Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR L968 17 - GRIKKLAND Framhald af bls. 11 sem hann sagði. Hann taldi allt afsakanlegt, og skiljanlegt og kristilegt. sem skaðaði kommún- ismann. Og núna hafði bann haft ástæðu til að sækja okkur heim. ,,Hvers vegna“ spurði hann, „þegja þessi tvö blöð MESSI- MVRINI og KATHIMERINI, sem við vitum, að öllum góðum Grikkjum þykir fjars'ka vænt um? Hvers vegna taka þau ekki undir þann lofsöng, sem bergmál ar um gervallt landið“? Fáeinum dögum seinna, föstu- daginn 5. maí, gat George Papa- dopolos, herslhöfðingi í þessum sama sófa, sötraði vísiká og vatn og vakti máls á sama efni, en á hreinskilnislegri hátt. Hann er lágvaxinn maður, ógeðfelldur, svipljótur og augnaráðið flárátt. Hann lék sér að því að breyta um s'vip og fas hvað eftir ann- að, fyrst gjóaði hann til okkar augunum, brögðóttur á svip og kænskubros lék um varir hans, andataki síðar setti hann upp strangan alvörusvip, þá var hann hinn kló'ki stjórnmálamað- ur og heims/borgari. „Hvaða á- vinning búist þér við að hljóta af því að stöðva útgáfu blaða ykkar“? spurði hann. Við reyndum að skýra mál- ið. Við vorum ekki baira andvíg ritskoðun, heldur líka þeirri skyldu að prenta allan þennan áróður. Hann skildi þetta Ijóm- andi vel. „í»ér hafði á réttu að standa“, sagði hann. „Ég er nefnilega láka á móti ritskoðun og ég mun sjá um það, að henni verður hætt einhvern næstu daga. En þið ættuð að gefa blöðin út. Strax. Á rmorgun ef hægt er. Til að sýna samstarfsvilja og góðan á- setning. Þangað til gef ég ykkur drengskaparloforð mitt“. ’ Allt sumarið. vildi herstjórnin ekki sætta sig við þá 'Staðreynd, að ákvörðun okkar um að gefa ekki blöðin út, var óhagganleg. Við vildum ekki prénta og gefa út blöð sem höfðu ekki annað efni en hverja áróðursgreinina af annarri, altt annað var klippt og skorið, svo að beinagrindin stóð varla eftir. Svo að þeir tóku það t'il bragðs að reyna að telja okkur hughvarf með því að beita hinum fráleitustu aðferðum. I»ær fólust í að breyta sífellt um brögð, smjaður, hótamr. bænir, hótanir. í septem'berbyrjun fcóku þeir að 'beita öðrum og meira spenn- andi aðferðum, dularfullum heim sóknum, hvíslandi raddir í síma, húsleit hvað eftir annað. Loks þótfcust hafa fundið skjal, þar sem ákveðið var að ráða mig af dögum, með því að láta bifreið keyra á mig. Fyrir þessu trúði mér dyggur stuðningsmað- ur herstjórnarinnar. Auðvitað með mestu 'leynd og ég átti að fyllast þakklæti fyrir göfug- mennsku þeirra og umhyggju fyrir völferð minni. En ég hafði vitneskju um, að það sem þeir höfðu verulegan áhuga á var lif andi og starfandi blaðaútgefandi og lét því allar hótanir, hvers eðlis sem þær voru, sem vind um eyru þjóta. Og alla þessa mánuði hélt Papadopolos áfram að leggja við drengskap sinn. Stundum þegar siá gállinn var á honum sór hann við heiður sinn sem hermaður — að ritskoðun yrði aflétt. Þetta sór hann í viðurvist minni, Grikkja, erlendra blaða, og í nýjustu blöðum grískum sem ég hef lesið, sé ég, að enn sver hann. Kannski einhver sé sem trúir honum. Það sem