teppi. Einnig kom hann með konjak og brátt gátu þeir laumað manninum inn í húsið. Hann hresstist nokkuð af kon- jakinu og hitanum, og sagði síð- an sögu sína. Hann hatfði verdð að elta bíl, sem ók of hratt. Bíllinn hafðd beygt upp eftir torekkunjni og hann sjáilfur á eftir. En svo missti hann af bílnum, eiitthvað mílu vegar áður en komdð var að húsi Eairles, og var kominn eitt- hvað niður eftir, þegar bfll hrakti hann út atf veginum. — Ég var kominn fram úr honum og hægði á mér áður en ég kom að toeygjunni. Ég reyndi . I LITAVER ____22-24 30280-32262 Postulíns veggflísar 7,5 cm x 15 cm 11 cm x 11 cm GLÆSILEGIR LITIR - GOTT VERÐ HEIMDALLUR F.U.S. Klúbbfundur Fyrsti klúbbfundur ársins verður n.k. laugardag, 27. janúar kl .12,30 í Tjarnarbúð, niðri. Gestur fundarins verður JÓHANN HAFSTEIN, dómsmálaráðherra, varaform. Sjálfstæðisflokksins, og talar hann um Hlutverk yngri manna í stjórnmálum STJÓRNIN. BLAÐBÍÍRÐARFOLK r eftirtalin hverfi Hverfisgata — Aðalstræti — Laugarásvegur — Laugavegur frá 34—80 — Grenimelur — Hraunbær I — Túngata. Talið við afgreiðsluna i sima /O/OO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.