Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1968
Hreinn Benediktsson, prófessor:
Hvað eru íslenzk fræði?
Handritastofnun íslands 5 ára
Um þessar mundir eru 5 ár
liðin síðan Handritastofnun ís-
lands tók til starfa. Lög um
stofnunina voru samþykkt á
Alþingi í apríl 1962. Stjórn var
stofnuninni sett þá um haustið,
og starfslið ráðið um veturinn.
Eftir 5 ára starf er tímabært
að líta um öxl og kanna þá
reynslu sem fengizt hefur. Að
vísu eru 5 ár ekki langur tími
og starfsemi stofnunarinnar því
ekki enn fastmótuð að öll leyti;
t.d. hefur stofnunin enn ekki
fengið sitt eigið húsnæði, enda
þótt undirbúningur væri hafinn
að því máli þegar í byrjun og
ákvörðun tekin þegar á fyrra
hluta árs 1963. En samt er hollt
að virða nú fyrir sér þau
stefnumörk sem sett voru í
upphafi, þá skipan mála sem á
var komið, og þær leiðir sem
farnar hafa verið til að ná
settum markmiðum. Slík athug
un á fárra ára fresti er nauð-
synleg hverri stofnun sem
FYRRI HLIJTI
halda vill þeim lífsþrótti sem
einn skapar henni tilverurétt,
og hún getur aðeins orðið til
góðs, þar sem hún leiðir annað-
hvort í Ijós að rétt hafi verið
stefnt og réttar leiðir farnar,
eða þörf sé að staldra við,
marka nýja stefnu og Ieita
nýrra leiða.
I
Tilgangur stofnunarinnar var
í 2. gr. laganna sagður sá „að
vinna að aukinni þekkingu á
máli, bókmenntum og sögu ís-
lenzku þjóðarinnar fyrr og síð-
ar.“ Hér var því greinilega
lagt til grundvallar það sem
kallað hefur verið íslenzk fræði
enda er í greinargerð með frum
varpinu beinlínis sagt að „kom-
ið verði ... á fót rannsóknar-
stofnun í íslenzkum fræðurn."
Var þetta í fullu samræmi við
það, að við Háskóla íslands
stefndi allt nám á þessum svið-
um að prófi í „íslenzkum fræð-
um,“ með þremur prófgreinum:
málfræði, bókmenntum og
sögu. En sú skipan mála hafði
óhjákvæmilega leitt til þess, að
mjög almennt var litið svo á,
að „íslenzk fræði" væru sér-
stök, sjálfstæð og um innri upp
byggingu heilsteypt fræðigrein,
eða að þau fræði væru „þrí-
ein grein“ — eins og það var
einnig orðað, með orðalagi sem
betur hefði átt heima meðal
guðfræðinga — enda hverjum
manni ærið ævistarf að leggja
stund á tungu, bókmenntir og
sögu einnar þjóðar.
En hér var vitaskuld regin-
misskilningur á ferðinni. fs-
lenzk fræði hafa aldrei verið,
og geta aldrei orðið, ein fræ'ði-
grein, sérstök og sjálfstæð.
Heldur er það sönnu nær að
þau séu, í hinum hefðbundna
skilningi, sambland af þremur
sérstökum og um margt geró-
líkum fræðigreinum, eða öllu
heldur af þáttum úr þremur
greinum.
Einhverjum kann að koma
þessi fullyrðing á óvart, þar
sem allar þessar greinar sinna,
eins og kunnugt er, íslenzkum
viðfangsefnum. Má vera að ein-
hver spyrji hvort t.d. málfræði
og bókmenntasaga íslenzk séu
ekki tveir þættir einnar og
sömu fræðigreinar, þar sem báð
I ar fáist við rannsóknir t-d. á
f íslenzkum handritum fornum
(sbr. og nafn Handritastofnun-
ar). En hér verður að gæta
þess, að þó að sá efniviður
sem notaður er við rannsóknir-
nar sé að nokkru leyti hinn
sami í báðum fræðigreinunum,
þá beinast rannsóknirnar þó að
gerólíkum efnum. Athygli bók-
menntafræðingsins beinist að
þeim andans verkum sem að-
eins hafa varðveitzt í handrit-
um, ef þau eru eldri en prent-
öld — og því að vissu leyti
að handritunum sjálfum. Texta
fræðin („filologi") fæst við
handritin sjálfra þeirra vegna
í enn ríkara mæli: textafræð-
ingurinn rannsafcar t.d. gagn
kvæma afstöðu og skyldleika
ólíkra handrita af einu og sama
verki (kannar t.d. hvort annað
af tveimur handritum sé afrit
af hinu, eða hvort bæði séu ef
til vill afrit af glötuðu forriti,
o.s.frv.) — og rekur þannig
handritaferil ritverka.