hryggði mig mesfc og kom ónotalega á óvart þessa fyrstu daga var einmitt þetta: að fólk lagði trúnað á orð hans. Það er safct. að fram að 21. apríl þótti Grikkjum mjög vænt um her sinn og þeir báru virðingu fyrir hernum. Grískir kaTlmenn hafa oftar og lengur gegnt her- skyldu en þekkist í nokferu Evrópulandi öðru á þes'sari öld. Það bófst árið 1912 og lauk 1947. Grískir hermenn höfðu ávallt barizt fyrir friði og frelsi og stund þeirnai fegurstu frama var í síðustu heimastyrjöld. þeigar þeir Kollias fyrrv. forsætisráðhr. og hershöfðinginn Spandidalui. sfbóðu einir gegn tveimur misk- unnarlausum einræðisseggjum. Það var mjög erfitt fyrir Grikki, að trúa því að þessir her menn væru samsafn hættulegra og metorðagjarnra manna, sem hefðu að takmarki að ná og halda völdum. Og að þeir væru reiðubúnir að fórna öllu og öll- um til að þetta næði fram að ganga — konungi og konung- dæminu einnig. Það vafðist fyr ir mönnum að skilja, að and- kommúniskar skoðanir þeirra voru sjúklega öfgakenndar, því að þeir ofsóttu hægri sinna inn- an hersins, af meiri grimmd en marga kunna kommúnista, „Hvers vegna styðja Banda- ríkin þá“? var önnur spurning, sem í sífellu kvað við. Það er að minnsta kosti tilgangslaust að neita því, að Bandaríkin komu fram við hershöfðingja stjórnina af sömu vinsemd og umburðarlyndi og hinir einföldu kommúnistahatarar og herunn- endur — Grikkir sjlálfir. „Ef Bandaríkin vildu ekki þessa stjórn" sögðu mar.gir „gætu þeir velt henni úr sessi með einni handarsveiflu". Og þefcta kom smám saman þeim út 'breidda orðrómi af stað. sem matgir tó'ku trúanlegan, að við værujn fórnardýr djöfullegrar á- •æfclunar sem CIA hefði skipulagt til að koma öllum Miðjarðar- hafslöndum hægt og sígandi und ir yfirráð Bandaríkjanna. En hvers vegna skyldum við áfellast Bandaríkjamenn eina. Það sem gaf hershöfðingjunum, herforingjunum, og fylgismönn- um stjórnar þeirra, nægjanlegt svi'grúm til að koma undir sig fótunum, var sú takmarkalausa auðsveipni sem erlendar ríkis- stjórnir — jafnvel hinar mest lýðræðissinnuðu — sýndu grísku valdhöfunum. Aðeins fréttamenn í London, Washing- ton og París virtust hafa ski'ln- ing á því frá byrjun, hvað það var, sem gerzt hafði í Grikk- landi. Flestir erlendir frétta- menn sáu í gegnum hershöfð- ingjna eftir fyrst blaðamanna- fund þeirra, En gaumur var ekki gefinn að orðum þeirra. Flestar erlendar ríkisstjórnir gerðu ekki annað en beiita grxsku stjórninni einhvers kon- ar stjórnmálalegum kulda og veizlu'banni. Sendiráðin lokuðu dyrum sínum, engin sámkvæmi voru haldin og þjóðbátíðardaga er minnzt í kyrrþey. Síðan komu fram á sjónar- sviðið bandarísku þingmennirn- irí sem ollu enn flóknari ringu'l- reið. Þeir voru kallaðir Dervin- sky og Poujinsku eins og persón ur í leikriti eftir Dúrrenmatt. Þeir ferðuðust um landið, þvert og endilangt, lýstu yfir óbland- inni ánægju með hvað eina, sem fyrir augu bar og var að þeirra vi'ti frjiálst „ha.mingjusamt nýtt Grikkland“. Blöðin voru upp fu'll af ræðum þeirra á hverj- tim degi; þetta var að okkar ó- liti í senn káfcbroslegt