Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1968
3
BYGGING fiskréttaverk-
smiðju Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í bænum Cam-
bridgre í Maryland í Banda-
ríkjunum hefur gengið sam-
kvæmt áætlun. Er nú lokið
við byggingu sjáifs verk-
smiðjuhússins og flutningur Séð yfir athafnasvæði verksmiðju SH, sem er í nýju verk smiðjuhverfi rétt utan við Cam-
vinnsluvéla er hafinn frá bridge og sést út á höfnina. Pennastrikið á myndinni afmarkar lóð íslenzku verksmiðjunnar.
Byrjaö að flytja fisk til nýju SH-
verksmiðjunnar í Cambridge
gömlu verksmiðju SH í bæn-
um Natticoke, sem einnig er
í Maryland.
Byrjað var að taka á móti.
fiski í frystigeymslur ný'jiu
verksmiðjunnar úr ms. Brúar
fossi, siem losaði farm sinn í
Cambridge rétt fyrir lok jan
úarmánaðar.
Nú er ms. Selfoss lagður
af stað vestur um haf og
mun losa farm sinn hjá hinni
nýju verksmiðju SH.
Hér er sú hlið verksmiðjunnar, þar sem skrifstofurnar eru. Ljósmyndirnar tók Eyjólfur ís
feld Eyjólfsson í lok síðasta árs.
Hér sést sú hlið verksmiðjunnar þar sem móttaka og af- Hér er hluti af nýjum frysti vélum, sem verða í verksmiðj-
greiðsla á fiski fer fram á frystibíla. unni.
- DANMÖRK
Framhald af bls. 1
Við spurningu um, hvernig
það væri að vera kominn í stjórn
arandstöðu, svaraði Krag, að það
væri alveg ný tilfinning, en það
hefði sína kosti.
Bæði hin nýja og fráfarandi
ríkisstjórn fóru síðan eftir mót-
tökuna í Amalien’borgarhöll, það
an til Þ.jóðþingsin*s í Kristjáns-
borgarhöll, þar sem ríáðherra-
skiptin fóru formlega fraim í hin
um einstöku ráðuneytum kl.
11.30.
Þegar hið nýja Þjóðþimg kem-
ur saman á þriðjudag, mun
Braungaard forsætisráðherra,
leggja fram stjórnaryfirlýsingu,
sem veita mun fulla vitneskju
um þá stefnuskrá, sem borgara-
legu flokkarnir þrír ætla í sam-
einingu að vinna að. Aksel Lar-
sen úr SF-flokknum mun setja
fund Þjóðþingsins, en hann hef-
ur setið lengst þingmanna á
þingi.
Fyrsta verkefni þingmanna
verður að kjósa þimgforseta tU
bráðabirgða og undir han.s stjórn,
verður' kosin kjörnefnd sem
kanna skal, hvort allir þingfull-
trúar hafi verið réttilega kjörnir
og eigi rétt til þingsetu. Auk
þess á nefndin að bera fram til-
lögu um þingforseta. Nöfn þeirra,
sem mest hefur verið rætt um
i þá stöðu, eru Hans Hækkerup
úr röðum sósaldemókrata, sem
er fyrrverandi innanríkisráð-
herra og Karl Sytte, sem er for-
maður þingflokks Radikale
Venstre.
Þegar á miðvikudag mun mál-
efni alvarlegs eðlis verða tekin
til meðferðar á dagskrá þingsins,
en þá verður fjárlagafrumvarp-
ið fyrir fjáriagaárið, sem er frá
1. 4. 1968 — 31. 3. 1969, lagt
fram. Höfundur þess er Henry
Grúnbaum, fyrrverandi fjármá'la
ráðherra og það verður lagt fram
að nýju án nokkurra beytinga,
Grúnbaum lagði frumvarpið
fram 30. nóvember og það var
tekið til fyrstu umræðu 14. des-
ember.
Niðurstöðutölur frumvarpsins
eru 22.5 milljarðar króna, en það
er 16—17% aukning borið sam-
an við nú'verandi fjárlagaár. Þeg
ar frumvarpið var til fyrstu um-
ræðu létu borgarflokkarnir í ljós
óánægju vegna 'hinnar miklu
aukningar útgjalda.
Breytt afstaða Danmerkur til
NATO, segir Le Monde
iHið óháða franska síðdegis-
blað, Le Mohde, gefur það í skyn
í leiðaragrein í dag, að hin nýja
stjórn Danmerkur muni breyta
afstöðu landsins til NATO. Legg
ur blaðið áherzlu á, að Brauns-
gaard forsætisráðherra, sé ein-
dregið hlutlaus í afstöðu sinni
o,g skrifar:
— Enda þótt það sé of snemmt
að segja nokkuð um, hvað.a ut-
anríkisstefnu hin nýja borgara-
lega stjórn mun fylgja, er hægt
að varpa þeirri spurningu fram,
hvort hún muni ekki yfirvega
breytta afstöðu Danmerkur til
NATO, eða jafnvel ganga enn
lengra.
B-52 flugslysið við Grænland
fyrir skömmu kann að ýta undir
þetta, skrifar blaðið.