Fyrir málfræðirannsóknir
hafa forn handrit hins vegar
aðeins gildi vegna þess, að aðr-
ar heimildir eru vart til um
mál fyrri tíma, eða eru a.m.k.
fáskrúðugar mjög. Og raunar
er það svo, þó að allmiklar
heimildir séu til um íslenzkt
mál á fyrri öldum, að því fer
fjarri að þær veiti nákvæma og
rækilega vitneskju um alla
þætti tungunnar. En samt verð-
ur að notast við þær. Fyrir
málfræðirannsóknir sem slíkar
skiptir því ekki máli, að öðru
jöfnu, hvort um er að ræða t.d.
Njáluhandrit annars vegar eða
predikunarbrot hins vegar. Og
við getum vel látið okkur detta
í hug að þegar málfræðingar
á þrítugustu öld fara að rann-
saka mál 20. aldar, þá muni
þeir fremur styðjast við aðrar
heimildir en handrit (t.d. segul-
bandsupptökur o.fl. þess hátt-
ar).
Það er þannig ekki efnivið-
urinn, sem fengizt er við, sem
skiptir máli fyrir stöðu fræði-
greinar. Þetta sjáum við einn-
ig með því að líta í aðrar átt-
ir. Fisktegundir, t.d. þorskur og
síld, eru viðfangsefni fiskifræð
innar. En meðan sjávarútveg-
ur verður stundaður á fslandi,
hljóta þessir fiskar einnig að
verða viðfangsefni þjóðhagfræð
innar. Enginn hefur þó haldið
því fram að fiskifræðin og þjóð
hagfræðin séu ein og sama
fræðigrein, né hefur nokkrum
dottið í hug, svo vitað sé, að
steypa Hafrannsóknarstofnun-
inni og Efnahagsstofnuninni
saman í eitt!
Staða fræðigreinar markast
því ekki af þeim efniviði sem
hún notar — eða notast við —
heldur einkum af markmiði
rannsóknanna annars vegar og
hins vegar af þeim vísindalegu
starfsaðferðum sem beitt er.
Frá báðum þessum sjón-
armiðum eru málfræði
og bókmenntasaga gerólíkar.
Um fyrra atriðið næg-
ir að benda á að það hefur
engin áhrif á grundvallarmark
mið málfræðirannsókna ein-
hverrar tungu, hvort á henni
hafa verið rituð nægilega merk
andans verk til að vekja áhuga
bókmenntafræðinga, né hvort
tungan hefur nokkru sinni
verið rituð yfirleitt. Og að því
er varðar hinar vísindalegu
starfsaðferðir — þ. á. m. fræði-
kerfið og hinn fræðilega orða-
forða — eru þessar greinar
harla ólíkar. En það er of sér-
fræðilegt efni til að ræða nán-
ar á þessum vettvangi.
Ýmsir munu fallast á sér-
stöðu málfræðinnar innan
hinna „þríeinu" íslenzku fræða,
en jafnframt halda mjög fram
nánum tengslum bókmennta-
sögu og sögu. En þar er um
svipaðan misskilning að ræða.
Annars vegar er það löngu
viðurkennt — þó að vera megi
að þess gæti ekki ætíð sem
skyldi hérlendis — að saga
bókmenntanna er ekki nema
önnur hliðin á bókmenntafræð-
inni: hin hliðin er í eðli sínu
ósöguleg og því vitaskuld ger-
Hreinn Benediktsson.
ólík almennri sagnfræði. Hins
vegar er bókmenntasaga sem
slík á engan hátt sérstaklega
náskyld almennri sagnfræði —
nema þá er báðar þessar grein-
ar komast niður á það stig að
verða hrein persónusaga ásamt
bókfræði- og ættfræ’ðistagli.
Niðurstaðan er sem sé sú, að
„íslenzk fræði“ séu ekki sér-
stök fræðigrein, heldur þvert
á móti, svo sem sagt var hér
að framan sambland af þremur
sérstökum og um margt geró-
líkum fræðigreinum, eða öllu
heldur af þáttum úr þremur
greinum, eins og sýnt verður í
næsta kafla. Enda eiga „íslenzk
fræði“, í hefðbundinni merk-
ingu, sér ekki hliðstæðu neins
staðar á byggðu bóli, við nokk-
um háskóla, svo að heyrzt hafi
um.