og skelfi- legt. Við öfunduðum oft sérvitringa, sem skrifa bréf beint til forseta eða forsætisráðherra. Okkur langaði til að segja við þá: „Les ið þér ekki yðar eigin blöð? Trúið þér ekki beztu skáldum yðar og blaðamönnum? Við er- um ekki að segja að Grikkland riði á barmi hengiflugs og geti á hverri stundu hrapað niður í djúpið. Við segjum ekki neitt, vegna þess að þeir hafa þaggað niður í okkur. En ykkar eigin þjóð, þingmenn ykkar, sitjórn- málamenn, lögfræðingar, þeir 'hafa komið til ökkar, séð. skrif- að. Og ekkert, ekki eitt orð, ekki hvísl hefur heyrzt „að ofan“. Það var aðeins frá nokkrum ör- ismáum ríkjum í Evrópu, að við heyrðum raddir, sem sögðust styðja okkur og vildu stappa í okkur stálinu og það gaf okkur von um að þau gætu vakið stór veldin af dvalanum — England, Frakkland, Bandaríkin — en þeim löndum langaði okkur til að skrifa bréf. „Látið herforinigjana reyna sig. Kannski tekst þeim bara betur en stjórnmálamönnunum“. Svona hljóðuðu eitraðar hvísliÐg ar, og þær hjálpuðu til að koma faraldrinum af stað, bæði inn- an og utan Grikklands. Faraldri sinnuleysis og sljóleika. En þeir standa sig ekki betur, ekki einu sinni jafn vel eða jafn illa. Þeir istanda sig miklu verr. Þeir hafa skoðanir stjórnmálamanna, ón þess að hafa þekkingu og reynslu. Þeir hafa bannfært alla starfsemi stjórnmálaflokka og þá munu öfgasinnar til vinstri blómstra, því að þeirra flokkur er sá eini, sem virðist geta skipu lagt neðanjarðarihreyfingu í Grikklandi, enda hef ég fyrir satt að stöðugt sé unnið í búðum öf.gamanna til vinstri. Herslhöfðingjarnir hafa fóturn troðið allt, sem okkur er hei'la.gt. Sjálfstraust þeirra er augljóst og mjög skoplegt í senn. Þeir telja sig hafa bundið enda á Kýpur-deiluna, eitt viðkvæmasta mál þjóðarinnar, þeir hafa bak að sér óvild nágrannaþjóða, stjórnmálasamband landsins við fjölmörg vinveitt ríki er nú í verulegri hættu. Herstjórnin hefur ekki staðið sig vel. Það er ekkert aðalatriði, að margir efnaðir kaupsýs'lu- menn segja.st ánægðari en óður, né heldur að grískir s'kipakóng- ar segjast vera glaðir og hress- ir. Hvort sem þessir aðilar eru ánægðir eða ekki hafa þeir allt- af stutt hvaða ríkisstjórn, sem við völd hefur verið. Þungbærast er þó að hinir nú verandi valdhafar eru að bæla niður í þjóðarandann. Þeir beita sérstakri grimmd, sem útlend- in.ga. ihryllir við. Þeir halda þús- undum í stöðugum ótta, ótta um atvinnuleysi, eftirlaunin, heim- ilið. Þeir kveikja lymskulega úlfúð mil'li fornvina, þeir hóta að eyðileggja framtíð barnanna. Allt er þetta gert á óvenjulega klókindalegan hátt. Fólk er ihvatt til að njósna hvert um ann að og framselja hugsanlega fjandmenn landsins. Fæst af því, sem er að gerast í Grikklandi, er nýt't. Það hefur gerzt áðuT. Og það befur haft í för með sér ólýsanlegar hörmunig ar. Og við erum skyldug að reyna. að sporna við fæti. Það þýðir ekkert að bíða þolinmóð- ur, trúa fögrum orðum og loforð um um þjóðaratkvæði, nema þjóðin sjálf og vinaþjóðir Grikk lands neyði stjórnina til að sjá sinn hag í því að standa við lof- orðin frekar