Le Monde segir annars, að
efnahagserfiðleikar inn á við
sem út á við og óttinn um, að
flokkur Krags yrði æ háðari
flokknum lengst til vinstri, hafi
valdið því, að Danir haifi fylgt
fordæmi Norðmanna ag látið
borgaralegri ríkisstjórn völdin í
hendur. Þrátt fyrir allt hafi hinni
hógværu en ötulu samsteypu-
stjórn borgaraflokkanna í Noregi
gengið vel til þessa, án þess að
hún 'hafi afnumið 'nokkur þeiira
félagslegu réttinda, sem almenn
ingur hafi áunnið á hinu „sósía!-
istiska tíma'bili“.
Leiðrétting
í GREIN í Morgumiblaðinu í
gær um leikrit Jökuls Jakobs-
sonar Sumarið ’37, varð sú
missögn í myndatexta, að Þor-
steinn Ö. Stephensen var sagður
heiMsali. Það er ekki rétt: Þor-
steinn rekur gamalgróið útgerð-
anfyrirtæki, á nokkra togara og
sennilega tvö frystiihús.
Leiðrétting
ÞAU mistök yrðu í grein í blað-
inu í gær, að í frásögn urn tvö
nýjustu skipin frá Stálvík, að
rangar upplýsingar voru gefnar
um hverjir hefðu séð um fram-
kvæmdir á srníði skipanna, en
það eru að sjálfsögðu fram-
kvæmdastjórar Stálvíkur og þá
fyrst og fremst tæknilegux fram
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
STMÍSTEINAR
10 myndir
Að undanförnu hefur staðið
yfir hörð kosningabarátta í
Framsóknarflokknum um þær
vegtyllur sem losna, þegar Ey-
steinn lætur af formannsem-
bætti. Hinir eldri og klókari
vinna að metnaðarmálum sín-
um í kyrrþei og safna liði án
þess að mikið beri á. Hinir
ungu og framhleypnu eru ekki
jafn skynsamir. Þeir vaða fram
á vígvöllinn með miklum
brussugangi. Einn „frambjóðand
inn“ úr þeim hóp tók þann
kost um miðjan janúar að beita
Tímanum fyrir áróðursvagn
sinn enda hefur blaðið birt 10
myndir á 25 dögum af þessum
unga metnaðargjarna manni.
Fram til þess tíma höfðu menn
saknað mynda af hinum unga
manni, enda hann verið erlend-
is um skeið og virðist blaðið ekki
birta af honum myndir ótilkvatt.
Þessi baráttuaðferð hefur þó
sína ókosti eða Tíminn er lé-
legt áróðursvopn. Alla vega
standa málin þannig eftir 10
myndir á 25 dögum að fram-
bjóðandanum hefur hlekkzt á
— og segir sagan að fári séu
harmi slegnir vegna þess at-
burðar.
Taugaspenna
Svo sem kunnugt er
lagðist Björn Jónsson frá
Akureyri gegn tillögunum
um skipulagkbreytingar á ASl
og aflaði sér með því takmark-
aðra vinsælda hjá þingbróður
sínum, Eðvarði Sigurðssyni.
Niðurstaðan varð svo sú síð-
asta daginn að breytingarnar
voru samþykktar í grundvallar-
atriðum en málinu frestað til
hausts og vísað til nefndar. Eð-
varð lagði til að nefndin yrði
7 manna en Hannibal gerði til-
lögu um tvo í viðbót. Eðvarð
kvaðst vera andvígur því en
Hanibal sagðist ekki sjá, að það
skemmdi neitt fyrir. Niðurstað-
an: 7 manna nefnd.
Þetta þras um fjölda nefnd-
armanna benti til þess að for-
ustumenn kommúnista í verka-
lýðshreyfingunni hyggðust
halda uppi taugastríði gegn
fyrri samstarfsmanni sínum
Hannibal. Það kom og betur í
ljós þegar nefndarálit um kjara
mál var lagt fram. Fram höfðu
komið tvö drög að ályktun um
atvinnu- og kjaramál, annað
frá Hannibal og hitt frá Guð-
mundi J. sem voru efnislega
samhljóða að öðru leyti en því
að drög Hannibals gerðu ráð
fyrir ítarlegum kafla um at-
vinnumál en drög Guðmundar
J. vísuðu til fyrri samþykkta
30. þings ASÍ um það mál. Gnð
mundur J. var í fyrirsvari fyrir
þingnefndinni sem um málið
fjallaði og lagði hún að sjálf-
sögðu drög Guðmundar J. til
grundvallar starfi sínu. Hanni-
bal afturkallaði þá tillögur sín-
ar að undanskildum þremur
köflum. Guðmundur J. og nokkr
ir minni spámenn héldu enda-
Iausar ræður um, að óþarfi
væri að samþykkja þessar þrjár
tillögur Hannibals en hann hélt
fast við þær. I atkvæðagreiðslu
sat Guðmundur J. hjá um
eina, greiddi atkvæði gegn ann-
arri en með hinni þriðju.
Það er sérstaklega eftirtekt-
arvert að kanna efni þeirrar
tillögu Hannibals sem Guð-
mundur J., varaformaður Dags-
brúnar greiddi atkvæði gegn.
Tillagan var svohljóðandi:
„Þingið telur að stéttarfélögin
geti ekki öllu lengur unað því
ástandi, að kjarasamningar séu
lausir, og telur því sjálfsagt að
leitað verði nú þegar víðtækr-
ar samstöðu rnn endurnýjun
kjarasamninga." Afstaða Guð-
mundar J. verður ekki túlkuð
á annan veg en þann, að hann
vilji að kjarasamningar séu
lausir og sé andvígur gerð
nýrra.