Að sjálfsögðu má ekki blanda
því hér saman, að hver hinna
þriggja greina getur verið hin-
um hjálpargrein, þ.e. fróðleik-
ur sem heyrir til einni grein-
inni getur komið annarri að
liði. Slíkt segir ekkert um
stöðu greinanna. Jarðfræði og
sagnfræði verða t.d. ekki ein
fræðigrein, þó að öskulagarann
sóknir hafi haft visst gildi fyrir
sagnfræðina.
II
Á hinn bóginn má íslenzk
málfræði — eða íslenzk bók-
menntasaga, eða íslenzk sagn-
fræði — aldrei einangrast í
fræðilegu tilliti. Þannig hljóta
allar rannsóknir á málfræði og
sögu íslenzkrar tungu að verða
ófrjóar og hafna að lokum í
algerri stöðnun eða afturför, ef
þessar rannsóknir eru ekki ann
ars vegar reistar á nægilega
traustri almennri undirstöðu í
málvísindum og hins vegar í
nánum tengslum við rannsókn-
ir á þeim tungum sem eru ís-
lenzkunni skyldastar og tengd
astar, einkum öðrum norrænum
málum. Hið sama ætti við um
hvaða tungu sem væri. Kemur
þetta æ greinilegar í Ijós með
hverjum áratug sem líður, eftir
því sem almennum málvísind-
um hefur fleygt meira fram, ný
fræðileg sjónarmið komið upp,
og ný rannsóknartækni verið
tekin í notkun.
Á sinn hátt gildir vitaskuld
nákvæmlega hið sama um ísl.
bókmenntafræði og sögu Is-
lands. Hin vísindalega starfs-
aðferð sagnfræðinnar er t.d. að
sjálfsögðu hin sama hvort sem
viðfangsefnið er íslenzkt eða út
lent, og rannsóknir á sögu ís-
lenzks þjóðfélags verða, er til
lengdar lætur, lítilsigldar, ef
þær eru slitnar úr tengslum
við sögu þeirra þjóða sem Is-
lendingar hafa átt mest skipti
við á liðnum öldum.
Það höfuðatriði sem ekki má
missa sjónar af er, að rann-
sóknir á ísl. málfræði greinast
frá rannsóknum á öðrum tung-
um vegna ólíks efniviðar, en
markmið og eðli rannsóknanna
er aftur á móti hliðstætt og hin
vísindalega starfsaðferð sú
sama. Hið sama á auðvitað við
um bókmenntafræði og sagn-
fræði.
III
Sú skoðun á sér þannig ekki
tilverurétt, að íslenzk fræði séu
sérstök og sjálfstæð fræði-
grein, með eigin afmarkað rann
sóknasvið. f lögum Handrita-
stofnunar og greinargerð vottaT
að vísu fyrir viðurkenningu á
þessu, en eins og fram mun
koma hér á eftir, er sú viður-
kenning í orði, en ekki á borði.
Eins og málum stofnunarinn-
ar var skipað í upphafi, var
þannig ekki verið að koma á
fót rannsóknum í einni fræði-
grein, heldur þremur ólíkum
greinum, eða öllu heldur fjór-
um, að textafræðinni meðtal-
inni. En þar með er þó ekki öll
sagan sögð. í greinargerð er
enn bætt í verksvið stofunar-
innar réttarsögu og kirkjusögu,
og loks er örnefnafræðum og
þjóðfræðum hnýtt aftan í.
Þá er og fróðlegt að athuga
ákvæði laganna um þær leið-
ir er stofnunin skyldi fara til
að ná tilgangi sínum. Um þetta
segir svo í 2. gr.: „Þetta (þ.e.
að vinna að aukinni þekkingu
á máli, bókmenntum og sögu
íslenzku þjóðarinnar) geri
stofnunin með öflun og varð-
veizlu gagna um þessi efni, rann
sóknum á heimildum um þau,
útgáfu handrita og fræðirita og
með hverju öðru, sem stutt get-
ur að þessu markmiði."
Með lögunum er stofnuninni
því ekki aðeins fengið það verk
efni að safna gögnum í öllum
þessum greinum, varðveita þau
og koma þeim á framfæri (með
útgáfú), heldur er henni einn-
ig falið það verkefni — sem
er í raun miklu veigameira —
að halda uppi sjálfstæðri vís-
indalegri rannsóknarstarfsemi í
hverri grein. Að vísu má segja
að óljóst sé hvað átt er við
með „rannsóknum á heimild-
um“, en eigi þetta orðalag yfir-
leitt að hafa nokkra merkingu,
getur hún vart verið önnur en
„rannsóknir fræðilegra verk-
efna í hlutaðeigandi grein, með
tilstyrk allra tiltækra heim-
ilda,“ enda kemur sá skilning-
ur víða fram í greinargerðinni.