en svíkja þau. Þolinmæði og heimspekilegar bollaleggingar munu ekki held- I ur hjá'lpa Konstantín konungi til að s-núa a.f’ur heim til ætt- lands síns. Hann mun þurfa að berjast fyrir hverjú skrefi, sem hann stígur á leiðinni þangað. Hann veit það og er undir það búinn. Eitt af fáu, sem sjálfsagt hefur glatt konunginn þessa beizku daga eru hin hikandi spor, sem herstjórnin hefur tek- ið í lýðræðisátt. Og þau hafa öll verið byggð á kröfum hans. Ekki var látið uppskátt að það var vegna kröfu hans, að þrír broddarnir í stjórninni sögðu sig úr hernum. Sömuleiðis eftir kröfu hans voru pólitískir fang- ar leystir úr haldi. og ákveðinn va.r dagur fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá. „Ég hef enn ekki séð uppkast að þessari nýju ^ stjórnarskrá“ sagði Konstantín konungur í Rómaborg fyrir fáeinum dögum. „En að sjá'lfsögðu lít ég svo á, að ekki sé unnt, að leggja stjórn arskrá undir þjóðaratkvæði nema að undangengnum umræð um um efni hennar. Áður en stjórnarskráin verður lögð unj> ir þjóðaratkvæði verður að af- létta ritskoðun og leyfa aftur fullkomið málfrelsi, svo að hin- ir beztu menn Grikklands megi segja skoðun sína“. Stjórnin í Aþenu hefur búið sér til alls konar vandamál með- an Papadopolos segir að stjórn- in sé að bæta andrúms'loftið, svo að konungur eigi vísan fögnuð og stuðning, þegar hann snýr heim. Síðasta há’lf-opinbera sendisveitin, sem kom til Róma- 'borgar frá Aþenu, færði kóng- inum — auk kveðju frá forsæt- isráðherranum —' það ráð að 'bíða þar til öldurnar hafi lægt. Öldur, sem slyn.gir og siótfcugir herforingjar hafa æst upp sjálf- ir með Papadopolos sem upp- hafsmann. Gríska þjóðin vill konunginn iheim aftur. þó ekki væri nema vegna þess að hann er þessa stundina eina sameiningartákn- ið, sem landið á. En George Papadopolos er miklu meiri and- konungssinni en George Papan- dreu — sagður erkióvinur kon- ungs — hefur nokkurn tíma ver ið. Það stoðar ekki að bíða og vona, að hann muni nokkurn tíma fa'llast á að láta frá sér minnsta brot þeirra valda, sem hann hefur náð. Né heldur þýð- ir að búást við, að allt muni smám' saman skána og jafnvel falla í ljúfa löð, af þeirri ein- földu ástæðu að allt mun halda áfram að versna ef ekkert er að gert. Þetta er hvorki hvatning til byltingar, né ofbeldis. Þetta er til að minna á að grískur máls- 'háittur segir: „Ef þú hrópar ekki, mun gröfin umlykja þig“. Þetta er sannara núna en nokkru sinni fyrr. Bréf: Tveir merkir fundir UM mánaðamótin nóv.-des. 1967, voru haldnir tveir athygl- isverðir fundir í Góðtemplara- húsinu hér í Reykjavík. Á þeim var samankominn fjöldi manns. fólk úr ólíkustu stéttum, flokk- um og félögum, fólk með ólík- ar skoðanir á ýmsum málum. En eitt áttu fundarmenn sameigin- legt, vilja og djörfung til að vinna á móti þeim mikla böl- valdi. áfenginu, sem nú þjakar þjóðfélagið meira en nokkuð ann að. Á fyrri fundinum, sem var boð aður af sfcúkunni „Framtíðin" voru mættir fulltrúar frá ýms- um bindindisfélögum. heildar- samtökum og stofnum um fé- lágs og mannbótamál. Áttu þar ýmsar stéttir fulltrúa: skólastjór ar, prestar, læknar, leikarar. hús mæður. byggingameistarar, bíl- stjórar, mála.rameistarar, öldung ar og æskulýður landsins. Þar töluðu 6 ungmenni og 9 manns fullorðið. Flestir töluðu tvisvar. Ræðumenn voru á aldr- inum frá 15—82 ára. Var ekki að sjá að aldursskeið fundar- manna sameinaði þá í skoðun- um heldur einungis það, er að framan greinir. Það voru fjörug ar umræður og féllu allar í sama farveg. Þó að allir stæðu ekki í sömu bæjardyrum var sjónarmiðið eitt og hið sama al- gjör útrýming áfengis og neyzlu þess. Um það ríkti almennur áhugi, bæði hjá ræðumönnum og, að er virtist, hjá öllum fund armönnum. Það var jafn snemma að daginn þraut og fundi var lokið. Á hinum fundinum- sem stúk urnar V'erðandi, Einingin og Frón stóðu að, flutti Einar Hann esson mjög athyglisvert erindi um þróun bindindisstarfseminn- ar á Norðurlöndum, ung stúlka lék létt og yndislega á pianó og magister Guðmundur Þorláks- son flutti langt og f.róðlegt er- indi með skuggamyndum um Grænland og Grænlen.dinga a.f sinni alkunnu snilld og þekk- ingu bæði á landi og þjóð. Tel ég víst að annað betra hafi ekki verið á boðstólum í borginni það kvöldið. hvorki á skemmtistöð- um eða í fjölmiðlunartækjunum. Þessir fundir voru öllum opnir og var þess sérstaklega vænst að á fundinn, sem Framtíðin hélt, kæmu einnig víndýrkendur í orði og andbanningar til að túlka sín sjónarmið til saman- burðar við hina. Á fundinum lét enginn slíkur á sér bera, og verður því að draga þar af þá gleðilegu ályktun að engir vilji mæla víni eða vínneyzlu bót, þrátt fyrir hið mikla áfengisflóð eða öllu fremur vegna hins mi'kla drykkjuskapar, sem nú ógnar þjóðlífinu. Almenn fræðsla um skaðsemi áfengis og annara nautnavara bæði í skólum landsins, útvarpi, sjónvarpi og blöðum. samfara kennslu og leiðbeiningum í heil brigðum lifnaðarháttum, gerir það eðlilega að verkum að menn ska.mmast sín fyrir að koma fram á fundum eða á öðrum op- inberum vettvangi til þess að mæla bót glæpsamlegum athöfn um, svo sem nautnavöruverzlun og nautmalífi. Sjálfsagt verða fleiri fundir sem þessir haldnir á næstunni og þá auglýstir öllum almenn- ingi. Annars er rétt að geta þess um leið, þeim til glöggvunar. sem ekki vita, að góðtemplara- reglan stendur öllum opin, sem þessum málum vilja sinna. um lengri eða skemmri tíma. Þar er enginn veggur reistur milli ein staklinganna, hvorki hörundslit- ur, kyn, aldur. auðæfi stétt, völd, skoðanir á trú eða stjórn- málum né sjónarmið gagnvart öðrum félögum koma þar til greina aðeins bindindi á meðan viðkomandi er félagi og hefur vilja til að vinna gegn áfengis- nautninni. Góðtemplarareglan er sá mikli meiður. sem öll bind indisstarfsemi og önnur bindind isfélög í landinu eru sprottin frá. Þökk sé þeim mönnum, sem til þessa funda boðuðu. Guðjón B. Guðlaugsson. Efstasundi 30. \ élritunarstúlka Óskum eftir að ráða vana stúlku til vélritunar- og annarra skrifstofustarfa. Vinnutími hálfan daginn frá kl. 1—5. Upplýsingar ekki gefnar í síma. I. PÁLMASON H.F., Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.