Með lögunum er Handrita-
stofnun þannig fengið alveg ó-
trúlega vítt verksvið. Eins og
lögin eru úr garði gerð, er
með þeim verið að steypa sam-
an rannsóknum í átta ólíkum
fræðigreinum, sem hver ætti
raunverulega heima í sjálfstæð
ri stofnun, þ.e.as. málfræði,
bókmenntafr., sagnfr., réttar-
sögu, kirkjusögu, örnefnafræði,
þjóðfræði, og textafræði.
Þess verður greinilega vart
að þeir er í upphafi skipuðu
máluin stofnunarinnar hafi haft
óljóst hugboð um að ekki væri
hér allt með' felldu. í 5. gr. lag-
anna er því kveðið svo á að
„heimilt" sé „að skipta stofn
uninni í deildir eftir fræðigrein
um,“ og síðan er bætt við:
„Kjarni stofnunarinnar sé sú
deild, sem annast útgáfu hand-
rita eða rita eftir handritum,
svo og rannsóknir á þeim.“
Hér er því sagt að texta-
fræðin skuli vera kjarni stofn-
unarinnar, en um deildaskipt-
ingu er annars allt harla ó-
ljóst. í upphaflegri greinargerð
segir að „rétt“ sé — og það
„mætti hugsa sér“ — að skipta
stofnuninni í deildir, en hvergi
er getið málefnalegrar nauð-
synjar slíkrar skiptingar.
Áftur á móti er sagt að það
„skuli“ vera sérstök deild í
örnefnafræðum og þjóðfræðum
(og er erfitt að sjá, hvers þær
greinar eiga að gjalda um sam-
býlið): sérstök áherzla er hvað
eftir annað lögð á þessar tvær
greinar (í sameiningu), og er
allt í þá veru að stilla þeim
upp sem samstæðu gagnvart
hinum þríeinu íslenzku fræð-
um.
IV
Hver hefur svo orðið raun-
in á um framkvæmd þeirrar
skipanar sem ákveðin var fyrir
fimm til sex árum? Hvernig
hefur stofnunin haslað sér vöU
á hinum geysivíða starfsvett-
vangi sem henni var ætlaður?
Fyrir þessu er nú þegar feng-
in glögg og ótvíræð reynsla.
Báðir sérfræðingar stofnunar
innar, sem henni voru fengnir
með lögunum, hafa eingöngu
unnið að útgáfum einstakra
handrita eða ritverka, fornra
eða nýrra, eftir handritum. Öll
þeirra vinna hefur því verið
innan marka textafræðinnar, og
er það í sjálfu sér eðlilegt, þar
sem þeir voru ráðnir að stöfn-
uninni sem sérfræðingar í þess-
ari grein, enda fyrri rannsókn-
arstörf beggja að langmestu
leyti á því sviði. í upphafi
voru stofnuninni fengnar þrjár
styrkþegastöður, og má héita að
öll vinna allra þriggja styrk-
þeganna hafi einnig farið í út-
gáfustörf, en aðeins sáralítill
hluti hennar til verkefna inn-
an þeirra annarra fræðigreina
er undir stofnunina heyra: hef-
ur jafnvel komið fyrir að stofn
unin hafi neitað um ráðningu
í styrkþegastöðu í öðrum grein
um, er eftir því hefur verið
leitað. Starfsmannahald stofn-
unarinnar hefur því allt miðazt
við aðeins eina af þeim átta
fræðigreinum sem undir hana
heyra.
Til þess að framkvæmdin
yrði að þessu leyti í einhverju
samræmi við hina upphaflegu
skipan, hefði þurft að byrja
með sérfræðinga, a.m.k. 1—2, í
hverri hinna átta fræðigreina,
og þar til viðbótar lausráðna
aðstoðarmenn („styrkþega"),
hið minnsta 1—2 í hverri grein.
Til þess að geta hafizt handa,
þó í smáum stíl væri, í öllum
þeim greinum sem uridir hana
voru lagðar, hefði stofnunin
því í byrjun þurft að hafa á
að skipa hið minnsta 25—30
manna starfsliði, í stað fimm
manna.
Svipað er að segja um hús-
næðið. í því húsnæði sem
endanlega er nú gengið frá
Framh. á bls. 17